Fréttablaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 15
■ Af Netinu
15LAUGARDAGUR 3. janúar 2004
A
. J
ac
ob
se
ns
B
ok
tr
. A
S,
3
95
0
B
re
vi
k.
Útsala
30%-50%
TIMBERLAND SHOP
Kringlunni – Sı́mi: 53 32 290
Grein um ástand mála í Dala-byggð eftir Þrúði Kristjáns-
dóttur birtist í Fréttablaðinu 16.
desember síðastliðinn. Sú sem þar
skrifar talar fyrir almenna borg-
ara í Dalabyggð og mun það rétt
vera að öllum þykir nóg um
hvernig komið er. Ég og margir
aðrir höfum meiri áhyggjur af
hvað sé að gerast hér við okkar
bæjardyr heldur en að það skuli
komast í fjölmiðlana. Það þarf
ekki að koma neinum á óvart að
við séum í fréttunum. Það væri
ekki mikill fréttamaður sem ekki
rynni á lyktina. Einhver myndi
segja að ég væri ekki hlutlaus þar
sem ég slysaðist inn í sveitar-
stjórnina fyrir hálfu ári eða svo.
En hvaða Dalamaður er hlutlaus í
þessu máli?
Aðkast og einelti
Guðrún J. Gunnarsdóttir hefur
orðið fyrir þvílíku aðkasti og ein-
elti að ekki er hægt að sitja hjá og
þegja. Flestir aðrir hefðu gefist
upp og þegið góð boð annars
staðar frá. Sú ákvörðun hefði
valdið mörgum kjósendum L-list-
ans vonbrigðum. Af því kaus hún
að vera um kyrrt og hún treystir á
að réttlætið nái fram að ganga.
Mér hefur fundist Guðrún standa
sig mjög vel. Hún kemur alltaf vel
undirbúin á fundi, kynnir sér mál-
in ítarlega, vill fara nákvæmlega
ofan í þau og hafa allt á hreinu.
Sumum virðist reyndar finnast
það óþarfa tímaeyðsla. Aldrei hef
ég heyrt annað en að Guðrún beri
hag sveitarfélagsins og íbúa þess
fyrir brjósti. Ég trúi ekki að þeir
sem hafa setið á fundum sveitar-
stjórnar geti með góðri samvizku
neitað því. En hvað er þá að?
Þessi sorgarsaga byrjaði með
úrslitum síðustu sveitarstjórnar-
kosninga. Hér í sveit vita allir um
hin hörðu viðbrögð fráfarandi
meirihluta við ósigrinum. Mjög
óviðurkvæmileg orð þeirra fengu
vængi og flugu alla leið til
Reykjavíkur og til baka aftur.
Fráfarandi meirihluti lá heldur
ekki á þeirri skoðun sinni að þessi
úrslit yrðu ekki umborin. Koma
þyrfti Guðrúnu Jónu út með ein-
um eða öðrum hætti. Þessi yfir-
lýsing var sett fram meðan hún
var enn óskrifað blað sem sveitar-
stjórnarmaður. Spurningin er því
hvaða hvatir lágu þarna að baki?
Andstæðingar hennar hafa unnið
að því markmiði sleitulaust síðan
og hefur Gróa á Leiti blandað sér
svikalaust í slaginn.
Greinarhöfundur vill ekki við-
urkenna að við tökum illa á móti
fólki. Það er heldur ekki gott af-
spurnar ef svo er. Nei, það er sam-
kvæmt grein Þrúðar Kristjáns-
dóttur viðkomandi sjálfum að
kenna af því hann er svona eða
hinsegin. Hver er það sem ákveð-
ur hverjir hljóta viðurkenningu?
Þar kemur að mjög veigamiklu
atriði. Það er eineltið. Einelti er
mikið böl og hefur lagt margra líf
í rúst. Þrúður talar um þetta fólk
sem „persónur sem séu í raun
brjóstumkennanlegar“. Guðrún
Jóna fellur ekki í þann hóp og ekki
hefur farið mikið fyrir samúðinni
í hennar garð frá andstæðingum
hennar. Einskis hefur verið svifist
í hennar tilfelli.
Ímynd Dalanna sködduð
Auðvitað er það aðalatriði að í
sveitarstjórn sé gott fólk, sem beri
hag sveitarfélagsins fyrir brjósti.
En þeir sem hafa lengi haft völdin,
mega heldur ekki vera svo heima-
ríkir, að þeir eyði kröftum sínumí
það að berjast á móti nýju fólki sem
vill líka láta að sér kveða. Slíkt kann
ekki góðri lukku að stýra eins og
dæmin sanna.
Aðförin sem gerð hefur verið að
Guðrúnu Jónu er komin langt út
fyrir allt velsæmi og hefur skaðað
ímynd Dalanna. Illt er til þess að
hugsa því hér býr gott fólk. Ég
skora á okkur öll, Dalamenn sem
aðra Íslendinga að hafa að leiðar-
ljósi: „Það, sem þér viljið að aðrir
gjöri yður, það skuluð þér og þeim
gjöra“. ■
Hertu upp hugann Hannes!
„Einhverjir hefðu kannski haldið
að það myndi hlakka í mér yfir
þeim vandræðum sem Hannes
virðist kominn í vegna bókar-
skrifa sinna um Halldór Laxness.
Það er langt í frá. Ég vildi óska
að menn gengju ekki svona hart
fram gagnvart Hannesi í þessu
máli. Enginn er annars bróðir í
leik og þótt ég myndi gjarnan
vilja skriðtækla Hannes inn á
stjórnmálavellinum þá finn ég til
óvæntrar hlýju til hans nú þegar
kaldir vindar blása um hann per-
sónulega. Ég vil gjarnan gera eitt-
hvað til að styðja hann. Er hálf-
partinn að vona ég geti með ritun
þessarar greinar borið blak af
honum í þessum ójafna slag við
flestalla fræðimenn þjóðarinnar.“
ANDRÉS JÓNSSON Á WWW.POLITIK.IS
Lofsvert framtak
„Það hefur verið skemmtilegt að
fylgjast með Ungum jafnaðar-
mönnum síðustu daga. Það er
ekkert jólafrí á þeim bæ! Frum-
kvæði þeirra í að kalla eftir upp-
lýsingum um stofnfjáraðild
stjórnmálamanna og embættis-
manna að Sparisjóði Reykjavíkur
og nágrennis er lofsvert. Aðild
þessi hefur mönnum hlotnast
vegna stöðu sinnar og eðlilegt að
menn upplýsi um það og hvernig
þeir hyggist ráðstafa hagnaði sín-
um. Það er auðvitað óskandi að
sem flestir sjái ástæðu til að
verja honum eins og til var
stofnað, í almannaþágu, til
líknar- og menningarmála.“
HELGI HJÖRVAR Á WWW.HELGI.IS
Stefnulaus fylking
„Samfylkingin er flokkurinn sem
tekst ekki að búa til stefnu. Þetta
er gengið svo langt að nú á að
senda varaformanninn í nám í
pólitík á Bretlandi. Hún þvælist
þá kannski ekki fyrir formannin-
um á meðan. Samfylkingin er
búin að koksa á því að vera
Evrópuflokkur; segir að það mál
sé of flókið fyrir kjósendur. Útspil
um einkarekstur í heilbrigðiskerfi
reyndist ekki byggja á neinni
hugsun; það vantaði bara smá
fútt í ræðu hjá formanninum. Af-
staða flokksins til auðmagnsins
er dæmigerð - jú, kannski heyrist
gagnrýni hjá einstaka flokks-
mönnum um að stórkapítalistar
séu að gleypa allt, en í raun er
eins og flokkurinn þrái mest að
að ljómi peninganna skíni aðeins
á hann, að Baugur láti svo lítið
að klappa honum aðeins.“
EGILL HELGASON Á VEF SÍNUM Á WWW.STRIK.IS
Samningur við hestaheilsu
„Evrópusinnar vilja stundum
ganga í Evrópusambandið til
þess að afnema einhverja til-
tekna tolla og það eins þó að Ís-
lendingum sé fyllilega heimilt að
afnema þá þegar í stað án þess
að ganga í Evrópusambandið og
þá gangast undir ákvarðanir
þess. Og stundum segja Evrópu-
sinnar að nú sé EES-samningur-
inn orðinn svo veikur að því mið-
ur verði að semja um nýrri og
nánari tengsl við Brussel-
stjórnina, og það eins þó þeim
takist ekki að benda á nein
alvarleg sjúkdómseinkenni.“
VEFÞJÓÐVILJINN Á WWW.ANDRIKI.IS
Pistill úr Dalabyggð Andsvar
SNÆBJÖRG BJARTMARSDÓTTIR
■ skrifar um bæjarmál í Dalabyggð.