Fréttablaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 03.01.2004, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 3. janúar 2004 23 Það var nú valið vegna þesshvernig það hljómaði. Svo eig- um við forfeður sem hafa heitið þetta og einna helst get ég nefnt til sögunnar Hall bónda í Skálavík við Ísafjarðardjúp. Annálaður sérvitringur en sérviskan er nokkuð sem þarf að fara að vern- da þar sem allt er að fletjast út og verða samlitt í mannmergðinni hér á mölinni,“ segir Hallur Helgason, leikhússtjóri Loftkast- alans, aðspurður hvers vegna hann heiti það sem hann heitir. Nafnið þýðir steinn samanber glerhallur sem finnst á Aust- fjörðum. Nafnið var ekki algengt og Hallur minn- ist þess, þegar hann fletti sem strákur í síma- skránni, að þá voru þeir bara tveir eða þrír. Hallur er fædd- ur 1964. „En eft- ir að ég lék í Punktur punkur komma strik þá varð náttúrlega sprenging og hefur þeim farið verulega fjölgandi eftir það,“ hlær Hallur og spyr: „Er þetta nokkuð hroki?“ Hallur hefur ekki lent í neinum sérkennilegum atvikum tengdum nafni sínu hér á landi en hins veg- ar olli það nokkrum vandræð- um meðal Ameríkana en Hallur fór sem skiptinemi til San Francisco-flóa 17 ára gamall. „Ég man að þegar kennarinn las úr kladdanum í fyrsta tíma þá fékk hann út nafnið Heilíjör þegar hann reyndi að stauta sig í fram úr nafninu. Ameríkanar skildu aldrei þetta smellhljóð í hinu tvö- falda elli og þegar ég var að kenna þeim framburðinn þurfti ég að stafsetja nafnið Hatlur. Þá komust þeir næst því.“ Leiðir Halls lágu síðar meir aftur til Bandaríkjanna þar sem hann lagði stund á kvikmynda- nám. Þá var hann kallaður Hal. „Ég átti á tímabili forláta Must- ang-bifreið, Mac 1 árgerð 1971. Blæjubifreið með 351 Cleveland vél. Og þá var ég að sjálfsögðu kallaður Mustang-Hal.“ Í blábyrjun skólaferils síns var Hallur uppnefndur af skóla- bræðrum sínum: Hallur vörubíls- pallur. En það stóð ekki lengi. „Ég varð fljótlega svo mikill foringi að þeir létu af því.“ Og engin spurning er um það í huga Halls að nafnið og merking þess hafi haft áhrif á sig og sitt líf. „Rúllandi steinn safnar ekki mosa,“ segir hann spakur. ■ Veiðimenn eru fyrir löngubyrjaðir að skipuleggja veið- ina næsta sumar. Stangveiðifé- lag Reykjavíkur er búið að út- hluta sínum til félagsmanna sinna og stjórnarmenn félagsins eru ánægðir með áhuga sinna fé- lagsmanna. „Það er byrjað að panta tölu- vert fyrir næsta sumar og á eft- ir áramótin fer þetta á fleygi- ferð,“ sagði Þröstur Elliðason, hjá Veiðiþjónustunni Strengjum, í samtali. „Veiðimenn eru fyrir nokkru farnir að bóka veiðileyfi fyrir sumarið hjá okkur hjá Lax-á á flestum veiðisvæðum okkar. Það er bæði í dýr og ódýr veiðisvæði sem sótt er um,“ sagði Ágúst K. Ágústsson hjá Lax-á er við spurðum um stöðuna. Veltan á laxveiðimarkaðnum fer hækkandi á hverju ári, veiði- mönnum fjölgar, sérstaklega er- lendum veiðimönnum. Veltan er orðin kringum tveir og hálfur milljarður árlega. Bara Lax-á flytur inn næstum 1500 veiði- menn á hverju ári, en líklega koma á milli 3000 og 4000 er- lendir veiðimenn hingað til veiða næsta sumar. Flestir koma til með að veiða laxa, en þeim fjölg- ar sem koma til að veiða silung. Þessi hækkun er út úr kortinu En veiðimenn eru allt annað en hressir með hækkanir í mörg- um veiðiám og finnst veiðileyfin hafa hækkað alltof mikið, en veiðin batnaði alls ekki neitt frá fyrra sumri, samt hafa veiðileyf- in hækkað upp úr öllu valdi. „Við höfum veitt í Hítará á Mýrum núna í nokkur ár og við ætlum ekki þangað í sumar, veiðileyfin hafa hækkað alltof mikið,“ sagði veiðimaður sem var allt annað en hress með verð á veiðileyfum og bætti við: „Það var ekkert ódýrt að veiða þarna og veiðin var ekkert sérstök hjá okkur í Hítaránni. Þessi hækkun er alveg út úr kortinu og aðeins til að fæla veiðimenn frá ánni. Laxinn er alls ekki vænn þarna og veiðin ekkert sérstök. Hvers vegna eru veiðimenn alltaf látn- ir borga brúsann?“ sagði veiði- maðurinn í lokin. Veiðimenn og síðasta sumar „Það er gaman að renna fyrir fisk þegar maður getur, en sportið er dýrt og það hefur sitt að segja“ sagði Jakob Þór Har- aldsson, er við spurðum hann um veiðina síðasta sumar. Við ætl- um á næstunni að heyra aðeins í veiðimönnum á öllum aldri og af báðum kynjum, um síðasta sum- ar og það næsta. Biðin styttist með hverjum deginum eftir að veiðin byrji aftur. „Ég fór í Breiðdalsá í Breið- dal þegar áin var opnuð og það var mjög skemmtilegt, veiddi nokkrar vænar bleikjur en lax- inn var ekki mættur. Síðan fór ég austur fyrir fjall og veiddi vel af fallegum urriðum, það var góður veiðitúr. Næsta sumar ætla ég eitthvað að veiða, en það hefur ekkert verið bókað ennþá, kannski snemma í Hrútafjarð- ará og reyna að veiða lax þar,“ sagði Jakob í lokin. FLUGUHNÝTINGAR Veiðimenn eru byrjaðir að hnýta á fullu fyr- ir næsta sumar, enda er flugu- veiði leyfð í hverri veiðiánni á fætur annarri. Heyrst hefur að veiðimenn ætli að hnýta smærri flugur fyrir næsta sumar, en þeir hnýttu síðasta sumar. Einn sagð- ist ætla að hnýta flugu sem væri eins og maðkur, þar sem hann væri orðinn bannaður víða, en ekki í flugulíki. GÆSAVEIÐI Gæsaveiðin gekk vel í sumar og haust en engar tölur liggja fyrir ennþá en það styttist verulega í það, ef veiði- korthafar skila inn tölum. En ekki eru miklar líkur á því enda þeir að mótmæla rjúpnaveiði- banninu fræga. Hæstu tölur sem heyrðust af fjölda fugla með morgun- og kvöldflug voru um 270 fuglar. Það var hægt að fá fleiri fugla með góðum vilja. DORGVEIÐI Dorgveiðimenn eru eitthvað byrjaðir að kíkja á ís- inn en hann er orðinn nokkuð þykkur sumstaðar um land. Veiðimenn sem voru á ferð í Að- aldalnum könnuðu stöðuna en urðu lítið varir en fengu „kikk“ út úr smá dorgi. FLJÓTÁ Ein af þeim veiðiám sem var á lausu fyrir skömmu var Fljótá í Fljótum en Stang- veiðifélagið á Siglufirði hefur verið með hana á leigu. En þeir ákváðu fyrir tveimur árum að veiða á flugu og sleppa öllum fiski en ekki er vitað hver mun vera með hana næsta sumar. ■ „Ameríkan- ar skildu aldrei þetta smellhljóð í hinu tvöfalda elli og þegar ég var að kenna þeim framburðinn þurfti ég að stafsetja nafnið Hatlur. ■ Stuttar fréttir LAXVEIÐIN Laxveiðimenn um allt land leggja um þessar mundir drög að næsta sumri. Á veiðum GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiðiskap. ■ Nafnið mitt Mustang-Hal HALLUR HELGASON Er sannfærður um að nöfn og merking þeirra hafi afgerandi áhrif á líf þeirra sem þau bera. „Rúllandi steinar safna ekki mosa,“ segir hann spakur. Laxveiðin: Hvers vegna eru veiðimenn látnir borga brúsann?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.