Fréttablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 2
2 13. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR „Það kemur meira bensín í lok mánaðarins. Vonandi verður enginn bensínlaus á meðan.“ Hugi Hreiðarsson er markaðsstjóri Atlantsolíu en svo mikil sala hefur verið á stöð félagsins í Kópavogi að sennilega klárast bensínbirgðirnar fyrir mánaðamót. Spurningdagsins Hugi, er hægt að panta úr næstu sendingu? Geðsjúkur maður var í gluggalausum klefa Ósakhæfur maður var vistaður í einangrunarklefa á yfirfullri réttargeðdeildinni að Sogni. Eftir að annar vistmaður útskrifaðist fékk hann inni í viðtalsherbergi. Stórfjölga þyrfti rúmum og stækka deildina um helming, segir deildarstjóri. MEÐFERÐARSTOFNANIR Steinn Ár- mann Stefánsson, sem dæmdur var ósakhæfur fyrir jólin, varð að eyða fyrstu dögunum um jólahátíð- ina á réttargeðdeildinni áaðSogni í einangrunarklefa. Þetta var gert vegna þess að hvert rúm var skip- að að Sogni. Einangrunarklefinn er í kjallara hússins, en þangað eru vistmenn sendir þegar þeir missa þannig stjórn á sér að starfsfólk fær ekki við neitt ráðið. Steinn Ár- mann er mjög veikur og er talinn afar hættulegur fái hann ekki þá meðferð sem þarf til að halda sjúk- dómi hans niðri. Hann var dæmd- ur á sínum tíma fyrir innflutning á kókaíni og að hafa ekið á lögreglu- mann. Eftir að hann losnaði úr fangelsi var hann á götunni þrátt fyrir veikindin og varð mannsbani haustið 2002. Um 15 mánaða skeið eftir það var hann á Litla Hrauni eða þar til hann var dæmdur ósak- hæfur. Drífa Eysteinsdóttir deildar- stjóri segir að það hafi verið al- gjört neyðarúrræði að vista Stein Ármann í einangrunarklefanum. Þar hafi verið komið fyrir hús- gögnum og klefinn opnaður. „Því miður stóð þetta ástand í nokkra daga en á meðan breyttum við þessu umhverfi. Þetta er sjö manna deild og við fengum hann inn sem níunda mann. Við opnuð- um klefann og notuðum hann ekki sem einangrunarklefa,“ segir Drífa. Hún segir að þetta mál hafi ver- ið leyst þegar einn vistmannanna útskrifaðist og Steinn Ármann fékk hans pláss. „Við erum með átta manns á deildinni núna. Hér er kennslu- stofa og tvö viðtalsherbergi og hann fær annað þeirra,“ segir Drífa. Drífa segir að þörfin sé brýn enda séu margir geðsjúkir afbrotamenn vistaðir í fangelsum. „Svo sannarlega þyrfti að stæk- ka. Helmingsstækkun upp í 14 rúm gæti orðið mikil búbót þótt fljót- lega mætti svo stækka enn meira. Við höfum tekið við fólki jafnóðum og pláss losnar og reyndar líka þótt við höfum ekki haft pláss,“ segir Drífa rt@frettabladid.is Hátíðahöld vegna 100 ára afmælis heimastjórnar hafin: Afhenti skrifborð fyrsta ráðherrans TÍMAMÓT Guðni Ágústsson landbún- aðarráðherra afhenti Þjóðmenn- ingarhúsinu skrifborð Hannesar Hafsteins, fyrsta íslenska ráðherr- ans, til vörslu í gær. Athöfnin fór fram í Þjóðmenningarhúsinu og markaði upphaf hátíðahalda í til- efni þess að hundrað ár eru í ár lið- in frá því Ísland fékk heimastjórn. Skrifborðið á sér langa sögu. Það var keypt í ráðherratíð Hann- esar og var vinnuborð hans. Skrif- borðið var um áratugaskeið vinnu- borð Gunnlaugs E. Briem, ráðu- neytisstjóra í atvinnumálaráðu- neytinu, að sögn Sveinbjörns Dag- finnssonar, fyrrum ráðuneytis- stjóra, sem tók við af Gunnlaugi 1973. Þá var borðið orðið ansi lúið og lét Gunnlaugur setja það í við- gerð. Daglegri notkun þess var að mestu hætt 1986 en síðan hefur það tvisvar fylgt landbúnaðarráðu- neytinu í nýtt húsnæði og var not- að skamma stund af Halldóri Blön- dal, þáverandi landbúnaðar- og samgönguráðherra, 1994. Sveinbjörn segir ánægjulegt að borðinu hafi verið fundinn verðug- ur staður í Þjóðmenningarhúsinu og að fyrirhöfnin við varðveislu borðs- ins hafi skilað fullum árangri. ■ AUKIÐ ÖRYGGI Alls 496 bandarískir hermenn eru fallnir í Írak. Hermaður féll: Dregur úr árásum ÍRAK Einn bandarískur hermaður fórst og tveir aðrir slösuðust þeg- ar sprengja sprakk í vegkanti í miðborg Bagdad í gær. Þetta er fyrsta mannfallið sem Banda- ríkjamenn verða fyrir síðan á föstudaginn en þá fórust níu bandarískir hermenn þegar sjúkraþyrla var skotin niður í ná- grenni óróabæjarins Fallujah. Að sögn talsmanns Bandaríkja- hers hefur daglegum skæruárás- um á bandaríska hermenn í Írak fækkað mjög að undanförnu, eða síðan Saddam Hussein var hand- tekinn og verða hersveitir Banda- ríkjamanna nú að meðaltali fyrir 17 árásum að meðaltali á dag í stað 30 fyrir handtöku Saddams. ■ AFKOMUVIÐVÖRUN Afkoma Fiskeldis Eyjafjarðar hf. verður mun lakari seinnihluta ársins en áætlanir gerðu ráð fyrir. Megin- ástæðan er sú að félagið náði ekki sölumarkmiðum sínum hvað varðar seld seiði á tímabil- inu. Aftur á móti hefur seiða- framleiðslan gengið vel og var í takt við áætlanir. Minni seiða- sölu má rekja til þeirra erfið- leika sem eru í fiskeldi í Noregi og Skotlandi. SKRIFBORÐIÐ AFHENT Forstöðumaður Þjóðmenningarhúss, Guðríður Sigurðardóttir, tekur við skrifborði fyrsta ráðherra Íslands. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ■ Viðskipti HEIMAHJÚKRUN „Það verður að segj- ast eins og er að enn ber töluvert mikið í milli. Ég er því ekki ýkja bjartsýn fyrir samningafundinn á morgun,“ sagði Kristjana Guðjóns- dóttir, sjúkraliði og talsmaður starfsfólks í heimahjúkrun. Starfsfólk í heimahjúkrun ræddi á föstudag tillögur að lausn í deilu starfsfólks í heimahjúkrun og Heilsugæslunnar í Reykjavík. Deilan er tilkomin vegna upp- sagnar Heilsugæslunnar á akst- urssamningum í heimahjúkrun. Starfsfólkið lítur á uppsögn akst- urssamninga sem uppsögn á ráðn- ingarsamningi og hættir störfum 1. mars næstkomandi, ef ekki semst um annað. Á samningafundi fyrir tæpri viku lögðu fulltrúar Heilsugæsl- unnar í Reykjavík fram tillögur sínar að lausn deilunanr. Í þeim felast engar grundvallarbreyting- ar frá því sem áður hafði verið boðað, heldur er er um nánari útlistanir að ræða. Starfsfólk í heimahjúkrun féllst ekki á tillögurnar og leggur á morgun fram gagntillögur til Heilsugæslunnar í Reykjavík. ■ Heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu: Samningafundur á morgun ENN DEILT UM AKSTURSSAMNINGA Starfsfólk í heimahjúkrun þingar með Heilsugæslunni í Reykjavík á morgun vegna upp- sagnar á aksturssamningum. Starfsfólk heimahjúkrunar leggur á fundinum fram tilboð um lausn deilunnar. Mercedes: Ræsir vill fá lénið DÓMSMÁL Ræsir hf. hefur höfðað mál á hendur eiganda lénsins mer- cedes.is. Ræsir fer fram á að fá yfirráð yfir léninu þar sem það sé hluti af vörumerki sem Ræsir hafi einkaleyfi á hér á landi og félagið hafi skriflega heimild frá einkaleyf- ishafanum til að notast við lénið. „Eigandi vörumerkis á mjög rík- an rétt yfir þeim vörumerkjum sem hann hefur skráð,“ segir Margrét Einarsdóttir, lögmaður Ræsis. Mercedes.is hyggst bjóða upp á Mercedes bifreiðar í samkeppni við Ræsi og á lægra verði. Einkaleyfi bílainnflytjenda voru afnumin með breyttum reglum Evrópusambands- ins um síðustu áramót. ■ ÞINGMENN Í SETUVERKFALLI Þingmenn úr röðum umbótasinna hófu setuverkfall í íranska þinghúsinu eftir að harðlínumenn, sem ráða því hverjir fá að bjóða sig fram í þingkosningum, felldu þann úrskurð að umbótasinnarnir hefðu brotið gegn lögum sem kveða á um kjörgengi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.