Fréttablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 8
8 13. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR
Undarleg atvik
„...Ég stefndi á að vera á þingi
en það atvikaðist þannig að ég
komst ekki inn“.
Ásta Möller, varaþingmaður, verkefnastjóri og
nemi, í Fréttablaðinu 12. nóvember um orsök
þess að hún féll í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
Afbrýðisamur bifvélavirki
„...Ég var náttúrlega afbrýðisam-
ur og þegar ég sá manninn í
bílageymslu í Hamraborginni
ákvað ég að hræða hann að-
eins...“.
Sævar Helgason bifvélafvirki í DV 12. nóvember
um ástæður þess að hann ók niður kínverskan
nuddara sem hann taldi að héldi við eiginkonu
sína.
Hannes og hjólið
„...Ég vildi ekki finna upp hjól-
ið“.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson ævisagnaritari
um vinnubrögð sín við skráningu ævisögu
Halldórs Kiljans Laxness í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins á fundi Reykjavíkur-
Akademíunnar, laugardaginn 10. janúar.
Orðrétt
Hagrannsóknarstofnun samtaka opinberra starfsmanna:
Skipulagsskrá samþykkt
HAGRANNSÓKNIR Hagrannsóknar-
stofnun samtaka launafólks í
almannaþjónustu, HASLA, tekur
brátt til starfa en samkomulag um
skipulagsskrá stofnunarinnar tókst
skömmu fyrir áramót. Að hagrann-
sóknarstofnuninni standa Bandalag
starfsmanna ríkis og bæja, (BSRB),
Bandalag háskólamanna (BHM),
Kennarasamband Íslands (KÍ) og
Samband íslenskra bankamanna
(SÍB).
HASLA er ætlað að stuðla að því
að hagrannsóknir og aðrar rann-
sóknir í þágu og frá sjónarhóli
launafólks í almannaþjónustu séu
stundaðar reglulega með stuðningi
ríkisins, þannig að betra jafnvægi
náist í upplýsingastreymi og þjóð-
félagsumræðu.
Stofnun HASLA hefur ekki í för
með sér að hagfræðideildir ein-
stakra sambanda verði lagðar niður,
heldur er um hreina viðbót að ræða.
HASLA fær 20 milljónir króna til
starfseminnar á þessu ári, sam-
kvæmt fjárlögum Alþingis. Ekki
liggur fyrir hvar HASLA verður til
húsa en ákvörðun um það verður
tekin á næstu dögum.■
Meiri rétt til áminninga
Forstjóri Barnaverndarstofu telur koma til álita að heimildir hennar til að grípa inn í barna-
verndarmál verði rýmkaðar. Hann segir að heimildir til að áminna barnaverndarnefndir séu
afskaplega þröngar og setji eftirlitsstarfinu vissar skorður.
BARNAVERND „Við höfum í fjöl-
mörgum tilvikum vandað um
við barnaverndarnefndir,“ sagði
Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu, aðspurður
um afskipti barnaverndaryfir-
valda af málsmeðferð barna-
verndarnefnda. „En við höfum
ekki lagaheimildir til að beita
þær viðurlögum eða refsa þeim
með beinum hætti, svo sem að
víkja nefnd frá. Við getum að-
eins áminnt þær í þeim tilvik-
um, að þær fari ekki að okkar
leiðbeiningum.“
Bragi segir, að nefndirnar
hafi yfirleitt fylgt leiðbeining-
um yfirvalda vandræðalaust.
Fyrir hafi komið, að nefndum
hafi verið tilkynnt að þær væru
á lokafresti, áður en til form-
legrar áminningar kæmi. Þær
hafi undantekningalaust brugð-
ist við því.
Vinnubrögð barnaverndar-
nefndar á Bolungarvík árið 1994
hafa vakið athygli. Þá átti
nefndin fund með manni sem
hafði verið klagaður fyrir kyn-
ferðislegt áreiti við börn.
Nefndin gaf honum „formlega
áminningu“. Meira gerði barna-
verndarnefndin ekki í því tiltek-
na máli..
Sami maður var í síðustu viku
fundinn sekur í Héraðsdómi
Vestfjarða um kynferðisafbrot
gagnvart stúlkubarni um árabil.
„Mál þetta er eldra en Barna-
verndarstofa og sú barnavernd-
arnefnd sem kom að þessu máli
er ekki til í dag,“ sagði Bragi.
„Enginn af þeim sem þarna kom
við sögu situr í barnaverndar-
nefndinni á norðanverðum Vest-
fjörðum, eftir því sem ég veit
best. Þetta mál kallar ekki á
nein viðbrögð að okkar hálfu í
dag.“
Bragi benti á að á þessum
tíma hefði ekki verið óalgengt
að mál hefðu verið afgreidd með
þessum hætti. Það væri meðal
annars ástæða þess að Barna-
verndarstofa hefði verið sett á
laggirnar á sínum tíma, Barna-
hús hefði verið stofnað,
barnaverndarnefndum fækkað
verulega og fleiri breytingar
gerðar til að efla fagleg vinn-
urbrögð barnaverndaryfirvalda.
Hann sagði að meginreglan
væri sú, að væri grunurinn
sterkur væri mál vísað til lög-
reglumeðferðar. Framburður
barnsins skipti þar höfuðmáli.
Ef grunur byggðist á öðrum at-
riðum, framkvæmdu nefndirnar
frumrannsókn á málinu á eigin
vegum, eftir atvikum með könn-
unarviðtali við barn í Barna-
húsi. Lögreglan hefði ekki heim-
ildir til að ræða sjálf við barnið
heldur þyrfti að efna til skýrslu-
töku fyrir dómi. Ekki væri farið
út í svo viðurhlutamikla aðgerð
nema grunurinn væri verulega
rökstuddur til dæmis með fram-
burður barnsins. Ef þessi skil-
yrði eru ekki fyrir hendi má
segja að lagareglurnar virki
þannig hamlandi viðvíkjandi að-
komu lögreglu að málinu. Kerf-
ið, eins og það væri nú, væri
ekki mjög hvetjandi til að vísa
málum til lögreglu heldur frem-
ur letjandi.
„Mér finnst vera orðið tíma-
bært að endurskoða þessi laga-
ávæði í ljósi reynslunnar,“ sagði
forstjóri Barnaverndarstofu,
„það er mitt sjónarmið að lög-
reglan þurfi að eiga aðkomu að
öllum málum þar sem grunur
vaknar um kynferðisbrot gegn
barni, ekki aðeins hluta þeirra.
Gildandi lagareglur hamla því
vissulega“.
jss@frettabladid.is
Vesturlandsvegur:
Fallist á
tvöföldun
SAMGÖNGUR Skipulagsstofnun hefur
fallist á að Vesturlandsvegur verði
tvöfaldaður á svæðinu frá Víkur-
vegi í Reykjavík að Skarhólabraut í
Mosfellsbæ.
Í niðurstöðu Skipulagsstofnunar
segir að áhrif tvöföldunarinnar á há-
vaða á fyrirhuguðum íbúðarsvæð-
um í nágrenni Vesturlandsvegar
verði ásættanleg. Enn fremur megi
fyrirbyggja að afrennsli vegarins
fari óhreinsað í Úlfarsá og er sett
sem skilyrði fyrir framkvæmdinni
að ráðist verði í mótvægisaðgerðir.
Niðurstöðuna má kæra til um-
hverfisráðherra og er kærufrestur
til 13. febrúar. ■
Engin eldsneytisvél:
Ekkert
óvenjulegt
VARNARLIÐIÐ Engin eldsneytisvél er
nú á Keflavíkurflugvelli á vegum
bandaríska varnarliðsins og hafa
spurningar vaknað um öryggismál
og möguleika þyrlusveita til að
halda á haf út. Friðþór Eydal, upp-
lýsingafulltrúi varnarliðsins, segir
að um sé að ræða eina vél sem sé
reglulega skipt út.
„Þessar vélar koma og fara eftir
því sem þær eru tiltækar, en þær
eru fáar og afar eftirsóttar. Ég
bendi á að svona eldsneytisvélar
eru einnig staðsettar á Bret-
landseyjum þannig að ef okkar
björgunarþyrlur þurfa að fara eitt-
hvað langt þá er sá möguleiki alltaf
fyrir hendi að þær mætist á leið-
inni. Það hefur oft verið gert.“ ■
ÞÁTTASTJÓRNANDINN
Robert Kilroy-Silk hefur í 17 ár stjórnað
spjallþætti í BBC.
Breskur þáttastjórnandi:
Biðst
afsökunar á
ummælum
LONDON, AP Breski þáttastjórnand-
inn Robert Kilroy-Silk segist sjá
mikið eftir orðum sínum, sem birt-
ust í aðsendri grein hans í dagblað-
inu Sunday Express. Þar sagði
hann araba vera „sjálfsmorðs-
sprengjumenn, aflimara, kvenna-
kúgara“, og hafa þessi ummæli
vakið hörð viðbrögð í Bretlandi.
„Þetta var alhæfing um 200
milljón araba þar sem tólf sinnum
er sagt að þeir séu allir, ekki sum-
ir, morðingjar, allir stuðningsmenn
Saddams Hussein, þeir séu allir
sjálfsmorðsárásarmenn,“ sagði
Trevor Phillips, formaður nefndar
um jafnrétti kynþátta.
Sjónvarpsstöðin BBC hefur tek-
ið spjallþáttinn hans, Kilroy, af
dagskrá um stundarsakir. ■
!""
##$%&
'!'!
(
!
)
!#)
%&
!
" #
$
% &
% " '()
% & *
+
,-.. ,/..
*
0. ,/ $
,1 2
$
3..4
(
)*
%
+,!
-0...
!
"#
#
#
$
Í STAÐ ÞJÓÐHAGSSTOFNUNAR
Þjóðhagsstofnun var lögð niður um mitt ár
2002 og verkefni hennar færð til Hagstofu
og fjármálaráðuneytisins. Alþýðusamband-
ið fékk auknar fjárveitingar til efnahags-
rannsókna og nú er komið að samtökum
opinberra starfsmanna.
BRAGI GUÐBRANDSSON
Í fjölmörgum tilvikum hefur verið vandað
um við barnaverndarnefndir.
Ólögmætur sjávarafli:
Röng sektar-
upphæð
SJÁVARÚTVEGUR Í frétt blaðsins í
gær um gjald vegna ólögmæts
sjávarafla var ranglega farið með
þá upphæð sem lögð var á Stakka-
vík í Grindavík vegna Clintons
GK-46. Sektin sem Stakkavík var
gert að greiða, nam 30.800 krón-
um og leiðréttist það hér með.
Samtals innheimti Fiskistofa í
fyrra rúmar 100 milljónir króna
af útgerðum vegna ólögmæts
sjávarafla. ■