Fréttablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 24
13. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR
FÓTBOLTI Arsene Wenger, knatt-
spyrnustjóri Arsenal, er mættur á
leikmannamarkaðinn í Englandi og
hefur boðið Aston Villa átta millj-
ónir punda í kólumbíska framherj-
ann Juan Pablo Angel. Það er þó
ekki af góðu sem Wenger býður í
Angel en þrír af framherjum liðs-
ins, þeir Sylvain Wiltord, Dannis
Bergkamp og Jeremie Alladiere,
eru meiddir auk þess sem Nígeríu-
maðurinn Nwankwo Kanu verður
burtu í mánuð vegna Afríkukeppn-
innar. Wenger ætlaði að bíða þar til
í sumar með að bjóða í Angel en sá
sæng sína útreidda í ljósi framherj-
avandræða sinna. Heimildir frá
Englandi herma að Aston Vilal vilji
fá tuttugu milljónir punda fyrir
Angel en þessi snjalli Kólumbíu-
maður hefur skorað þrettán mörk
fyrir félagið í vetur. Honum líkar
lífið vel undir stjórn Davids
O’Leary og segist vera tilbúinn að
spila fyrir félagið svo lengi sem
O'Leary er við stjórnvölinn. Það
verður þó að teljast harla ólíklegt
að Aston Villa geti barist á móti
Arsenal en ef félagið selur Angel
mun það reyna að kaupa ástralska
framherjann Mark Viduka frá
Leeds, gamla félaginu hans
O’Learys.
Sam Allardyce:
Brooking ekki hæfur
FÓTBOLTI „Ég hef eins og margir
framkvæmdastjórar varið mikum
tíma og miklu fé á undanförnum
fimm árum til þess að standast
kröfur um hæfni. Þá ræður knatt-
spyrnusambandið einhvern sem
er engan vegin hæfur í starfið,“
skrifaði Sam Allardyce, fram-
kvæmdastjóri Bolton í London
Times í gær. Allardyce hefur
gagnrýnt enska knattspyrnusam-
bandið (FA) fyrir að ráða Trevor
Brooking í stöðu yfirmanns upp-
byggingar knattspyrnumála. All-
ardyce heldur því fram að Brook-
ing hafi enga þjálfaramenntun og
að FA hafi aðeins verið bæta
ásýnd sína í fjölmiðlum en hafi lit-
ið framhjá tæknilegu hliðinni og
tengslum við grasrótina.
„Samtök framkvæmdastjóra
deildarfélaga eru gáttuð á ákvörð-
uninni og hefur sent FA athuga-
semdir við hana. Það þarf varla að
taka það fram að við höfum ekki
fengið viðhlýtandi skýringar. FA
hefur aðeins sagt að tæknilegi
þátturinn sé aðeins þriðjungurinn
af starfi Brookings.“ ■
SAM ALLARDYCE
Gagnarýnir enska knattspyrnusambandið
fyrir að ráða Trevor Brooking.
HANDBOLTI Guðmundur Guð-
mundsson tilkynnti í gær leik-
mannahópinn sem tekur þátt í
fjögurra landa móti í Danmörku
og Svíþjóð síðar í vikunni. Mótið
er lokakaflinn í undirbúningi Ís-
lendinga fyrir Evrópukeppnina
sem hefst í Slóveníu á fimmtudag
í næstu viku. Íslendingar leika við
Dani í Farum á fimmtudag, gegn
Svíum í Málmey á föstudag og
Egyptum í Farum á laugardag.
Átján leikmenn fara til Dan-
merkur og Svíþjóðar en ekki sext-
án eins og upphaflega var áætlað.
Ekki er enn ljóst hversu alvarleg
meiðsli Dags Sigurðarsonar og
Sigfúsar Sigurðssonar eru og
verður því beðið með að tilkynna
endanlegan hóp. Fjórir leikmenn
féllu úr æfingahópi landsliðsins í
gær, Heiðmar Felixson, Bjarni
Fritzson, Logi Geirsson og Birkir
Ívar Guðmundsson.
Guðmundur sagði í samtali við
Fréttablaðið í gær að þetta hefði
verið afskaplega erfitt val og það
hefði verið mjótt á mununum hjá
mörgum. „Ég tel að ég hafi valið
sterkasta hópinn sem völ var á en
auðvitað var mjög erfitt að skilja
leikmann eins og Heiðmar Felix-
son eftir heima. Hann var í bar-
áttu við Ásgeir Örn Hallgrímsson
og mér fannst einfaldlega vera
kominn tími á Ásgeir. Hann er
framtíðarleikmaður liðsins og það
var ein af ástæðum þess að ég tók
hann fram yfir Heiðmar,“ sagði
Guðmundur. Hann vísaði alfarið
þeirri gagnrýni á bug að sumir
leikmenn hefðu ekki fengið tæki-
færi til að sýna sig. „Ég gaf öllum
leikmönnum liðsins tækifæri í
leikjunum um helgina og allt tal
um annað er einfaldlega bull og
fellur um sjálft sig.“
Guðmundur sagðist vera mjög
ánægður með leikina þrjá um helg-
ina. „Fyrsti leikurinn var náttúr-
lega skelfilegur en tveir seinni
leikirnir voru góðir. Bæði varnar-
leikurinn og sóknarleikurinn fóru
batnandi eftir því sem á leið. Ég
held samt að raunverulegur próf-
steinn á getu liðsins komi um
næstu helgi þegar við leikum gegn
þremur af bestu landsliðum heims.
Það er erfitt að segja til um það
hversu sterkt svissneska liðið er.“
Guðmundur og lærisveinar
hans dvöldu á Þingvöllum í gær
og þar voru markmiðin fyrir
keppnina sett. „Markmiðið er
skýrt og hópurinn er sammála um
það. Við ætlum okkur sigur í riðl-
inum og síðan sjáum við til. Ef það
gengur eftir þá setjum við okkur
ný markmið í framhaldinu,“ sagði
Guðmundur Guðmundsson í sam-
tali við Fréttablaðið. ■
Ætlum að
vinna riðilinn
Markmiðin eru skýr hjá Guðmundi Guðmundssyni og strákunum
hans fyrir EM í Slóveníu.
LEIKMANNAHÓPURINN
Markverðir
Guðmundur Hrafnkelsson
(Kronau-Östringen)
Reynir Reynisson (Víkingi)
Björgvin Gústafsson (HK)
Hornamenn og línumenn
Guðjón Valur Sigurðsson (TUSEM Essen)
Gylfi Gylfason (Wilhelmshaven)
Einar Örn Jónsson (Wallau Massenheim)
Sigfús Sigurðsson (Magdeburg)
Róbert Sighvatsson (Wetzlar)
Róbert Gunnarsson (AGF Aarhus)
Útileikmenn
Dagur Sigurðsson (Begrenz)
Jaliesky Garcia Padron (Göppingen)
Snorri Steinn Guðjónsson
(Grosswallstadt)
Rúnar Sigtryggsson (Wallau Massenheim)
Gunnar Berg Viktorsson (Wetzlar)
Ólafur Stefánsson (Ciudad Real)
Ragnar Óskarsson (Dunkerque)
Ásgeir Örn Hallgrímsson (Haukum)
Patrekur Jóhannesson (Bidasoa)
VIÐ FÖRUM Í ÞESSA ÁTT
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, kallar skipanir til sinna
manna í leiknum gegn Sviss á sunnudaginn.
JUAN PABLO ANGEL
Arsenal vill kaupa kólumbíska fram-
herjann Juan Pablo Angel frá Aston Villa.
Arsenal skellir sér á leikmannamarkaðinn:
Wenger vill fá Angel