Fréttablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 13
13ÞRIÐJUDAGUR 13. janúar 2004
Óðir hundar:
Réðust á
dreng
FRANKFURT, AP Tveir rottweiler-
hundar réðust á sjö ára dreng í
Höchberg í Þýskalandi og særðu
hann lífshættulegum sárum.
Drengurinn var ásamt móður
sinni og fjögurra ára bróður sínum
fótgangandi á leið heim til sín þegar
hundarnir réðust á hann og bitu.
Móðir drengjanna og þrír fullorðnir
menn reyndu eftir megni að koma
hundunum burt frá drengnum.
Meðal annars barði lögreglumaður
á eftirlaunum hundana með staf.
Loks tókst þeim að koma drengnum
inn í hús og hringja þar á sjúkrabíl.
Drengurinn liggur lífshættulega
særður á sjúkrahúsi. ■
FILIPPSEYJAR Yfirvöld á Filipps-
eyjum segja að um 25.000 manns
séu heimilislaus eftir að þúsundir
heimila urðu eldi að bráð í stór-
bruna í Baseco-fátækrahverfinu í
Manilla í fyrrinótt.
Að sögn talsmanns yfirvalda er
ekki vitað til þess að neinn hafi
farist í brunanum en að minnsta
kosti 23 munu hafa slasast eða
hlotið brunasár, þar á meðal einn
slökkviliðsmaður.
Eldurinn kom upp um miðnætti
að staðartíma og breiddist mjög
hratt út en talið er að hann hafi
gjöreytt öllum byggingum á um
átján hektara svæði.
Það tók slökkvilið að minnsta
kosti sjö klukkustundur að ná tök-
um á eldinum, en hverfið var aðal-
lega byggt hreysum úr timbri og
öðru eldfimu efni sem fuðraði upp.
Einnig var erfitt að koma dælu-
bílum í hverfið þar sem fáar öku-
leiðir voru um hverfið og hreysin
byggð svo að segja hvert ofan í
öðru.
Eldsvoðar eru algengir í fá-
tækrahverfum Manilla og leikur
grunur á að kviknað hafi í út frá
kerti eða gasloga ■
Eldsvoði í Manilla:
Tugir þúsunda heimilislausir
ÚR BRUNARÚSTUNUM
Þúsundir heimila eyðilögðust í
brunanum í Manilla í fyrrinótt.
Á GEIMBRAUT
Lekinn sem orsakaði fallandi þrýsting er
fundinn.
Alþjóða geimstöðin:
Lekinn
fundinn
GEIMURINN Sergei Gorbunov, tals-
maður rússnesku geimferðastofn-
unarinnar, segir að tekist hafi að
finna lekann í alþjóðageimstöð-
inni sem leiddi til fallandi loft-
þrýstings inni í rými stöðvarinn-
ar. Það fór að bera á fallandi loft-
þrýstingi í stöðinni í lok síðasta
mánaðar og reyndist lekinn vera í
hosu í bandaríska hluta hennar.
Geimfararnir tveir sem dvelja
í stöðinni, Bandaríkjamaðurinn
Michael Foale og Rússinn Alex-
ander Kaleri, voru ekki taldir í
hættu og að sögn Gorbunovs ætti
þeim að takast að gera við bilun-
ina á næstu dögum. Engin vara-
leiðsla mun vera í geimstöðinni. ■
Í SÓTTKVÍ
Karlmaður, 35 ára að aldri, greindist HABL-
smitaður í Kína um helgina.
Bráðalungnabólgan:
Staðfesta
þriðja smit
KÍNA Kínverska heilbrigðis-
ráðuneytið staðfesti í gær að þrið-
ja HABL-tilfellið, síðan veikin
greindist aftur í landinu fyrr í
mánuðinum, hefði greinst í manni
35 ára að aldri í Guangdong-
héraði um helgina. Maðurinn var
þegar settur í einangrun á sjúkra-
húsi og hefur að sögn lækna sýnt
batamerki.
Að sögn heilbrigðisyfirvalda er
ekki vitað hvernig maðurinn smit-
aðist en hann mun að sögn ekki
hafa umgengist villt dýr sem ótt-
ast er að beri smitið. Maðurinn
var látinn gera grein fyrir ferðum
sínum og hefur enginn sem hann
hefur umgengist á undanförnum
vikum greinst smitaður. ■
BITINN Í LJÓNAGRYFJU Ungur
maður slapp með minniháttar
meiðsl þegar ljón glefsuðu í hann
eftir að hann stökk í ljónagryfju í
dýragarðinum í Buenos Aires,
höfuðborg Argentínu. Þegar í
gryfjuna var komið hélt hann
jakka sínum út eins og skikkju
nautabana og hugðist bregða á
leik. Ljónin voru hins vegar fljót
að bera hann ofurliði.
■ Ameríka