Fréttablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 14
Frá því að stórir hlutir í mörgum afstærstu fyrirtækjum landsins skiptu um eigendur nótt eina í haust hafa mörg orð verið látin falla um merkingu þessara viðskipta. Þrátt fyrir yfirlýsingar þeirra sem komu að þessum viðskiptum um að tilgangur þeirra væri uppstokkun og aukin virkni íslensks viðskiptalífs hafa flest þessara orða fallið í gjörólíka átt: Að þessi viðskipti væru merki um aukna samþjöppun í viðskiptalífinu. Í fjöl- miðlum og á Alþingi hafa verið dregn- ar upp dökkar myndir af framtíð ís- lensks viðskiptalífs og í raun sam- félagsins alls. Fullyrt var að völdin væru að færast á æ færri hendur og að örfáir aðilar væru að eignast svo til allt á Íslandi sem nöfnum tjáir að nefna. Stjórn Eimskiptafélagsins stendur nú í viðræðum við tíu fyrirtæki um kaup á hluta af sjávarútvegsarmi Eimskipafélagsins. Í Fréttablaðinu í dag kemur síðan fram áhugi fjárfesta að eignast flutningaarm fyrirtækisins – hið gamla og upprunalega Eimskipa- félag. Það bendir því margt til að það Eimskipafélag sem byggt var upp á síðustu áratugum – og var kjarni þeirrar fyrirtækjasamsteypu sem kölluð var Kolkrabbinn – muni innan skamms verða undir forsjá fimm ólíkra aðila. Sjávarútvegsarmurinn mun líklega skiptast milli þriggja fyr- irtækja, flutningastarfsemin verða innan óskylds félags og líklega mun fjárfestingarhluti Eimskips – Burða- rás – renna saman við Landsbankann með einum eða öðrum hætti. Nú, fjór- um mánuðum eftir hina örlagaríku nótt, bendir því margt til að þeir sem komu að þessum viðskiptum hafi ekki haft annað að leiðarljósi en það sem þeir gáfu uppi. Eina samþjöppunin sem er ljóst að varð af í kjölfar þess- ara viðskipta var sameining Sjóvá-Al- mennra og Íslandsbanka – en þarna sameinuðust viðskiptafélög sem voru nátengd Kolkrabbanum gamla. Og það er nokkuð kostulegt að þetta er líklega eina samþjöppunin sem átt hefur sér stað á Íslandi á þessu ári sem ekki hef- ur verið harðlega gagnrýnd. Sú þróun sem virðist eiga sér stað innan Eimskipafélagsins gefur mönn- um tilefni til að anda með nefinu. Þjóðmálaumræðan á undanförnum mánuðum hefur verið einkar vanstillt og á svo háum nótum að staðreyndir máls hafa ekki náð upp í þær. Yfir umræðunni hefur legið einhvurslags heimsendastemning. Menn hafa keppst við að spá sem mestum hörm- ungum fyrir landslýð og toppað hvern annað í lýsingum á innræti þeirra sem endurskapa íslenskt viðskiptalíf. Auðvitað er það svo að allt orkar tvímælis sem gert er. Uppstokkun í íslensku viðskiptalífi mun ekki bera með sér endanlega lausn á vanda þess fremur en í þessum sviptingum muni öll góð gildi brenna upp á báli græðgi og fyrirlitningar fyrir dýpri verð- mætum mannlífsins. Við erum hins vegar ekki svo veikbyggt samfélag að við þolum ekki hræringar, nýsköpun og breytingar. Við ættum því að temja okkur að rólyndi og bíða þess að sjá ávexti þessara breytinga áður en við fordæmum þær. ■ Læknaráð heilsugæslunnar íKópavogi sendi heilbrigðisráð- herra bréf 12. desember 2003 en þar kemur fram að læknaráðið „mótmælir harðlega þeim skammsýnu lausnum á fjárhags- halla Heilsugæslunnar, sem fram- kvæmdastjórnin grípur til með fækkun starfsliðs og þar með til- heyrandi skerðingu á heilbrigðis- þjónustu við íbúa Kópavogs“. Í bréfi læknanna kemur fram að með frestun á ráðningu mun læknum í Hvammi, heilsugæslustöð- inni í Kópavogs- dals, fækka um einn, en ástandið er þannig nú að á skrá hjá heilsugæslunni eru á fimmta þús- und Kópavogsbúa án læknis. Lækn- arnir taka fram að „fyrirhuguð einka- rekin heilsugæslu- stöð í Salahverfi muni engan veginn anna þeim fjölda“ enda var sú stöð hugsuð sem viðbót í vaxandi bæjarfélagi sem lengi hefur sitið á hakanum hjá heilbrigðis- yfirvöldum. Þjónustan minnkar Í bréfi læknanna segir einnig „ljóst er að við þessar aðgerðir stórminnkar heilsugæsluþjónusta við íbúa Kópavogs á dagtíma“. Hér er um gríðarlega alvarlega stöðu að ræða. Við Kópavogsbúar höfum nú nokkuð lengi búið við hálfgert sveltiástand í heilsu- gæslumálum, stöðin á miðbæjar- svæðinu hefur verið í vondu hús- næði og erfiðlega hefur gengið að fá fjárveitingu til flutnings á henni. Opnun á einkareknu stöð- inni hefur dregist og dregist og nú á að fækka læknum í Hvammi. Það er þakkarvert að læknaráðið veki athygli á alvarleika málsins með þessu bréfi og minni í leiðinni á ábyrgð bæjaryfirvalda. Afrit af bréfinu var lagt fram í bæjarráði fimmtudaginn 8. janúar. Ég taldi augljóst og einboðið að við ættum að taka undir með læknunum og leggja þannig okkar af mörkum sem bæjarfulltrúar í Kópavogi til þess að reyna að sjá til þess að ríkisvaldið sinni lögbundinni þjón- ustu við Kópavogsbúa. Afstaða meirihluta bæjarráðs Undirritaðaður var eini bæj- arráðsfulltrúinn sem tók undir áhyggjur læknaráðsins og studdi eindregin mótmæli þeirra. Bæj- aryfirvöldum í Kópavogi ber skylda til að styðja við það frá- bæra starfsfólk sem vinnur hér í heilsugæslunni við núverandi að- stæður. Einhver önnur sjónarmið virðast ráða afstöðu fulltrúa Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokka enda sitja sömu flokkar í ríkisstjórn og bera ábyrgð á fjár- hagsvanda heilsugæslunnar. Flokkshlýðni og staða einstakra manna á Alþingi á ekki að ráða afstöðu bæjarfulltrúa í Kópa- vogi. Bæjarfulltrúar eiga alltaf að hafa hagsmuni Kópavogsbúa að leiðarljósi, annað ekki. ■ 14 13. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Þegar upp komu í haust umræð-ur um það hvort ástæða væri til að setja lög eða reglur um eign- arhald á fjölmiðlum snerust sum- ir þingmenn Samfylkingarinar gegn þeirri hugmynd vegna þess að fjölmiðlar þyrftu að vera sem lausastir undan afskiptum ríkis- valdins. Líklega var þarna á ferð- inni hugmyndin um fjölmiðlana sem „fjórða valdið“ við hlið hinna þriggja, löggjafarvalds, fram- kvæmdavalds og dómsvalds. Þann 8. janúar skrifaði Þor- valdur Gylfason grein í Frétta- blaðið og lagði út af þeim þrýst- ingi sem Ómar Ragnarsson varð fyrir þegar hann vann að kvik- mynd um Kárahnjúkavirkjun. Í framhaldi af því ræðir hann um ofurvald ríkisvaldsins og stjórn- málaflokkanna, hvernig þjóð- félagið hefur verið gegnsýrt stjórnmálum og stjórnmálaflokkum og að frekari breyt- ingar í frjálsræð- isátt, eins og hann orðar það, svo sem einkavæðing ríkis- fyrirtækja og banka hefðu að réttu lagi átt að draga enn frekar úr veldi stjórn- málaflokkanna. Og nokkru fyrr, 3. jan- úar, skrifaði Dagur B. Eggertsson grein í Fréttablaðið og komst svo að orði að vinstri- menn lýstu söknuði yfir endalok- um bankakerfis sem tryggði póli- tísk ítök andstæðinga þeirra í at- vinnulífinu í hálfa öld. Frelsi til hvers? Það er svo að skilja að ríkis- valdið og jafnvel stjórnmálaflokk- arnir virki sem kúgunarafl gagn- vart almenningi og það sé í átt til frjálsræðis að losa fjölmiðla, banka og atvinnutæki undan þessu kúgunarafli. En hvers kon- ar frjálsræði er það? Öðlast fjöl- miðlar, bankar og atvinnufyrir- tæki meira frelsi? Frelsi til hvers? Til að þjóna almenningi betur? Eða er yfirleitt hægt að tala um frelsi þessara fyrirbæra: eru þetta þess konar skepnur að þær geti verið sjálfstæðar, frjáls- ar og óháðar? Einhverjir hafa eignast þessi fyrirbæri og ráða þeim og það er ekki almenningur. Það eru tiltölu- lega fámennir hópar auðmanna og skyldu þeir vera svo hugsjónarík- ari en stjórnmálamennirnir að þeir hugsi fyrst og fremst um hag almennings? Hér áður fyrr var sósíalistum í víðri merkingu þess orðs illa við ríkisvaldið. Karl Marx greindi það sem stéttarvald, hann taldi það vera í höndum hinnar ráðandi stéttar, auðstéttarinnar eða borg- arastéttarinnar í auðvaldsam- félaginu. Áherslan á stéttareðli ríkisvaldsins minnkaði síðan, einkum hjá sósíaldemókrötum, með eflingu verkalýðshreyfingar- innar og sósíaldemókratísku flokkanna. Og það má til sanns vegar færa að vald borgarastétt- arinnar yfir ríkisvaldinu minnk- aði talsvert í þeim löndum þar sem verkalýðshreyfingin var sterkust. Á því skeiði færðist ein- mitt margt undir ríkisvaldið, bæði bankar, framleiðslufyrirtæki og þjónustufyrirtæki. En nú þarf að frelsa allt þetta undan ríkisvald- inu. Af hverju? Vinstrimenn missa ítök sín Ef fjölmiðar eru fjórða valdið, þá er auðvaldið fimmta valdið. Svokallað frelsi fjölmiðla felst í því að þeir færast úr höndum rík- isvaldsins og stjórnmálaflokka, sem almenningur getur þó átt að- ild að, í hendur auðvaldsins. Augljóst er að eigendur fjöl- miðla hafa tilhneigingu til að láta þá þjóna sér og þar með styðja þau öfl, þ.á m. stjórnmálaflokka, sem þjóna þeim best. Það lýsir á sama hátt nokkurri grunnhyggni að telja að með því að bankarnir losni undan ríkisvaldinu minnki ítök andstæðinga vinstri manna í atvinnulífinu. Kannski minnka pólitísk ítök þeirra, en Sjálfstæð- isflokkurinn hefur alltaf verið fyrst og fremst flokkur auðvalds- ins og hann þjónaði því með því að reyna að hafa sem mest yfir bankakerfinu að segja meðan það var ríkisrekið. Nú er þess ekki lengur þörf og það sem meira er: vinstrimenn hafa misst þau litlu ítök sem þeir þó höfðu. ■ Hvernig samfélag viljum við og Samfylkingin? „Auðsöfnun nútímans er kannski ekki versta verk núverandi stjórnarherra, heldur andstaðan við félagslega þjónustu við þegn- ana. Íslenska þjóðin borgar háa skatta, ekki aðeins tekjuskatt heldur alls kyns aukaskatta, svo sem virðisaukaskatt af vörum og þjónustu, eignaskatta, bílaskatta og svo framvegis. Íslenska þjóðin er skattpínd og loforð stjórnar- flokkanna fyrir kosningar um að aflétta skattbyrði hafa öll verið svikin. Stjórnin hefur ráðist á vanmáttuga eins og öryrkja. Hún hefur hampað sér og sínum með stórfelldum eftirlaunahækkunum. Það versta er þó að þjóðin fær ekki krónu til baka af eigin út- gjöldum til ríkisins í formi sam- félagslegrar þjónustu heldur eru öll útgjöld til samfélagslegra málaflokka skorin niður með gerræðislegri nákvæmni. Og þyk- ir gott og snjallt.“ INGÓLFUR MARGEIRSSON Á KREML.IS Hræringar í viðskiptalífi „Það er eðlilegt að stjórnvöld hafi áhyggjur af hringamyndun í ís- lensku viðskiptalífi. Menn þurfa ekki að horfa langt frá sér til að finna dæmi um slíkt. Nú heyrir Engeyjarveldið sögunni til og aðr- ir stærri hafa komið í staðinn. Við því er svo sem ekkert að segja enda eðli frjálsra viðskipta. Hins vegar má samþjöppun í eignar- haldi fyrirtækja ekki verða það mikil að það leiði til einokunar. Þess vegna er sjálfsagt að stjórn- völd geri reglulega úttekt á að- stæðum í íslensku viðskiptalífi, eignarhaldi, umsvifum og tengsl- um einstakra aðila. Slíkt er m.a. til að upplýsa þjóðina um atriði sem eiga ekki að vera neitt feimnismál.„ GUÐJÓN ÓLAFUR JÓNSSON VARAÞINGMAÐUR Á VEFNUM HRIFLA.IS Um daginnog veginn EINAR ÓLAFSSON ■ bókavörður skrifar um frelsi á fjölmiðla- markaði. Fimmta valdið: auðvald ■ Af Netinu KÓPAVOGUR „Flokkshlýðni og staða einstakra manna á Alþingi á ekki að ráða afstöðu bæjarfulltrúa í Kópa- vogi. Bæjarfulltrúar eiga alltaf að hafa hagsmuni Kópavogsbúa að leiðarljósi, annað ekki.“ Þörf fyrir rólyndi ÚTSALA ÚTSALA 60- 90% afsláttur Áður Núna Peysa m/gata mynstri 5.900.- 1.800.- Peysa m/kaðlaprjóni 5.900.- 1.900.- Jakkapeysa 5.900.- 1.900.- Dömuskyrta 4.600.- 900.- Skyrta m/bróderíi 5.500.- 1.700.- Toppur m/bróderíi 5.500.- 1.600.- Denimkápa m/loðkraga 7.900.- 2.900.- Mittisjakki m/loðkraga 4.900.- 1.400.- Dömubolur 2.600.- 900.- Kjóll 6.500.- 2.600.- Sítt pils 4.700.- 900.- Dömubuxur 4.200.- 900.- Satínbuxur 6.700.- 900.- Og margt margt fleira Stærðir 34-52 Opið 10:00 - 18:00 Síðumúla 13 108 Reykjavík Sími: 568-2870 Ótrúlega lágt verð Umræðan FLOSI EIRÍKSSON ■ oddviti Samfylkingar- innar í Kópavogi, skrifar um heilsu- gæsluna í Kópavogi. ■ Hér er um gríð- arlega alvar- lega stöðu að ræða. Við Kópavogsbúar höfum nú nokk- uð lengi búið við hálfgert sveltiástand í heilsugæslu- málum. Flokkshagsmunir ofar hagsmunum bæjarbúa ■ Ef fjölmiðar eru fjórða valdið, þá er auðvaldið fimmta valdið. Svokallað frelsi fjölmiðla felst í því að þeir fær- ast úr höndum ríkisvaldsins og stjórnmála- flokka, sem al- menningur get- ur þó átt aðild að, í hendur auðvaldsins. KARL MARX „Hér áður fyrr var sósíalistum í víðri merk- ingu þess orðs illa við ríkisvaldið. Karl Marx greindi það sem stéttarvald, hann taldi það vera í höndum hinnar ráðandi stéttar, auðstéttarinnar eða borgarastéttar- innar í auðvaldsamfélaginu.“ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um samþjöppun og uppstokkun í viðskiptalífinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.