Fréttablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 6
6 13. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ Lögreglufréttir GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 69.11 -1.00% Sterlingspund 128.11 0.08% Dönsk króna 11.95 0.08% Evra 88.99 0.09% Gengisvísitala krónu 121,58 -0,18% Kauphöll Íslands Fjöldi viðskipta 427 Velta 9.910 milljónir ICEX-15 2.193 1,94% Mestu viðskiptin Eimskipafélag Íslands hf. 1.707.213.883 Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. 1.392.616.915 Pharmaco hf. 592.811.79 Mesta hækkun Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. 17,43% Tryggingamiðstöðin hf. 7,91% Bakkavör Group hf. 5,15% Mesta lækkun Flugleiðir hf -3,17% Grandi hf. -1,43% Medcare Flaga hf. -0,80% Erlendar vísitölur DJ* 10.458,6 0,0% Nasdaq* 2.097,8 0,5% FTSE 4.449,6 -0,4% DAX 3.995,9 -0,5% NK50 1.397,7 0,0% S&P* 1.124,6 0,2% *Bandarískar vísitölur kl. 17. Veistusvarið? 1Hversu mörg ár í röð var tap á rekstrilífeyrissjóðanna fyrir síðasta ár? 2Hvað heitir forstöðumaðurHvalasafnsins á Húsavík sem vill fá beinagreind Keikós frá Noregi? 3Hvað unnu Íslendingar Svisslendingaoft í landsleikjum í handbolta um helgina? Svörin eru á bls. 30 ÍSRAEL Tugir þúsunda Ísraela mót- mæltu í gær áætlunum ísrael- skra stjórnvalda um að rífa niður hluta landnemabyggða gyðinga á Vesturbakkanum. Mótmælin fóru fram í miðborg Tel Aviv, með þátttöku nokkurra þingmanna en þar á meðal voru ráðherrar úr ríkisstjórn Ariels Sharon. Mótmælunum var aðallega beint gegn Sharon en hann sagði nýlega að nauðsynlegt væri að rífa niður einhverjar jaðarbyggð- ir til þess að tryggja árangur af fyrirhuguðum friðarviðræðum á grundvelli alþjóðlega vegvísis- ins. Mótmælendur hrópuðu slag- orð og báru mótmælaspjöld með áletrunum eins og: „Niðurrif landnemabyggða mun kljúfa þjóðina“ og „Vegvísir guðs, biblí- an, færði okkur þetta land“. ■ ÖRYGGI „Við settum í kröfugerð okk- ar fyrir kjarasamningana að örygg- ismál starfsmanna verði tekin til skoðunar,“ segir Elías Magnússon, forstöðumaður þjónustusviðs Versl- unarmannafélags Reykjavíkur, en fleiri rán, bæði vopnuð og óvopnuð, hafa verið framin í verslunum frá fyrsta apríl í fyrra en í bönkum á sama tíma. Sex af átta bankaránum hafa verið upplýst og eru tveir menn í haldi vegna þess nýjasta. Hins veg- ar hafa tíu rán verið framin í versl- unum og eru aðeins þrjú þeirra upp- lýst. Sett hafa verið öryggisbox við hvern kassa í verslunum 10-11. Það tryggir að aðeins um tíu þúsund krónur í skiptimynt séu í hverjum kassa. Peningaseðlarnir eru settir í öryggisbox og þarf að slá tvívegis inn kóða með nokkra mínútna milli- bili til að þau opnist og tekur ferlið yfir tíu mínútur. Einnig eru öryggis- verðir frá ellefu á kvöldin til níu á morgnana í þeim verslunum sem opnar eru allan sólarhringinn. Elías segir ekki vera neinar ákveðnar hugmyndir um hvað beri að gera, en nauðsyn sé að finna leið til að tryggja starfsfólk verslan- anna betur með einhverjum hætti. „Við erum tilbúnir til samstarfs bæði við Vinnueftirlitið og vinnu- veitendur um að skoða þessi mál frekar þannig að betur megi fara þar sem rán eru nánast orðið dag- legt brauð.“ Hann segir varnir gegn ræningjum flokkast helst undir lög um aðbúnað og hollustuþætti og þar skipti Vinnueftirlitið miklu. Í kröfu- gerð, sem Verslunarmannafélagið lagði fram 15. desember vegna komandi kjarasamninga, er öryggi starfsmanna eitt af því sem tekið er til. Fyrstu skrefin hafa verið stigin í kjarasamningunum og á næstu vik- um mun meiri alvara færast í samn- ingana. „Ég veit að margar verslanir eru að skoða öryggisþáttinn en hugsan- lega þurfa fleiri að koma að, eins og við, lögreglan og Vinnueftirlitið, svo þetta nái lengra en ella.“ „Mál eru misjöfn, sum upplýsast og önnur ekki, og það er svo sem ekki meira um það að segja. Það er brugðist nákvæmlega eins við rán- um í verslunum eins og í banka, sömu vinnuaðferðir notaðar,“ segir Kristján Gunnarsson hjá lögregl- unni í Hafnarfirði þegar hann er spurður um hvort skýringar, á hver- su illa gengur að upplýsa rán í verslunum miðað við banka, séu þær að þau séu ekki tekin jafn föst- um tökum og bankaránin. hrs@frettabladid.is Alltaf ód‡rast á netinu 83 flug á viku til 13 áfangastaða Verð á mann frá 19.500 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 22 35 0 1 0/ 20 03 Fjöldamótmæli: Tugþúsundir mót- mæltu niðurrifi SLAGORÐ GEGN SHARON Þingmenn og ráðherrar voru meðal mót- mælenda. Bankaræningjar nást frekar en aðrir Elías Magnússon hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur segir að finna verði leið til að tryggja starfsfólk verslana betur þar sem rán séu orðin algeng. Sex af átta bankaránum eru upplýst og tveir í haldi vegna eins þeirra. Aðeins þrjú af tíu ránum í verslanir á sama tíma eru upplýst. AÐEINS TÍU ÞÚSUND KRÓNUR Í PENINGASKÚFFUNNI Sett hafa verið upp öryggisbox við hverja sjóðsvél í verslunum 10-11. Aldrei meira en tíu þúsund krónur eru í kassanum og því ekki von um góðan ránsfeng. RÁN FRÁ FYRSTA APRÍL Í FYRRA Banki Dagsetning Upplýst/óupplýst Sparisjóður Hafnarfjarðar 1. apríl Upplýst Sparisjóður Kópavogs 16. maí Upplýst Landsbankinn í Grindavík 5. júní Upplýst Íslandsbanki Eiðistorgi 29. ágúst Upplýst Íslandsbanki Lóuhólum 18. september Óupplýst Sparisjóður Hafnarfjarðar 14. nóvember Upplýst Búnaðarbankinn Vesturgötu 17. nóvember Upplýst SPRON, Hátúni 9. janúar Tveir í haldi Verslun Dagsetning Upplýst/óupplýst Subway 3. júní Upplýst Söluturninn Biðskýlið 18. júní Óupplýst Söluturninn Biðskýlið 24. ágúst Óupplýst 11-11 Þverbrekku 12. nóvember Óupplýst 10-11 Staðarbergi 22. nóvember Óupplýst Biðskýlið Kópavogi 30. nóvember Óupplýst Videóspólan 3. desember Upplýst 10-11 Arnarbakka 3. desember Óupplýst Bónus Kópavogi 7. desember Upplýst Egyptinn Hafnarfirði 9. janúar Óupplýst FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Lyfjaframleiðandi: Samið um 2000 kærur BERLÍN, AP Þýski lyfjaframleiðand- inn Bayer hefur samið utan dóm- stóla vegna rúmlega 2000 kæru- mála sem höfðuð voru á hendur fyrirtækinu eftir að það dró lyf af markaði árið 2001. Um hundrað dauðsföll hafa verið rakin til notkunar lyfsins sem er talið valda vöðvarýrnun meðal þeirra sem neyta lyfsins. Enn á eftir að ljúka meira en tíu þúsund kærumálum. Heildar- bætur sem fyrirtækið hefur þegar greitt nema rúmlega 54 milljörðum króna. ■ DRYKKJULÆTI Lögreglan fjarlægði fullorðinn karlmann úr heimahúsi á Ísafirði að ósk húsráðanda í síð- ustu viku. Maðurinn var mjög ölv- aður og erfiður sökum ölvunar. Hann gisti fangageymslur þar til víman var runnin af honum. SKAUT FLUGELDUM OG RUSLI Lög- reglan hafði afskipti af ökumanni á þrítugsaldri sem hafði kastað log- andi flugeldi út úr bíl sínum í mið- bæ Ísafjarðar aðfaranótt laugar- dags. Hann sást einnig henda rusli út um bílgluggann. Hann má búast við sekt vegna framferðisins. ÁREKSTUR Í KÓPAVOGI Tveir bílar lentu í árekstri á Fífuhvammsvegi í Kópavogi í gærmorgun. Engin slys urðu fólki en fjarlægja þurfti báða bílana með kranabíl.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.