Fréttablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 18
■ Að utan
heilsa o.fl.
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um hei lbr igðan l í fsst í l
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: heilsa@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is
Grænmetisnámskeið
Verð kr. 4.900
Við kennum að versla inn hollt hráefni & elda gómsæta
& næringaríka rétti úr grænmeti, baunum & tofu, að
ógleymdum sykurlausum eftirréttum.
Kennari er Sólveig á Grænum kosti
Námskeiðsdagar í janúar:
Fimmtudagur 22 jan. kl. 19-23.
Fimmtudagur 29 jan. kl. 19-23.
Skráning á námskeiðin & upplýsingar
eru á vefsíðunni: www.hagkaup.is
eða á Grænum Kosti í síma 5522607
Soprano-hálstöflur sem líta úteins og ópal, hálsmixtúra,
fjallagrasahylki og fjalla-
grasasnafs eru vörutegundir sem
nýlega hafa rutt sér rúms á mark-
aði og njóta aukinna vinsælda
bæði hér á landi og erlendis. Þær
eru framleiddar á vegum fyrir-
tækisins Íslensk fjallagrös en af
verktökum bæði úti um land og
erlendis. Framkvæmdastjóri fyr-
irtækisins er Sigríður Baldurs-
dóttir líffræðingur. Hún segir
margra ára vísindalegar rann-
sóknir benda til að í fjallagrösum
séu efni sem vinni gegn bakterí-
um, veirum og krabbameinsfrum-
um og mýki slímhúð í hálsi og
maga. „Fólk á fyrri tíð vissi hvað
það var að gera þegar það lagðist
út á vorin til að tína grös og flutti
þau heim í sekkjum. Trúin á lækn-
ingamátt grasanna var ekkert út í
hött,“ segir hún.
Hún segir Soprano-töflurnar
búnar til með tvenns konar bragði
og njóta vinsælda söngfólks og
annarra þeirra sem þurfi mikið að
nota röddina. Þær séu búnar til
hjá Nóa Siriusi en hjá fyrirtækinu
Búbót á Húsavík sé hálsmixtúran
framleidd sem góð sé við háls-
bólgu og öðrum skyldum kvillum.
Sú innihaldi ekki alkóhól og henti
því börnum betur en aðrar. „Bú-
bót sér um að safna þurrkuðum
grösum frá fólki víða um land og
framleiða úr þeim fjallagrasa-
þykkni sem síðan er notað í bæði
töflurnar og mixtúruna,“ segir
Sigríður. Fjallagrasahylkin eru
framleidd í Englandi vegna véla-
skorts hér. Þau eru tvenns konar,
annars vegar með grösum og hins
vegar með grösum, sólhatti og
engifer. Mikið dúndur, að sögn
Sigríðar.
Fjallagrasasnafsinn er brugg-
aður hjá Engjaási í Borgarnesi og
fæst einungis í Íslenskum mark-
aði í hálfs lítra flöskum. „Hann
selst ansi vel. Útlendingum finnst
þetta spennandi afurð og Íslend-
ingar kippa oft með sér þessum
lífselexír handa vinum erlendis.
Enda er bragðið rammíslenskt,“
segir Sigríður. ■
Í hinni fornfrægu bók BhagavadGíta (sem er einnig til undir
nafninu Hávamál Indíalands) seg-
ir Krishna við Arjúna að maður-
inn sé og verði það hann hugsar
ávallt um. Í gegnum aldirnar hafa
þessi orð endurómað í kenningum
margra heimspekinga og í dag
heyrum við þau meðal annars í
ræðum fyrirlesara um heilsu,
markmiðasetningu og fjármála-
stjórn. Þú ert það sem þú hugsar!
Á þeim nótum er áhugavert að
skoða tilhneigingu okkar til að
einblína á það sem við ætlum að
hætta að gera. Ef við ætlum til
dæmis að hætta að reykja – og
einblínum á það – er líklegt að
löngun okkar til að halda áfram
aukist. Hvers vegna? Það sem við
hugsum stöðugt um magnast!
Með því að hugsa ekki um það
sem við viljum heldur um það sem
við viljum ekki verður niðurstað-
an sú sama hvort sem við ætlum
að hætta að borða nammi, losa
okkur við nokkur kíló eða hætta
að drekka, svo eitthvað sé nefnt.
Lausnin felst í því að hugsa
stöðugt um það sem maður vill í
stað þess að hugsa um það sem
maður vill ekki. Í staðinn fyrir að
vera sífellt að hætta einhverjum
ósiðum ætti maður að taka upp
góða siði. Ef maður vill til dæmis
breyta um mataræði ætti maður
fyrst og fremst að hugsa um það
sem maður vill borða í stað þess
að vera upptekinn af því sem mað-
ur má ekki eða ætti ekki að borða.
Þess vegna ættu markmið og ára-
mótaheit ekki að snúast um að
hætta einhverri hegðun, heldur að
byrja á einhverju nýju.
gbergmann@gbergmann.is
SIGRÍÐUR BALDURSDÓTTIR
Hefur tröllatrú á íslenskum fjallagrösum.
VEIKINDAFJARVISTIR VEGNA
GEÐRASKANA Æ stærra hlut-
fall allra veikindafjarvista á
Norðurlöndunum er vegna
geðraskana en óþægindi frá
stoðkerfi eiga einnig stóran
hlut að máli. Þetta kemur
fram í bæklingi sem nýbúið
er að gefa út samtímis í Nor-
egi, Svíþjóð, Danmörku og á
Íslandi. Veikindafjarvistir
hafa aukist mikið á Norður-
löndum á síðustu árum en í
bæklingnum er bent á ýmis-
legt sem unnt er að gera til
að draga úr þeim. Íslenski
bæklingurinn er gefinn út af
Vinnueftirlitinu. Slóðin þang-
að er: www.ver.is
Líkamiog sál
GUÐJÓN
BERGMANN
■ jógakennari og
rithöfundur skrifar
um andlega og
líkamlega heilsu.
Íslensk fjallagrös framleiðir heilsuvörur og snafs:
Bragðið er
rammíslenskt
Ekki hætta, byrjaðu!
FÉLAGIÐ HAMSKIPTI STOFNAÐ
Nýlega sagði Fréttablaðið frá konu í Kaliforníu semmissti alla húðina af líkamanum af völdum illvígs
ofnæmis fyrir sýklalyfi en tókst að bjarga. Hér á landi
hafa yfir 10 manns lent í svipuðum atvikum vegna slíks
ofnæmis og nokkrir þeirra hyggja á stofnun samtaka. Þau
eiga að heita Hamskipti. Samtökin verða angi úr félagi
ofnæmissjúklinga. Þeim sem hafa áhuga á þátttöku er bent
á að hafa samband við Helga Hafsteinsson sem hefur net-
fangið: hildur.helgi@isl.is
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T