Fréttablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 16
16 13. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR
Írski rithöfundurinn James Joycelést í Zürich í Sviss þennan dag
árið 1941. Joyce er talinn einn frum-
legasti rithöfundur 20. aldar og er
meistaraverk hans, Ulysses eða
Ódysseifur, talið eitt helsta verk
enskrar tungu.
Joyce var fæddur í Dublin árið
1882. Hann ólst upp við mikla fá-
tækt og hlaut menntun í jesúíta-
skóla en gekk síðar í háskólann í
Dublin. Hann hóf snemma að skrifa
ljóð og sögur.
Árið 1902 fór hann til Parísar en
sneri aftur til Dublinar ári síðar
þegar móðir hans veiktist. Þar hóf
Joyce skrif á hinni tilraunakenndu
Stephan Hero. Þá skrifaði Joyce
einnig sögur fyrir írsku heima-
stjórnina.
Árið 1904 fór Joyce frá Írlandi
ásamt Nora Barnacle og bjó í Pól-
landi, Austurríki-Ungverjalandi og
Róm þar sem hann eignaðist tvö
börn með Nora. Í frístundum skrif-
aði Joyce smásögur sem komu út
ásamt fyrri verkum hans frá
Dublinartímanum árið 1914.
Joyce flutti til Zürich í kjölfar
þess að Ítalir komu inn í fyrri
heimsstyrjöldina. Hann átti í fjár-
hagserfiðleikum og fékk því sögur
birtar í tímaritinu Egoist. Árið 1916
birtist sagan A Portrait of the Artist
as a Young Man, endurgerð Stephan
Hero, og vakti mikla athygli.
Skömmu síðar hóf blaðið American
Little Review að birta kafla úr
Ódysseifi sem Joyce hafði byrjað á
árið 1915. Tveimur árum síðar gaf
Sylvia Beach, bókaútgefandi í París,
út bókina í heild sinni. Í kjölfarið
varð Joyce heimsfrægur. ■
GRAHAM MCPHERSON
Úr hljómsveitinni Madness er fæddur
þennan dag árið 1961.
13. janúar
■ Þetta gerðist
1854 Anthony Faas frá Fíladelfíu fær
einkaleyfi fyrir harmoníku.
1893 Sjálfstæði verkamannaflokkurinn í
Bretlandi kemur saman í fyrsta
sinn. Flokkurinn var forveri breska
Verkamannaflokksins.
1898 Bókin J'accuse eftir Émile Zola
kemur út í fyrsta sinn
1928 Ernst F. W. Alexanderson sýnir í
fyrsta sinn opinberlega hugmynd-
ir að sjónvarpi.
1942 Henry Ford fær einkaleyfi fyrir
plastbílum sem létti bílana um
30%.
1986 The Wall Street Journal birtir í fyrs-
ta sinn í tíu ár mynd á forsíðu.
1997 Debbie Reynolds fær stjörnu á
frægðargangstéttinni í Hollywood.
1999 Michael Jordan, hjá Chicago Bulls,
tilkynnir að hann ætli að leggja
skóna á hilluna.
2002 George W. Bush, forseti Bandaríkj-
anna, kafnar nærri þegar salt-
kringla festist í hálsinum á hon-
um.
JAMES JOYCE
■ Eitt helsta skáld 20. aldar lést þennan
dag árið 1941. Eftir hann liggur meðal
annars meistaraverkið Ódysseifur.
13. janúar
1941
Úlpa áður kr. 6.400 nú kr. 3.840
Bómullarpeysur áður kr. 3.900 nú kr. 1.950
Flísjakki áður kr. 6.400 nú kr. 3.840
Gallabuxur áður kr. 6.100 nú kr. 3.660
Barnabolur áður kr. 2.846 nú kr. 1.708
Barnabuxur áður kr. 3.900 nú kr. 2.340
ÚTSALA
40-80% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM
Reykjavíkurvegi 66, 220 Hafnarfjörður, sími 565 3900
Nýi
Freemanslistinn
er kominn út
Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 www.ils.is
1. flokki 1991 – 48. útdráttur
3. flokki 1991 – 45. útdráttur
1. flokki 1992 – 44. útdráttur
2. flokki 1992 – 43. útdráttur
1. flokki 1993 – 39. útdráttur
3. flokki 1993 – 37. útdráttur
1. flokki 1994 – 36. útdráttur
1. flokki 1995 – 33. útdráttur
1. flokki 1996 – 30. útdráttur
2. flokki 1996 – 30. útdráttur
3. flokki 1996 – 30. útdráttur
Frá og með 15. janúar 2004 hefst innlausn
á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum:
Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu
þriðjudaginn 13. janúar.
Innlausn húsbréfa fer fram hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum,
sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig
frammi upplýsingar um útdregin húsbréf.
Innlausn
húsbréfa
Húsbréf
Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleik-ari ætlar í nudd í tilefni 37 ára
afmælisins. „Það er algjör afmæl-
islúxus. Ég fer oft í nudd út af
vinnunni því axlirnar þurfa að
vera í góðu lagi. Ég setti þennan
tíma sérstaklega á afmælið mitt
því það er svo æðislegt að fara í
nudd,“ segir Sigrún, sem reynir
að fara tvisvar í mánuði.
Hún á ekki von á að borða af-
mælistertu í dag enda segist hún
vera í smá aðhaldi. „Kannski fær
maður sér dálítið gott í hádeginu,
bara á einhverjum heilsustað, t.d.
á Grænum kosti eða Á næstu
grösum.“
Eftirminnilegustu afmæli Sig-
rúnar í gegnum tíðina eru stór-
afmælin. Þegar hún var 35 ára
hélt hún til dæmis kvennaboð í
stofunni hjá sér sem heppnaðist
ákaflega vel. Þess á milli heldur
hún lítið upp á afmælin sín en
segist engu að síður vera alveg
brjálæðislegt afmælisbarn. „Það
er svo gaman að fá gjafir. Það er
rosamikið mál því ég er svo mik-
ið barn í mér,“ segir Sigrún sem
vonast eftir einhverjum pökkum
á afmælinu.
Eitthvað virðist þó eiginmaður
hennar vera á öðru máli því hann
sagði við hana í gamansömum tón
að hún ætti ekki að fá afmælis-
gjöf svona skömmu eftir jólin.
Sigrún lætur það hins vegar sem
vind um eyru þjóta og segist
aldrei hafa goldið þess að eiga
afmæli þann 13. janúar. ■
Afmæli
SIGRÚN EÐVALDSDÓTTIR
■ er 37 ára í dag. Hún hefur mjög
gaman af því að fá gjafir
enda mikið barn í sér.
Halldór Sigurgeirsson lögfræðing-
ur, Dvalarheimilinu Grund,
lést fimmtudaginn 8. janúar.
10.30 Helgi Felix Ásmundsson frá
Neðri-Brekku, Grettisgötu
36b, verður jarðsunginn frá
Fossvogskapellu.
13.30 Gunnar Petersen, Kambs-
vegi 36, Reykjavík, verður
jarðsunginn frá Áskirkju.
13.30 Ingibjörg Kristjana Krist-
jánsdóttir, Tjarnarbraut 5,
Hafnarfirði, verður jarðsungin
frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði.
13.30 Regína Benediktsdóttir,
Hraunbæ 192, Reykjavík,
verður jarðsungin frá Nes-
kirkju.
13.30 Sigurður Ingimundarson frá
Strönd á Stokkseyri, Kópa-
vogsbraut 81, Kópavogi, verð-
ur jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju.
Ingimundur Sigfússon er 66 ára í
dag.
Ellen M. Ingvadóttir er 51 árs í
dag.
Magnea J. Matthíasdóttir er 51 árs
í dag.
SIGRÚN EÐVALDSDÓTTIR
Með seppann sinn Lúlla í fanginu. Um þessar mundir er
Sigrún að undirbúa sig fyrir vínartónleika sem verða í
Salnum í Kópavogi þann 17. janúar.
Nudd er algjör lúxus
Dánardagur James Joyce
JAMES JOYCE
Eitt frægasta skáld Íra lést 13. janúar árið
1941, 58 ára að aldri.
■ Andlát
■ Jarðarfarir
■ Nýjar bækur
■ Afmæli
Bjartur hefur gefið út skáld-söguna Blikkkóngarnir eftir
Magnus Mills í
íslenskri þýð-
ingu Snæ-
björns Arn-
g r í m s s o n a r.
Bókin kemur
út í Neon-bóka-
flokki forlags-
ins en á undan-
förnum fimm
árum hafa alls
24 bækur komið þar út, einkum
nýjar skáldsögur erlendra sam-
tímahöfunda.
S træt isvagnabí l s t jór inn
Magnus Mills vakti mikla at-
hygli í Bretlandi árið 1998 þegar
fyrsta skáldsaga hans, Taum-
hald á skepnum, var tilnefnd til
Booker- og Whitbread-verðlaun-
anna. Sú saga kom út í Neon árið
2000 og sama ár heimsótti Mills
bókmenntahátíð í Reykjavík.
Hann vinnur nú að sínu fimmta
ritverki þar sem hann sækir að
nokkru leyti innblástur til Ís-
landsferðarinnar, en samhliða
ritstörfum hefur hann haldið
áfram að starfa sem bílstjóri. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA