Fréttablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 10
10 13. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR ■ Lögreglufréttir SADDAM Á FATI Á meðan demókratar í Bandaríkjunum funduðu með forsetaframbjóðandaefnum sínum í Des Moines í Iowa stóð þessi stuðningsmaður Bush Bandaríkjaforseta fyrir utan fundarstaðinn með Saddams- dúkkuhöfuð á fati. KAUPMANNAHÖFN, AP Samkyn- hneigðir einstaklingar ættu að fá að giftast í kirkju segir Anders Fogh Rasmussen, forsætisráð- herra Danmerkur. „Sem meðlim- ur í þjóðkirkjunni er ég þeirrar skoðunar að það væri rétt að leyfa það,“ sagði Fogh Rasmussen við Söndagsavisen og bætti við að það kæmi sér spánskt fyrir sjónir að svo væri ekki. Orð forsætisráðherrans hafa vakið misjöfn viðbrögð. Jann Sjursen, framámaður í flokki kristilegra demókrata, sagði Fogh Rasmussen heimilt að hafa sínar einkaskoðanir en að hann ætti að hugsa sig vandlega um áður en hann opinberaði svona skoðanir. Fleiri stjórnmálamenn undruðust yfirlýsinguna. Samkynhneigðir Danir hafa getað verið í skráðri sambúð frá 1989 og þjóðkirkja Danmerkur viðurkenndi slíka sambúð átta árum síðar. Hún hefur hins vegar neitað að vígja sambúð samkyn- hneigðra og flestir hinna tólf bisk- upa Danmerkur eru andvígir brúðkaupum samkynhneigðra. ■ OFFITA „Ég hef miklar áhyggjur af auknum vanda vegna offitu. Þetta hefur verið að ágerast í þjóðfélag- inu,“ sagði Anna Elísabet Ólafs- dóttir, forstjóri Lýðheilsustöðvar, um áhyggjur af vaxandi offitu meðal Íslendinga. Unnið er að undirbúningi fyrir áætlun um forvarnir vegna offitu. „Lýðheilsustöð mun sinna þessu máli en stofnun- in er svo ný að við erum ekki búin að gera áætlun í þessu máli en búið er að gera ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun sem er fyrsta skrefið. Við munum leggja áherslu á samstarf við heilsu- gæslustöðvar, skóla, heimili og þá staði sem eru næstir fólkinu, þetta er þjóðfélagslegur vandi og víða þarf að taka á. Það er mjög brýnt að taka á þessu sem fyrst og við munum flýta þessari áætlun eins og við getum. Lögð verður áhersla á hreyfingu og nær- ingu.Við viljum líka leggja áherslu á að þetta verði ekki átak heldur viðvarandi verkefni sem þarf alltaf að halda við.“ Lýðheilsustöð, sem hóf starf- semi í júlí 2003, er undir stjórn heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra. Hlutverk stöðvarinnar er að samræma lýðheilsustarf, ann- ast fræðslu til almennings um heilbrigði og heilsueflingu. Með eflingu lýðheilsu er átt við að- gerðir sem ætlað er að viðhalda og bæta heilbrigði þjóðarinnar með skipulögðum og viðurkennd- um aðferðum. Helstu verkefni Lýðheilsu- stöðvar eru að stuðla að bættri lýðheilsu og glæða áhuga á for- vörnum og heilsueflingu, að kanna árangur heilsueflingar hér á landi og gera samanburð við aðrar þjóðir, að miðla heilbrigðis- stéttum, heilbrigðisstofnunum, félagasamtökum og öðrum, eftir því sem við á, þekkingu á aðferð- um til heilsueflingar. Ekkert markvisst forvarnarstarf hefur verið innan heil-brigðisþjón- ustunnar til að sporna við offitu- vandanum og börn og unglingar sem eiga við offitu að stríða hafa ekki haft marga úrkosti. Á heilsugæslustöðvum og grunnskólum fylgjast hjúkrunar- fræðingar með holdarfari barna og unglinga. Séu þau of þung fá þau leiðsögn með mataræði og þeim er bent á leiðir til að auka hreyfingu. eb@frettabladid.is Barnaklámsmálið: Þingfest í héraði ÞINGFESTING Mál manns á fertugs- aldri, sem handtekinn var í byrjun júní vegna barnakláms, verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavík- ur á fimmtudagsmorgun. Við húsleit á heimili mannsins fundust á fjórða hundrað mynd- banda, um tvö hundruð geisla- diskar og tvær tölvur með miklu magni af barnaklámi. Maðurinn starfaði um árabil í útflutnings- deild hjá embætti Tollstjóra. Hann var handtekinn í vinnunni en sagði starfi sínu lausu um leið og málið kom upp. Sex drengir koma við sögu í málinu sem höfð- að hefur verið á hendur honum. ■ „Þetta er þjóðfélags- legur vandi. Það er gaman að eyða peningum en það er líka gaman að spara Sá sem gerir hvort tveggja hefur tvöfalda ánægju af peningunum.. FjÁRMÁL HEIMILANNA . . . . - Ný hugsun í heimilisrekstri " Auka frjálsar ráðstöfunartekjur heimilisins " Greiða hratt niður skuldir " Fjárfesta í sparnaði óháð skuldastöðu " Meta áhrif viðhorfa og hegðunar á fjármálin Námskeið þar sem kennt verður að: Námskeiðsgögn, 12 mánaða frí áskrift að heimilisbókhaldi og veltukerfi sem er fljótvirk aðferð til að greiða niður skuldir. Aðgangur að læstri spjallrás um fjármál heimilisins og upprifjunarnámskeið eftir sex mánuði. Innifalið í námskeiðinu er: Næsta námskeið: 19. og 21. janúar frá 18:00 - 21:00 Skráning: www.fjarmalafrelsi.is eða í síma 587 2580 Leiðbeinandi: Ingólfur H. Ingólfsson, félagsfræðingur Skoðaðu heimasíðuna www.fjarmalafrelsi.is Það borgar sig ! ÞúÞúátt nóg af peningum. Finndu þá! HEILSA Félagsmiðstöðin Þrótt- heimar stendur fyrir heilsuátaki með það að markmiði að ná til unglinga og reyna að breyta við- horfi þeirra og virkja þau í að taka ábyrgð á eigin heilsu. „Börn og unglingar eiga sum hver við offituvandamál að stríða. Þau hreyfa sig oft of lítið, horfa mikið á sjónvarp eða liggja yfir tölvum og borða oft óreglulega og óhollan mat. Við viljum kenna þeim að breyta þessu munstri og sýna fram á að skyndibiti þurfi ekki endilega að vera hamborgari, grilluð samloka eða franskar. Það er alveg jafn gott, mettandi og fljótlegt að fá sér skyr og ávöxt. Eins viljum við sýna þeim leiðir til að hreyfa sig án þess að það kosti mikið og hvað sé í boði í þeirra hverfi,“ segir Nanna Krist- jánsdóttir, leiðbeinandi Þrótt- heima. „Meðal þess sem við bjóðum upp á þessa daga eru, skipulagðir innanhúss- og útileikir, boozt- keppni, þar sem keppt er um að útbúa sem besta drykkinn með hollum matvörum, frægir íþrótta- menn koma í heimsókn, íþrótta- félög í hverfinu kynna starfsemi sína, kynntar verða aðferðir til að halda heilbrigðu hári, húð, tönn- um o.fl. og svo verður fræðsla um fæðu og hollustugildi hennar. Félagsmiðstöðvar setja sér markmið fyrir hverja önn, og ákváðum við að vera með heilsu- átak. Við vonumst til að þetta gangi vel og fleiri félagsmiðstöðv- ar fylgi á eftir.“ ■ Byggðastofnun: Kaupir hlut í 23 fyrirtækjum ATVINNUÞRÓUN Byggðastofnun kaupir sig inn í 23 sprota- og ný- sköpunarfyrirtæki á lands- byggðinni fyrir samanlagt 348 milljónir króna. Stofnunin hafði auglýst eftir umsóknum fyrir- tækja um að stofnunin keypti sér hluta í fyrirtækjunum og legði þeim þannig til fé. Alls sóttu 98 um og óskuðu eftir kaupum Byggðastofnunar á eignarhlutum að verðmæti 1.750 milljónir króna. Kaupin eru hluti af atvinnu- þróunarverkefni stjórnvalda á landsbyggðinni. Stærstur hluti fjármunanna rennur til kaupa á eignarhluta í iðnfyrirtækjum. Stærsti einstaki eignarhlut- urinn var keyptur í ORF-líf- tækni á Möðruvöllum, 30 millj- ónir króna. ■ Markmiðið að breyta hugarfari unglinga til betri heilsu: Heilsuátak í Þróttheimum FÉLAGSMIÐSTÖÐIN ÞRÓTTHEIMAR „Við viljum kenna þeim að skyndibiti þurfi ekki endilega að vera hamborgari, grilluð sam- loka eða franskar, það er alveg jafn gott, mettandi og fljótlegt að fá sér skyr og ávöxt,’’ Vaxandi offituvandi kallar á forvarnir Megináhersla Lýðheilsustöðvar er á forvarnir. Einn af áheyrsluþáttunum er að sporna við ört vaxandi offituvandamáli sem orðið er alvarlegt í íslensku samfélagi. ANNA ELÍSABET ÓLAFSDÓTTIR Ég hef miklar áhyggjur af auknum vanda vegna offitu. Forsætisráðherra Danmerkur vill meiri réttindi samkynhneigðra: Fái að giftast í kirkju ANDERS FOGH RASMUSSEN Vill að samkynhneigðir fái að giftast í kirkjum. OF FEITT BARN Ekki hefur verið ráðist í neitt forvarnastarf gegn offitu hérlendis enn sem komið er. FASTUR Á STEINGRÍMSFJARÐAR- HEIÐI Maður festi bíl sinn á Steingrímsfjarðarheiði þegar hann var á leið frá Hólmavík til Ísafjarðar í fyrrinótt. Hann varð að skilja bílinn eftir og gekk af stað þar til hann fékk far aftur til Hólmavíkur. Heiðin var mokuð í gærmorgun en varð ófær aftur um miðjan dag í gær. Stefnt var að því að moka heiðina aftur þegar veður yrði skaplegra. FÓR TVÆR VELTUR Bíll fór út af og valt tvær veltur á Geldinga- draga í gær. Þrír voru í bílnum og sluppu þeir allir án teljandi meiðsla. Bíllinn skemmdist mikið og var fjarlægður með kranabíl. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.