Fréttablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 15
15ÞRIÐJUDAGUR 13. janúar 2004 Núpalind 1 Kópavogi • Reykjavíkurvegi 62 Hafnarfirði 899 999 VERÐSPRENGJA Núna næstu daga getur þú sótt til okkar ljúffengar Pizzur á frábæru verði Stór Pizza með 2 áleggstegundum á kr. Stór Pizza með 4 áleggstegundum á kr. 59 12345Opið frá kl. 16-22Alla daga vikunnar LI TL A PR EN T eh f. Danskir og íslenskir hermenn“- þannig hljóðar upphafið á grein í breska stórblaðinu Guardi- an sunnudaginn 11. janúar. Þessi setning sýnir í hnotskurn hvað íslenskir ráðamenn eru úr miklum tengslum við þjóð sína og uppruna. Íslendingar eru eina þjóð heimsbyggðarinnar sem aldrei hefur rekið eigin hernað. Upphaf þessa má rekja til alþing- isfundarins árið 1000 þegar Þor- geir Ljósvetninga- goði kvað til friðar og afstýrði þar með innrás og borgara- styrjöld á Íslandi. Að undanskildum einhverjum tveim- ur áratugum á Sturlungaöld hefur ríkt friður á Ís- landi. Alþingi Íslend- inga er auglýst sem elsta starfandi þjóðþing heims. Nær þúsund ára friður og vagga lýðræðis er fótum troðið af skammsýnum leiðtogum Íslendinga sem ganga með hers- höfðingjann í maganum. Í stað þess að byggja á ein- stakri sögu okkar og friðarmenn- ingu og nota áhrif sín til að kenna öðrum yngri þjóðum hvernig hægt er að koma á varanlegum friði í Mið-Austurlöndum og í heimsbyggðinni allri, svara þess- ir litlu menn á Íslandi kalli hins brjálaða Bush í Washington, blása í herlúðra og senda Íslend- inga sem „hermenn“ til fjarlægra landa gjörsamlega á skjön við þann anda sem hér ríkir yfir vötnum. Forsetakosningarnar í ár munu snúast um þetta mál. Á Bessastöð- um situr annar lítill Jón með sinni Gunnu og gerir akkúrat ekkert þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir um að beita embættinu til áhrifa í friðarmálum. Klukkan tifar og styrjaldarástandið færist sífellt nær okkur. Er ekki tími til kominn að friðarþjóðin vakni af dvalanum og kannist við hlutverk sitt? ■ Nefndafargan ríkisvaldsins „Ríkisvaldið starfrækir um 853 nefndir, ráð og starfshópa (ef miðað er við skráningu á heimasíðum ráðuneytanna). Þegar undirritaðir spurðust fyr- ir um kostnað einstakra ráðu- neyta vegna starfrækslu allra þessara nefnda kom í ljós að litlar sem engar upplýsingar liggja fyrir um þann kostnað. Ennfremur virðast ekki liggja fyrir ítarlegar upplýsingar um störf þessara nefnda, meðal annars um hvort þær séu allar starfandi eður ei.“ KRISTINN MÁR ÁRSÆLSSON OG STEFÁN FRIÐRIK STEFÁNSSON Á FRELSI.IS Umræðan ÁSTÞÓR MAGNÚSSON ■ skrifar um hernaðar- tilburði Íslendinga. ■ Forsetakosning- arnar í ár munu snúast um þetta mál. Á Bessastöðum situr annar lítill Jón með sinni Gunnu og gerir akkúrat ekkert þrátt fyrir ítrek- aðar áskoranir um að beita embættinu til áhrifa í friðar- málum. Íslenskir hermenn ■ Af Netinu SPRENGJULEIT „Íslendingar eru eina þjóð heimsbyggðarinnar sem aldrei hefur rekið eigin hernað.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.