Fréttablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 13.01.2004, Blaðsíða 4
4 13. janúar 2004 ÞRIÐJUDAGUR Ertu sátt/ur við frammistöðu handboltalandsliðsins gegn Sviss? Spurning dagsins í dag: Ertu búin/n að lesa margar af bókunum sem komu út fyrir jólin? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 26,9% 46,4% Nei 11,0%Engan veginn Já 15,6%Fullkomlega Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is KJARAMÁL „Þetta var í raun fyrsti jákvæði fundurinn og fulltrúar ríkisins eru tilbúnir til að setjast niður, fara gaumgæfilega yfir all- ar kröfur og bera saman laun og aðra þætti. Kjaraviðræðurnar eru því komnar í þann farveg sem við óskuðum eftir,“ sagði Halldór Björnsson, formaður Starfs- greinasambands Íslands. Samninganefndir Starfsgreina- sambandsins og ríkisins hittust á stuttum fundi í gær. Ákveðið var að skipa tvær nefndir og á önnur að bera saman laun og önnur kjör á almennum markaði við kjör starfsmanna hins opinbera. Hinni nefndinni er ætlað að bera saman almenn atriði kjarasamninga þessara tveggja hópa. „Niðurstaða þessa saman- burðar á síðan að liggja fyrir þegar samninganefndirnar koma saman hjá ríkissáttasemj- ara næstkomandi föstudag. Þá hefur staðan skýrst til muna. Við munum gefa okkur næstu þrjár vikur til þess að ná samningum við ríkið án átaka,“ sagði Hall- dór Björnsson. ■ STJÓRNMÁL „Það var óneitanlega sérstakt að vera boðaður á fund sem síðan ekkert varð af. Eftir langa bið frammi á gangi fengum við þau skilaboð að fundinum hefði verið slitið en ekki frestað þannig að það liggur ekkert fyrir hvað er framundan,“ segir Guð- mundur Hauksson, framkvæmda- stjóri SPRON, um fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gær sem minna varð úr en til stóð. Nefndin hafði áformað að ræða málefni sparisjóðanna að beiðni þingflokks Vinstri grænna, en mál- ið komst aldrei á dagskrá. Á annan tug manna úr bankageiranum hafði verið boðaður á fundinn til að gera grein fyrir áhrifum af kaup- um KB-banka á SPRON, en eftir rúmlega tveggja klukkustunda bið var þeim tilkynnt um fundarslit og að ekkert yrði rætt við þá. Ástæðan var sú að fulltrúar efnahags- og viðskiptanefndar deildu hart um þá tillögu Samfylk- ingarinnar að Pétur Blöndal, for- maður nefndarinnar, viki sæti þar sem hann væri vanhæfur til að leiða umræðuna sem einn af stofn- fjáreigendum SPRON sem hefði því beina fjárhagslega hagsmuni af niðurstöðunni. Ekki var fallist á tillöguna en samþykkt að fela for- sætisnefnd að úrskurða í málinu. Vinstri grænir lýstu vonbrigðum með að málefni sparisjóðanna skyldu ekki hafa verið rædd og töldu að Pétur hefði að eigin frum- kvæði átt að víkja sæti. Pétur telur tillögu Samfylkingarinnar ekki þinglega, það er í samræmi við lög, og hann bendir á að samkvæmt þingsköpum beri nefnarmönnum að sækja fundi og því sé ekki hægt að vísa mönnum úr nefnd. „Ef ég sit fund sem formaður þá ber mér að stýra fundi. Ég lagði fram þá sáttatillögu að Kristinn H. Gunnarsson, varafor- maður efnahags- og viðskipta- nefndar, stýrði fundinum, gegn því að tillaga Samfylkingarinnar yrði dregin tilbaka, en því var hafnað. Gestirnir tóku þessu illa þar sem þeirra tíma hafði verið sóað. Það er ófyrirgefanlegt að hafa látið þá bíða, en dagskrár- tillagan kom frá Samfylking- unni,“ segir Pétur Blöndal og und- irstrikar að fjárhagslegir hags- munir sínir í málinu séu mjög litl- ir, málið snúist aðallega um póli- tíska hagsmuni í máli sem hann hafi barist fyrir. bryndis@frettabladid.is Óvænt heimboð: Assad boðið til Ísraels ÍSRAEL Moshe Katsav, forseta Ísra- els, bauð í gær sýrlenska starfs- bróður sínum, Bashar Assad, í heimsókn til Ísraels til viðræðna um frið í Miðaust- urlöndum. „Ég er að bjóða Assad til alvöru friðarvið- ræðna við Ísra- ela,“ sagði Katsav í útvarpsviðtali í gær, en sjálfur hafði Assad lýst því yfir í blaðavið- tali fyrir áramótin að hann væri tilbú- inn til viðræðna við Ísraelsmenn. Boð Katsavs kemur á óvart því á sunnudaginn hafði Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, lýst því yfir að viðræður við Sýrlendinga gætu ekki hafist fyrr en þeir hættu stuðningi við hryðjuverkamenn. Sýrlensk stjórnvöld sýndu boði Katsavs lítinn áhuga og eru litlar líkur taldar á að það verði þegið. ■ YFIRBORÐ MARS Enn sem komið er hefur Spirit aðeins myndað Mars en ekki ferðast um yfirborð plánetunnar. Spirit á Mars: Á að fara á flakk KALIFORNÍA, AP Vísindamenn hjá Bandarísku geimvísindastofnun- inni, NASA, vonast til þess að far- artækið Spirit, sem lenti á Mars í ársbyrjun, geti farið í fyrsta ferðalag sitt um yfirborð plánet- unnar síðar í þessari viku. Farartækið hefur tekið fjölda mynda af yfirborði plánetunnar en því hefur reynst um megn að komast úr geimfarinu sem kom því á yfirborð plánetunnar. Belgir sem áttu að koma í veg fyrir að farartækið skemmdist í lendingu koma í veg fyrir að það komist úr fari sínu en vonir eru bundnar við að það takist á morgun eða fimmtudag. ■ HÚSNÆÐISMÁL „Biðlistar eftir félagslegu leiguhúsnæði í Reykjavík hafa lengst mikið, eða úr 450 manns í 1.022 frá ár- inu 1999, og þótt um 100 íbúðir hafi verið keyptar inn í kerfið á síðasta ári þá er vandinn enn mikill, og það er ekki verið að hjálpa þeim fátæku,“ segir Lára Björnsdóttir, félagsmálastjóri í Reykjavík, um breytingarnar sem stjórnvöld hafa boðað á húsnæðiskerfinu. Af þeim sem bíða eftir því að fá félagslega leiguíbúð hjá borg- inni eru 613 einstaklingar sem hafa sótt um eins til tveggja her- bergja íbúð. 251 bíður eftir þriggja herbergja íbúð og 158 eru á biðlistum eftir fjögurra her- bergja íbúð eða stærri, en í þess- um hópum eru öryrkjar langfjöl- mennastir og mikið er um fátækt eldra fólk sem getur séð um sig sjálft og þarf ekki á þjónustuíbúð að halda. Félagsmálastjóri bind- ur vonir við áform borgarinnar í húsaleigumálunum. „Reykjavíkurborg er að kanna möguleikann á því að greiða út, frá mars næstkom- andi, viðbótarhúsaleigubætur sem bætast við almennu bæturn- ar til þeirra sem eru verst stadd- ir. Þannig getur fólk valið á milli þess að fá fjárhagslegan stuðn- ing eða vera á biðlistum,“ segir Lára. ■ Meintir bankaræningjar: Lengur í varðhaldi GÆSLUVARÐHALD Gæsluvarðhald, yfir tveimur mönnum, sem hand- teknir voru á föstudagskvöld grunaðir um vopnað rán í SPRON í Hátúni fyrr um daginn, hefur verið framlengt um viku. Gæsluvarðhaldið var lengt þar sem fram komu fleiri vísbending- ar í málinu. Þýfið er þó enn ófund- ið og mennirnir neita sök. Sex manns, sem taldir eru tengjast meintum ræningjum, voru handteknir í gleðskap í heimahúsi á sunnudagsmorgun. Þeir voru yfirheyrðir fram eftir degi en sleppt að því loknu. ■ ÞJÓÐARSORG Í ALBANÍU Þjóðar- sorg var lýst í Albaníu í gær vegna þeirra sem fórust í sjóslysinu á Adríahafi fyrir helgi en þá lenti bátur með tugi albanskra flótta- manna innanborðs í stórsjó og vél- arbilun með þeim afleiðingum að 21 fórst auk þess sem á annan tug er saknað. Ítalska strandgæslan bjargaði ellefu manns. TVEIR DÆMDIR Í RÚSSLANDI Rússneskur dómstóll dæmdi tvo menn í lífstíðarfangelsi fyrir þátt þeirra í sprengjuárásum á fjölbýl- ishús í Moskvu og Volgodonsk 1999. Mennirnir, sem tengjast tsjét- sjéneskum skæruliðasamtökum, voru dæmdir fyrir morð og hryðju- verk. 246 létu lífið. VARA VIÐ HITABYLGJU Svissneskir vísindamenn vara við því að hita- bylgjan, sem talin er hafa kostað 20.000 manns lífið í Evrópu í sum- ar, geti verið forsmekkurinn að því sem búast megi við næstu sumur. Þeir óttast að hækkandi hitastig sé afleiðing loftslagsbreytinga sem rekja megi til aukinna gróðurhúsa- áhrifa. JÁKVÆTT HLJÓÐ Í RÍKINU Halldór Björnsson, formaður Starfsgreina- sambands Íslands, segir kjaraviðræður sambandsins við ríkið komnar í þann far- veg sem æskilegt sé. Línur muni skýrast mjög í lok vikunnar. Kjaraviðræður Starfsgreinasambandsins og ríkisins: Jákvætt hljóð eftir fund í gær BASHAR ASSAD Moshe Katsav, forseti Ísraels, bauð Assad Sýr- landsforseta óvænt til friðar- viðræðna. ■ Evrópa ■ Lögreglufréttir LÁRA BJÖRNSDÓTTIR Félagsmálastjóri í Reykjavík bindur miklar vonir við áform Reykjavíkurborgar um að greiða út viðbótarhúsaleigubætur til þeirra sem eru hvað verst staddir. Félagsmálastjóri í Reykjavík um breytingar á húsnæðiskerfinu: Hjálpa þeim fátæku ekki GUÐMUNDUR HAUKSSON Framkvæmdastjóri SPRON segir það sérstakt að vera boðaður á fund, bíða í meira en tvo tíma og fá svo tilkynningu um að ekkert verði af fundinum. PÉTUR BLÖNDAL Segir að ef hann sitji sem formaður þá beri honum að stýra fundi. Hann bendir á að samkvæmt þingsköpum sé ekki hægt að vísa mönnum úr nefnd. Ófyrirgefanlegt að láta þá bíða Hópur manna tengdur SPRON og KB-banka fór fýluferð til efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Beið á þriðju klukkustund en var vísað á braut vegna deilna þingmanna. Slæmt að sóa tíma mannanna, segir Pétur. Salan á Brimi: Rætt við tíu SJÁVARÚTVEGUR Tíu fjárfestar halda áfram viðræðum um kaup á eignum Brims, en upphaflega sýndu 20 kaupunum áhuga. „Þessir aðilar settu fram hugmyndir sem við mun- um skoða nánar,“ segir Magnús Gunnarsson, stjórnarformaður Eimskipafélagsins. Að þeirri skoð- un lokinni mun verða ákveðið hvert framhaldið verður. Fyrirtækin sem nú mynda Brim eru þrjú; ÚA á Akureyri, HB á Akranesi og Skagstrendingur á Skagaströnd. Vitað er að heima- menn á hverjum stað hafa sent inn tilboð, Skagamenn í samstarfi við Granda hf. í Reykjavík, en viðræð- ur um sölu Eimskips á HB til þess- ara aðila voru komin af stað áður en allar eignir Brims voru falboðnar. ■ FJÓRIR SLASAÐIR Fjórir voru fluttir á slysadeild í Reykjavík eftir árekstur við Litlu kaffistof- una um hálfsex í gær. Bílar sem komu úr gagnstæðri átt lentu saman. Enginn þeirra sem voru í bílunum slasaðist hættulega en bílarnir eru taldir gjörónýtir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.