Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 10
10 15. janúar 2004 FIMMTUDAGUR GANGANDI VEGFARENDUR Þessir gaggandi gangandi vegfarendur á þjóðveginum í DuBois í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum tóku sér nægan tíma á leið sinni til nærliggjandi gæsapolls. Fjármálaráðuneytið fellir úrskurð skattstjóra úr gildi: Sigur fyrir frjáls félagasamtök STJÓRNMÁL Frjáls félagasamtök geta á ný fengið úthlutað kenni- tölu eftir að fjármálaráðuneytið felldi úr gildi úrskurð ríkisskatt- stjóra, sem synjaði nemendafé- lagi í Háskóla Íslands um skrán- ingu í fyrirtækjaskrá. Stúdentaráð Háskóla Íslands kærði til ráðuneytisins ákvörðun ríkisskattstjóra um að synja ný- stofnuðu Félagi fornleifafræði- nema um kennitölu. Frá 1. júlí 2003 hefur það embætti haft um- sjón með úthlutun kennitala og frá þeim tíma hafa fjölmörg ný- stofnuð félög fengið synjun um úthlutun kennitölu. Stúdentaráð hélt því fram að túlkun Ríkisskattstjóra á laga- heimildum væri of þröng auk þess sem þeirri röksemd var haldið fram að með synjun á kennitölu- skráningu væri mjög vegið að möguleika fólks til þess að stofna með sér frjáls félagasamtök. „Við erum mjög ánægð með úr- skurð fjármálaráðuneytisins og þetta er mikill sigur fyrir frjáls félagasamtök í landinu. Með þessu eru tekin af öll tvímæli um að félög geti fengið kennitölur og þar með stofnað bankareikninga í sínu nafni. Þetta er auðvitað grunnskilyrði fyrir starfsemi margra frjálsra félagasamtaka og það var mjög bagalegt ástand þeg- ar Ríkisskattstjóri neitaði þessum aðilum um kennitölu,“ segir Davíð Gunnarsson, formaður Stúdenta- ráðs Háskóla Íslands. ■ Hlupu úr brennandi húsi á náttfötunum Mæðgur á Suðureyri sluppu án meiðsla þegar heimili þeirra varð eldi að bráð. Mikil ófærð hamlaði slökkviliðsmönnum frá Ísafirði að komast að húsinu. Allar minningarnar voru í húsinu, segir móðirin. BRUNI „Ég á sjálfsagt eftir að átta mig á að í húsinu voru allar mínar minningar, myndir af börnunum frá fæðingu, hreinlega allt sem tengist mínu lífi. Andvirði slíkra muna er ekki hægt að mæla í pen- ingum,“ segir Valgerður Krist- jánsdóttir, sem hljóp út af alelda heimili sínu í fyrrinótt ásamt ell- efu ára dóttur sinni, Eydísi Sæv- arsdóttur. Valgerður var sofandi á efstu hæð hús síns við Stefnisgötu á Suðureyri þegar eldurinn kom upp. Eldurinn kviknaði í stofunni á miðhæð þriggja hæða timbur- hússins. „Ég vaknaði ekki við eld- inn heldur bærði á mér eins og gerist stundum. Ég settist upp í rúminu en varð ekki vör við neitt óvenjulegt. Það var ekki fyrr en ég fór út á stigapallinn að ég sá reykinn.“ Valgerður segist strax hafa áttað sig á hvað væri að ger- ast, rokið til baka og dregið dóttur sína út. „Mér fannst eins og eld- tungurnar væru á eftir okkur.“ Valgerður hljóp út á náttfötun- um einum saman og leitaði skjóls hjá nágrönnum sínum. „Það var snælduvitlaust veður en ég fann ekki fyrir kuldanum. Eftir á að hyggja man ég lítið eftir atburða- rásinni.“ Valgerður hrósar slökkviliðinu 4. flokki 1992 – 41. útdráttur 4. flokki 1994 – 34. útdráttur 2. flokki 1995 – 32. útdráttur Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: Koma þessi bréf til innlausnar 15. mars 2004. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess liggja upplýsingar frammi hjá Íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. Útdráttur húsbréfa Borgartúni 21 105 Reykjavík Sími 569 6900 Fax 569 6800 www.ils.is HVALVEIÐAR Enn er nóg af hvalkjöti á Íslandi eftir vísindaveiðarnar í lok sumars, en vegna skorts á eftirspurn er það ekki lengur á boðstólum í verslunum hérlendis. Þetta var á meðal þess sem kom fram á blaða- mannafundi Greenpeace í Norræna húsinu í gær. Frode Pleym, talsmaður samtakanna, sagði að Greenpeace væri síður en svo hætt baráttunni gegn hvalveiðum Íslend- inga. Reyndar hefði auk- inn kraftur verið settur í hana, því samtökin hefðu opnað íslenska heimasíðu (www.greenpeace.com). Á fundin- um kynnti Pleym niðurstöðu nýrr- ar skoðanakönnunar, sem Gallup vann fyrir samtökin. Samkvæmt henni telja 48% Íslendinga að til- vist samtaka eins og Greenpeace sé mikilvæg eða mjög mikilvæg. Pleym sagði þessa niðurstöðu hafa komið sér á óvart. Hún end- urspeglaði jákvætt hugarfar Ís- lendinga í garð náttúruverndar- samtaka. Þegar Rainbow Warrior, skip Greenpeace, sigldi kringum landið í lok sumars til að mótmæla hval- veiðunum gerðu samtökin íslensk- um stjórnvöldum tilboð um að auka ferðamannastraum til lands- ins. Á fundinum í gær sagði Kevin Jardine, yfirmaður hjá Green- peace, að 18 þúsund manns hefðu þegar skráð nafn sitt meðal þeirra sem ætla að íhuga að koma til landsins hætti stjórnvöld hvalveið- um. Hann sagðist reikna með því að 50 þúsund manns myndu skrá sig á þennan lista og kæmu þeir allir til landsins myndi það þýða 4 milljarða króna í gjaldeyristekjur. Aðspurður sagðist hann ekki telja þetta óraunhæft tilboð. ■ ■ Asía HRYÐJUVERKAMENN HANDTEKNIR Stjórnvöld í Singapúr segjast hafa handtekið tvo menn sem taldir eru tengjast hryðjuverkasamtökunum Jemaah Islamiyah. Alls eru 37 meintir hryðjuverkamenn í haldi yfirvalda í Singapúr en að minnsta kosti tólf aðrir eru undir eftirliti lögreglu. Liðsmenn Jemaah Islami- yah eru taldir hafa staðið á bak við árásirnar á Balí í október 2002. ÞRETTÁN DREPNIR Að minnsta kosti þrettán uppreisnarmenn maóista hafa fallið í átökum við hermenn í Nepal það sem af er vikunni. Uppreisnarmennirnir hafa staðið fyrir fjölda árása á embættismenn og óbreytta borg- ara síðan friðarviðræður fóru út um þúfur. Þeir vilja koma á fót kommúnistaríki í Nepal. DAVÍÐ GUNNARSSON Formaður SHÍ segir úrskurð fjármálaráðu- neytisins vera sigur fyrir frjáls félagasamtök. KOMNAR Í SKJÓL Mæðgurnar Valgerður Kristjánsdóttir og Eydís Sævarsdóttur áttu fótum fjör að launa að komast úr brennandi húsi. LJ Ó SM YN D IR /J Ó N A R N AR G ES TS SO N Greenpeace segir litla eftirspurn eftir hvalkjöti á Íslandi: Kraftur í baráttuna gegn hvalveiðum TALSMENN GREENPEACE Frode Pleym og Kevin Jardine telja raunhæft að auka gjaldeyristekjur Íslendinga verulega með því að hætta hvalveiðum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.