Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 22
22 15. janúar 2004 FIMMTUDAGUR
■ Andlát
Hið alræmda áfengisbann í Banda-ríkjunum gekk í gildi á þessum
degi árið 1920. Banninu var ætlað að
draga úr glæpum og fátækt, lækka
dánartíðni og bæta efnahag landsins
og almenn lífsgæði. Bannið fól í sér
að allur inn- og útflutningur, fram-
leiðsla, sala og dreifing á áfengum
drykkjum yfir 0,5% að styrkleika var
óheimil. Einu undantekningarnar
voru gerðar á notkun alkóhóls til
lækninga og við trúarathafnir.
Áfengisbannið er eitt skýrasta
dæmið um það hversu boð og bönn
geta komið illilega í bakið á þeim sem
setja þau en það magnaði öll þau
vandamál sem því var ætlað að leysa
og þessi göfuga tilraun til að fegra
mannlífið lagði í raun grunninn að
skipulagðri glæpastarfsemi í Banda-
ríkjunum.
Sala á alkóhóli í lækningaskyni
jókst um 400% á árabilinu 1923–1931
en borgararnir leituðu þó fyrst og
fremst til glæpamanna til þess að fá
sér í staupinu. Það stóð ekki á við-
brögðum á þeim bænum og áfengi
varð aðgengilegra en nokkru sinni
fyrr.
Stórborgirnar urðu gróðrarstía
glæpagengja og Chicago varð höfuð-
borg glæpa í Bandaríkjunum eftir að
hinn alræmdi Al Capone haslaði sér
þar völl og lét koma öllum samkeppn-
isaðilum sínum fyrir kattarnef.
Bannið stóð í 13 ár en þegar því
var aflétt varð ekki aftur snúið,
glæpagengin höfðu fest sig í sessi og
búa enn að þéttu brennivínsdreifinga-
kerfi sínu sem auðvelt var að laga að
öðrum ólöglegum fíkniefnum. ■
Eyrún Auðunsdóttir frá Ystaskála,
Vestur-Eyjafjöllum, lést miðviku-
daginn 7. janúar.
Hallmar Óskarsson, Engjaseli 61 og
Efstahjalla 21, lést mánudaginn
12. janúar.
Jón Elías Ingibjartsson, Faxabraut 13,
Keflavík, lést mánudaginn 12. janúar.
Magnús Maríasson, fyrrverandi stöðvar-
stjóri Olíustöðvarinnar í Hvalfirði, lést
mánudaginn 12. janúar.
Sveinn Bergmann Hallgrímsson lést
föstudaginn 9. janúar.
10.30 Jón Sigurgeirsson, kennari og
fyrrverandi skólastjóri, verður jarð-
sunginn frá Akureyrarkirkju.
13.30 Ingigerður Fr. Benediktsdóttir,
Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarð-
sungin frá Hafnarfjarðarkirkju.
SR. ÖRN BÁRÐUR JÓNSSON
Valnefnd Nesprestakalls hefur lagt til að sr.
Örn Bárður verði skipaður sóknarprestur
frá 1. mars næstkomandi.
??? Hver?
Manneskja sem starfar sem prestur.
??? Hvar?
Í Neskirkju.
??? Hvaðan?
Frá Ísafirði.
??? Hvað?
Er að vinna í grein eftir japanskan
prófessor í New York.
??? Hvernig?
Það eru efnistök hans og sjónarhorn.
Hann er að tala um að það sé svo
einfalt að taka við guði eins og að taka
við litlu barni.
??? Hvers vegna?
Hann skrifar svo athyglisverða grein
sem ég var að þýða.
??? Hvenær?
Núna.
■ Persónan
MARTIN LUTHER KING
Mannréttindafrömuðurinn sem átti sér
draum um að svartir og hvítir gætu búið
saman í sátt og samlyndi fæddist
á þessum degi árið 1929.
15. janúar
■ Þetta gerðist
1559 Elísabet I er krýnd drottning yfir
Englandi í Westminster Abbey.
1892 Dr James Naismith gaf út í fyrsta sinn
13 körfuboltareglur en hann fann leik-
inn upp veturinn áður.
1913 Langlínusímasamband kemst á milli
New York og Berlínar.
1943 Vinnu við byggingu Pentagon, höfuð-
stöðva varnarmálaráðuneytis Banda-
ríkjanna, lýkur.
1953 Harry Truman verður fyrsti forseti
Bandaríkjanna til að kveðja þegna
sína í útvarps- og sjónvarpsávarpi
þegar hann lætur af embætti.
1990 Mikhail Gorbachev, forseti Sovétríkj-
anna, lýsir yfir neyðarástandi í
Aserbaítsjan og Armeníu vegna
vaxandi ofbeldisverka.
1990 Bilun í tölvukerfi hjá AT&T verður til
þess að langlínusímtöl í Bandaríkjun-
um liggja niðri í næstum níu klukku-
stundir.
AL CAPONE
Þessi nafntogaðasti sprúttsali allra tíma
byggði glæpaveldi sitt upp á bannárunum
og sá til þess að glæpir og morðtíðni ruku
upp úr öllu valdi.
Lögbann á fyllirí
ÁFENGISBANNIÐ
■ Eftir 15. janúar 1920 var Bandaríkja-
mönnum óheimilt að fá sér einn gráan.
Banninu var ætlað að bæta þjóðfélagið en
skilaði sér illu heilli í aukinni brennivíns-
neyslu og stóreflingu skipulagðra glæpa.
15. janúar
1929
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
Guðbjörg María Sigfúsdóttir
frá Stóru-Hvalsá, Hrútafirði
andaðist á St Jósefsspítala í Hafnarfirði
aðfaranótt þriðjudags 13. janúar
Gunnbjörn Jónsson
Kristín Gróa Gunnbjörnsdóttir Ingimar Kristjánsson
Sigfús Brynjar Gunnbjörnsson Anna Björk Brandsdóttir
Jón Valdimar Gunnbjörnsson Ragna Jóna Helgadóttir
Sólbjörg Gunnbjörnsdóttir Rósinkar Snævar Ólafsson
Kristbjörg Gunnbjörnsdóttir Heimir Lárus Hjartarson
Guðjón Heiðar Gunnbjörnsson Elínborg Sigvaldadóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi
Finnbogi Gunnar Jónsson
Drápuhlíð 33, Reykjavík
sem lést á krabbameinsdeild 11E Landspítala Hringbraut
föstudaginn 9. janúar sl. verður jarðsunginn frá Háteigskirkju
föstudaginn 16. janúar kl. 13.30
Sigurbjörg Jóhanna Sigfúsdóttir
Jóhanna Finnbogadóttir
Birgir Karl Finnbogason Amelia Rosa Fernandes
barnabörn og langafabarn „Gamlar“ No Name
konur velja arftakann
No Name andlit ársins verður val-ið í mars næstkomandi, en sú
nýbreytni verður við valið í ár að
þær konur sem hafa verið No Name
andlit í gegnum tíðina ákveða hver
hlýtur titilinn næst. „Hingað til hef
ég valið sjálf, en á Þingvöllum í
fyrra þegar Bryndís Schram var
valin, og ég horfði yfir hópinn,
ákvað ég að þær fengju sjálfar að
velja næst. Við ætlum að hittast í
kvöld til skrafs og ráðagerða og eng-
inn vafi að það verður glatt á hjalla.
Þetta eru allt slíkar eðalkonur og
mikil samheldni í hópnum.“
No Name andlit ársins var fyrst
valið árið 1990, en þá var Kristín að
leita leiða til að markaðssetja vör-
una. „Ég horfði á Isabellu Rosselini
sem var andlit fyrir Lancôme og sá
að ég gæti gert eitthvað svipað hér,
með allar þessar fallegu íslensku
konur. Ég byrjaði með yngri konur,
fegurðardrottningar og fyrirsætur,
en með Diddú var brotið blað, sem
féll í ógurlega góðan jarðveg, enda
ekki síðra að vera með þroskaðar,
flottar konur og sterka persónuleika
sem hafa lifað og prófað ýmislegt.
Og konur hætta sannarlega ekki
að vera fallegar eftir tvítugt,“ segir
Kristín, „við erum fallegar á öllum
aldri, sem kemur fram í andliti og
karakter.“ ■
Hugmyndin er að fara í leik-hús,“ segir Einar Páll
Tamimi, lögfræðingur og lektor
við Háskólann í Reykjavík. „Þar
sem þetta er einungis hálfur ára-
tugur sem maður er að fylla kall-
ar þetta ekki á utanlandsferð.
Hver veit nema maður sleppi
fram af sér beislinu og sleppi ein-
nig matreiðslu á heimilinu í kvöld.
Síðasta árið hefur vinnan verið í
forgrunni hjá mér en áramóta-
heitið þetta árið var að leyfa öðr-
um jákvæðum hlutum að koma
sterkar inn í líf mitt. Þetta er
mjög góður tímapunktur til að
byrja.“ Einar Páll segist reyndar
ekki vera sú týpa sem stekkur upp
til handa og fóta af því hann eigi
afmæli.
Eftirminnilegasti afmælisdag-
ur hans er þegar hann varð þrí-
tugur og var við nám í Boston.
„Nokkrir vinir mínir höfðu gert
áætlanir um að koma frá New
York og Íslandi. Akkúrat þann dag
gerði mesta vonskuveður í Boston
um árabil og seinkaði því komu
vinanna allverulega. Ég ber mikla
virðingu fyrir vinum mínum að
hafa sýnt af sér þennan hetjuskap
að komast á leiðarenda. Vegna
veðurs borðuðum við ekki fyrr en
klukkan 11 um kvöldið og vorum
nánast ein á veitingahúsinu. Bæði
var það að við borðuðum seint og
svo sátu allir heima í þessu veðri
sem höfðu hálfa greind. En steik-
in var mjög góð.“
Auk þess að starfa sem lektor í
lagadeild Háskólans í Reykjavík,
er Einar Páll forstöðumaður
Evrópuréttarstofnunar HR. „Við
erum alltaf að gera eitthvað
spennandi. Við vorum að hefja
nýtt námskeið í Evrópurétti og er
það í fyrsta skipti sem hann er
kenndur sem skyldufag í laga-
námi á Íslandi. Það eru ekki nægj-
anlega margir sem hafa góða
þekkingu á málinu og þó einhverj-
ir til viðbótar sem hafa þekkingu í
skötulíki. Evrópuréttur skiptir
okkur miklu máli hér á Íslandi þar
sem við erum að vinna mjög
mikið að löggjöf sem á uppruna
sinn í gegnum evrópska efnahags-
samninginn.“ ■
■ Jarðarfarir
Afmæli
EINAR PÁLL TAMIMI
■ 35 ára, ætlar að sleppa fram af sér
beislinu í kvöld.
Snyrting
■ Í ár velja fyrrverandi No Name konur
arftaka sinn fyrir árið 2004, en hingað til
hefur Kristín Stefánsdóttir hjá No Name
séð ein um valið. No name andlit ársins
2004 verður kynnt í mars næstkomandi.
BRYNDÍS SCHRAM VAR NO NAME-
ANDLIT ÁRSINS 2003
Nú mun Bryndís ásamt öllum hinum „No
Name andlitunum“ velja þá konu sem
hlýtur titilinn næst.
EINAR PÁLL TAMIMI
Hélt upp á þrítugsafmælið í Boston ásamt vinum sem áttu langan veg að baki
í snarvitlausu veðri.
■ Afmæli
Berglind Ásgeirsdóttir, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri OECD er 49 ára.
Ragnar Ingi Aðalsteinsson, aðjúnkt við
KHÍ, er sextugur í dag. Hann tekur á
móti gestum í safnaðarheimili Fríkirkj-
unnar að Laufásvegi 13 í dag kl. 17–19.
Helgi Seljan er 70 ára í dag.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
LD
A
LÓ
A
Stendur við
áramótaheitið