Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 40
36 15. janúar 2004 FIMMTUDAGUR ■ Fótbolti NANO ROMA Spánverjinn Joan „Nano“ Roma (KTM) hef- ur rúmlega sjö mínútna forskot þegar fjórir áfangar eru eftir af París-Dakar rallinu. Rall David Seaman: Löngum ferli lýkur FÓTBOLTI „Hann var ekki aðeins frábær markvörður heldur var framkoma hans og háttvísi ein- stök,“ sagði Arsene Wenger, fram- kvæmdastjóri Arsenal, um mark- vörðinn David Seaman. Seaman hefur tilkynnt að hann hafi nú lagt hanskana á hilluna í eftir rúmlega tveggja áratuga feril. Seaman hóf feril sinn hjá Leeds árið 1981 en fekk ekki tækifæri þar og fór til Peter- borough fyrir 4.000 pund sumarið 1982. Seaman lék sinn fyrsta leik gegn Stockport í ágúst 1982 en leikurinn gegn Portsmouth var 957. leikur hans með félagsliðum. Seaman lék einnig 75 lands- leiki á árunum 1988 til 2002. „David hefur verið frábær fag- maður á ferli sem nær til þriggja áratuga,“ sagði Sven-Göran Eriksson, þjálfari enska lands- liðsins. „Hann er þekktur og virt- ur um allan heim. Ég veit að hann á vísan sess í enskri fótboltasögu en hann getur enn lagt ýmislegt af mörkum í fótboltanum í fram- tíðinni.“ ■ HANDBOLTI Lokaundirbúningur ís- lenska handboltalandsliðsins fyrir EM í Slóveníu hefst í kvöld með leik gegn Dönum í Farum. Leikurinn er liður í fjögurra þjóða móti en Íslendingar leika einnig við Svía í Málmey á morg- un og við Egypta í Farum á laug- ardag. Loks verður æfingaleikur við Dani í Sorø á mánudag. Liðið fer til Slóveníu á þriðju- dag en keppnin þar hefst á fimmtudag. Íslendingar leika við heimamenn á fyrsta leikdegi, við Ungverja á föstudag og Tékka á sunnudag. Allir leikirn- ir verða í bænum Celje. Þrjár efstu þjóðirnar komast í milli- riðla og verður leikið í Celje eða höfuðborginni Ljubljana 27. til 29. janúar. Tvær efstu þjóðir milliriðlanna komast í undanúr- slit. Á Evrópumótinu í Slóveníu verður einnig keppt um sæti á þremur mótum; Ólympíuleikun- um í sumar, heimsmeistara- keppninni í Túnis á næsta ári og Evrópukeppninni árið 2006. Íslendingar tryggðu sér sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu með sigri á Júgóslövum í leik um sjö- unda sætið á HM í Portúgal í fyrra. Króatar, Þjóðverjar, Frakkar, Spánverjar, Rússar og Ungverjar eru einnig öruggir um sæti á leikunum og ein þjóð bæt- ist í þennan hóp eftir EM. Grikk- ir keppa einnig á ÓL sem gest- gjafar en alls taka tólf þjóðir þátt í handboltakeppni leikanna. Evrópa fær þrettán af 24 sæt- um í lokakeppni HM í Túnis á næsta ári. Heimsmeistarar Króata eiga víst sæti á HM og þrjár efstu þjóðirnar á EM í Slóveníu fá einnig sæti í loka- keppninni í Túnis. Hinum níu sætunum verður ráðstafað með undankeppni. Dregið verður í undankeppnina í Ljubljana 1. febrúar, á lokadegi EM í Slóven- íu. Undankeppnin fer fram síð- ustu helgina í maí og fyrstu helgina í júní. Sextán þjóðir keppa á EM 2006. Gestgjafarnir komast sjálfkrafa í úrslit auk fimm efstu þjóðanna á EM í Slóveníu. Öðrum sætum verður ráðstafað með undankeppni sem fer fram á næsta ári. ■ Kryddstrákarnir: Saman á ný FÓTBOLTI Landsliðsmarkvörðurinn David James gekk í gær til liðs við úrvalsdeildarfélagið Manchester City. James hóf fer- il sinn hjá Watford en lék lengst- um með Liverpool. Þaðan fór hann til Aston Villa og loks West Ham. Hjá Manchester City hittir hann fyrir tvo fyrrum samherja sína hjá Liverpool, Steve McManaman og Robbie Fowler. City keypti Fowler frá Leeds yfir tæpu ári á sex milljónir punda en McManaman kom án endurgjalds frá Real Madrid í lok ágúst. Þremenningarnir voru fyrir áratug í hópi ungra og efnilegra leikmanna Liverpool sem hlaut uppnefnið Kryddstrákarnir vegna skrautlegs lífsstílsins sem þeir voru frægir fyrir. ■ Ó ly m p íu ak ad em ía n Flugferðir og uppihald eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Leitað er eftir einstaklingum sem náð hafa mjög góðum árangri í íþróttagrein (-greinum) og/eða sinnt kennslu/þjálfun/félags- störfum innan íþróttahreyfingarinnar, ásamt því að sýna málefnum Ólympíuhreyfingarinnar sérstakan áhuga. Þeir skulu hafa gott vald á ensku og/eða frönsku og vera fyrirmynd annars æskufólks í hvívetna. Námskeið í Ólympíu Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, konu og karli, á námskeið ungs íþróttafólks (20 til 35 ára) á vegum Alþjóða Ólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 23. maí til 6. júní n.k. Umsóknarfrestur er til 22. febrúar n.k. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á skrifstofu ÍSÍ eða á heimasíðu sambandsins, www.isisport.is Nánari upplýsingar veitir sviðsstjóri Fræðslu- og útbreiðslusviðs, Andri Stefánsson í síma 514-4000 og einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið: andri@isisport.is SKAUTAR - LISTHLAUP Á SKAUTUM Skautafélag Reykjavíkur - listhlaupadeild SKAUTAHÖLLINNI Í LAUGARDAL Skráning í skautaskólann fyrir vorönn 2004 verður í Skautahöllinni í Laugardal sunnudaginn, 18. janúar 2004 Kl. 10:00 - 12:00 Getum bætt við stelpum og strákum, frá 5 ára til 18 ára !! Æfingar hefjast sama dag: 18. janúar kl. 12:05 RAVANELLI TIL PERUGIA Ítalski framherjinn Fabrizio Ravanelli hefur gert sex mánaða samning við A-deildarfélagið Perugia. Ravanelli lék síðast með Dundee í Skotlandi en félagið rifti samn- ingnum við hann í nóvember. ÞRIGGJA LEIKJA BANN Frakkinn Christophe Dugarry var dæmdur í þriggja leikja bann fyrir að nef- brjóta Craig Short, varnarmann Blackburn, með olnbogaskoti í leik félaganna í síðasta mánuði. Dugarry missir af leikjum Birmingham gegn Chelsea og Newcastle og bikarleiknum gegn Wimbledon. ■ Hernan Crespo: Frá í sex vikur FÓTBOLTI Argentínumaðurinn Hernan Crespo verður frá í sex vikur til við- bótar vegna meiðsla í kálfa. Crespo missti af leikj- um Chelsea um jólin en virtist orðinn leikfær að nýju í byrjun árs. Hann var í byrjunarlið- inu í leiknum gegn Liver- pool í síðustu viku en haltr- aði af velli eftir aðeins tólf mínútur. Meðal leikja sem Crespo missir af eru heimaleikir Chelsea gegn Arsenal og Charlton í úrvalsdeild- inni og fyrri leikurinn gegn Stutt- gart í Meistaradeildinni. Crespo hefur skorað átta mörk í sautján leikjum með Chelsea en félagið keypti hann frá Inter Milano í lok ágúst fyrir 16,8 millj- ónir punda. ■ FORMÚLA 1 „Ég býst við að vinna sigra og að láta draum minn um heimsmeistaratitil verða að veru- leika,“ sagði Rubens Barrichello eftir að hann skrifaði undir nýjan samning við Ferrari sem gildir til 2006. „Með því að skrifa undir samninginn fæ ég að minnsta kosti þrjú tækifæri til viðbótar til að vinna titilinn.“ Gamli samningur Barrichello gilti út næsta kepnis- tímabil og margir voru orðaðir við Ferrari í hans stað. Barrichello sagði að honum hefðu einnig boðist samningar hjá öðrum liðum. „Ég er mjög stoltur, Ferrari-liðið er greini- lega ánægt með mína vinnu og ég er ánægður hér hjá Ferrari,“ sagði Barrichello. ■ Rubens Barrichello: Ætlar að sigra RUBENS BARRICHELLO Barrichello ætlar sér að verða heims- meistari á komandi tímabili. HERNAN CRESPO Verður frá næstu sex vikunar vegna meiðsla á kálfa. HANDBOLTALANDSLIÐIÐ Landsliðsmennirnir fóru utan í gær. Þeir leika við Dani, Svía og Egypta áður en haldið verður til Slóveníu á þriðjudag. GUÐMUNDUR HRAFNKELSSON Guðmundur Hrafnkelsson, markvörður íslenska liðsins, var með töskunar klárar. Mikið í húfi Keppt um sæti á þremur mótum á EM í Slóveníu. DAVID SEAMAN Hættur eftir rúmlega tveggja áratuga feril. FERILL DAVID SEAMAN (F. 19. 9. 1963) Deildarleikir / leikir í öllum keppnum Leeds (1981-1982) - - Peterborough (1982-1984) 91 106 Birmingham (1984-1986) 75 84 QPR (1986-1990) 141 175 Arsenal (1990-2003) 405 566 Man. City (2003-2004) 19 26 Samtals (1981-2004) 731 957 Íslandsmótið í íshokkí: Fyrsti leikur- inn í Egilshöll ÍSHOKKÍ Björninn og Skautafélag Reykjavíkur keppa í kvöld á Ís- landsmóti karla í íshokkí. Leikurinn fer fram í Egilshöll og verður hann fyrsti leikurinn á Íslandsmóti meistaraflokks í nýju skautahöll- inni í Grafarvogi. SR og Björnin hafa þegar leikið leiki þrjá leiki á Íslandsmótinu í vet- ur og hefur SR sigraði í þeim öllum. SR vann 7-5 og 9-5 í nóvember og 11-6 í byrjun desember. Björninn leikur tvisvar við Skautafélag Akureyrar fyrir norðan í þessum mánuði og á eftir að leika tvisvar við Akureyringana í Egils- höll. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.