Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 28
tíska o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur t ísku Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: tiska@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. HITAÐ UPP FYRIR TÍSKUVIKU Fyrir stuttu var kynning á tískuvikunni sem haldin verður í Düsseldorf í byrjun febrúar. Hér er sýnishorn af línu hönnuðarins Kara Mak- an fyrir veturinn 2004–2005. Á tískuvikunni munu 2000 hönnuðir frá 61 landi sýna. tíska gæði betra verð www.hm.is Útsala Minnst 40% afsláttur50% afsl. ef keyptar eru 2 eða fleiri flíkur Áður Nú Brjóstahaldari 2.790 1.190 Brjóstahaldari 3.190 1.290 Push-up brjóstah. 3.790 1.590 Undirfatasett 3.490 1.490 Undirfatasett 4.990 1.990 Nærbuxur 1.390 590 Nærbuxur 1.790 790 G-strengur 2 stk 990 650 SMÁRALIND Sími 517 7007 40-60% afsláttur Enn meiri afsláttur 50% afsláttur PEYSUR Opnar sýningarrými í vinnustofunni: Skapar svolitla sveitastemningu Ragna Fróðadóttir, fata- ogtextílhönnuður, hefur ákveðið að opna vinnustofu sína almenn- ingi. Vinnustofan er að Lundi 1 við Nýbýlaveg og þar má finna fatnað og gjafavöru undir vörumerkinu Path of Love. „Ég hef verið með vinnustofu hérna í þrjú ár og er nú komin með sýningarrými þar sem ég set upp það sem ég er að hanna,“ segir Ragna. „Ég er að reyna að skapa skemmtilega sveitastemningu hérna í borginni. Þetta er sérstakt hús og rýmið gott þannig að ég get boðið við- skiptavinum upp á betri aðstöðu og jafnvel að fá sér kaffisopa meðan þeir skoða og spjalla. Það er þægilegra fyrir báða aðila að hönnuðurinn sé sjálfur á staðnum þegar verið er að máta og skoða þá möguleika sem eru fyrir hendi.“ Ragna fór til Parísar árið 1991 og ætlaði að læra búningahönnun. „Ég fann engan skóla sem hentaði mér þannig að ég ákvað að taka fatahönnunina sem grunn. Svo sá ég að þetta getur verið mjög fjöl- breytt starf og snýst ekki bara um tísku. Ég kynntist japönskum fatahönnuði sem ég fór að vinna hjá. Hann vann mjög mikið í efni og ég fór að gera það líka. Ég er útskrifaður fatahönnuður frá París og svo fór ég í textíldeild Myndlistaskólans þegar ég kom heim. Ég útskrifaðist þaðan fyrir fjórum og hálfu ári og hef unnið við fata- og textílhönnun síðan. Nánast allt sem ég geri er unn- ið úr efni sem ég vinn sjálf. Ég vinn mikið með útsaum, bæði í tölvu og sumt er handunnið í vél. Ég hef þróað sérstakan stíl, legg kannski nokkur efni saman og bý til nýtt efni úr þeim. Fyrst var ég mest með organza-efni sem er gegnsætt, þá blanda ég saman lit- um; rauðu og hvítu til að fá bleikt eða bláu og grænu til að fá túrkis- lit. Ég hef svo verið að bæta við efnum og stækka línuna. Þetta er kvenfatalína, mikið af kjólum og pilsum en líka bómullarbolir sem ég sel í 38 þrepum og er að fara að flytja út til New York. Ég hef þró- að smávöru og fylgihluti eins og sjöl, snyrtiveski og púða. Svo geri ég líka mikið eftir máli, því þetta er svo sérunnið. Fólk getur komið og séð hvað er til af efnum og fengið sérsaumað á sig.“ ■ RAGNA FRÓÐADÓTTIR Er með vinnustofu að Lundi 1 við Nýbýlaveg þar sem hún vill skapa smá sveitastemningu í borginni. KVENFATALÍNA Ragna vinnur mikið með efni og sérsaumar á fólk. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA BÓMULLARBOLIR Verða fluttir út til New York.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.