Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Bakþankar ÞRÁINS BERTELSSONAR Ást í útrým- ingarhættu Nýverið birtist hrollvekjandigrein eftir Natösju Walter í breska blaðinu Guardian um að sönn og hrein ást sé í útrýmingar- hættu hér á Vesturlöndum. Grein- arhöfundur bendir á gífurlegan fjölda „sjálfshjálparbóka“ máli sínu til stuðnings, en meginþema í slíkum bókum nú til dags er að fólk eigi að láta skynsemina ráða gjörð- um sínum og höfuðið eigi að stjór- na ævigöngunni – ekki hjartað. NÝJASTI sjálfshjálpargúrúinn heitir Rachel Greenwald og hefur skrifað metsölubók handa konum í makaleit þar sem hún segir meðal annars: „Þú, lesandi góð(ur), ert markaðsvaran og þessi bók (The Program) er þaulhugsuð ráðagerð til að hjálpa þér að markaðssetja þig svo að þú finnir lífsförunaut til framtíðar“. SÍÐAN á 18. öld hafa Vesturlanda- búar viljað trúa statt og stöðugt á hina rómantísku ást og talið hana vera hinn eina rétta grundvöll ævi- langs hjónabands. En allt er breyt- ingum háð, og hin sanna ást virðist ekki lengur vera það tonnatak sem hún eitt sinn var sé miðað við þá staðreynd að meirihluti hjónabanda í nútímanum endar með skilnaði. Það er ef til vill hluti skýringarinn- ar á því að sjálfshjálparbækur á okkur tímum sækja hugmynda- fræði sína fremur til Nikulásar Macchiavelli sem skrifaði Furst- ann, hina frægu kennslubók í henti- stefnu, heldur en til landa hans Fransiskós Petrarca, sónhendu- skáldsins sem var faðir mannúðar- stefnunnar (og á reyndar 700 ára afmæli á þessu ári). SPURNINGIN sem Vesturlanda- búar standa frammi fyrir snýst ekki einvörðungu um hvort róman- tísk ást sé í útrýmingarhættu, segir Natasja Walter, heldur þurfum við að spyrja okkur sjálf að því hvort við viljum sleppa hendinni af göml- um gildum eins og vináttu og um- hyggju og taka í staðinn upp praktískar baráttuaðferðir um völd á heimilinu. Viljum við gera einka- líf okkar að eftirmynd markaðs- torgsins, og viljum við taka upp orðfæri viðskiptalífsins í staðinn fyrir tungumál ástarinnar? ■ Avensis stendur undir miklum væntingum. Kraftmikil og rennileg útlitshönnunin einkennir bílinn og gæðir hann sérstökum persónuleika. Vel fer um bæði ökumann og farþega því rými og innréttingar einkennast af þægilegum og smellnum lausnum. Smáatriðin eru stór hvert sem litið er. En upptalning á prenti getur aldrei lýst Avensis fullkomlega - besta tilfinningin fæst með því að aka honum. Komdu í reynsluakstur. www.toyota.is Þegar best lætur upplifir fólk sína villtustu drauma í raunveruleikanum. NÆST EKUR ÞÚ AVENSIS ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 23 00 5 0 1/ 20 04 BERDREYMIN? www. .is Taktu þátt í spjallinu á ...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.