Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 41
FIMMTUDAGUR 15. janúar 2004 hvað?hvar?hvenær? 12 13 14 15 16 17 18 JANÚAR Fimmtudagur RALL Bretinn Colin McRae (Niss- an) sigraði í þrettánda áfanga Par- ís-Dakar rallsins í gær. Hann var tæpum átta mínútum á undan Giniel De Villiers (Nissan). Eng- inn Breti hefur sigrað á sérleið í bílaflokki síðan Andrew Cowan sigraði árið 1990. Stephane Peter- hansel (Mitsubishi) varð sjötti í gær en heldur samt klukkustund- ar forskoti á Hiroshi Masuoka (Mitsubishi). Í gær lá leiðin á frá Bamako í Malí til Ayoun El Altrous í Márit- aníu. Samanlagt var leiðin 734 kílómetrar en sérleiðin var 478 kílómetrar. Frakkinn David Fretigne (Yamaha) sigraði í keppni mótor- hjólanna og var tæpum fjórum mínútum á undan Richard Sainct (KTM). Fretigne byrjaði rallið mjög vel og leiddi eftir sigur í báðum sérleiðunum á Spáni. Hann náði ekki að fylgja því eftir og er í tíunda sæti samanlagt eftir sig- urinn í gær. Nano Roma (KTM) er enn fyrstur en Sainct náði að minnka forskot hans í sjö mínút- ur. Karel Loprais (Tatra) sigraði í keppni trukkanna í gær en Vladi- mir Tchaguine (Kamaz) hefur enn gott forskot. ■ Íslenska fótboltalandsliðið: Upp um tvö sæti FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið í fótbolta hækkar um tvö sæti á fyrsta styrkleikalista FIFA á þessu ári. Ísland er í 56. sæti, ásamt Kúvæt, með 548 stig. Aðeins 52 landsleikir fóru fram frá því desemberlistinn var birtur og höfðu þeir lítil áhrif á styrk- leikaröðunina. Engin breyting varð á fyrstu 46 þjóðunum. Brasil- íumenn eru sem fyrr efstir, Frakkar í öðru sæti og Spánverjar í því þriðja. Montserrat er enn sem fyrr í 204. og neðsta sætinu. Svíar eru í 19. sæti og hafa besta stöðu mótherja Íslendinga í undankeppni HM en Króatar eru í næsta sæti á eftir. Búlgarar eru í 34. sæti, Ungverjar í 72. sæti og Möltumenn í 128 í sæti. ■ ■ ■ LEIKIR  19.15 Hamar og Haukar leika í Hveragerði í Intersport-deildinni í körfubolta.  19.15 Keflavík leikur við ÍR í Kefla- vík í Intersport-deildinni í körfu- bolta.  19.15 KR keppir við Njarðvík leika í DHL-Höllinni í Intersport-deild- inni í körfubolta.  19.15 Tindastóll keppir við KFÍ á Sauðárkróki í Intersport-deildinni í körfubolta.  20.00 Björninn og SR leika í Egils- höll á Íslandsmóti karla í íshokkí. ■ ■ SJÓNVARP  16.45 Handboltakvöld á RÚV.  17.40 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  18.10 Western World Soccer Show (Heimsfótbolti West World) á Sýn.  18.40 Heimsbikarinn á skíðum á Sýn. Nýjustu fréttir af framgöngu skíðamanna á heimsbikarmótum.  19.10 Harlem Globetrotters á Sýn. Þáttur um körfuboltasnillingana í Harlem Globetrotters.  20.00 Sterkasti maður heims á Sýn. Kraftajötnar reyna með sér í ýmsum þrautum.  20.30 US Champions Tour 2004 á Sýn. Þáttur um bandarísku móta- röðina í golfi.  21.00 US PGA Tour 2003. á Sýn. Þáttur um bandarísku mótaröðina í golfi á síðasta ári.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  22.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn. Enski boltinn frá ýmsum hliðum. 26. París-Dakar rallið: Fyrstur í fjórtán ár COLIN MCRAE Colin McRae sigraði á sérleiðinni í gær og varð fyrstur Breta til að sigra á sérleið í bílaflokki í fjórtán ár.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.