Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 15.01.2004, Blaðsíða 27
Þetta er svolítið eins og að verakomin heim,“ segir Silja Aðal- steinsdóttir sem hefur tekið aftur við sem ritstjóri Tímarits Máls og menningar. „Ég ímynda mér að tíma- ritið verði eins og heimkoman, gam- alt en líka nýtt og óvænt.“ Aðspurð hvernig hún telji að tímaritið muni gangi segir hún að það sé að minnsta kosti tilraunarinnar virði að kallast á við þá miðla sem fyrir eru. „Það verður bæði svolítið dýpra og um- fangsmeira efni en hægt er að birta í blöðum, og alþýðuvænna efni en þungu stóru tímaritin. Í höndum Eddu var tímaritið ekki nógu fjöl- breytt eða fjörugt og það verður að minnsta kosti spennandi að gá hvort mér takist ekki betur upp.“ ■ 23FIMMTUDAGUR 15. janúar 2004 Skoðar sveppi alla daga Ég er eini ríkisrekni sveppa-fræðingurinn á landinu,“ segir Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, og notar þar orðalag forvera síns, Helga Hallgrímssonar, sem safnaði um árabil fróðleik um sveppi hér á landi. Guðríður Gyða er í fullu starfi við svepparannsóknir hjá Akureyr- arsetri Náttúrufræðistofnunar Ís- lands, en kom og hélt erindi á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnun- ar við Hlemm í gær. Þar rak hún sögu svepparannsókna hér á landi og nefndi nokkur dæmi um sér- stæða sveppi sem hún hefur rekist á í starfi sínu. „Í starfi mínu hef ég það hlut- verk að kanna hvaða tegundir sveppa vaxa á landinu, afla fróð- leiks um útbreiðslu þeirra, veita ráðgjöf um nýtingu þeirra og fræða bæði þjóðina og innlendar sem erlendar stofnanir um ís- lenska sveppi. Þetta eru samtals nokkur ævistörf, en manni tekst þó að bæta einhverju við þann fróð- leik sem fyrir er.“ Guðríður Gyða segir hátt í 2000 sveppategundir vaxa hér á landi, þegar allt er talið. Og alltaf eru að bætast við á listann nýjar tegundir sem ekki var vitað um. „Eins og grasbleikill. Hann vex á leifum af grasi úr fyrri slætti. Ég rakst á hann í grassverðinum í ágúst um verslunarmannahelgina þar sem ég var að taka mynd af öðrum svepp. Mér varð aðeins litið til hliðar og sé þarna pínulítinn svepp í grasinu og vissi strax að þetta var eitthvað sérstakt. Þetta reynist svo vera sveppur sem ekki hefur verið skráður hér áður.“ ■ GUÐRÍÐUR GYÐA EYJÓLFSDÓTTIR Er eini ríkisrekni sveppafræðingurinn á landinu. Algjör sveppur GUÐRÍÐUR GYÐA EYJÓLFSDÓTTIR ■ eyðir drjúgum tíma í að leita uppi sjaldgæfa sveppi og skrá þá. Það hljóp heldur betur á snærið hjá henni í fyrra þegar hún rakst óvænt á grasbleikil. Tímamót SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR ■ Ný ritstýra Tímarits Máls og menningar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A Heim en án heimilisfangs SILJA AÐALSTEINSDÓTTIR Ritstýrði Tímariti Máls og menningar á gullaldarárum þess og tekur nú þátt í endurreisn þess. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Glæsimenni á frímerki Í tilefni af aldarafmæli heima-stjórnar á Íslandi gefur Íslandspóstur út ný frímerki og smáörk með mynd af Hannesi Hafstein, fyrsta ráðherra Íslands. Þetta er í fyrsta sinn sem silfur er notað sem fimmti litur við prentun frímerkja á Ís- landi Einnig gefur Íslandspóstur einnig út myntbéf með smá- örkinni. Bæði frímerkið og silfurpeningurinn er hannað af Tryggva T. Tryggvasyni. ■ HANNES HAFSTEIN Íslandspóstur gefur í dag út frímerki með mynd af glæsimenninu, skáldinu og fyrs- ta ráðherranum í tilefni þess að 1. febrúar eru liðin 100 ár frá stofnun heimastjórnar á Íslandi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.