Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 2
2 18. janúar 2004 SUNNUDAGUR „Þetta er búið að vera álag og lærdómsríkt.“ Adolf H. Berndsen, er oddviti Höfðahrepps á Skagaströnd. Um 40% vinnufærra bæjarbúa starfa hjá útgerðarfélaginu Skagstrendingi sem var selt til Skagafjarðar fyrir helgi. Adolf er ánægður með þær málalyktir. Spurningdagsins Adolf, er þetta búið að vera stress? ■ Íraksdeilan ■ Lögreglufréttir Brýnt að eyða óvissu um niðurskurðinn Stjórnendur Landspítalans kynna stéttarfélögum á morgun áform um uppsagnir vegna 1.500 milljóna króna niðurskurðar í rekstri. Uppsagnarbréf verða afhent fyrir mánaðamót. LANDSPÍTALI „Það er brýnt að eyða þeirri óvissu sem enn ríkir um niðurskurðinn. Við viljum til- kynna fyrir m á n a ð a m ó t , mest af þeim b r e y t i n g u m sem fyrir dyr- um standa, þar með taldar upp- sagnir,“ sagði Magnús Péturs- son, forstjóri L a n d s p í t a l a - háskólasjúkra- húss. Stjórnendur spítalans héldu um helgina áfram að safna gögn- um og ganga frá tillögum um niðurskurð á spítalanum. Tillög- urnar eru liður í fyrirhuguðum 1.500 milljóna króna sparnaði á spítalanum. Unnið er að veiga- miklum breytingum á starfsem- inni í ljósi fjárveitinga ársins 2004. Í Fréttablaðinu í gær kom fram að fækka þarf ársverkum um 200 og verður klínísk stoð- þjónusta harðast úti, einkum endurhæfing og geðsvið, en tæp- lega 40% niðurskurðarins snerta þessi svið. Á morgun er ætlunin að stjórn spítalans þingi með full- trúum verkalýðsfélaga, þar sem lagðar verða fram skýrari grein- argerðir um hvar skuli fækka og hverjum sagt upp. „Þetta eru einhverjir tugir sem fá uppsagnarbréf, ég hef ekki þá tölu á takteinum núna,“ sagði Magnús Pétursson og bætti við að í einhverjum tilvik- um væri um að ræða starfsfólk með tímabundna ráðningar- samninga. Störf þess falli út eftir mismarga mánuði. Ef reka ætti spítalann með sömu þjónustu og gert var á síð- asta ári, vantar um 1.100 milljónir á fjárveitingar þessa árs. Að auki skortir um 300 milljónir vegna lyfjakostnaðar. Magnús segir eng- ar vísbendingar um aukna fjár- muni til reksturs spítalans. „Auðvitað höfum við stjórn- endur spítalans rætt við heil- brigðisráðherra en ég hef ekki fundið að það sé áformuð nein breyting á þeirri stefnu sem liggur í fjárlögunum,“ sagði Magnús Pétursson.“ the@frettabladid.is Ríkisábyrgð til deCODE: Mannvernd sendir athugasemdir til ESA RÍKISÁBYRGÐ Samtökin Mann- vernd munu senda athugasemd vegna fyrirhugaðrar tvö hund- ruð milljón dala ríkisábyrgð fyr- ir lánum deCODE. Pétur Hauks- son, formaður Mannverndar, segir að það komi sér á óvart eft- ir að hafa séð skýrslu ESA að rík- isstjórnin hafi ekki hætt við rík- isábyrgðina í ljósi þess hversu neikvæð skýrsla ESA er. „Miðað við hvað þessi frum- skýrsla ESA kemur illa út fyrir ríkisstjórnina þá kemur á óvart að tillaga um ríkisstyrkinn hafi ekki verið dregin til baka nú þeg- ar,“ segir Pétur. Í athugasemdum Mannverndar verður vakin athygli á nýföllnum dómi Hæstaréttar þar sem réttur fólks til að skrá foreldra sína úr grunninum er staðfestur. Þetta tel- ur Pétur að sé atriði sem ESA þurfi að taka tillit til auk þess sem ýmsar upplýsingar komi fram í dóminum sem Pétur telur eiga erindi við ESA. Þá vekur Mannvernd athygli á nýlegum könnunum sem sýna fram á að genetísk einsleitni sé ekki eins mikil á Íslandi og áður var talið. Pétur segir að samkvæmt rann- sókninni sé einsleitnin meiri meðal Frakka heldur en Íslendinga. Þetta telur Pétur að dragi mjög úr vís- indalegri sérstöðu í starfsemi deCODE og hafi þar með áhrif á það hvort ríkisstyrkur, í formi ábyrgðar, geti talist réttmætur. ■ Breiðholt: Kona af- vopnuð LÖGREGLA Kona var afvopnuð í Breiðholti um tíuleytið í gær- morgun. Tilkynning hafði borist lögreglu fimmtán mínútum áður um að manni hefði verið hótað með skotvopni í húsi einu. Byssan var óhlaðin og ekki hafði verið hleypt af henni. Rann- sókn málsins er á frumstigi. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var um að ræða ölvun og ergelsi á milli sambýlisfólks. Bæði maður- inn og konan eru á þrítugsaldri. ■ EFTIR FLÓÐIÐ Mokað var af fjárhúsum og rollum gefið. Slæmt veður á Ólafsfirði: Hættu við mælingar VEÐUR Mjög slæmt veður var á Ólafsfirði í gær. Eftirlitsmenn sem ætluðu að mæla snjómagn og skoða verksummerki vegna snjóflóða urðu að hætta við og snúa til baka. Mokað var ofan af fjárhúsum sem höfðu verið á kafi í snjó og rollum var gefið en ekki var meira gert í það skiptið. Mælingar hefjast aftur um leið og veður leyfir að sögn lögreglunnar á Ólafsfirði. Hættuástand vegna snjóflóða stendur enn yfir í bæn- um og nágrenni hans. ■ Útkall á Dalvík: Stúlka föst í snjó VEÐUR Þrettán ára gömul stúlka sem hafði fest sig í skafli í Dalvík var bjargað af björgunarsveitarmönn- um sem höfðu verið að störfum skammt frá henni. Stúlkan hafði verið á gangi ásamt öðrum krökkum þegar hún festi sig upp fyrir mitti í skaflinum. Krakkarnir gátu ekki losað hana og ákvað stúlkan því að hringja á lög- regluna úr farsímanum sínum. Löggan kallaði á björgunarsveitar- mennina sem komu henni til hjálp- ar. Að sögn lögreglunnar á Dalvík var engin hætta á ferðum og tók stúlkan óhappinu vel. Stígvélin urðu hins vegar eftir í skaflinum. ■ PERVEZ MUSHARRAF Musharraf kallaði eftir samstöðu þjóðar- innar gegn öfgasinnum þegar hann ávarp- aði pakistanska þingið. Pakistanska þingið: Baulað á Musharraf PAKISTAN Pervez Musharraf, for- seti Pakistans, mátti þola sífelld frammíköll og truflanir þegar hann ávarpaði pakistanska þingið í gær í fyrsta skipti síðan hann kom til valda árið 1999 eftir valda- rán hersins. „Farðu Musharraf, farðu,“ kölluðu andstæðingar hans sífellt meðan hann talaði og nokkrir þingmenn gengu út til þess að láta í ljósi andúð sína á forsetanum. Minna fór fyrir stuðningsmönn- um forsetans sem voru þó í mikl- um meirihluta. Musharraf, sem talaði í 45 mín- útur án þess að láta sér bregða, kallaði meðal annars eftir sam- stöðu þjóðarinnar gegn öfgasinn- um og talaði um þörfina fyrir lausn Kasmírdeilunnar. ■ Laus úr fangelsi: Saklaus dæmdur til dauða FÍLADELFÍA, AP Dómari í Flórída hef- ur samþykkt að láta lausan úr haldi karlmann sem dæmdur var til dauða fyrir tuttugu árum. DNA- rannsókn hafði sýnt fram á að mað- urinn hafði ekki framið glæpinn. Nicholas Yarris var dæmdur til dauða fyrir að myrða unga konu árið 1981. Hann var sýknaður í síð- asta mánuði þegar í ljós kom að líf- sýni sem fundust undir nöglum fórnarlambsins, á fötum hennar og í hönskum meints morðingja til- heyrðu öðrum manni. Dómarinn komst að þeirri nið- urstöðu að hann hefði þegar lokið afplánun vegna annarra glæpa sem þótti sannað að hann hefði framið og var hann því látinn laus. „Rétt- lætið hefur sigrað að lokum,“ sagði verjandi Yarris. ■ FULLUR UNDIR STÝRI Einn var tekinn fullur undir stýri á Akra- nesi í fyrrinótt. Færðin var góð uppi á Skaga og engin vandamál þar á ferð að sögn lögreglunnar. TVEIR ÖLVAÐIR Einn maður var handtekinn á Þórshöfn í fyrrinótt eftir að hafa ekið undir áhrifum áfengis og annar var handtekinn af sömu ástæðu á Selfossi. FJÓRIR HANDSAMAÐIR Í REYKJA- VÍK Fjórir ökumenn voru hand- samaðir í Reykjavík í fyrrinótt eftir að hafa verið undir áhrifum áfengis. Að sögn lögreglunnar var nóttin að öðru leyti róleg. ÖLVUN Í KÓPAVOGI Einn ökumað- ur var tekinn ölvaður við akstur í Kópavogi í fyrrinótt og annar var gómaður eftir að hafa ekið yfir á rauðu ljósi. BILUÐ ÞOTA Á EGILSSTÖÐUM Þota frá Flugleiðum sem gat ekki lent í Keflavík vegna veðurs varð að lenda á Egilsstöðum um miðnætti í fyrrinótt. Bilun í afísingarbúnaði vélarinnar varð til þess að brott- för vélarinnar frá Egilsstöðum tafðist. Um þrjúleytið lagði vélin síðan af stað til Keflavíkur með 80 farþega innanborðs. Auk þess var fjölmennur dansleikur á Egilsstöð- um í fyrrinótt. Að sögn lögregl- unnar gekk hann vel fyrir sig. LANDSPÍTALI „Ég mun kynna þessa ályktun á ríkisstjórnarfundi eftir helgina en ég reikna ekki með að neinar tillögur um fjárveitingar til spítalans, umfram það sem fjárlög kveða á um, verði lagðar fram,“ sagði Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra um ályktun stéttarfélaga starfsmanna og heil- brigðisstétta á Landspítala- háskólasjúkrahúsi. Þar er mótmælt harðlega nið- urskurði á þjónustu og uppsögn- um innan heilbrigðisþjónustunn- ar. Jafnframt er þeim eindregnu tilmælum beint til ríkisstjórnar- innar að taka þegar í stað til end- urskoðunar fyrri ákvörðun um fjárveitingar til Landspítala. Heilbrigðisráðherra segist bundinn af fjárlögum, stjórnend- ur spítalans verði áfram að laga starfsemi spítalans að fjárlögum ársins. „Auðvitað er þetta erfitt en ég bíð eftir endanlegri útfærslu stjórnenda spítalans,“ sagði heil- brigðisráðherra þegar spurt var hvort hann hefði áhyggjur af áhrifum niðurskurðarins. ■ JÓN KRISTJÁNSSON Heilbrigðisráðherra segist bundinn af fjár- lögum. Stjórnendur Landspítala verði að laga reksturinn að þeim. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra: Bundinn af fjárlögum ÞINGAÐ UM UPPSAGNIR Á MORGUN Stjórnendur Landspítala-háskólasjúkrahúss þinga með stéttarfélögum á morgun og kynna uppsagnir starfsfólks. MAGNÚS PÉTURSSON Forstjóri spítalans segir brýnt að eyða óvissu. „Við viljum tilkynna fyrir mánaðamót, mest af þeim breytingum sem fyrir dyr- um standa, þar með tald- ar uppsagnir. PÉTUR HAUKSSON Formaður Mannverndar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.