Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 12
12 18. janúar 2004 SUNNUDAGUR ■ Andlát Einkabarn rokkgoðsagnarinnarElvis Presley sóttu um skilnað frá poppkónginum Michael Jackson þann 18. janúar 1996 á þeirri forsenda að upp væri kom- inn ósættanlegur ágreiningur á milli þeirra hjóna. Presley og Jackson gengu í það heilaga í Dóminíska lýðveldinu í mái árið 1994. Mikil leynd hvíldi yfir brúðkaupinu og næstu tvo mánuði neituðu skötuhjúin því staðfastlega að þau væru hjón. Þetta var annað hjónaband Lisu Fáir höfðu trú á sambandinu og það var almennt talið að tilgang- ur þess væri fyrst og fremst að bæta ímynd Jacksons sem hafði verið í kastljósi fjölmiðla eftir að 13 ára drengur sakaði hann um kynferðislega áreitni. Hjónin komu fram saman í sjónvarpi skömmu eftir brúð- kaupið og sögðust vera ákaflega ástfangin og að þau væru að reyna að eignast barn. Lisa Marie var spurð að því í viðtalinu hvort þau hjónin stund- uðu virkilega kynlíf og ekki stóð á svarinu hjá þeim báðum og þau fullyrtu að það væri allt í góði lagi í þeirri deild. „Hugsiði ykkur bara,“ sagði Jackson, „að það hafi enginn trúað að samband okkar myndi endast“. Meirihlutinn hafði þó rétt fyrir sér, eins og svo oft áður, og aðeins 20 mánuðum seinna var ævintýrið úti. ■ Páll Rósinkrans söngvari er þrí-tugur í dag. Afmælisdagurinn fer þó mest í að hvíla sig eftir af- mælisveisluna sem er afstaðin þegar þetta birtist. Í gær var Páll í óðaönn að búa stig undir stuð kvöldsins, og átti von á 120 manns. „Þetta verður í veislusal Hauka á Ásvöllum og já, ég er að sjálfsögðu stuðningsmaður númer eitt,“ svar- ar hann asnalegri spurningu blaða- manns. „Haukar eru bestir og ég syng eimitt Haukalagið sem er spilað á öllum handboltaleikjum Haukanna.“ Páll efast þó um að Haukalagið muni hljóma á Ásvöllum í afmæl- inu, en hljóðgræjur verða klárar fyrir þá sem vilja tjá sig. „Hvort heldur sem er í tónum eða orðum Þarna verða tugir tónlistarmanna svo ég á ekki von á öðru en menn telji í nokkur lög.“ Páll hefur ekki áður verið svona stórtækur á afmælinu sínu og hefur hingað til aðeins farið út að borða með eiginkonu og nánum vinum. „Eru ekki þrítugs- og fimmtugsafmælin aðalveislurn- ar? Ég geri þetta sennilega næst þegar ég verð fimmtugur.“ Gestir Páls verða ekki sviknir af kræsingunum, en meistara- kokkurinn Samúel Gíslason, sem er frændi Páls, ætlar að töfra þær fram. „Það verður allt mögulegt, meðal annars tapasréttir og villi- bráð og svo léttvín og bjór með öllu saman. Óskaafmælisgjöf? Já, bara þetta klassíska, ást og hlýju,“ segir Páll og hlær. Páll er annars að dunda sér við ýmislegt, eins og að syngja í veisl- um og taka eitt og eitt gigg með Jet Black Joe. „Það eru ýmsar hugmyndir í gangi, eins og að gera sólóplötu eða eitthvað með hljómsveitinni, það kemur allt í ljós,“ segir Páll og má ekki vera að þessu blaðri lengur. Hann er að fara að syngja með Stebba Hilmars á 90 ára afmæli Eimskips. „Það er lagið Óskabarnið eftir Magnús Þór. „Ég hef ekki hugmynd um hvort það á eftir að heyrast á ljósvakanum, en það er allavega búið að taka það upp á plötu,“ segir afmælisbarnið og er rokið. ■ OLIVER HARDY Þessi pattaralegasti gamanleikari þöglu myndanna fæddist á þessum degi árið 1892. 18. janúar ■ Þetta gerðist 1788 Fyrstu ensku landnemarnir koma til Botany Bay í Ástralíu til að stofna fanganýlendu. 1862 John Tyler, tíundi forseti Banda- ríkjanna, deyr 71 árs að aldri. 1912 Leiðangur landkönnuðarins Ro- bert F. Scott kemst á Suðurpólinn til þess eins að komast að því að Roald Amundsen var á undan með sinn hóp. Hópurinn fórst á bakaleiðinni. 1919 Samningaviðræður að fyrri heimsstyrjöld lokinni hefjast í Versölum í Frakklandi. 1936 Rithöfundurinn Rudyard Kipling andast á Englandi. 1990 Alríkislögreglan FBI handtekur Marion Barry, borgarstjóra Washington, fyrir ólöglega fíkniefnaeign. 1992 Eastern Airlines leggur upp lau- pana vegna fjárhagserfiðleika eft- ir 62 ára starfsemi. STJÖRNUHJÓNABAND Í HUNDANA ■ Lisa Marie, dóttir sjálfs Elvis Presley, gafst upp á Michael Jackson og sótti um skilnað. 18. janúar 1996 Taktu fyrstu skrefin með okkur Áhrifarík leið til léttara lífs fyrir þá sem velja holla útivist fram yfir æfingar á líkams - ræktarstöðvum. Námsskeiðið byggist á fræðslu og hreyfingu. 20% meiri brennsla sem losar um stress, streitu og líkamsþyngd. Einföld og áhrifarík aðferð til að komast í gott form og léttast. Upplýsingar og tímapantanir í síma 561 8585 eða 660 8585 Stafganga Gauja litla Innifalið í námskeiðinu er: Kennsla í stafgöngu, stafganga þrisvar í viku, kennslugögn, matardag bækur, vikuleg viktun, BMI mæling og ummáls mælingar. Frí göngugreining hjá Össuri hf, læknisskoðun með mælingu á kolesteroli, blóðsykri, blóðfitu og blóðmagni fyrir þá sem mælast meira en 30 í BMI. Verslun & Varahlutir Grjóthálsi 1 • Sími: 575-1240 • www.bl.is WOLFRACE ÁLFELGUR Vörumerki þekkt fyrir einstök gæði í öllum stærðum og gerðum sjá vöruúrval á www.wolfrace.co.uk Stígur Steinþórsson leikmyndahönnuð- ur er 44 ára. Jón Karl Helgason bókmenntafræðing- ur er 39 ára. Útvarpsmaðurinn og tónlistar-maðurinn Freyr Eyjólfsson býst ekki við viðburðaríkri viku. Það er engu líkara en hann vilji hreinlega ekki upplifa neitt of magnað í næstu dögum. „Eins og flestir landar mínir hef ég verið þreyttur eftir hátíð- arnar og bara gert sem minnst í janúar,“ segir Freyr. „Ég er löngu búinn að brjóta öll áramótaheitin mín, falla í vonleysi og kvíða en hef náð mér upp úr því. Ég er að uppgötva hversdagslífið og hinn venjulega dag upp á nýtt.“ Auðvitað veit enginn sína fram- tíð en Freyr gerir litlar væntingar til tilverunnar í þessari viku og ætlar að ganga út í lífið með það eitt að leiðarljósi að vera til. „Ég ætla að njóta þess að vakna á morgnana, fá mér kaffi og lesa Fréttablaðið. Ég ætla að njóta þess að rölta af stað í vinnuna og að vera í henni. Ég ætla að njóta þess að koma heim, borða kvöldmat og horfa á fréttir. Njóta þess að lesa bók og fara að sofa. Ég ætla ekki að gera neitt til þess að lyfta mér upp. Ég ætla að finna galdur hversdagslífsins,“ segir Freyr að lokum. Sjáum hvað setur. ■ Vikan sem verður FREYR EYJÓLFSSON ■ ætlar bara að gera eitthvað venjulegt í þessari viku. Ætlar að finna galdur hversdagslífsins FREYR EYJÓLFSSON Það verður nú lítið skrall á þessum í vikunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Presley skilur við Jackson LISA MARIE PRESLEY Sótti um skilnað frá Michael Jackson eftir 20 mánaða hjónaband. Afmæli PÁLL RÓSINKRANS ■ á 30 ára afmæli í dag. Hann hélt veislu í gær sem væntanlega hefur tekist glimrandi vel og notar daginn í dag til að hvíla sig með fjölskyldunni. Ást og hlýja í afmælisgjöf PÁLL RÓSINKRANS Býst ekki við halda annað jafn veglegt afmæli fyrr en hann verður fimmtugur. ■ Afmæli Óskar Gíslason, Ásabraut 13, Grindavík, lést 15. janúar. Ísak Elías Jónsson tónlistarkennari, Bollebygd, Svíþjóð, lést 15. janúar, Guðmundur Auðunsson sjómaður, Laugarnesvegi 40, Reykjavík, lést 12. janúar. Foreldrar Stöndum saman Styðjum börnin okkar í að afþakka áfengi og önnur vímuefni FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.