Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 21
SUNNUDAGUR 18. janúar 2004
MENNINGARBORGARSJÓ‹UR
AUGL†SIR EFTIR UMSÓKNUM
Ári› 2001 stofnu›u menntamálará›herra og borgar-
stjórinn í Reykjavík sérstakan sjó› sem ber heiti›
Menningarborgarsjó›ur og hafa fali› Listahátí› í
Reykjavík ums‡slu hans. Hlutverk sjó›sins er a› stu›la
a› fjölbreytilegu menningarstarfi um allt land, í
framhaldi af menningarborgarárinu.
HÉR ME‹ ER AUGL†ST EFTIR UMSÓKNUM UM STYRKI FYRIR
ÁRI‹ 2004.
Augl‡st er eftir umsóknum til:
• N‡sköpunarverkefna á svi›i lista.
• Menningarverkefna á vegum sveitarfélaga á
landsbygg›inni.
• Menningarverkefna fyrir börn og ungt fólk.
Jafnframt ver›ur úthluta› til verkefna á svi›i menningar-
tengdrar fer›afljónustu.
Umsóknum skal fylgja:
L†SING Á VERKEFNINU
Lög› skal fram greinargó› l‡sing á verkefninu, umfangi
fless og markmi›um.
TÍMA- OG VERKÁÆTLUN
Ger› skal grein fyrir undirbúningi, áætla›ri framvindu
verksins og verklokum. Verkefni skal loki› innan árs frá
úthlutun.
UPPL†SINGAR UM HELSTU A‹ILA
a) Lag›ar skulu fram uppl‡singar um helstu a›ila sem a›
verkefninu standa og ger› grein fyrir flætti fleirra í verkefninu.
b) Einnig skal greint frá sta›festum samstarfsa›ilum,
stofnunum og fyrirtækjum sem a› verkefninu koma og
fleirra flætti í flví.
FJÁRHAGSÁÆTLUN
Tilgreina skal tekjur og gjöld verkefnisins, framlag samstarfs-
a›ila og fjárhæ› sem sótt er um.
Ef umsókn fylgja ekki ofangreindar uppl‡singar ver›ur hún
ekki tekin til greina.
Athugi›
Styrkir eru veittir til verkefna. Ekki eru veittir styrkir til
almenns rekstrar, byggingaframkvæmda, tækjakaupa,
námskei›ahalds og fer›a.
Umsóknarfrestur er til 17. febrúar 2004 og ver›ur öllum
umsóknum svara›. Úthluta› ver›ur í mars.
Umsóknir skal senda til Listahátí›ar í Reykjavík,
pósthólf 88, 121 Reykjavík, merktar: Menningarborgarsjó›ur.
Allar nánari uppl‡singar eru veittar á skrifstofu
Listahátí›ar í Reykjavík, Lækjargötu 3b, 101 Reykjavík,
sími 561 2444, fax 562 2350, artfest@artfest.is,
www.listahatid.is
LÍNUDANS FYRIR
BYRJENDUR
h
a
u
s
v
e
r
k
/
3
7
3
2
Frábær skemmtun!
Góð leikfimi!
Akoges salnum, Sóltúni 3, Reykjavík
Innritun og upplýsingar: www.danssmidjan.is og í síma 862 4445
...hjá Jóa dans
og vinum hans!
um við gerð sjónvarpsefnis og þar
á samkeppni að ríkja.“
Myndlistarmenn segja mér að
þeim sé lítill gaumur gefinn af hinu
opinbera.
„Kynningarmiðstöð myndlistar
hefur verið komið á fót og eru
myndlistarmenn, sem aðrir list-
unnendur mjög ánægðir með þetta
framtak enda gamalt baráttumál
þeirra. Miðstöðinni er ætlað að
styðja við markaðssetningu og út-
rás myndlistarmanna. Þetta er
gott mál en talaðu við listamann
sem segist finna fyrir miklum
stuðningi frá ríkinu, sá er vand-
fundinn. Og þetta gefur okkur til-
efni til að ræða stóru myndina.
Ríkið á að styðja við nýsköpun í
menningu, reyna að ýta hlutum af
stað, koma ungum listamönnum á
legg þannig að þeir geti staðið
ósjálfbjarga og keikir eftir ein-
hvern tíma. Margt er vel gert í
þessum efnum en ég get nefnt að
tónlistarmönnum er ekki nógu vel
sinnt og ég ætla að beita mér fyrir
því að stofnaður verði sjóður til að
aðstoða þá við að vinna ný lönd og
er von á frumvarpi frá mér þess
efnis. Sjóðurinn á að styðja við
popptónlistarmenn sem flutnings-
menn sígildrar tónlistar þannig að
hann spanni allt sviðið. Við getum
nefnt hljómsveitina Mínus eða
hinn unga og frábæra píanóleik-
ara Víking Heiðar Ólafsson. Það
er óskandi að þessi sjóður verði
sameiginlegt metnaðarmál þeirra
sem málið varðar og verði tónlist-
inni til framdráttar.“
Þú átt flokkssystkin sem eru
þeirrar skoðunar að ríkið eigi ekki
að koma nálægt menningu heldur
láta hana sjá um sig sjálfa. Þú ert
greinilega ekki þeirrar skoðunar.
„Nei, ég er ekki þeirrar skoðunar
og ég held að þau flokkssystkini
mín ættu að lesa landsfundar-
ályktanir Sjálfstæðisflokksins bet-
ur. Þar er það alveg skýrt að flokk-
urinn vill viðhalda menningunni,
efla hana og styrkja en það er ekki
þar með sagt að við viljum dæla
ótakmörkuðum fjármunum í menn-
inguna. Við viljum auðvitað fá sem
mest fyrir peningana og að sjálf-
sögðu ber okkur að hlusta á lista-
mennina, eins og til dæmis þegar
við hlustuðum á röksemdir kvik-
myndagerðarmanna á sínum tíma
og jukum framlögin í Kvikmynda-
sjóð. Ég er eindreginn stuðnings-
maður þess að við höldum vel utan
um menningarlífið án þess þó að
fólk gangi þar sjálfala.“
Afnotagöldin eru ranglát
Við getum ekki látið hjá líða að
tala um Ríkisútvarpið. Það hefur
verið vandræðabarn í samfélaginu
árum saman, sumir vilja efla það
en aðrir loka því. Í hvaða átt ætlar
þú að stíga?
„Ég vil styrkja RÚV. Fyrst þarf
að taka afstöðu til spurningarinnar
hvort við viljum hafa ríkisútvarp
og mín afstaða er skýr, ég vil hafa
ríkisútvarp.“
Af hverju viltu hafa ríkisútvarp?
„Af því að ég tel að það hafi gefist
vel. Það hefur hlutverki að gegna,
fyrst og fremst menningarhlut-
verki, umfram einkamiðlana og til
þess er hægt að gera meiri kröfur.
Þjóðirnar í hinum Norðurlöndun-
um og í öðrum löndum sem við vilj-
um bera okkur saman við starf-
rækja ríkisútvarp sem sinna ýmsu
sem einkastöðvarnar gera ekki.
Þetta má þó ekki vera þannig að
Ríkisútvarpið kæfi einkamiðlana
og fram hefur komið eðlileg og
réttmæt gagnrýni á rekstrarfyrir-
komulag RÚV. Ég vil skoða tekju-
öflunina sérstaklega, því með réttu
má segja að afnotagjaldakerfið sé
ranglátt þrátt fyrir skilvirkni þess
og gegnsæi.“
Sé afnotagjöldunum varpað
fyrir róða, hvaða tekjuleiðir eru þá
færar?
„Það er hægt að setja stofnun-
ina á fjárlög og þarf þá annað-
hvort að koma til niðurskurðar
annars staðar í ríkiskerfinu eða
skattahækkanir.“
Hvort vilt þú gera?
„Ég vil ekki hækka skatta en
einhverskonar nefskattur gæti
komið til greina. Ég vil ekki fara
nánar út í útfærsluna hér og nú en
þetta brennur á stofnuninni og
starfsemi hennar. Þó vil ég segja að
ég held að breytingar á núverandi
kerfi geti orðið sáluhjálparatriði
fyrir starfsmenn RÚV því þeim er
nauðsynlegt að keppa við einka-
stöðvarnar á samkeppnisgrund-
velli.“
Kannski látið um of undan kröf-
um starfsfólks RÚV
Ég veit að þú ert sammála mér
um að ástandið á RÚV hefur lengi
verið slæmt. Hvers vegna hafið þið
sjálfstæðismenn, sem lengi hafið
setið í menntamálaráðuneytinu,
ekki gert eitthvað í málinu?
„Þetta er snúið mál, þeir eru
margir sem telja sig vita betur og
meira um RÚV en aðrir og svo eru
þeir til sem telja sig eiga meira í
Ríkisútvarpinu en aðrir og hafi þar
af leiðandi meiri rétt til að ákveða
hvernig starfseminni skuli hagað.
Kannski hefur líka verið látið of
mikið undan kröfum þeirra sem
vinna hjá Ríkisútvarpinu í stað
þess að skoða málin í stærra sam-
hengi. Ríkisútvarpið þarf að vera
öflugra og um leið þarf að auka
sveigjanleika þess hvað stjórnun
viðvíkur, bæta samvinnu og flæði
milli dagskrárgerðar og yfirstjórn-
ar og losa það við báknsstimpil-
inn.“
Og verður Ríkisútvarpið svona
eftir nokkra mánuði eða misseri?
„Ja, svo ég lofi nú ekki upp í
ermina á mér þá segi ég að ég mun
vinna að þessu í sátt við Framsókn-
arflokkinn, þingið og sem flesta,
þó ég viti að það verður aldrei full-
komin sátt um það sem ég legg
fram.“
En hvað með aðra fjölmiðla, þú
færð bráðum nefndarálit í hendurn-
ar og jafnvel frumvarp til laga um
eignarhald á fjölmiðlum. Er að þínu
viti nauðsynlegt að reisa skorður
við því hvað hver og einn má eiga
mörg hlutabréf í mörgum fjölmiðl-
um?
„Ég held að það sé ekki rétt af
mér að tjá mig um málið núna.
Nefndin skilar af sér 1. mars og
þangað til þá er best að ég segi sem
minnst. Þó get ég lofað að ef til laga-
setningar kemur þá verður sú laga-
setning studd gildum rökum.“
Vildi verða ráðherra
Sóttir þú það fast eftir kosning-
arnar að verða ráðherra?
„Já, ég sóttist eftir því. Það er
heilbrigður metnaður innan stjórn-
málanna að vilja hafa áhrif á sam-
félagið og ráðherradómur er eitt af
þeim áhrifatækjum sem við búum
yfir.
Sóttist þú sérstaklega eftir
menntamálaráðuneytinu?
„Nei, ekkert sérstaklega, ég
setti engin ráðuneyti í forgang.
Þú átt eitt heilt kjörtímabil að
baki, það var um margt auðvelt fyr-
ir þig og Sjálfstæðisflokkinn, býstu
við stormasamari tíð á næstunni?
„Ekki endilega en þó held ég að
þetta verði allt öðruvísi kjörtíma-
bil. Þingmeirihluti stjórnarflokk-
anna hefur minnkað og það hefur
sín áhrif. Samstarfið mun engu að
síður örugglega ganga vel, ég hef
ekki nokkrar áhyggjur af öðru.“ ■
MENNTAMÁLARÁÐHERRA
Stofna á sjóð til að styðja við tónlistarfólk í
landvinningum.
Ég geri mér grein
fyrir að ég get haft
mikil áhrif.
,,
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
ÖNNUM KAFIN
„Ég vil styrkja RÚV. Fyrst þarf að taka afstöðu til spurningarinnar hvort við viljum hafa ríkisútvarp og mín afstaða er skýr, ég vil hafa ríkisútvarp“.