Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 38
Ég er reiður 38 18. janúar 2004 SUNNUDAGUR Óttar Felix Hauksson, plötuútgef-andi hjá Sonet, er einn þeirra sem guðirnir ákváðu að veita lítinn frítíma. Það ætti því engan að undra að þegar kemur loksins að því að hann á frí, veit hann alveg hvernig hann vill eyða því. „Á sumrin fer ég að veiða þegar ég á frí,“ segir Óttar. „Við erum með lítinn klúbb sem heitir Top of the Line Angling Club. Þar eru kall- ar úr tónlistinni. Síðastliðið sumar fór hópur sem kallast rythmagítar- leikarahollið í Fljótánna. Það voru fjórir rythmagítarleikarar og einn sólógítarleikari sem fékk að fljóta með. Þetta voru Björgvin Halldórs- son, sem er formaður klúbbsins, ég, Birgir Hrafnsson og Einar Bárðar- son. Sólógítarleikarinn var Örn Hjálmarsson, veiðimaður hjá Úti- lífi. Við reynum að fara helst tvo til þrjá túra á sumri.“ Óttar nýtir frítíma sinn á sumrin svo í það að fylgjast með boltanum og Valur er hans lið. „Á veturna þá held ég mig meira inni fyrir og tek frekar upp á því að tefla skák eða lesa bók. Síðan fer ég á tónleika eða stunda eitthvað annað menningartengt.“ Lengri frí notar hann til þess að ferðast og það er ekki bara Robertino sem heillar hann við Miðjarðarhafssvæðið. „Ég hef verið að fara til Ítalíu, Kanada, Asíu og Grikklands. Ég er mjög hrifinn af Miðjarðarhafssvæðinu. Það er tært loftið og mátulega temprað.“ ■ Frídagurinn ÓTTAR FELIX HAUKSSON ■ stundar veiðar, les bækur, teflir eða ferðast til Miðjarðarhafs- svæðisins þegar hann á frí. „...vegna þess að það er offjölg- unarvandamál í heiminum og ég sem þoli ekki fólk. Ég þekki allt of mikið af fólki nú þegar,“ segir Hugleikur Dagsson, myndlistar- maður og gagnrýnandi. Fréttiraf fólki Veiðir með gítarleikurum Ólíkir menningarheimar haldaáfram að blandast saman við Kárahnjúka en á þriðjudaginn hófst ítölsku- kennsla fyrir út- lendinga í Kára- hnjúkaskóla. Kennslan er ókeypis og fer fram í skólanum á þriðjudögum og fimmtudögum klukkan 19.30 til 21 næstu sex mánuði. Kennd verða undirstöðuatriði í ítölsku máli og málfræði, en markmið kennslunnar er að nemendurnir geti bjargað sér á ítölsku. Þetta er viðbragð við ákveðinni eftirspurn, bæði frá Ís- lendingum og erlendum verka- mönnum sem hyggja á aukinn frama hjá Impreglio. Verkamenn- inrir hafa öllu minni áhuga á ís- lenskukennslu enda gera þeir fæst- ir ráð fyrir að festa rætur í kuldan- um. Það er hins vegar talið að sam- skipti kynjanna ráði mestu um áhuga Íslendinga á ítölskunni en eins og náttúrulögmálin gera ráð fyrir munu sambönd Íslendinga og Ítala bera ávöxt í framtíðinni og þá er eins gott að tungumálaörðug- leikar flækist ekki fyrir. Jón Ársæll Þórðarson ætlar aðfylgjast með ídolunum þremur sem kepptu til úrslita í Stjörnuleit- inni á föstudaginn í þætti sínum Sjálfstætt fólk á Stöð 2 í kvöld. Eins og alþjóð veit stóð Karl B. Guðmundsson uppi sem sigurveg- ari en frægðarsólin mun sjálfsagt einnig skína á þau Önnu Katrínu og Jón Sigurðsson þannig að Jón Ár- sæll lítur á þau öll sem sigurvegara og sá sér þannig leik á borði og for- vitnaðist um áhrif nýfengnar frægðar á krakkana áður en endan- leg úrslit lágu fyrir. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6: 1. 2. 3. Anna Katrín. Henri Paul. Martin Lúther King. Létu hafið teikna myndir Þegar stuðlaberg myndast þá erþað oftast af því að ís er yfir og þegar vatn fer inn í steininn og frýs þá brotnar steinninn niður. Þá kristallast bergið. Þetta kalla jarðfræðingar Frost Activity,“ segir Ólafur Elíasson myndlistar- maður. „Frost Activity“ er einmitt yfirskrift sýningar hans í Hafnar- húsinu við Tryggvagötu sem opn- uð var í gær. „Frostveðrun“ heitir þetta á íslensku. „En þetta er svolítið opið hugs- að líka,“ bætir Ólafur við. „Frost er náttúrlega eitthvað sem er fast og frosið, en activity er hreyfing. Og það er einmitt það ástand sem Ísland er oft í, að vera í frosnu samfélagi, ekki síst í veðri eins og núna, en samt er fólk alltaf að gera eitthvað.“ Skammt er stórra högga á milli hjá Ólafi, því í dag opnar hann í Hafnarborg í Hafnarfirði aðra sýningu. Ekki á eigin verkum, heldur á myndlist föður síns, Elí- asar Hjörleifssonar, sem lést árið 2001 aðeins 55 ára að aldri. „Pabbi er sjómaður úr Hafnar- firði og listamaður líka. Hann lifði ekki á listinni, en var samt alltaf með stóra vinnustofu og ég nátt- úrlega ólst upp í vinnustofunni hans og var alltaf í dótinu hans, í málningunni og teikningunum. List okkar fór í ólíkar áttir, en oft átti hún upptök sín í sömu hug- myndinni sem við höfðum verið að ræða okkar á milli. Eins og til dæmis hvað er hljóð og af hverju er hljóð til. Þetta voru svona ákveðnar grundvallarhugmyndir. Samskipti milli okkar voru alltaf mikil.“ Á sýningunni í Hafnarfirði eru nokkur verk sem þeir feðgar gerðu saman. „Þarna eru nokkrar teikningar sem við máluðum yfir, hann mál- aði yfir mig og ég málaði yfir hann. Þarna eru líka önnur verk sem við gerðum saman seinna. Þetta var ákveðin teiknihugmynd sem við þróuðum saman en hann fór svo af stað með og var að búa til þessar myndir úti á sjó. Hug- myndin var sú að nota veltinginn á bátnum til þess að láta penna eða kúlu teikna mynd, sem þá var orðin einhvers konar teikning af yfirborði sjávarins og hreyfing- um skipsins.“ ■ ÓLAFUR Á SÝNINGU SINNI Í HAFNARHÚSINU Ólafur Elíasson opnaði í gær stóra sýningu í Hafnarhúsinu í Reykjavík. Ung ráð Kynlíf fyrir fíkniefni? Dagbjört Hákonardóttir 19 ára, nemi í MH Ég er svo einangruð að ég þekki ekk-ert til neins sem er í þessari stöðu. Ég á yngri systur sem hafa heyrt eitt- hvað svona slúður, en ég kaupi það ekki allt. Ég kaupi heldur ekki hvað sem er sem ég les í blöðunum. Ég er svo heppin að ég er ekkert í þessu.“ Diljá Mist Einarsdóttir 16 ára, nemi í Versló Það er orðið það mikið um þetta aðég held að það verði flestir varir við þetta. Það er kominn tími til þess að við spyrjum okkur hvað eigi að gera við vandanum. Það þarf að beina þessari spurningu að stjórnvöldum. Þau eru að bregðast þessum krökkum í því hlutverki sem þau eiga að gegna. Til dæmis að þau séu að loka þessum og hinum stöðum sem þessir krakkar geta leitað til. Það er verið að loka nauðgunarmóttökum á spítölum og annað. Það er mesta hneykslismálið að þessir krakkar hafi ekkert að leita til þegar verst stendur á hjá þeim.“ Agnar Burgess 20 ára, nemandi í MR Ég hef ekki orðið var við þetta. Effólk vill stunda vændi þá er það þess mál. En þegar þetta er komið út í það að litlar stelpur eru komnar út í þetta til þess að afla sér inn peninga eða húsaskjóls þá er þetta komið út í rugl. Mér er slétt sama um vændi ef haldið er rétt utan um það en þegar fólk er ekki að gera þetta af fúsum og frjálsum vilja þá erum við komin á hálan ís. Til þess að losna við svona væri góð byrjun að útrýma dópi en það er ekkert sem lögreglan getur tek- ið að sér. Það þarf sameiginlegt átak allra í þjóðfélaginu til þess.“ Sindri Eldon 18 ára, nemandi Borg- arholtsskóla Ég vildi óska að ég myndi fá slík til-boð. Nei, nei... þetta hefur engin áhrif á mitt umhverfi og ég verð ekkert var við þetta. Þetta kom mér alveg í opna skjöldu ég vissi ekkert af þessu. Ég aðhyllist ekki þennan lífsmáta, svo vægt sé tekið til orða. Ég hef alltaf litið á það þannig að það fólk sem kemur sér út í svona vitleysu það er þarna út af því að það hlýtur að hafa viljað það á einhvern hátt. Það er ekki eins og maður vakni bara upp einn daginn og lendi í þessu, maður fer út í svona sjálfur. Þetta byrjar á fikti og endar í svona rugli. Til að verja sig fyrir þessu þarf fólk að vera ekki eins trúgjarnt og það er. Fólk mætti alveg vera aðeins svartsýnna og draga góð- mennsku fólks í efa, því það eru ekk- ert allir voðalega góðir. Ég held að það að treysta fólki sem á ekki að treysta hafi komið fólki í mikil vandræði, sér- staklega hérna á Íslandi.“ ÓTTAR FELIX Er á leiðinni á tónleikahátíðina á Midem í lok janúar. SJÁLFSMYND FÖÐUR Þessi sjálfsmynd, sem Elías Hjörleifsson gerði, er meðal verka á yfirlitssýningu á verkum hans sem opnuð verður í Hafnar- borg í Hafnarfirði í dag. Ólafur sonur hans hefur valið verk á þá sýningu í minningu föður síns. Neeeiii... Rocky HVAAA???!! Má maður ekki tala um negrakossa lengur?! Er þá ekki heldur hægt að fá sér franskar kartöflur, Alaskalax, belgískar vöfflur, sviðakjamma eða spila á júðahörpu?? Sjaldan fellureplið... ÓLAFUR ELÍASSON ■ fékk myndlistina beint í æð frá föður sínum, Elíasi Hjörleifssyni, sem sinnti myndlistinni samhliða sjómennsku. Elías lést árið 2001, aðeins 55 ára gamall. í dag opnar Ólafur sýningu á verkum föður síns. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Ríkissjónvarpið hefur legið und-ir ámæli fyrir að hafa boðið greiðendum afnotagjalda upp á kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Opinberun Hann- esar, á nýársdag. Það lá að vísu nokkuð á þar sem það varð að frum- sýna hana nánast samtímis í kvik- myndahúsi og sjónvarpi til að uppfylla kröfur styrktaraðila. RÚV tryggði sér sýningaréttinn á íslensku kvik- myndinni Reykjavik Guesthouse fyrir rúmu ári en ekkert hefur bólað á henni í dagskrá Sjónvarps- ins. Þeir sem séð hafa báðar myndirnar telja hana vel standast samanburð við nýjustu mynd Hrafns og sjá því ekkert því til fyr- irstöðu að RÚV beri hana sem fyrst á borð landsmanna. Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.