Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 14
14 18. janúar 2004 SUNNUDAGUR 5,1%* – Peningabréf Landsbankans www.landsbanki.is Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.12.2003–31.12.2003 á ársgrundvelli. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 560 6000. MIÐLARI Á HARÐAHLAUPUM Þýskur verðbréfamiðlari hleypur í kaup- höllinni í Frankfurt en mikið gekk á í gær þegar DAX (þýska hlutabréfavísitalan) fór yfir 4.100 stig. V ið sk ip ta fr ét ti r á su nn ud eg i VIÐSKIPTI Í KAUPHÖLL ÍSLANDS *Gengi bréfa síðustu sjö daga 13,0% -1,6% -2,6% 10,9% 10,3% 15 12 9 6 3 0 -3 Mesta hækkun (%)* *Gengi bréfa síðustu sjö daga 6 3 0 -3 -6 -9 -12 Mesta lækkun (%)* Mesta velta mán. þri. mið. fim. fös. Vátryggingarfélag Íslands hf. Medcare Flaga hf. Hlutabréfamarkaðurinn hf. Fyrirtæki Velta síðustu sjö daga Eimskipafélag Íslands hf. 4.765 milljónir Kaupþing Búnaðarbankans hf. 1.722 milljónir Pharmaco hf. 1.554 milljónir Landsbankinn hf. Straumur Fjárfestingarbanki hf. Eimskipafélag Íslands hf. VIÐSKIPTI Verslunarráð Íslands vinnur að leiðbeiningum um starfshætti fyrirtækja, samskipti hluthafa, stjórna og stjórnenda. Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunarráðs, segir að slíkar reglur séu víða til staðar erlendis og séu til þess fallnar að auka traust viðskiptalífinu. Bregðast við áföllum Leiðbeiningarnar eru unnar í samráði við Kauphöll Íslands og Samtök atvinnulífsins. Þór telur samstillt átak aðila á markaði vera heppilegra en lagasetning frá Alþingi. „Við erum vissulega að bregðast við umræðum og áföllum sem hafa dunið yfir ís- lenskt viðskiptalíf á undanförnum misserum með því að vinna að þessum leiðbeiningum um stjórn- arhætti fyrirtækja. Þar teljum við að hlutverk viðskiptalífsins sé mjög stórt,“ segir Þór. Lagasetning misheppnast oft „Þessar tillögur verða kynntar innan nokkurra vikna,“ segir hann. Hann segir að með þessu séu aðilar í viðskiptalífinu að gefa skilaboð um að þeir sjálfir eigi að takast á við það verkefni að bæta stjórnarhætti sína. Hann segir að ítarleg lagasetning um starfs- hætti fyrirtækja mislukkist oft og tíðum þar sem ekki sé tekið tillit til ólíkra fyrirtækja og ólíkra að- stæðna. Leiðbeiningar um bætta stjórnarhætti eru í samræmi við vinnu í mörgum helstu samkeppn- islöndum Íslands og eru meðal annars til komnar vegna kröfu er- lendra fjárfesta um gagnsæi í við- skiptum og bætta stjórnarhætti í fyrirtækjum. „Þar sem þessar reglur hafa verið teknar upp hafa þær verið leiðbeinandi en fyrirtækin hafa um leið tekið þær upp að mestu leyti vegna þess að fjárfestar hafa gert kröfu um það,“ segir Þór. „Það teljum við því vera klárt hagsmunamál fyrir viðskiptalífið hér eins og annars staðar að þetta sé gert með þessum hætti og að- haldið komi þannig frá fjárfestum bæði innlendum og erlendum,“ bætir hann við. „Þessar reglur ganga út á það styrkja samskiptin. Koma á hreint hver ákveður hvernig ferlið er á milli stjórn- enda og stjórna, skoða og skil- greina hvað sé óháður stjórnar- maður,“ segir hann. Getum lært af reynslu annarra Þór segir að þótt skammt sé síðan að þátttaka í hlutafjárvið- skiptum hafi orðið nokkuð almenn á Íslandi þá geti Íslendingar lært af reynslu annarra. „Við getum lært af reynslu annarra þjóða í þessum efnum þar sem mörg lönd hafa fyrir nokkrum árum farið í gegnum sams konar umræðu um viðskiptalífið og við erum í nú. Við getum lært af því núna og reynt að nota það besta og það sem er að reynast vel,“ segir Þór. Aðspurður um þau áföll sem dunið hafa yfir viðskiptalífið eins og meint verðsamráð, kaupaukar o.fl. segir Þór að við þeim verði viðskiptalífið að bregðast. „Við- skiptalífið á að greina þessi áföll sem hafa orðið. Það erum við að gera eins og fyrirtæki almennt gera þegar þau verða fyrir áföll- um,“ segir hann. „Það versta sem kemur fyrir fyrirtæki er að missa trúnað fjárfesta. Markaðurinn er mjög harður hvað það snertir bæði hér og annars staðar. Þess vegna eru menn að taka við sér,“ bætir hann við. Frelsið sýnir styrk sinn Í kjölfar umræðu um kaupauka og verðsamráð hefur töluverð umræða skapast um að hugsan- lega sé frelsi á markaðnum orðið of mikið og hafa forstjórar stór- fyrirtækja verið sakaður um að misnota frelsið. Rætt er um græðgisvæðingu. Þetta þykja Þór vera öfugmæli. „Það er auðvitað frelsið sem er að sýna styrk sinn. Það verður til andstaða við einstakar gjörðir fyrirtækja og einstaklinga og markaðurinn bregst við,“ segir Þór og bendir á að fyrir nokkrum áratugum hafi þessi andstaða Frelsið er að sýna styrk sinn Verslunarráð Íslands vinnur að tillögum um starfshætti fyrirtækja. Þór Sigfússon telur að fyrir- tæki hafi mjög ríka hagsmuni af því að halda trúnaði almennings og hluthafa. Hann segir laga- setningu oft bregðast. ÞÓR SIGFÚSSON Segir að aðilar á markaði hafi ríka hagmuni af því að setja reglur um starfshætti og sam- skipti milli hluthafa, stjórnar, stjórnenda og almennings. Þegar stór opinber fyrirtæki voru að sóa opin- beru fé þá talaði enginn um að það væri verið að mis- nota frelsi einstakra valda- manna eða að valdamenn væru að misnota frelsi sitt. Þeir áttu í raun og veru ekki að hafa þetta frelsi. ,, mán. þri. mið. fim. fös. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T -1,6%

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.