Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 34
■ ■ KVIKMYNDIR  14.00 Barnabíó Norræna hússins sýnir sænsku kvikmyndina Bestur í Sví- þjóð.  15.00 Hin klassiska kvikmynd “Móðirin” frá árinu 1926 verður sýnd í bíósal MÍR, en þetta er frægasta verk brautryðjandans V. Púdovkín. Enskur texti. ■ ■ TÓNLEIKAR  16.00 Hanna Dóra Sturludóttir verður einsöngvari á Nýárstónleikum í Salnum, Kópavogi, sem endurteknir verða í dag. Með henni leikur átta manna salonhljómsveit sem skipuð er úrvalsliði hljóðfæraleikara, þeim Sigrúnu Eðvaldsdóttur og Roland Hartwell, Bryn- dísi Höllu Gylfadóttur, Hávarði Tryggva- syni, Martial Nardeau, Sigurði Ingva Snorrasyni, Önnu Guðnýju Guðmunds- dóttur og Pétri Grétarssyni.  20.00 Tinna Þorsteinsdóttir flytur verk eftir Ravel, Messiaen, Morton Feld- man og Brahms í Salnum, Kópavogi.  20.30 Kvartett Sunnu Gunnlaugs- dóttur leikur á Hótel Borg. Sunna spilar á píanó, en með henni spila Loren Stillman á saxófón, Eivind Opsvik á bassa og Scott McLemore á trommur. ■ ■ LEIKLIST  14.00 Lína Langsokkur eftir Astrid Lindgren á stóra sviði Borgarleikhússins.  17.00 Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner á stóra sviði Þjóðleik- hússins  20.00 Chicago eftir J. Kander og F. Ebb frumsýnt á stóra sviði Borgarleik- hússins.  20.00 Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjörn Egner á stóra sviði Þjóðleik- hússins.  20.00 Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson á litla sviði Þjóðleik- hússins.  20.00 Rauðu skórnir eftir H.C. Andersen sýnt í Borgarleikhúsinu. ■ ■ LISTOPNANIR  14.00 Jóhannes Dagsson opnar sýninguna “mold himinn gras” í Teits gallerí, verslunarmiðstöðinni Engihjalla 8, Kópavogi. Á sýningunni eru málverk og verk unnin með blandaðri tækni á pappír. Sýningunni lýkur 12. febrúar.  15.00 Leikur lífsins Minningarsýn- ing á myndverkum Elíasar Hjörleifs- sonar Verið velkomin á opnun í Hafnar- borg. Sýningin er sett upp af Ólafi Elías- syni ■ ■ FÉLAGSLÍF  20.00 Caprí-tríó leikur fyrir dansi í Ásgarði, Glæsibæ. 34 18. janúar 2004 SUNNUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 15 16 17 18 19 20 21 JANÚAR Sunnudagur Hestaferð og þorrablót í einum pakka. Tilvalið fyrir vinnustaði og hópa. Ferðahestar sími 894-7200 eða 566-7600 ÖÐRUVÍSI ÞORRABLÓT Tinna Þorsteinsdóttir heitirungur píanóleikari sem í kvöld verður með fyrstu einleikstón- leika sína hér á landi. Hún ætlar að leika verk eftir Maurice Ravel, Olivier Messiaen, Morton Feldm- an og Johannes Brahms. „Þetta er svolítið blönduð efnis- skrá. Ég er að reyna þarna að koma á framfæri því sem ég hef mestan áhuga á. Fyrir hlé eru franskar nátt- úrulífsmyndir í fyrirrúmi, en svo eftir hlé skelli ég mér í rómantíkina með sónötu eftir Brahms. Á milli spila ég svo tvö stutt stykki eftir Bandaríkjamann, Morton Feldman, sem eiga að slíta dagskrána svolítið í sundur. Eða tengja hana saman.“ Tinna lauk lokaprófi frá tón- listarskólanum New England Conservatory of Music í Boston nú í október, eftir tveggja ára nám þar, en áður var hún fimm ár við nám í Þýskalandi. Hún er dóttir Karólínu Eiríks- dóttur tónskálds, og segir lítinn vafa leika á því að uppruninn hafi haft veruleg áhrif á tónlistar- áhugann. „Ég heyri að minnsta kosti eng- an mun á nútímatónlist og Bach. Fyrir mér er það jafn eðlilegt. Þetta er allt saman bara tónlist í mínum eyrum.“ Hún segist hafa legið agn- arsmá undir píanóinu hjá mömmu sinni þegar hún var að spila. „Svo fór ég að læra sjálf og semja þegar ég var sjö ára. En ég hætti að semja þegar ég var tólf ára. Mér fannst nóg að mamma sæi um það. Ég hafði meiri áhuga á að flytja tónlist og koma fram, fannst það voða gaman.“ ■ Hætti að semja tólf ára ■ TÓNLEIKAR TINNA ÞORSTEINSDÓTTIR Fyrstu einleikstónleikar hennar hér á landi verða í Salnum í Kópavogi í kvöld. ■ SÖNGLEIKUR LÖGFRÆÐINGURINN OG KVENNAGULLIÐ BILLI BÉ Sveinn Geirsson fer með stórt hlutverk í söngleiknum Chicago, sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu í kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ■ ■ SÝNINGAR  Sýningin Stefnumót við safnara hefur verið opnuð í Gerðubergi, menn- ingarmiðstöðinni í Breiðholti. Þar sýna ellefu safnarar á öllum aldri brot af ger- semum sínum.  Bjarni Sigurbjörnsson og Svava Björnsdóttir eru með samsýningu á verkum sínum í Listasafninu á Akur- eyri.  Sigríður Guðný Sverrisdóttir hefur opnað málverkasýningu í Baksalnum í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 14–16. Sýn- inguna nefnir listakonan Gulur, rauður, grænn og blár. Sýningin standur til 1. febrúar.  Sýning Ólafs Elíassonar, Frost Acti- vity, var opnuð í gær í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu.  Jón Gnarr er með myndlistarsýningu í Fríkirkjunni, og nefnir hann sýninguna I.N.R.I.  Þrjár sýningar standa yfir í Listasafni ASÍ. Í Ásmundarsal sýnir Rósa Gísla- dóttir „Kyrralífsmyndir frá plastöld“, í Gryfju sýnir Margrétar M. Norðdahl „Annarra manna Staðaldur“ og í Arin- stofu er sýning á nokkrum portrett- myndum úr gifsi eftir Kristin Pétursson úr eigu Listasafns ASÍ.  Gauthier Hubert og Guðný Rósa Ingimarsdóttir eru með sýningu í Ný- listasafninu. Hún stendur til 17. febrúar.  Myndlistarmaðurinn Snorri Ásmundsson er með málverkasýningu á veitingahúsinu Sólón.  Hafsteinn Michael sýnir í Næsta galleríi, Næsta bar, Ingólfsstræti 1a. Þetta er sjöunda einkasýning hans.  Sýning á nýjum verkum eftir Jón Sæ- mund Auðarson og Særúnu Stefáns- dóttur stendur yfir í Safni, Laugavegi 37. Þau sýna hvort um sig ný verk sem eru sérstaklega unnin fyrir sýningarrýmið. Auk verka úr safneigninni standa einnig yfir þrjár aðrar sérsýningar í Safni: Nýjar teiknimyndir eftir Lawrence Weiner, Lit- ir eftir Adam Barker-Mill og kynning á verkum frá ferli listamannsins Hreins Friðfinnssonar.  Tvær einkasýningar standa yfir í Gall- erí Skugga, Hverfisgötu 39. Á jarðhæð gallerísins sýnir Sólveig Birna Stefáns- dóttir níu málverk og ber sýningin yfir- skriftina „Reiðtúr á nykri“ og vísar til huglægs ferðalags um lendur málverks- ins. Í kjallara gallerísins er Hulda Vil- hjálmsdóttir, Húdda, með sýninguna „Þegar ég gef þér ritið, tek ég mynd af því með glermyndavélinni.“ Um er að ræða málverk, skúlptúr og innsetningu.  Íris Linda Árnadóttir er með sýningu á Pósthúsbarnum, Pósthússtræti 13.  Rósa Sigrún Jónsdóttir sýnir í Gall- erí Hlemmi. Verkið sem Rósa sýnir heitir „Um fegurðina“ og samanstendur af um það bil 10.000 samansaumuðum eyrnapinnum og vídeói. Sýningin stend- ur til 31. janúar.  Þýski myndlistarmaðurinn Ingo Fröhlich er með sýningu í Gallerí Kling og Bang, Laugavegi 23. Sýning Ingo stendur til 8. febrúar.  Í Hafnarhúsinu stendur yfir þema- sýning úr verkum Errós í eigu safnsins.  Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur yfir sýningin Carnegie Art Award 2004, þar sem sýnd eru verk eftir 24 af helstu listamönnum Norðurlanda. Sýningin stendur til 22. febrúar. Gerðarsafn er opið 11–17 alla daga nema mánudaga.  Á Kjarvalsstöðum stendur yfir sýn- ingin Ferðafuða, sem er sýning á mínía- túrum eftir fjölmarga íslenska listamenn. Þar stendur einnig yfir sýningin „Mynd- listarhúsið á Miklatúni - Kjarvalsstaðir í 30 ár“. Báðum þessum sýningum lýkur 25. janúar.  Guðbjörg Lind er með málverkasýn- ingu í galleríinu og skartgripaversluninni Hún og hún, Skólavörðustíg 17b.  Í tilefni 140 ára afmælis Þjóðminja- safnsins stendur yfir sýning í risi Þjóð- menningarhússins.  Þorkell Þórisson sýnir yfir 50 olíu- og akrílmyndir í nýju gallerí að Tryggva- götu 18 sem nefnist Gallerí T-18.  Sýning á málverkum eftir Braga Ás- geirsson stendur yfir í forkirkju Hall- grímskirkju. Bragi sýnir stór óhlutbund- in olíuverk þar sem hann vinnur með ljósið og þau birtuskil sem framundan eru. Sýningin stendur til 25. febrúar.  Í Þjóðarbókhlöðunni stendur nú yfir sýningin „Í orði og á borði“, sem er samsýning Freyju Bergsveinsdóttur grafísks hönnuðar og Guðrúnar Ind- riðadóttur leirlistarkonu.  Í Ásmundarsafni stendur yfir sýning- in Ásmundur Sveinsson - Nútímamað- urinn. Þetta er yfirlitssýning haldin í til- efni af 20 ára afmæli Ásmundarsafns. Hún stendur til 20. maí.  Sölusýning Péturs Péturssonar á 11 málverkum hjá Val-myndum í Ármúla 8 hefur verið framlengd og mun standa út janúarmánuð. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Þetta er örugglega ekkert líktöðrum Chicago sýningum,“ segir Jón Ólafsson tónlistarmað- ur. „Gísli Rúnar þýðir þetta og lætur sér ekki detta í hug að þýða bara textann heldur skrifar hann inn fullt af nýjum hlutum.“ Jón er tónlistarstjóri sýningar- innar og hefur sér til halds og trausts sjö manna hljómsveit þar sem Sigurður Flosason blæs á hin ýmsu rör og Karl Olgeirsson er í stóru hlutverki á píanóinu. „Þetta er lítil hljómsveit, miklu minni en venjulega þegar söng- leikir eru settir upp. En það er unnið upp með betri fíling. Ég er til dæmis með tvo gæja úr Jagúar sem spila á básúnu og trompet. Þeir koma með mikla orku inn í þetta, sem fágaðri hljóðfæraleik- arar myndu kannski ekki koma til skila. Mér er alveg sama þótt það komi ein og ein fölsk nóta, þetta á að vera svolítið búllulegt.“ Þær Jóhanna Vigdís Arnar- dóttir og Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir eru í stærstu hlut- verkunum sem morðgellurnar tvær, sem keppast um athygli fjölmiðlanna. Sveinn Geirsson leikur síðan lögfræðinginn Billa Bé, sem getur fengið þá útkomu úr dómstólunum sem honum sýn- ist, fái hann aðeins nógu mikið fé í vasann. „Það er líka rosalega gaman að sjá hvernig Íslenski dansflokkur- inn kemur inn í þetta,“ segir Jón. „Þau eru öll að syngja á fullu ásamt því að dansa, en hafa aldrei sungið neitt áður. Svo þurfa leikararnir að dansa líka, og oft það sama og dansflokkur- inn, þannig að fólk gengur hér í alls konar störf.“ Eitt sláandi dæmi um það er leikarinn Bergur Þór Ingólfsson, sem bregður sér í hlutverk sjón- varpskonunnar Mörtu Smart og þarf að syngja sem kona á hærri nótum en flestir karlmenn eru færir um, en virðist fara ótrúlega létt með það. „Þetta er alveg ný og áður óþekkt hlið á honum,“ segir Jón og leyfir sér að efast um að Bergur Þór hafi sjálfur vitað um hæfi- leika sína á þessu sviði. „Ég var með prufur í hlutverkin á sínum tíma og var þá að prófa fólk hérna í húsinu í ýmis hlutverk. Strákana lét ég syngja sem konur bara upp á djókið og hann virtist geta farið upp úr öllu valdi. Fyrir- fram átti ég í raun og veru ekki von á að finna mann sem gæti gert þetta svona vel. En hann kom, sá og sigraði í þessum prufum.“ ■ Ekkert hræddur við falskar nótur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.