Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 4
4 18. janúar 2004 SUNNUDAGUR
Stunda stóru olíufélögin verð-
samráð?
Spurning dagsins í dag:
Hvernig gengur karlaliði KR í fótbolta
næsta sumar?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
4,5%Nei
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
■ Írak
ÍRAK Þrír bandarískir hermenn og
tveir íraskir fórust þegar
sprengjuárás var gerð á hersveit í
nágrenni bæjarins Taji um 30
kílómetra norður af höfuðborg-
inni Bagdad í gærmorgun. Banda-
rísku hermennirnir voru í
sprengjuleitarleiðangri ásamt
nokkrum liðsmönnum írösku
öryggissveitanna, þegar árásin
var gerð á bílalest þeirra og munu
tveir bandarískir hermenn til við-
bótar hafa særst.
Skömmu eftir árásina voru
þrír Írakar handteknir og fannst
efni til sprengjugerðar í bíl þeir-
ra.
Áður hafði bandarískur her-
maður látið lífið þegar hann varð
fyrir slysaskoti í nágrenni bæjar-
ins Diwaniyah suður af Bagdad og
þar með er tala fallinna banda-
rískra hermanna í Írak komin í
500 síðan hernaðaraðgerðir
hófust 20. mars á síðasta ári.
Þar af féllu að minnsta kosti
115 í sjálfu stríðinu en síðan hefur
231 fallið í átökum eftir að Bush
Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í
byrjun maí að meiriháttar aðgerð-
um væri lokið. Aðrir, eða alls 154,
hafa látist af slysförum eða af
öðrum orsökum. ■
Mikil ófærð
víða um land
Snjó kyngdi niður víða um land í fyrrinótt og áttu ökumenn í mesta
basli við að komast leiðar sinnar. Margir þurftu á aðstoð að halda í
Grindavík en þar var mikið um að vera vegna Idol-stjörnuleitar.
VEÐUR Hellisheiði var lokuð í gær
vegna mikillar ófærðar. Blint var
í Kömbunum og nokkur minni-
háttar bílaóhöpp urðu sem lög-
reglan þurfti að vinna úr.
Að sögn lögreglunnar á Sel-
fossi var slæmt ástand í Kömbun-
um eftir hádegið og ákveðið var
að loka veginum frá tvö til fimm.
Mikill skafrenningur var á svæð-
inu og skaflar höfðu safnast upp.
Töluverð umferð hafði verið á
svæðinu áður en ákveðið var að
loka því. Þrengslin voru opin og
var umferðinni beint þangað.
Hjálparsveit Skáta í Hveragerði
veitti lögreglunni aðstoð.
Í Grindavík óskaði lögreglan
eftir aðstoð Björgunarsveitarinn-
ar Þorbjörns vegna mikillar
ófærðar í bænum í fyrrakvöld. Þá
voru austan 16 metrar á sekúndu,
mikil snjókoma og skafrenningur.
Tólf björgunarsveitarmenn voru
að störfum á fimm öflugum bílum
að aðstoða fólk og bíla. Mikið var
um að vera í bænum þetta kvöld
vegna skemmtunar sem var hald-
in í tilefni af Idol-stjörnuleit.
Óvenju margir þurftu því á aðstoð
að halda.
Björgunarsveitir Slysavarna-
félagsins Landsbjargar voru einnig
að störfum fram eftir nóttu á höf-
uðborgarsvæðinu, í nágrenni
Grundarfjarðar og á Snæfellsnesi.
Umferð var lítil en ferðaveður
slæmt. Á fjórða tímanum í fyrri-
nótt voru flestar björgunarsveitir
komnar aftur í bækistöðvar sína
enda var veður að ganga niður. Alls
voru tíu björgunarsveitarjeppar að
störfum og um 28 björgunarsveit-
armenn þegar mest var.
Í Reykjavík lenti töluvert af
fólki í vandræðum vegna ófærðar
og þurfti lögreglan að bjóða fram
aðstoð sína. Engin alvarleg vanda-
mál komu þó upp. Víða um land
var færðin slæm, hálka á vegum
og blindhríð. Aftur á móti var lítið
um óhöpp og virtist fólk fara ákaf-
lega varlega og helst reyndi það
að halda sig heima við.
Vont ferðaveður var á Holta-
vörðuheiði og var hún aðeins
fær vel útbúnum jeppum. Verið
var að moka Bröttubrekku í
gær og fólk á leið norður gat
laumað sér fram hjá Holta-
vörðuheiði með því að fara vest-
ur í dali. Ófært var til Ísafjarð-
ar, um Strandir og Holtavörðu-
heiði. Ráðgert var að moka vegi
í dag. Gríðarmikil snjókoma var
fyrir austan og þungfært var
yfir fjöllin austur frá Mývatni.
Leiðin um Breiðdalsheiði var
ófær og um tíma var leiðin um
Oddskarð og Fagradal ófær.
Viðbúnaðarstigi vegna snjó-
flóðahættu á Mið-Norðurlandi
var aflétt í gær og hefðbundið
eftirlit tók við. ■
ÁRÁS Á HÁSKÓLARÚTU Að minns-
ta kosti þrír Írakar létu lífið þeg-
ar sprengja sprakk undir þétt-
setinni rútu í nágrenni bæjarins
Tikrit á fimmtudaginn. Að sögn
talsmanns bandaríska hersins var
rútan full af nemendum frá há-
skólanum í Tikrit. Hann lýsti
árásinni sem miskunnarlausu ill-
virki sem sannaði að uppreisnar-
menn gerðu engan greinarmun á
hermönnum og saklausum borg-
urum.
RÁÐHERRA SLAPP ÓMEIDDUR
David Tevzadze, varnarmálaráð-
herra Georgíu, sem var í heim-
sókn í Írak fyrr í vikunni, slapp
ómeiddur þegar skotið var á flug-
vél hans eftir flugtak frá flug-
vellinum í Bagdad. „Ég var sof-
andi þegar skotið var á vélina,“
sagði Tevzadze þegar hann kom
heim til Tbilisi, höfuðborgar Ge-
orgíu, í fyrradag. Sjötíu georgísk-
ir hermenn eru í Írak.
VARAÐI VIÐ ÚTLENDINGUNUM
Bandarískir embættismenn segja
að undirritað skjal sem fannst við
handtöku Saddams Hussein, fyrr-
um Íraksforseta, sýni að hann
hafi varað fylgismenn sína við
arabískum stríðmönnum og svo
virðist sem hann hafi óttast að
erlendir stríðsmenn gerðu and-
stöðuna gegn innrásarliðinu að
sínu eigin heilaga stríði.
HABL talin koma frá
dýrum:
Fannst á
veitingastað
KÍNA Alþjóðaheilbrigðisstofnunin
hefur fundið veiruna sem veldur
bráðalungnabólgu á veitingastað í
Guangzhou í Kína sem hafði á
boðstólnum kjöt af desköttum.
Þjónustustúlka á veitingastaðnum
liggur á sjúkrahúsi vegna gruns
um að hún hafi smitast af
bráðalungnabólgu.
Veiran fannst í búrum þar sem
deskettir voru áður geymdir. Enn
hefur ekki tekist að sanna að
HABL-veiran berist í menn frá
villtum dýrum en þessi fundur
rennir stoðum undir þá kenningu.
Villt dýr eru vinsæl fæða í
Guangdong-héraði í Kína þar sem
bráðalungnabólgan kom fyrst
upp. Í síðustu viku létu yfirvöld
lóga þúsundum deskatta til að
koma í veg fyrir að fólk legði sér
kjötið til munns. ■
LÖGREGLUFRÉTTIR Maður á þrítugs-
aldri var handtekinn á Akureyri í
gærmorgun eftir að hafa hótað því
að nota skotvopn.
Upplýsingar bárust lögreglunni
á níunda tímanum um að maðurinn
væri með skotvopn í íbúð við Hafn-
arstræti í miðbæ Akureyrar og
hefði haft uppi hótanir um að beita
því. Svæðinu var lokað á meðan ver-
ið var að vinna úr málinu. Lögregl-
an náði símasambandi við þá sem
voru í húsinu. Málið leystist þannig
að tveir karlmenn komu sjálfviljug-
ir, sitt í hvoru lagi og óvopnaðir, út
úr húsinu þar sem þeir voru hand-
teknir.
Báðir voru þeir í annarlegu
ástandi og sá sem hafði uppi hótan-
irnar var settur í fangageymslu. Við
leit í íbúðinni fundust tveir veiði-
hnífar og loftskammbyssa ásamt lít-
ilræði af fíkniefnum. Nokkur trufl-
un var á umferð um miðbæinn með-
an á þessu stóð og nokkur seinkun
var á að sumar verslanir gætu opn-
að. Aðgerðum lögreglu lauk kl.
10.50 um morguninn. ■
Fimm fórust í sprengjuárás:
500 bandarískir her-
menn fallnir í Irak
STÖÐUG ÓGN
Alls 231 bandarískur hermaður hefur fallið
í átökum í Írak síðan stríðinu lauk.
AKUREYRI
Nokkur truflun var á umferð um miðbæ Akureyrar meðan á rannsókn málsins stóð.
Maður handtekinn á Akureyri:
Hótaði að beita skotvopni
BENSÍNSTÖÐ
Bensínsala Atlantsolíu olli verðstríði á
bensínmarkaði.
Atlantsolía:
Von á bensíni
í lok janúar
NEYTENDUR Bensín Atlantsolíu
verður flutt til landsins frá Rott-
erdam í 25 þúsund lítra leigutönk-
um. Tankskip á vegum Atlants-
skipa sjá um flutninginn. Von er á
næstu sendingu í lok mánaðarins.
Hugi Hreiðarsson, markaðsstjóri
Atlantsskipa, segir sama hátt not-
aðan og þegar innflutningur Atl-
antsolíu hófst á dísilolíu.
„Þar til bensínstöðvum okkar
fjölgar munum við notast við
leigutanka,“ segir Hugi.
Atlantsolía hóf bensínsölu fyr-
ir tveimur vikum en komst í bens-
ínþrot á miðvikudag. Aðspurður
hvort neytendur mega búast við
sama bensínverði og áður segir
Hugi að áfram verði selt á hag-
stæðu verði.
„Við höfum fengið gríðarleg
sterk viðbrögð frá neytendum í
formi upphringinga og tölvupósts.
Um er að ræða stuðnings- og bar-
áttukveðjur.“ ■
95,5%
SNJÓMOKSTUR
Snjónum kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt. Vel gekk að hreinsa helstu vegi
en þessi maður þurfti þó að taka til hendinni til að komast leiðar á bílnum sínum.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
RÁÐHERRA Í SUSHI
Árni M. Mathiesen fékk sér sushi í boði
Eimskips á afmælishátíð félagsins í gær.
Eimskip:
90 ára
afmæli
VIÐSKIPTI Fjölmenni var á afmælis-
hátíð Eimskipafélags Íslands sem
haldin var í Háskólabíói í gær.
Stofnun Eimskipafélagsins
markaði upphaf þess að Íslend-
ingar tækju flutninga til og frá
landinu í sínar eigin hendur og
var félagið í upphafi fjármagnað
með útgáfu hlutafjár sem íslensk-
ur almenningur. Aðeins þremur
árum eftir stofnun félagsins voru
hluthafar orðnir um fimmtán þús-
und talsins.
Árið 1989 var Burðarás, fjár-
festingarfélag í eigu Eimskips,
stofnað og á síðar gerðist félagið
umsvifamikið í rekstri sjávar-
útvegsfyrirtækja með stofnun
Brims.
Nú hefur Eimskipafélagið selt
frá sér sjávarútvegsfyrirtækin og
fyrirhugað er að skipta félaginu
upp þannig að Burðarás verði
sjálfstætt félag á markaði og Eim-
skip verði á ný félag sem fyrst og
fremst einbeitir sér að flutninga-
starfsemi. ■