Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 33
33SUNNUDAGUR 18. janúar 2004 FÓTBOLTI Úlfarnir stálu senunni í enska boltanum í gær þegar þeir lögðu meistara Man. Utd á Molineux-vellinum. Kenny Miller gerði eina mark leiksins rúmum 20 mínútum fyrir leikslok. United gerði allt hvað þeir gátu til þess að jafna leikinn en heimamenn vörðu mark sitt með kjafti og klóm og því tókst meisturunum ekki að koma boltanum í markið hjá slökustu vörn deildarinnar. Dave Jones, stjóri Wolves, var hæstánægður með sína menn eins og gefur að skilja. „Þetta er stór- kostlegur sigur fyrir alla hjá félaginu því það gefur mönnum von um að það sé hægt að bjarga sér. Ég hef margoft sagt það að ef menn trúa einhverju nógu mikið þá getur allt gerst,“ sagði Jones sem valdi Jóhannes Karl Guðjóns- son ekki í leikmannahóp sinn að þessu sinni. Sir Alex Ferguson var stein- runninn þegar breskir blaðamenn spjölluðu við hann eftir leikinn. „Mér fannst þetta ekki slakur leik- ur hjá okkur en við urðum örvænt- ingarfullir eftir að þeir skoruðu. Ég gagnrýni mína menn bara fyr- ir að hafa ekki nýtt færin betur og er ekki á því að þetta hafi verið annars flokks frammistaða í dag.“ Liverpool olli einnig vonbrigð- um í gær þegar þeir töpuðu fyrir Tottenham á White Hart Lane. Liverpool virkaði mjög andlaust í leiknum og aldrei líklegt til af- reka. Þeir hefðu reyndar átt að fá víti á lokamínútunni en fengu ekki og urðu því að sætta sig við sjö- unda tap sitt í vetur. Mesta fjörið var þó í leik Midd- lesbrough og Leicester á Riverside. Boro tók forystuna snemma í leiknum en Leicester svaraði með þrem mörkum. Það var síðan á lokamínútunni sem Boro tók hressilegan dauðakipp. Fyrst minnkaði Maccarone mun- inn og John Curtis var svo fyrir því mikla óláni að setja boltann í eigið net rétt áður en flautað var til leiksloka. Sorgleg niðurstaða fyrir Leicester sem mátti ekki við því að missa af þessum stigum. ■ Reykjavíkur Þróttur bik- armeistari BLAK Þróttur frá Reykjavík tryggði sér í gær bikarmeistar- titilinn í kvennaflokki þegar þær lögðu stöllur sínar í KA í fimm hrinu leik. KA hafði leikinn lengstum í höndum sér og þær höfðu góða forystu í fjórðu hrinunni. Þá tóku Þróttarstúlkur sig saman í andlit- inu og með ótrúlegri seiglu tókst þeim að koma sér inn í fjórðu hri- nuna og sigra hana, 26-24. Það var aðeins eitt lið á vellinum í oddahrinunni því Þróttarstúlkur fóru þar með öruggan sigur af hólmi, 15-6. ■ STAÐAN Man. United 22 16 2 4 40:15 50 Arsenal 21 14 7 0 40:14 49 Chelsea 21 14 3 4 40:17 45 Charlton 22 10 7 5 31:23 37 Liverpool 21 9 5 7 31:23 32 Fulham 21 9 4 8 33:29 31 Newcastle 21 7 9 5 27:22 30 Southampton 22 8 6 8 21:18 30 Birmingham 20 8 5 7 21:25 29 Bolton 22 7 8 7 26:33 29 Aston Villa 21 7 6 8 21:25 27 Tottenham 22 8 3 11 26:31 27 Middlesb 21 6 7 8 20:26 25 Everton 22 6 6 10 25:29 24 Man. City 22 5 8 9 31:33 23 Blackburn 22 6 5 11 32:36 23 Portsmouth 22 6 4 12 25:33 22 Leicester 22 4 8 10 31:38 20 Wolves 21 4 6 11 19:43 18 Leeds 22 4 5 13 19:44 17 ÚRSLIT Wolves-Man. Utd 1-0 1-0 Kenny Miller (67.). Bolton-Portsmouth 1-0 1-0 Kevin Davies (53.). Everton-Charlton 0-1 0-1 Graham Stuart (41.). Man. City-Blackburn 1-1 1-0 Nicolas Anelka (54.), 1-1 Garry Flitcroft (57.). Middlesbrough-Leicester 3-3 1-0 Juninho (9.), 1-1 Paul Dickov (49.), 1-2 Paul Dickov (65.), 1-3 Marcus Bent (76.), 2-3 Massimo Maccarone (90.), 3-3 John Curtis, sjm (90.). Southampton-Leeds 2-1 1-0 Brett Ormerod (36.), 2-0 Kevin Phillips (43.), 2-1 Matthew Kilgallon (76.). Tottenham-Liverpool 2-1 1-0 Robbie Keane, víti (22.), 2-0 Helder Postiga (54.), 2-1 Harry Kewell (75.). LEIKIR DAGSINS Aston Villa-Arsenal Chelsea-Birmingham HETJA ÚLFANNA Kenny Miller fagnar hér fyrsta marki sínu fyrir Wolves í vetur. Það reyndist í meira lagi mikilvægt því það nægði til þess að leggja meistara Man. Utd. Úlfarnir bitu frá sér Lögðu meistara Man. Utd. Spurs lagði Liver- pool og Middlesbrough náði ævintýralegu jafntefli gegn Leicester. Eyjastúlkur í góðum málum: Stórsigur gegn Etar HANDBOLTI Eyjastúlkur eru á hrað- ferð í næstu umferð í Áskorenda- keppni Evrópu eftir stórsigur á búlgarska liðinu Etar Veliko 64, 38-16, í fyrri leik liðanna. Óhætt er að segja að Eyjastúlk- ur hafi verið mörgum skrefum á undan stöllum sínum frá Búlgaríu á öllum sviðum handboltans því strax frá fyrstu mínútu var ljóst hvert stefndi. Heimamenn hrein- lega keyrðu yfir Etar frá því blás- ið var til leiks og þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 19-8 fyrir ÍBV. Sama keyrsla var í síðari hálfleik og stórsigur því staðreynd. Ana Yakova var yfirburða- manneskja í liði ÍBV með 12 mörk og Guðbjörg Guðmannsdóttir gerði sex. Alla Gorkorian skoraði fimm og Birgit Engl fjögur. ■ GÓÐAR Alla Gorkorian og Ana Yakova voru sterkar í liði ÍBV í gær. RE/MAX-deild kvenna: Stjarnan missti af mikilvægum stigum HANDBOLTI Þrír leikir fóru fram í RE/MAX-deild kvenna í gær. Stjarnan og Víkingur áttust við í Garðabæ, FH tók á móti Gróttu/KR í Hafnarfirði og Valsstúlkur ferðuð- ust norður í land til þess að leika gegn liði KA/Þórs. Stjarnan á í harðri baráttu við Hauka um þriðja sætið í deildinni og mátti því illa við að tapa í gær. Það gerðu þær samt því Víkings- stúlkur mættu gríðarlega vel stemmdar til leiks og fóru með sig- ur af hólmi, 19-18, í miklum spennu- leik. Stjarnan er því eftir sem áður í fjórða sæti deildarinnar en Víking- ur er í því sjötta. Öllu minni spenna var þó í Hafn- arfirði þar sem FH fór illa með Gróttu/KR. Gestirnir af Seltjarnar- nesi sáu aldrei til sólar í leiknum og töpuðu, 30-21. FH er því í fimmta sæti deildarinnar en Grótta/KR í sjöunda sæti. Ferðalagið norður fór ekki illa í Valsstúlkur því þær léku við hvern sinn fingur á Akureyri og unnu stór- an sigur, 29-20, og eru því enn í toppsæti deildarinnar en KA/Þór er sem fyrr í áttunda sæti. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.