Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 6
6 18. janúar 2004 SUNNUDAGURVeistusvarið? 1Kalli Bjarni er nýtt Idol Íslendingaeftir sigur í Idol-keppninni á föstu- dagskvöld. Hver varð í þriðja sæti í keppninni? 2Nú eru uppi sögusagnir um að bíl-stjóri Díönu prinsessu hafi ekki verið drukkinn þegar slysið varð. Hvað heitir bílstjórinn? 3Ástsæll mannréttindasinni hefði orðið75 ára 15. janúar, hefði hann lifað. Hvað hét hann? Svörin eru á bls. 38 BIÐSKÝLIÐ Ránstilraun í Biðskýlið í nóvemberlok er upplýst. Rannsókn tveggja sjoppurána: Eftir litlu að fara RÁN „Ránin eru óupplýst og eftir litlu að fara, eins og staðan er,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn í Kópavogi, um tvö vopnuð rán sem framin voru í söluturninum Biðskýlinu á Kópa- vogsbraut í júní og ágúst í fyrra. Starfsstúlku var ógnað með hnífi. Ránstilraun sem gerð var í sama söluturn í nóvemberlok upp- lýstist hins vegar við rannsókn Bónusránsins sem var framið í byrjun desember. Ræninginn var ekki annar þeirra er rændi Bónus heldur tengdist hann þeim. Annar eigenda söluturnsins var við störf kvöldið sem ránstilraunin var gerð. Eigandinn spurði ræningj- ann hvort hann væri að grínast þegar hann heimtaði peninga og ógnaði honum með kókpakkningu. Við það hrökklaðist ræninginn á brott. ■ Auðbrekka 2 • 200 Kópavogi • Sími 517 5556 Netfang: syngjum@syngjumsaman.is Veffang: syngjumsaman.is Söngnámskeið fyrir unga og aldna, laglausa sem lagvísa! 4 vikna hópnámskeið fyrir byrjendur. Kennsla hefst 27. janúar. Regnbogakórinn framhald Dægurkórinn/Lengra komnir Kórarnir fara í tónleikaferðalag til Íslendingabyggða í Kanada í vor. Söngstjóri: Esther Helga Guðmundsdóttir. Meðleikari: Katalin Lörinz. Innritun í síma 517 5556 á skrifstofutíma Áhugamenn Mazda: Óheimilt að nota lénið DÓMUR Áhugamannafélag um Mazda var gert samkvæmt dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að af- skrá netlénið mazda.is sem það hefur haft frá árinu 1999 hjá Inter- neti á Íslandi. Japanski bílafram- leiðandinn Mazda Motor Cor- poration fór fram á að lénið yrði afskráð. Í dómnum segir að stefnandi eigi vörumerkjarétt orðsins Mazda þótt það sé skráð með stílfærslu. Þá seg- ir að telja verði að vörumerkið hafi náð slíkri markaðsfestu hér á landi að það njóti verndar. Er áhuga- mannafélaginu því óheimilt að nota áðurnefnt lén. ■ ■ Asía 130 Á SJÚKRAHÚS VEGNA KLÓR- LEKA Að minnsta kosti 130 manns voru fluttir á sjúkrahús þegar klór lak úr gámum með þeim afleiðingum að eitraðar guf- ur mettuðu andrúmsloftið í þorp- inu Gaotou í norðaustanverðu Kína. Fólkið þjáðist af öndunar- erfiðleikum og uppköstum en enginn er þó talinn í lífshættu. ÞRÍR UPPREISNARLEIÐTOGAR FELLDIR Þrír uppreisnarleiðtog- ar í indverska hluta Kasmír féllu í átökum við indverska herinn í gær og fyrradag. Mennirnir voru forystumenn íslömsku öfgasam- takanna Hezb-ul-Mujahedeen. ÍRAK Hojat Alsafi, næstæðsti trúar- leiðtogi shítamúslima í Írak, hefur skrifað þeim Bush Bandaríkjafor- seta og Blair, forsætisráðherra Breta, og krafist breytinga á áætl- unum um væntanlegt valdaframsal í Írak. Í bréfinu varar hann við því að ef Írakar fái ekki að kjósa til sinna stofnana sjálfir í almennum kosn- ingum á næstunni þá dragist banda- menn inn í stríð sem þeir geti ekki unnið. Alsafi segir að núverandi áætlun Bandaríkjamanna snúist meira um forsetakosningarnar í Bandaríkjun- um heldur en hagsmuni Íraka, en hún gerir ráð fyrir að fyrst verði skipuð bráðabirgðastjórn, sem taki við í lok júní og henni verði falið að undirbúa almennar kosningar sem fram fari seint á næsta ári. Ali al-Sistani, æðsti trúarleiðtogi shíta, hafði áður krafist almennara kosninga seinna á þessu ári og í vik- unni þrömmuðu tugir þúsunda shítamúslima um götur Basra til þess að lýsa yfir stuðningi við kröfu hans. Paul Bremer, landstjóri Banda- ríkjamanna í Írak, sem fundaði með Bush Bandaríkjaforseta í fyrradag, neitaði að um alvarlegan ágreining væri að ræða og sagði að bandarísk stjórnvöld væru tilbúin til þess að skoða breytingar. ■ MÓTMÆLI Í BASRA Þúsundir shítamúslíma mótmæltu fyrr í vikunni áætlunum Bandaríkjamanna um valdaframsalið í Írak. Shítar mótmæla: Krefjast kosninga á árinu STJÖRNULEIT Það var þreyttur en kát- ur Kalli Bjarni sem Fréttablaðið náði sambandi við í gær, en fyrsti dagurinn hans sem Idolstjarna var strembinn og gaf tóninn fyrir það sem koma skal. „Ég er auðvitað of- boðslega glaður en líka feginn að pressan er yfirstaðin,“ segir Kalli. „Þetta var gríðarleg vinna, sérstak- lega á endasprettinum.“ Spár bentu til þess að Kalli færi með sigur úr býtum í keppninni, en hann segist ekki hafa hlustað eftir því. „Ég vildi sem minnst af því vita og fékk aldrei á tilfinninguna að það væri eitthvað öruggt í þessu. Ég ætlaði bara að performa eins og ég ætti lífið að leysa, og svo yrði restin að koma í ljós.“ Kalli segist þó hafa fundið fyrir vaxandi spenningi vikuna fyrir lokakvöldið, en þó ekki á keppnis- daginn sjálfan. „Þá var ég orðinn rólegur enda frekar sallarólegur að eðlisfari.“ Nú blasir frægðin við Kalla, en hann tekur því af sömu stóísku rónni. „Það er auðvitað frábært að geta komið sjálfum sér á framfæri sem tónlistarmanni og söngvara og ég er mjög þakklátur fyrir það. En ég sé þetta ekki sem neina glans- mynd, heldur sem tækifæri.“ Aðspurður hvort gamall draum- ur sé að rætast segir hann: „Já, sannarlega. Ég er er búinn að syngja og semja síðan ég ég var smá gutti og sagði oft í gríni við mömmu að nú færi þetta að koma. En það vantaði alltaf herslu- muninn,“ segir Kalli hlæjandi. Hann segir aðspurður að uppá- haldssöngvarinn sé Páll Rósin- krans og er strax upplýstur um að Páll eigi einmitt afmæli í dag. „Frábært,“ segir Idolstjarnan. „Ég sendi honum hér með hjartan- legar hamingjusóskir.“ ■ Ofboðslega glaður Ný poppstjarna er komin á sjónarsviðið. Karl Bjarni Guðmundsson sigraði í Idol-stjörnuleit Stöðvar 2 á föstudagskvöldið. Hann segist feginn að pressan sé yfirstaðin. STJÖRNUKOSS Jón Sigurðsson, sem varð í öðru sæti smellti kossi á Kalla Bjarna eftir að úrslitin voru kynnt. POPPSTJARNA Í GÓÐRI SVEIFLU Kalli Bjarni kom, sá og sigraði í fyrstu Idolkeppninni á Íslandi. Hann fékk 49% atkvæða, Jón Sigurðsson fékk 32% og Anna Katrín Guðbrandsdóttir fékk 19%. FRÉTTAB LAÐ IÐ /IN G Ó LFU R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.