Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 22
ferðir o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur ferðalögum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ferðir@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Minotel International: Fosshótel á skrá Minotel International hefurgefið út bækling sinn fyrir árið 2004 og eru Fosshótelin tvö í Reykjavík, Lind og Baron á skrá, ein íslenskra hótela. Minotel International telur um 700 hótel. Á www.minotel.com má finna hótel í Evrópu, Suður Amer- íku, Afríku og í Miðausturlöndum. Hægt er að bóka beint á vefnum og eru hótelin í boði á góðu verði. Yfir 200 hótel eru í boði í Frakk- landi og um 60 í Þýskalandi. Ís- lendingar sem vilja nálgast bæk- linginn er bent á að hafa samband við Fosshótel ehf. Fosshótel er keðja þrettán hót- ela um land allt. Frekari upplýsingar um Foss- hótel fást á www.fosshotel.is. ■ Við ætlum okkurað auka sam- skiptin við afkom- endur íslensku vest- urfaranna,“ segir Jónas Þór sagn- fræðingur um hlut- verk nýrrar ferða- og fræðslunefndar Þjóðræknisfélags Íslands sem hann er formaður fyrir. Lið- ur í því starfi er að skipuleggja auknar ferðir á slóðir Vest- ur-Íslendinga og líka að fá fólk að vestan til að koma hingað. Allt er það gert í nánu samstarfi við deildir Þjóðræknisfélags Íslend- inga í Vesturheimi. „Þessu verður þannig háttað að þar sem ferðast verður um eru skipulagðar mót- tökur heimafólks, snæddur há- degis- eða kvöldverður með þess- um fjarlægu ætt- ingjum, heilsast og kvaðst en kannski líka mynduð tengsl sem vara,“ segir hann. Jónas Þór hefur undanfarin tvö ár gengist fyrir átta vikna kvöldnám- skeiðum í Gerðu- bergi um landnám Íslendinga í Vest- urheimi. Eitt slíkt er að hefjast þann 3. febrúar og stendur til 23. mars. Sjálfur gefur hann upplýsingar um það í síma 554 1680. Í tengsl- um við fyrri námskeið hefur verið farin ein hópferð á sumri en nú stendur sem sagt til að fjölga þeim. Jónas Þór á síðasta orðið. „Á framtíðaráætlun eru þrjár mismunandi sumarferðir sem standa í viku til tólf daga um land- námsstaði vestra. Mín reynsla er sú að oft séu ferðir Íslendinga á þessar slóðir fyrsta skrefið að því að fá þessa frændur okkar í heim- sókn hingað að leita rótanna.“ ■ Þjóðrækni í hávegum: Heilsast, kvaðst og kannski mynduð tengsl sem vara HÓPUR ÍSLENDINGA Á FERÐ Í VESTURHEIMI Landnámsjörð í Lyon County í Minnesota skoðuð. JÓNAS ÞÓR SAGNFRÆÐINGUR Skipuleggur ferðir á slóðir Vestur-Íslendinga. KYRRÐARDAGAR Í SKÁLHOLTI Um næstu helgi, dagana 23.–25. janú- ar, efnir Skálholtsskóli til kyrrðardaga þar sem fólki gefst kostur á að draga sig í hlé frá því álagi sem margir búa við. Kyrrðardagarnir hefjast á föstudags- kvöld. Eftir kvöldtíðir í kirkjunni er kvöldverður og síðan kynning á kyrrðar- dögunum. Þá tekur við hin hlýja þögn. Boðið er upp á hugleiðingar, trúnaðar- samtöl og þátttöku í helgihaldi staðar- ins, sem eru morgun- og kvöldtíðir og messa á sunnudeginum. Þögninni er aflétt um hádegisbil á sunnudeginum. Friðrik G. Friðriksson hefur veriðfararstjóri frá 1980. Hann skipu- leggur ferðir sínar sjálfur og hefur að leiðarljósi að náttúra, menning, saga og matarlyst skipi veglegan sess. „Ég ber eiginlega alveg ábyrgð á mínum ferðum, skipulegg þær, finn hótel og þar fram eftir götunum og ég legg mikinn metnað í þessa þætti,“ segir Friðrik sem heldur 3. apríl í fyrstu Evrópu- rútuna 2004 en þær slógu í gegn hjá Úrvali-Útsýn í fyrra. Ferðir Friðriks einkennast af litlu stressi. Hann vill fara vel sof- inn í skoðunarferðir, skipta sem sjaldnast um góð hótel, keyra sem minnst, hafa nóg pláss í rútunni, hafa frjálsan tíma sem mestan og hafa sem mest innifalið í ferðun- um. „Ég nenni ekki að djöflast á fætur eldsnemma á morgnana,“ segir Friðrik og hlær. „Fólk vill hafa það náðugt þegar það er í fríi og borða morgunmatinn í róleg- heitum. Það borgar sig að skoða minna og gera það vel.“ Friðrik velur líka veitingastað- ina sem borðað er á en flestir kvöldverðirnir eru innifaldir í ferðunum. „Ég vel ekki bara stað- inn heldur matinn líka,“ segir Friðrik og segist leggja upp úr að hafa hann eins fjölbreyttan og hægt er. Þetta segir hann líka vera mikla tilbreytingu frá hótel- kvöldverðunum sem hættir veru- lega til að verða einhæfir. Friðrik leggur líka mikið upp úr því að vel fari um fólk í ferðun- um. Hann ferðast til dæmis alltaf í 50 manna rútum en tekur ekki nema 35 til 40 í hverja ferð. Það er líka mikið um að sama fólkið komi aftur og aftur í ferðir með Frið- riki og aðspurður um aldurshóp- inn segir hann að þeir sem sæki mest í ferðirnar hans séu svona fertugir og upp úr. Friðrik sinnti til skamms tíma annarri vinnu með farastjórninni en hefur nú alfarið snúið sér að henni. „Þá gat ég ekki sinnt nema tveimur til þrem ferðum á ári.“ Friðrik mun sitja fyrir svörum og gefa góð ráð hjá Úrvali-Útsýn í Smáranum, Hlíðarsmára 15, Kópavogi, alla þriðjudaga og fimmtudaga í febrúar og mars 2004 kl. 14–17. „Þá ráðlegg ég fólki um val á ferðum. Ferðirnar eru til dæmis miserfiðar og eldra fólk ætti ekki að fara í of erfiðar ferðir.“ ■ FRIÐRIK G. FRIÐRIKSSON Friðrik hefur verið í fararstjórn í nærri aldarfjórðung og sneri sér að henni alfarið fyrir nokkrum árum. NÝI BÆKLINGURINN Þar er að finna upplýsingar um Evrópu- rúturnar 2004 en einnig er greinargóðar upplýsingar um ferðirnar að finna á vef Úrvals-Útsýnar www.uu.is. Golfferðir Sumarferða: Spænskir vellir Sumarferðir bjóða upp þrjár golf-ferðir í vor til Alicante, Beni- dorm og Denia. Ferðirnar verða farnar 30. mars (8 nætur), 7. apríl (15 nætur) og 20. apríl (9 nætur). Gististaðirnir eru góð og vinsæl hót- el, Hesperia golf og Spa-hotel, Alicante, alla brottfarardagana, Íbúðagisting, Paraiso Centro á Benidorm, 7. apríl, íbúðagisting á Milords, Benidorm, 30. mars og 20. apríl, Gran Hotel í LA Cala, rétt utan við Benidorm 30. mars og 20. apríl, Denia Marriott Hotel La Sella Golf resort & Spa í Denia 30. mars og 20. apríl og íbúðagisting á Para- iso Centro Gemelos 22, 7. apríl. Upplýsingar fást hjá Sumarferðum á netfanginu sumarferdir@sum- arferdir.is eða í síma 575 1515. ■ Evrópurútur 2004: Fróðleikur, hvíld og skemmtun

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.