Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 16
Erlendur Hjaltason, fram-kvæmdastjóri Eimskips ehf., segir að nokkur óvissa hafi ríkt hjá starfsmönnum félagsins þeg- ar mikil umskipti urðu á eignar- haldi á félaginu síðasta haust en þá eignaðist Landsbankinn ráð- andi hlut í félaginu. Hann telur að þessi óvissa sé ekki eins mikil nú, enda hafi fyrirætlanir um rekstur félagsins sífellt komið betur í ljós. Heppin með Magnús „Við erum heppin með stjórnar- formann, Magnús Gunnarsson. Mjög góður maður og hefur að okkar mati nálgast þetta verkefni með mjög skemmtilegum hætti,“ segir Erlendur. Hann segir að nú- verandi stjórn Eimskipafélagsins sýni viðfangsefninu mikinn áhuga. „Stjórnin hefur áhuga á verkefn- inu og hefur skoðanir á þessu og segir þær og það er bara gott fyrir stjórnendur,“ segir hann. Erlendur varð framkvæmda- stjóri Eimskips ehf. þegar gamla Eimskip var skipt upp í þrjú að- skilin fyrirtæki fyrir rúmu ári síð- an. Þá urðu til Eimskip ehf., Burða- rás og Brim sjálfstæðar rekstrar- einingar innan móðurfélagsins. Nú hefur móðurfélagið selt frá sér út- gerðarhlutann og áformað er að skipta Hf. Eimskipafélagi Íslands í tvö aðskilin hlutafélög á næsta að- alfundi, annars vegar flutninga- fyrirtækið Eimskip og hins vegar fjárfestingarfyrirtækið Burðarás. Góð framtíð hjá Eimskip Erlendur hefur starfað hjá Eim- skip allt frá árinu 1984 og verið yf- irmaður erlendrar starfsemi síð- asta áratug eða svo. Hann telur að flutningafélagið Eimskip eigi mikla framtíð fyrir sér og ætlar því stóra hluti á því markaðssvæði sem það starfar. „Heimamarkaður okkar er Norður Atlantshafið,“ segir Er- lendur en hann telur að markaður- inn þar sé mjög sambærilegur. „Það er útflutningur á fiski og fiskafurðum og innflutningur á öllu öðru,“ segir hann. Eimskip gerir út sjö skip sem hafa heimahöfn í Reykjavík en þar er umfangsmikil umskipunarhöfn, sú fjórða stærsta á Norðurlöndum. Þetta er grundvöllur framtíðará- ætlana um Eimskip. „Það er ekkert annað félag með sambærilega flutninga á okkar heimamarkaði,“ segir Erlendur. „Við erum með um 70% mark- aðshlutdeild í flutningi á frystum vörum frá Nýfundnalandi til Evr- ópu og við erum að nota þá þekk- ingu til að stækka,“ segir hann. Er- lendur segir mikilvægt í stjórnun fyrirtækja að langtímamarkmið séu ætíð látin ráða um daglegar ákvarðanir og þess vegna muni Eimskip, undir hans stjórn, fyrst og fremst vinna að því að styrkja Norður Atlantshafs markaðinn og tengda markaði. Langtímaáætlanir gangi fyrir Eimskip er einnig í samstarfi við önnur flutningafyrirtæki, sem sinna öðrum mörkuðum svo sem í Austursjó. „Þar höfum við byggt upp traustan markað á síðustu tíu árum og við sinnum honum vel. Út- rásarverkefnin eru víða en ljóst er að menn verða að líta til langtíma- sjónarmiða þegar slíkar ákvarðanir eru teknar,“ og bætir við: „Þegar við erum að hugsa um þessi vaxtar- tækifæri þá þýðir ekkert að fara út og suður og vera með handahófs- kenndan vöxt. Það skilar yfirleitt ekki góðum árangri fyrir heildina“. Kaup Eimskips á meirihluta í norska flutningafyrirtækinu CTG er hluti af þeirri stefnu að styrkja félagið á Norður Atlantshafinu. „Ef maður tekur einhver tæki- færi sem eru fjarri grunnvextin- um og því sem menn eru að hugsa þá eiga menn að láta það vera,“ segir Erlendur. En Eimskip rekur þjónustu sem nær langt út fyrir rekstur á þeim flutningaleiðum sem skipin bjóða upp á. Félagið rekur þéttriðið net landflutninga á Íslandi og býður upp á heildarlausnir í flutningum fyrir viðskiptavina sína. Í því skyni á félagið í samstarfi við fjölmörg fyrirtæki víða um heim og segir Erlendur mjög mikilvægt að vand- að sé til vals á samstarfsaðilum því ábyrgðin á flutningunum liggi hjá Eimskipi jafnvel þótt allt aðrir aðilar sjái um flutninginn sjálfan. Eimskip endurspeglar sam- félagið Erlendur segir að rekstur fé- lagsins hafi farið batnandi. „Rekst- urinn fyrri part síðasta árs var erf- iður en betri á seinni hlutanum. Við erum að ná vopnum okkar í því,“ segir hann og bendir á að afkoma flutningafélagsins sé góð- ur mælikvarði á efnahagsástandið á Íslandi. „Við endurspeglum það sem er að gerast í landinu á hverj- um tíma,“ segir hann. thkjart@frettabladid.is 16 18. janúar 2004 SUNNUDAGUR ■ Viðskipti Við endurspeglum það sem er að gerast í land- inu á hverjum tíma. ,, Norður Atlantshafið er okkar heimamarkaður Erlendur Hjaltason, framkvæmdastjóri Eimskips ehf., er bjartsýnn á framtíð félagsins. Fyrirhugað er að skipta gamla Eimskipi upp á árinu og þá verður til flutningafélag sem er með svipaða starfsemi og Eimskip var með fram eftir síðustu öld. Fréttablaðið ræddi við hann í tilefni af 90 ára afmæli Eimskipafélags Íslands sem var í gær. ERLENDUR HJALTASON Flutningafélagið Eimskip leggur áherslu á vöxt á þeim markaði þar sem félagið er sterkt fyrir. Erlendur segir mikilvægt að vaxtartækifæri séu valin af kostgæfni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.