Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 18
18 18. janúar 2004 SUNNUDAGUR Fækkun í þjóðkirkjunni Þegar hann sá mannfjöldann,gekk hann upp á fjallið. Þar settist hann, og lærisveinar hans komu til hans. Þá lauk hann upp munni sínum, kenndi þeim og sagði: „Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki.“.“ Á þessum orðum hefst Fjallræðan í Biblíunni, en í henni er kjarninn í kenningu Jesú Krists. Senn hefst Alfa III námskeið í Neskirkju þar sem Fjallræðan verður skoðuð og er séra Örn Bárður Jónsson sókn- arprestur leiðbeinandi. „Það er upp og ofan hversu vel fólk þekk- ir til Biblíunnar, sumir eru vel lesnir á meðan aðrir kunna vart að fletta í henni,“ segir Örn Bárð- ur og bætir við að námskeiðið sé öllum opið, byrjendum sem lengra komnum. „Þegar hafa yfir tvö hundruð manns setið þau átta Alfanámskeið sem ég hef haft umsjón með. Þetta er fólk á öllum aldri en flestir eru yfir fertugu enda hugsar fólk öðruvísi um grundvallarspurningar lífsins þegar þeim aldri er náð, börnin komin til sögunnar og ábyrgðin eftir því.“ Námskeiðin eru með þægilegu og afslöppuðu sniði: „Við byrjum á að borða saman, fáum dýrindismat utan úr bæ, svo er spjallað um heima og geima og jafnvel sungið. Að því loknu fer ég yfir efnið í klukku- stund og síðan fara fram umræð- ur í tíu manna hópum. Og það er í umræðuhópunum sem hinn eig- inlegi lærdómur verður til.“ Að- spurður segir Örn misjafnt hver- su viljugt fólk er til þátttöku í umræðunum, sumir tali mikið en aðrir ekki neitt. „Hver og einn verður að fá að ráða því.“ Skemmtilegt og spennandi Benedikt Sigurðsson og eigin- kona hans fóru á Alfanámskeið fyrir ári. „Það var fyrir orð kunningja okkar sem við fórum. Þeir höfðu látið vel af þessu og námskeiðið uppfyllti allar okkar væntingar, var bæði skemmti- legt og spennandi,“ segir Bene- dikt. „Það hafði lengi blundað í mér að lesa í Biblíunni og þetta kom mér af stað.“ Aðspurður segir Benedikt að þau hafi sótt kirkju við og við en eftir nám- skeiðið hafi messunum fjölgað. „Ég er sannfærður um að þátt- taka í Alfastarfinu er mannbæt- andi en það er annarra að dæma um hvort það hafi gengið eftir“. Þau hjónin létu reyndar ekki duga að sitja eitt námskeið held- ur fóru aftur síðastliðið haust og mæla óhikað með að aðrir geri slíkt hið sama. Skilningurinn dýpki enn frekar. Fjórar milljónir í hundrað og þrjátíu löndum Alfanámskeiðin byrjuðu að frumkvæði tveggja breskra presta sem, fyrir tóma tilviljun, eru báðir einnig löglærðir. Þeir hófu leikinn fyrir rúmum áratug í kirkju í mið- borg Lundúna rétt við Harrods- verslunina frægu og má segja að fólk hafi hreinlega dottið inn af götunni. Nú hafa slík námskeið verið haldin í eitt hundrað og þrjá- tíu löndum og yfir fjórar milljónir manna hafa sótt þau. Námskeið Arnar Bárðar stendur í tíu vikur og lýkur á sólarhringsdvöl í Skálholti. Þátttaka kostar fjórtán þúsund krónur sem er kostnaðurinn við matinn og Skálholtsdvölina en þess má geta að fjölmörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði félagsmanna sinna. Kynning verður haldin í safnaðarheimili Neskirkju, þriðju- dagskvöldið 20. janúar kl. 20. ■ Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Hér með ítrekar Reykjavíkurborg auglýsingu sína eftir handritum að óprentuðu skáldverki, frumsömdu á íslensku; skáldsögu, smásagnasafni, ljóðabók eða leikriti til að keppa um Bók- menntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar sem verða til úthlutunar á síðari hluta árs 2004. Verðlaun að upphæð 600 þúsund krónur verða veitt fyrir eitt handrit. Þriggja manna dómnefnd metur verkin; Árni Sigurjónsson formaður, tilnefndur af borgarráði, Þorgerður E. Sigurðardóttir, tilnefnd af menningarmálanefnd og Jón Kalman Stefánsson tilnefndur af Rithöfunda- sambandi Íslands. Sé dómnefnd á einu máli um að ekkert þeirra verka sem borist hafa fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlaunaverka, má fella verðlaunaveitingu niður það ár. Handritum sem keppa til verðlaunanna þarf að skila merktum dulnefni, en nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi. Handrit berist í síðasta lagi 1. maí 2004. Utanáskrift: Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar b.t. Signýjar Pálsdóttur, menningarmálastjóra Reykjavíkur Ráðhúsi Reykjavíkur 101 Reykjavík Nánari upplýsingar fást á skrifstofu menningarmála, sími 563-6615, netfang menning@rhus.rvk.is Borgarstjórinn í Reykjavík 18. janúar 2004 Þrjóskur, stríðinn, skemmtilegur Hann er fastur á sínu og errosalega þrjóskur. Hann læt- ur engan standa upp í hárinu á sér,“ segir Einar Ágúst Víðisson tónlistarmaður um manninn sem spurt er um að þessu sinni. Einar Ágúst hefur unnið með umrædd- um um nokkurt skeið, þar á meðal í útvarpi. „Hann er með mjög beittan húmor og talar oft áður en hann hugsar. Hann klárar sín mál og það er gott að treysta á hann. Hann er vel liðinn alls staðar og traustur, heiðarlegur fram í fing- urgómana.“ Einar Ágúst segir umræddan þó hafa einn stóran galla. „Hann kemur frá stað sem liggur ekki að sjó og því hefur hann ekki migið í saltan sjó.“ Samferðarmaður hans á ung- dómsárunum, Halldór Benedikts- son, verslunarstjóri BT, segir okkar mann stríðinn með ein- dæmum. „Hann var prakkari hinn mesti og nýtti hvert tækifæri til að gera grikk.“ Stríðnin er þó ekki það eina sem hann vill segja: „Strax í bernsku sýndi hann mikið frumkvæði og var alltaf viss um hvað hann vildi. Síðar kom svo í ljós að hann var, og er, afar hug- myndaríkur og frjór“. Þráinn Hafsteinsson frjálsíþróttaþjálfari tekur í svipaðan streng og bætir við að okkar maður sé afskaplega skemmtilegur. „Hann hefur líka þörf fyrir að vera í sviðsljósinu og nýtur þess vel,“ segir Þráinn. Um íþróttahæfileikana segir hann: „Jú, jú þeir voru til staðar en þó virtist mér sem hann hefði ekki þá brennandi löngun sem þarf til að berja á sjálfum sér líkamlega til að ná árangri. Hugurinn virtist stefna í aðrar áttir.“ Og nú er spurt: Hver er maðurinn? Svarið er á síðu 22. ■ BENEDIKT SIGURÐSSON Hefur setið tvö Alfanámskeið og mælir með þeim. Alfanámskeið er að fara af stað í Neskirkju. Yfir tvö hundruð manns hafa þegar setið slík námskeið: Hver er tilgangurinn með þessu jarðlífi? ÖRN BÁRÐUR JÓNSSON „Upp og ofan hversu vel fólk þekkir Biblíuna.“ Hlutfall þeirra sem skráðir eruí þjóðkirkjuna hefur fækkað úr 92% í 86,1% á síðustu tíu árum. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands. Þjóðkirkjan hefur þó yfirburðastöðu hvað varðar fjölda skráðra einstak- linga miðað við önnur trúfélög. Þann 1. desember 2003 voru 250.051 skráðir í kirkjuna. „Í fyrsta lagi vil ég nefna að þarna er um hlutfallstölur að ræða. Þegar við skoðum fjölda einstaklinga þá hefur fjölgað í þjóðkirkjunni á undanförnum árum,“ segir Halldór Reynisson, verkefnisstjóri á biskupsstofu, spurður um þá fækkun sem hefur átt sér stað í söfnuðinum. „Í annan stað hefur orðið mikil fjölgun ný- búa á Íslandi síðustu ár sem hefur breytt hlutföllunum og því hefur fjölgað í öðrum trúfélögum en þjóðkirkjunni.“ Halldór segir einnig að sú til- hneiging hafi verið á Vesturlönd- um síðustu ár að efla hinn frjálsa markað og frjáls félög og um leið minnka áhrif ríkisins og stofnana sem tengjast ríkinu beint eða óbeint. Þar af leiðandi hafi kannski fjölgað í öðrum trúfélög- um en þjóðkirkjunni. „Þetta á eflaust einnig við um íslensku þjóðkirkjuna sem og aðr- ar kirkjur á Norðurlöndum og í Vestur-Evrópu. Þetta hefur meðal annars gerst í Bretlandi og Þýska- landi,“ segir Halldór. Fjölgun hjá fríkirkjusöfnuðum Rúmlega 12.500 manns eru skráðir í fríkirkjusöfnuðina þrjá, Fríkirkjuna í Reykjavík, Óháða söfnuðinn og Fríkirkjuna í Hafn- arfirði. Hlutfallið hefur hækkað úr 3.2% landsmanna í 4,5% á síð- ustu tíu árum. „Við erum gríðarlega ánægð með fjölgunina hjá okkur. Það hefur gengið vel og við höfum haft góðan meðbyr,“ segir Einar Eyjólfsson, prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Í fyrra voru 4.127 skráðir í söfnuðinn en til saman- burðar voru 2.954 árið 1996. Einar segir mikið af ungu fjölskyldufólki hafa gengið í söfn- uðinn síðustu ár oft í tengslum við fermingu og barnastarf. Hann þakkar fjölgunina einnig góðum leiðtogum í safnaðarstarfinu. „Fjölgunin skiptir okkur gríð- arlega miklu máli að því leytinu til að sóknargjöld eru okkar einu tekjur. Það skiptir okkur líka máli að fá fólk inn til að standa undir þessu öfluga starfi,“ segir Einar, sem tók við sem prestur í Fríkirkjunni árið 1984. Þá voru 1.800 manns skráðir í söfnuðinn. Aukinn fjöldi trúfélaga Skráðum trúfélögum utan þjóð- kirkju og fríkirkju hefur fjölgað úr ellefu í 21 síðustu tíu ár. Þessum trúfélögum tilheyra nú rúm 4% íbúa samanborið við 3,5% árið 1993. Flest félaganna eru afar fá- menn. Kaþólska kirkjan er eina trúfélagið þar sem hlutfallið er yfir 1%. Þar hefur meðlimum fjölgað um meira en helming frá árinu 1993, úr 2.484 í 5.582. „Það er mikið af kaþólskum inn- flytjendum sem kemur hingað til lands. Fólk frá Póllandi, Litháen, Filippseyjum og Suður-Ameríku,“ segir séra Jakob Roland. Þó nokkrir Íslendingar taka upp kaþólska trú á ári hverju. Séra Jakob segist ekki vita nákvæma tölu yfir hlutfall Íslendinga í söfn- uðinum. „En ég gæti trúað að um helmingur safnaðarmeðlima sé með íslenskan ríkisborgararétt,“ segir séra Jakob. Til óskráðra trúfélaga og með ótilgreind trúarbrögð heyrðu 2,7% þjóðarinnar og 2,4% eru utan trú- félaga samanborið við 1,4% árið 1993. kristjan@frettabladid.is Þjóðkirkjan 86.08% Fríkirkjan í Reykjavík 2.04% Kaþólska kirkjan 1.92% Fríkirkjan í Hafnarfirði 1.42% Óháði söfnuðurinn 0.86% Hvítasunnukirkjan á Íslandi 0.59% Ásatrúarfélag 0.27% Fríkirkjan Vegurinn 0.24% Krossinn 0.20% Búddistafélag Íslands 0.18% Félag múslima á Íslandi 0.10% Önnur trúfélög og ótilgreint 3.71% Utan trúfélaga 2.39% Heimild: Hagstofa Íslands HLUTFALL ÍBÚA EFTIR TRÚFÉLÖGUM 1. desember. HALLDÓR REYNISSON Hann segir að fjölgað hafi í þjóðkirkjunni síðustu ár. KRISTSKIRKJA VIÐ LANDAKOT Með komu fólks frá Litháen, Filipps- eyjum og Suður-Ameríku hefur fjölgað í kaþólsku kirkjunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Hver er maðurinn?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.