Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 15
15SUNNUDAGUR 18. janúar 2004 almennings einfaldlega verið kæfð. „Þegar stór opinber fyrirtæki voru að sóa opinberu fé þá talaði enginn um að það væri verið að misnota frelsi einstakra valda- manna eða að valdamenn væru að misnota frelsi sitt. Þeir áttu í raun og veru ekki að hafa þetta frelsi,“ segir hann. Þór bendir einnig á að erlendis sé sérstaklega átt við það þegar fyrirtæki segja upp fólki í stórum stíl en hækka laun for- stjóra. „Hér eru fyrirtæki að ráða fólk og efla útrás sína.“ Hlutafélög þurfa stuðning fólksins Þór segir aðhald markaðarins vera mjög öflugt. „Nú er frelsi á markaði stóraukið og við erum einmitt að upplifa, ekki bara hér heldur víða annars staðar, að al- menningshlutafélög hafa veru- lega hagsmuni að gæta að almenn- ingur sé hliðhollur fyrirtækinu. Það er mesta aðhaldið,“ segir Þór. Minni ríkisumsvif - fleiri tækifæri Verslunarráð hefur löngum starfað bæði sem þrýstihópur um málefni viðskiptalífsins en einnig sem hugmyndauppspretta. Versl- unarráð hefur til að mynda sett fram hugmyndir bæði í mennta- og heilbrigðismálum. Þessar hug- myndir verða meðal annars við- fangsgefni á Viðskiptaþingi hinn 11. febrúar undir yfirskriftinni „Minni ríkisumsvif margfalda tækifærin“. Þór segir þróun háskólasam- félagsins á Íslandi undanfarin ár hafa verið mjög gleðilega. Nú eigi fólk mun auðveldara en áður með að stunda háskólanám enda hafi verið opnað mjög fyrir samkeppni á háskólastiginu. Þór telur mikil- vægt að leitað sé leiða til þess að auka einnig fjölbreytni á öðrum skólastigum. „Það þarf að hleypa fjölbreytninni inn í grunnskóla og menntaskóla,“ segir hann. Samkeppni í grunnskóla Þór segir að þótt áfram verði boðið upp á endurgjaldslaust grunnskólanám sé hægt að auka fjölbreytnina með því að hleypa samkeppni að og skapa þannig grundvöll til samanburðar. „Það er bara eins og í öllu öðru. Saman- burður er lykilatriði og saman- burður innan lokaðs kerfis er mjög erfiður,“ segir hann. Sósíaldemókratarnir sem fyrirmynd Þór segir að taka megi til fyrir- myndar aðgerðir í ýmsum ná- grannalöndum okkar þar sem hlut- ur einkaframtaksins hefur verið aukinn í heilbrigðis- og mennta- málum. „Við trúum því að ef við fylgdum einungis frændum okkar og ríkisstjórnum sósíaldemókrata á Norðurlöndum þá værum við að taka skref fram á við.“ Hann segir að breytingar á mennta- og heilbrigðiskerfinu séu liðir í því að auka samkeppnis- hæfni Íslands. Hann segir að ýmsar ástæður séu fyrir því að fólk vilji reka fyrirtæki á Íslandi og að umhverfið sé á margan hátt gott. Tregða gagnvart breytingum „Það er góður vinnukúltúr á Ís- landi, gott starfsfólk og gott rekstrarumhverfi. Við erum hins vegar að keppa við önnur lönd og mörg þeirra eru að bjóða svipað skattaumhverfi og við eða betra þannig að við verðum að passa okkur,“ segir Þór og óttast að nú sé til staðar tregða í íslenska stjórnkerfinu við áframhaldandi breytingum á skattkerfi sem geri Ísland samkeppnishæfara. „Mér finnst stundum eins og það sé hætta í kerfinu núna að vegna þess að tekjuskattshlutföll hafi verið lækkuð þá finnist stjórnkerfinu að nóg hafi verið gert. Svo nóg að það megi eigin- lega ekki brydda upp á hugmynd- um sem geta bætt starfsumhverfi fyrirtækja og aukið um leið ríkis- og þjóðartekjur til lengri tíma. Staðreyndin er hins vegar sú að við erum í keppni við aðrar þjóðir og þurfum að vera með stjórn- kerfi og stjórnsýslu sem er fyrir- tækja- og fólksvæn,“ segir Þór. Útlendingar geti starfað á Íslandi Eitt af því sem Þór telur að þurfi að skoða sérstaklega eru ástæður þess að íslensk fyrirtæki, sem starfa á alþjóðlegum mark- aði, eigi erfitt með að fá fólk til að flytja til Íslands. Hann hefur áhyggjur af því að útrás íslenskra fyrirtækja sé fyrst og fremst í aðra áttina, þ.e. verið sé að kaupa fyrirtæki og rekstur erlendis en ekki flytja þá þætti til Íslands. Þór segir mikilvægt að tekið sé til skoðunar hvernig hægt sé að mæta betur þörfum þeirra útlend- inga sem Íslendingar vilja fá til vinnu hérlendis, t.d. með stofnun skóla sem henti fyrir börn starfs- manna. Þór segir að sérstaklega þurfi að taka til athugunar hvernig hægt sé að gera íslenskum fyrirtækjum kleift að hafa stærri hluta starfsemi sinnar á Íslandi. Nú þurfi mörg þeirra að flytja stóra þætti út þar sem erfitt sé að fá útlendinga til þess að flytja til Íslands. Hann segir að staðan hvað þetta varðar sé ekki góð og að í raun og veru sé illmögulegt fyrir fólk að flytja hingað með fjöl- skyldur sínar. „Við eigum ekki að fúlsa við því að fólk vilji koma til Íslands,“ segir hann og bætir við að víða sé það nýinnflutt fólk sem láti hvað mest að sér kveða í athafnamennsku og nýsköpun. thkjart@frettabladid.is NÝJAR HUGMYNDIR Í RÍKISREKSTRI Viðskiptaþing í febrúar mun fjalla um betri leiðir til að nýta skattfé og þannig auka tækifæri í hagkerfinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.