Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 19
SUNNUDAGUR 18. janúar 2004 19 Árni Snævarr unir hag sínumvel í stríðshrjáðu héraðinu þótt margt hafi gengið þar á. Íbú- ar Kosovo hafa barist hatramm- lega fyrir sjálfstæði sínu frá Serbíu og Svartfjallalandi og náði stríðið hámarki fyrir fimm árum. Síðustu ár hafa farið í uppbygg- ingu í héraðinu en hlutverk Árna er að sjá um ýmis kynningarmál. Gleymdi umsókninni „Ég hafði einhvern tímann í bríaríi sótt um ákveðið starf á heimasíðu ÖSE sem ég held að hafi í raun aldrei hentað mér. Ég gerði ekkert annað en að sækja um og svo steingleymdi ég því. Skömmu eftir að ég var rekinn af Stöð 2 var hringt í mig að utan og spurt hvort ég vildi ekki sækja um starf á fjölmiðladeildinni hér, sem ég og gerði. Viðkomandi yfir- maður hafði séð umsóknina mína og í kjölfarið fékk ég starfið. Ég hafði verið á lista íslensku friðar- gæslunnar og er hjá ÖSE sem eins konar framlag Íslands til verk- efna í Kosovo,“ segir Árni. „Það er mjög áhugavert að kynnast því sem hefur verið að gerast hér. Al- þjóðasamfélagið stýrir Kosovo- héraði en landstjórninni, sem er á vegum Sameinuðu þjóðanna, hef- ur verið falið það hlutverk að byg- gja upp lýðræðislegar stofnanir svo og fjölmiðla, lögreglu og dómskerfi. Það er mjög athyglis- verð tilraun sem er verið að gera hérna og gaman að fá að taka þátt í henni.“ Árni segir uppbygginguna í Kosovo ganga afar hægt. Á síð- asta ári var lögð fram áætlun um hvaða árangri Kosovar þyrftu að ná áður en lokaákvörðun verður tekin um hverjir muni fara með stjórn héraðsins. „Kröfurnar sem alþjóðasam- félagið gerir til Kosovo eru afar nákvæmar,“ segir Árni. „Það er mjög langt í land en ef litið er á björtu hliðarnar hefur geysilega mikið áunnist.“ Enn blossa upp átök Fimm ár eru liðin frá því að átökin í Kosovo stóðu sem hæst og enn blossa upp átök „Það var serbneskur maður skotinn hér á færi á götu úti um daginn vegna þjóðernis. Um síðustu helgi var einnig skotárás á bar sem er um 200 metra frá vinnustað mínum,“ segir Árni. „Ofbeldi í samfélaginu er ekki síður höfuðverkur hérna, óháð pólitík og öðru. Mafían er til dæmis mjög öflug hérna.“ Árni segir að þrátt fyrir stríðs- átökin sé Pristina ekki mjög illa farin. Borgin er hins vegar af- skaplega ljót og skítug. „Ég er í hjarta bæjarins og horfi á blokkir í stalínískum stíl. Það er snjór sem liggur yfir húsþökunum sem er ljósbrúnn af skít. Skítugari borg finnur maður varla. Það eru öskuhaugar og drasl úti um allt, alveg einstakur óþrifnaður. Til að kóróna þetta allt saman er mikil fuglaplága, svartþrestir sem fljúga ekki í flokkum heldur breiðum. Fyrir ljósaskipti fljúga þeir yfir borgina og það er alveg magnað að sjá þá. Af einhverjum ástæðum eru hins vegar fáar rott- ur hérna. Mín kenning er sú að fuglanir éti rotturnar, eða að minnsta kosti æti þeirra.“ Árni segir það hafa tekið hann um tvo mánuði að ná áttum í Prist- ina. Lítið er við að vera í borginni, sem um 600 þúsund manns búa í. Þar er aðeins eitt kvikmyndahús, sem sýnir eins til tveggja ára gamlar bíómyndir. „Þversögnin er sú að beint fyr- ir framan bíóið og alls staðar á götum úti er verið að selja DVD- diska og þar keypti ég meðal ann- ars Kill Bill áður en hún var sýnd á Íslandi. Það er eiginlega þessi þumalputtaregla, að það er ein- faldara að fá eitthvað ólöglegt en það sem löglegt er.“ Sérkennilegur bæjarbragur Bæjarbragurinn í Pristina er afar sérkennilegur. Þar þramma um götur vopnaðir menn alls stað- ar að úr heiminum; jafnt ind- verskir sem bandarískir lögreglu- þjónar sem og sænskir eða jórdanskir hermenn með alvæpni. „Vopnaburður er mjög svo al- gengur hér. Fólk læsir úr og skartgripi í skápum líkamsrækt- arstöðvarinnar en geymir vopnin dinglandi á snögunum,“ segir Árni, sem gengur þó ekki sjálfur um vopnaður. „Við erum menn friðarins hér. Það næsta sem ég kemst hermennsku er þegar ég fer út úr bænum í bíl frá Öryggis- stofnuninni, þá eru ákveðnar öryggisráðstafanir viðhafðar. Þannig hef ég mitt eigið talstöðv- arkallnúmer sem er 013 Foxtrot og ég kalla upp Papa Romeo. Ég reyni þó að láta fara lítið fyrir tal- stöðinni,“ segir hann hlæjandi. Starf Árna felst aðallega í kynningarmálum. Hann ritstýrir meðal annars blaði sem kemur út mánaðarlega, hefur yfirumsjón með heimasíðu, stjórnar dag- skrárútgerð með útvarpsþáttum og stýrir kynningarherferðum. Allt efnið er gefið út á ensku, alb- önsku og serbnesku. „Það er mjög sérkennilegt að halda á blaði sem ég hef ritstýrt eða horfa á greinar sem ég hef skrifað og skilja ekki orð,“ segir Árni. Um þúsund manns vinna fyrir ÖSE á svæðinu en um 20 þúsund manns vinna fyrir al- þjóðasamfélagið, aðallega NATO og Sameinuðu þjóðirnar í Kosovo. Prísar sig sælan að vera frá Íslandi Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Árni býr eða vinnur erlendis. Hann telur það mjög gott fyrir Ís- lendinga að komast til annarra landa. „Við erum fámenn og lifum við friðsæld. Þótt það sé margt gott við íslenskt samfélag höfum við öll gott af því að anda að okkur fersku lofti og sjá hlutina frá öðru sjónar- horni. En ég neita því ekki að ég prísa mig sælan á hverjum degi að vera fæddur á Íslandi,“ segir Árni. Þótt Árni hafi sagt skilið við ís- lenskar fréttir að sinni hefur hann fylgst náið með málum hér heima. Fréttahaukurinn kemur líka stundum upp í honum og oft svala stuttar fréttaklausur á Netinu ekki fréttaþorstanum. Þá hringir hann heim til að forvitnast. „Mér finnst stundum eins og öll sagan sé ekki sögð,“ segir hann hlæj- andi. Af atburðum síðustu mánaða hér heima finnast Árna tvær fréttir standa upp úr. „Í mjög fljótu bragði myndi ég segja helstu fréttirnar vera hvað fjöl- miðlaflóran breyttist mikið á ein- um mánuði, eitthvað sem sér ekki enn fyrir endann á. Síðan er það kaupaukinn hjá forstjórum Kaup- þings og að sjálfsögðu viðbrögð Davíðs Oddssonar við báðum at- burðunum,“ segir Árni. Tók uppsögnina nærri sér Árni hefur lengi verið við- loðandi fjölmiðlastörf. Hann hóf störf á ríkissjónvarpinu árið 1987 og starfaði þar til 1996, fyrir utan eitt ár þegar hann fór í námsleyfi. Árið 1996 færði hann sig um set yfir á Stöð 2 og var meðal annars kjörinn sjónvarpsmaður ársins 2002. Eins og kunnugt er var hon- um sagt upp störfum á Stöð 2 í ágúst á síðasta ári. „Ég tók uppsögnina mjög nærri mér. Ég dreg ekki dul á það. Hins vegar er ég fæddur undir heillastjörnu og hef í rauninni verið lukkunnar pamfíll allt mitt líf. Það hefur samt enginn rétt á því, og enginn gott af því að sigla átakalaust í gegnum lífið. Þetta mótlæti hefur styrkt mig og ég get í rauninni alls ekki kvartað. Gamall draumur um að vinna aft- ur erlendis og kynnast Balkan- skaga er að rætast. „Hins vegar er dapurlegt að fylgjast með mínu gamla fyrir- tæki. Það voru unnin skemmd- arverk á þessu fyrirtæki af full- komnum óþarfa. Það var ekki flóknara en það. Sömu menn og beittu grimmilegri ritskoðun, sögðust ætla að ritskoða tölvu- póst og þefa uppi og refsa upp- ljóstrurum að hætti Nixons, eru þarna ennþá. Ég átti hins vegar góð ár þarna og það líður ekki sá dagur að mér verði ekki hugsað til minna gömlu félaga á Stöð 2,“ segir Árni, sem heldur enn sambandi við suma af gömlu samstarfsmönnunum á Norðurljósum. Árni á tæplega helming eftir af sex mánaða samningi sínum við ÖSE. Hann hefur ekki enn ákveðið hvort hann komi heim þegar samningurinn rennur út. „Þegar ég verð búinn að þreyja þorrann og góuna í þessum kulda, ég tala nú ekki um húskuldann, er freistandi að eyða sumrinu hér,“ segir Árni og svarar í véfréttarstíl þegar hann er spurður um hvort bornar hafi verið í hann víurnar frá Íslandi „Við skulum vona að það vanti alltaf vana menn,“ segir Árni Snævarr að lokum. kristjan@frettabladid.is ALÞJÓÐASAMFÉLAGIÐ Íbúar Kosovo hafa barist hatrammlega fyrir sjálfstæði sínu frá Serbíu og Svartfjallalandi og náði stríðið hámarki fyrir fimm árum. Síðustu ár hafa farið í uppbyggingu í héraðinu. KIRKJURÚSTIR Þótt víða megi sjá rústir í Pristina segir Árni borgina ekki illa farna. Hann segir uppbygginguna í Kosovo þó ganga afar hægt. Árni Snævarr fréttamaður hefur síðustu mánuði starfað sem fjölmiðlafulltrúi hjá ÖSE, Öryggis- og samvinnu- stofnun Evrópu, með aðsetur í Pristina í Kosovo. Skilur ekki orð af því sem hann skrifar Í PRISTINA Árni Snævarr starfar sem fjölmiðlafulltrúi hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu með aðsetur í Pristina í Kosovo.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.