Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 37
SUNNUDAGUR 18. janúar 2004 37
FÓLK Leikarinn Sean Penn fór til
Íraks í nóvember síðastliðnum og
skrifar nú um ástandið þar í pistli
bandaríska dagblaðsins San
Francisco Chronicle. Í fyrstu
grein sinni um ferð sína lýsti hann
ástandinu í landinu við púður-
tunnu.
„Þetta er hernumið land. Land
sem á í stríði. Margir Írakar sem
ég talaði við sögðu að það væri
ekkert frelsi í þessu ástandi, né
traust til þess að einhliða lausn
náist,“ skrifaði Penn meðal ann-
ars í fyrstu greininni. „Fyrir íbúa
Bagdad og varnarliðið, er óreiðan
og stjórnleysið á götum úti raun-
veruleg ógn.“
Ritstjóri blaðsins, Phil Bron-
stein, sagði að Penn fengi greidd
venjuleg blaðamannalaun fyrir
skrif sín en ferðina til Íraks hefði
hann kostað sjálfur.
Penn er þekktur friðarsinni og
stjórnarandstæðingur og hefur
meðal annars keypt heilsíðu aug-
lýsingar í blöðum til þess að mót-
mæla ákvörðunum ríkisstjórnar
Bandaríkjanna. Penn ferðaðist
fyrst til Bagdad í desember árið
2002. Hann sneri svo aftur viku
fyrir handtöku Saddams Hussein
til þess að kynna sér hvort lífs-
mynstur íbúa hefði breyst. ■
70 MÍNÚTUR Í SMÁRALIND
Það var mikið um sprell í Smáralindinni á laugardag þegar þáttastjórnendur 70 mínútna
kynntu nýjan liðsmann í hópinn og kostunaraðila.
George Clooney er pirraðurþessa dagana. Ástæðan er að
sú saga er komin á kreik í
Hollywood að
hann og kærasta
hans Krista
Allen eigi von á
barni. Clooney er
búinn að hafa
mikið fyrir því
að sannfæra alla
um að kærastan
hans sé ekki ófrísk og að hún hafi
ekki verið ófrísk frá því að hún
eignaðist son sinn fyrir sex árum
síðan.
Halle Berry hefur leitað sér sál-fræðihjálpar vegna sífelldra
karlavandræða sinna. Hún hefur
verið einstaklega óheppin þegar
kemur að því að velja þann rétta.
Síðasti eiginmaður hennar hélt
fram hjá henni, annar
kærasti barði hana svo
illa að hún missti heyrn
á hægra eyra og fyrsta
hjónaband hennar
endaði svo illa að
hún neyddist til
þess að fá nálg-
unarbann á
manninn. Stúlk-
an er nú í mikilli
sjálfsskoðun og
kannar hver hen-
nar þáttur sé í
þessu öllu saman.
Lögfræðingar Michaels Jacksonunnu lítinn sigur daginn áður
en réttarhöldin yfir popparanum
hófust. Þeir komu
því í gegn að lög-
reglan þyrfti að
gefa nákvæman
lista yfir þá muni
sem voru fjarlægð-
ir af heimili
Jacksons þegar lög-
reglan gerði húsleit
á Neverland, búgarði hans. Mikil
leynd hafði verið yfir því hvaða
hlutir voru teknir. Í öðrum frétt-
um af Jackson er að hann hefur
nú greint frá því að tvö eldri
börn sín séu af gyðingaættum.
Penn skrifar um Írak
SEAN PENN
Hefur verið orðaður við óskarstilnefningu í
ár fyrir leik sinn í Mystic River.
Fréttiraf fólki
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T