Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 13
13SUNNUDAGUR 18. janúar 2004 Söngvarinn bláeygi, Geir Ólafs-son, byrjaði með nýjan þátt á Útvarpi Sögu í síðustu viku og það má segja að um leið hafi hann byrjað í stífu líkamsræktar- prógrammi þar sem honum er illa við lyftur og stúdíóið er á þrett- ándu hæð Húss verslunarinnar. „Ég hleyp þetta upp og niður svona þrisvar á dag og finn ekkert fyrir þessu, verð ekki einu sinni móður þó ég fari nokkrar ferðir í röð,“ segir Geir sem forðast lyft- ur í lengstu lög. „Ég lenti í því þegar ég var lítill að lokast inni í lyftu og hef aldrei unnið almenni- lega úr þeirri lífsreynslu. Ég ætla fara að vinna í þessu máli í róleg- heitum á minn hátt fljótlega,“ seg- ir Geir sem er svo illa við lyftur að hann spurði hvort hann gæti notað stiga þegar hann heimsótti The World Trade Center í New York fyrir nokkrum árum. „Maðurinn missti auðvitað andlitið og sagði mér að það myndi taka mig svona um það bil sex klukkutíma að labba upp og ekki minna en þrjá að komast nið- ur. Þannig að ég lét mig hafa það að taka lyftuna. Ég verð auðvitað að gera eitthvað í þessu en þetta er allt í lagi á meðan ég er heilsu- hraustur og get hlaupið.“ Þáttur Geirs heitir Þyrl og er á dagskrá Sögu klukkan 15 á laugar- dögum en tilgangur þáttarins er að opna augu Íslendinga fyrir því að það er fleira hæfileikafólk á bak við diskana sem við kaupum en bara söngvararnir sem eru alltaf í forgrunni. „Í þættinum tala ég ein- göngu við hljóðfæraleikara sem hafa verið lengi í bransanum,“ seg- ir hinn íslenski Frank Sinatra sem lætur ekkert slá sig út af laginu nema þá helst lyftuferðir. ■ Tröppugangur GEIR ÓLAFSSON ■ Sveiflukóngurinn er hræddur við lyftur og er því á stöðugum hlaupum á milli hæða í Húsi verslunarinnar eftir að hann hóf störf hjá Útvarpi Sögu. Lyftuhræðslan ekki vandamál KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON Bæjarstjórinn á Akureyri hefur haft nokkrar áhyggjur af sölu ÚA og áhrif þess á bæjar- félagið. Í frístundum sínum finnst honum best að lesa góðar bækur og veiða fisk á flugu. ??? Hver? Bæjarstjóri á Akureyri með öllum hans kostum og göllum. ??? Hvar? Staddur í Reykjavík. ??? Hvaðan? Akureyri, Dalvík. ??? Hvað? Veiði fisk á flugu. ??? Hvers vegna? Það veitir manni andlega og líkamlega útrás. Hugsvölun í náttúru landsins og algjör hvíld frá daglegu amstri. ??? Hvernig? Veiði mest andstreymis, bæði í veiði- vatni og í daglegu starfi. ??? Hvenær? Á flugu veiði ég á mestan part yfir sum- armánuði, en annar veiðiskapur stendur alla aðra mánuði ársins. ■ Persónan ■ Nýjar bækur GEIR ÓLAFSSON Stjórnar þættium Þyrl á Útvari Sögu FM 99,4 og hleypur upp og niður 13 hæðir nokkrum sinnum á dag í stað þess að taka lyftu. Ný og endurbætt útgáfa bókar-innar Siðfræði lífs og dauða eftir Vilhjálm Árnason prófessor er komin út. Í bókinni fjallar Vil- hjálmur um öll helstu siðferðileg álitamál í heilbrigðisþjónustu á ítarlegan en aðgengilegan hátt. Hann greinir ýmis lykilhugtök mannlegs siðferðis og leitast við að jarðtengja þau með umfjöllun um einstök vandamál sem upp koma við umönnun sjúkra og deyjandi, og við mótun heilbrigð- isstefnu. Rauði þráðurinn í mál- flutningi Vilhjálms er krafan um að virða sjúklinginn sem mann- eskju. Í því skyni þurfi fagfólk í heilbrigðisþjónustu að temja sér samráð við sjúklinga, ástunda samræður sem miða að gagn- kvæmu trausti. Siðfræði lífs og dauða var til- nefnd til Íslensku bókmennta- verðlaunanna 1993 og sama ár hlaut höfundur viðurkenningu Hagþenkis fyrir bókina. A.A. MILNE Höfundur hinna sívinsælu bóka um Bangsímon fæddist á þessum degi árið 1882. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA 18. janúar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.