Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 40
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 Á ekki gæludýr - bara tvo bræður! Bakhliðin Á MAGNÚSI GEIR ÞÓRÐARSYNI Hvernig ertu núna? Mjög fínn. Hæð: 185. Augnlitur: Blár. Starf: Leikstjóri. Stjörnumerki: Vog. Hjúskaparstaða: Laus og liðugur. Hvaðan ertu? Fæddur og uppalinn í Reykjavík. Helsta afrek: Stjörnur á morgunhimni, Stone Free og kannski bara líka Eldað með Elvis? Helstu veikleikar: Oft of upptekinn af leikhúsinu. Ertu í bókinni Íslenskir samtímamenn? Já, ég held það. Helstu kostir: Að vera lífsglaður og njóta þess að vera með og vinna með fólki. Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The Office sem er fáránlega fyndinn og Fréttir. Uppáhalds útvarpsþátturinn: Dægur- málaútvarpið, Víðsjá og Helgarútgáfan. Mestu vonbrigði lífsins: Þegar A view to a kill datt úr fyrsta sæti binsældar- lista Rásar 2 árið 1985. Hobbý: Leikhús, kvikmyndir og skíði. Viltu vinna milljón? Já takk – eða tvær. Jeppi eða sportbíll: Sportbíll. Handbolti eða fótbolti: Eða bara eitt- hvað annað. Bingó eða gömlu dansana: Brids. Írafár eða Mínus? Mínus. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Leikari, leikstjóri eða póstmaður. Skelfilegasta lífsreynslan: Þegar ég sá útilegumann í klettunum við Álfaskeið fyrir 25 árum. Hver er fyndnastur? Allir í The Office og auðvitað leikararnir frábæru í Eldað með Elvis. Líka Kjartan Guðjónsson, hann er alltaf fyndinn. Hver er kynþokkafyllst? Penelope Cruz og Nicole Kidman (við Tom höfum svipaðan smekk). Leyndó hverjar þær íslensku eru. Trúir þú á drauga? Nei, ég held ekki. Hvaða dýr vildirðu helst vera: Froskur. Hvort vildirðu heldur vera Ibsen eða Egner? Ég vildi vera hvorugur í því ástandi sem þeir eru núna. En á sínum tíma hefði ég frekar viljað vera Ibsen. Áttu gæludýr? Nei, en tvo bræður. Hvar líður þér best? Með góðum vinum eða fjölskyldunni. Þér býðst að leikstýra skelfilegu verki eftir ungverskt gamalmenni um ástar- samband konu og ljósastaurs í einu af stóru leikhúsunum á Broadway. Sally Field er í kvenhlutverkinu og Kareem Abdul Jabbar leikur ljósastaurinn. Hverju svarar þú? Ég er til, með því skilyrði að hlutverki konunnar verði breytt í stöðumæli. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.