Fréttablaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 29. janúar 2003 31
SMÁAUGLÝSINGAR SEM ALLIR SJÁ – 515 7500
rað/auglýsingar
Óskum eftir
verk- eða tölvunar-
fræðing(um)
AGR ehf., stofnað 1998, er hugbúnaðar- og
verkfræðifyrirtæki sem sérhæfir sig í lausnum
til hægræðingar í rekstri. Starfsemi fyrirtækis-
ins felst meðal annars í sölu, þjónustu og
þróun á innkaupa- og birgðastýringarkerfinu
AGR Innkaup auk ýmissa ráðgjafaverkefna
sem byggja á aðferðafræði aðgerðarann-
sókna. Viðskiptavinir AGR eru mörg af stærstu
fyrirtækjum landsins. Nánari upplýsingar um
fyrirtækið má sjá á heimasíðu þess
www.agr.is.
Vegna aukinna umsvifa innanlands og erlend-
is óskum við eftir að bæta við okkur starfsfólki
með menntun á sviði verkfræði, stærðfræði,
tölvunarfræði eða kerfisfræði með eftirfarandi
eiginleika:
• Góð forritunarkunnátta.
• Frumkvæði í starfi.
• Þjónustulund.
• Þekking á helstu viðskiptakerfum
(æskileg en ekki skilyrði).
• Reynsla af erlendum hugbúnaðarverkefnum
(æskileg en ekki skilyrði).
• Reynsla af ráðgjafaverkefnum (æskileg en ekki skilyrði).
• Reynsla af hugbúnaðargerð í NET
(æskileg en ekki skilyrði).
Í boði eru krefjandi og skemmtileg störf sem felast
einkum í: Hugbúnaðarþróun og þjónustu við viðskipta-
vini, ráðgjafaverkefnum á sviði aðgerðarannsókna og
þátttöku í markaðssetningu og sölustarfi fyrirtækisins
hérlendis og erlendis.
Umsóknir sendist á netfangið halfdan@agr.is.
Nánari upplýsingar veitir Hálfdán Gunnarsson
í síma 512 1000.
Umsóknarfrestur er til 26. jan
Ertu í Greiðsluerfiðleikum ? Fáðu aðstoð FOR!
1. Viðskiptafræðingur semur við banka, sparisjóði og lögfræð-
inga fyrir fólk og fyrirtæki.
2. Heildarlausn í greiðsluerfiðleikum.
3. Bjóðum upp á greiðsluþjónustu vegna greiðsluerfiðleika.
FOR Dugguvogi 3
Tímapantanir í síma 845 8870. 14 ára reynsla ! www.for.is
Vissir þú að Dráttavextir eru 17%
Vilt þú móta
framtíðina
með okkur?
Icelandair er fyrirtæki í öflugri sókn og vill vera í forystu á alþjóðamarkaði.
Við sækjumst eftir einstaklingum til að taka þátt í uppbyggingu okkar á komandi árum.
Flugfreyjur/flugþjónar
Icelandair óskar eftir að ráða flugfreyjur/flugþjóna til starfa
næsta sumar. Félagið leitar eftir kraftmiklum og áhugasömum
einstakl ingum sem hafa reynslu í þjónustustörfum og góða
þjónustulund.
Ætlast er til að umsækjendur hafi náð 23 ára aldri á þessu ári
(fæddir ´81 eða fyrr). Stúdentspróf eða sambærileg menntun er
nauðsynleg ásamt mjög góðri tungumálakunnáttu.
Umsækjendur þurfa að vera reiðubúnir að sækja námskeið í 6-8
vikur og taka próf að því loknu.
Eingöngu er hægt að sækja um á veffangi Icelandair
www.icelandair.is/umsokn og er nauðsynlegt að mynd
fylgi umsókn.
Netfang umsækjenda þarf að koma fram í umsókn.
Umsóknir, sem þegar hefur verið skilað inn, óskast endurnýjaðar
á ofangreindu veffangi.
Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar.
• Icelandair er kraftmikið ferðaþjónustu fyrirtæki sem
tekur þátt í harðri samkeppni á alþjóðamarkaði.
• Icelandair eru framsækið fyrirtæki, leiðandi í ferða-
þjónustu á Íslandi, leiðandi í markaðssetningu á
Internetinu og í fremstu röð í þróun upplýsingatækni.
• Starfsmenn Icelandair eru lykillinn að velgengni
félagsins. Hjá Icelandair starfa um þúsund manns af
mörgum þjóðernum í tíu löndum.
• Icelandair leggur áherslu á að starfs menn félagsins séu
þjónustusinnaðir og tilbúnir að takast á við krefjandi
og spennandi verkefni í alþjóðlegu starfsumhverfi.
• Icelandair leggur áherslu á þjálfun starfsmanna
og símennt un, hvetur starfsmenn til heilsuræktar
og styður við félagsstarf starfsmanna.
• Icelandair er reyklaust fyrirtæki.
Rafvirkjar
- spennandi vinna -
Tæknisvið Securitas býður áhugvert,
öruggt og krefjandi starf við þjónustu á
innbrotaviðvörunar-, aðgangsstýri-,
brunaviðvörunar- og myndavélakerfum.
Við leitum að: Rafvirkjum með sveinspróf, til-
búnum að takast á við ný verkefni. Í boði er
góð starfsaðstaða, hreinlegt vinnuumhverfi og
góð laun. Í upphafi starfs fá starfsmenn sér-
hæfða þjálfun. Þú þarft að vera snyrtileg(ur) og
hafa hreint sakavottorð og ríka þjónustulund.
Nánari upplýsingar veitir Trausti Harðarson í
síma 580-7000 eða í tölvupósti
traustihardar@securitas.is.
Hægt er að sækja um starf á heimasíðu
Securitas, www.securitas.is eða á
umsóknareyðublöðum sem liggja frammi hjá
Securitas, Síðumúla 23.
Umsóknir innihaldi upplýsingar um aldur,
menntun, réttindi og starfsreynslu.
Umsóknarfrestur er til og með
5. febrúar 2004.