Fréttablaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 1
SJÁVARÚTVEGUR „Okkur var skipað að halda til hafnar af þeim ástæðum að skutnetið hefði ekki staðist mál. Þar munaði tveimur millímetrum,“ segir Vilhjálmur Sigurðsson, skip- stjóri á frystitogaranum Sigurbjörg ÓF 1, í samtali við Fréttablaðið í gær. Sigurbjörg var í vikubyrjun á veiðum á svokölluðum Fuglabanka, um 90 sjómílur frá Tromsö, þegar varðliðar norsku strandgæslunnar komu um borð til eftirlits. Norð- mennirnir gerðu athugasemd við möskvastærð botnvörpu og skipuðu Vilhjálmi skipstjóra að sigla þegar til hafnar í Tromsö. Á Íslandsmið- um er leyft að um þrjú prósent frá- vik sé frá uppgefinni möskvastærð án þess að gripið sé til sekta. Eftir að Sigurbjörg var komin til hafnar í Tromsö kom lögregla um borð til að rannsaka málið. Þá hafði strand- gæslan ákveðið að kæra vegna þess að poki botnvörpunnar var með hlífðarmottum, svokölluðum steina- mottum, sem eiga að fyrirbyggja að grjót í pokanum geri gat á netið. Þessi aðferð er viðhöfð á flestum ís- lenskum togurum. Útgerð Sigurbjargar var í gær sektuð um 850 þúsund krónur og fékk síðan að halda úr höfn. Skipið stundar þorskveiðar upp í svokall- aðan Smugukvóta. Aflabrögð hafa verið góð og er skipið búið að veiða um 350 tonn á tveimur vikum. Að sögn Vilhjálms skipstjóra verður sektinni vegna steinamottunnar ekki áfrýjað. ■ MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 38 Leikhús 38 Myndlist 38 Íþróttir 36 Sjónvarp 40 FIMMTUDAGUR LEIKIÐ GEGN SLÓVENUM Ís- lenska landsliðið í handbolta leikur fyrsta leikinn á Evrópumótinu í Slóveníu í dag. Liðið mætir gestgjöfunum í borginni Celje klukkan 19.30. Leikurinn verður sýndur beint í Sjónvarpinu. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG golfferðir ● páskaferðir Ætlar pottþétt aftur til New York ferðir o.fl. Nanna Kristín: ▲ SÍÐUR 26 og 27 22. janúar 2004 – 21. tölublað – 4. árgangur 39 ára í dag Guðmundur Hrafnkelsson: ▲ SÍÐA 22 Sigur í afmælisgjöf tekur því karlmannlega Fjalar Sigurðarson: ▲ SÍÐA 42 Rekinn úr Ísland í bítið HUNDURINN LIFÐI Björgunarsveitar- menn grófu border-collie-hundinn Lappa úr rústum bæjarins Bakka í gær. Hundur- inn lifði af snjóflóð sem varð í síðustu viku. Sjá síðu 4 UPPSTOKKUN HJÁ EDDU Mikil uppstokkun er fyrirhuguð innan bókafor- lagsins Eddu-útgáfu. Ætlunin er að leggja þrjú forlög niður, Forlagið, Iðunni og Þjóð- sögu. Sjá síðu 2 BITNAR Á SJÚKLINGUM Samdrátt- urinn hjá Landspítala-háskólasjúkrahúsi mun bitna á þjónustu við sjúklinga. Hann getur dregið úr öryggi þjónustunnar, segir forstjóri Landspítalans. Sjá síðu 2 STÓRT GJALDÞROT Lýstar kröfur í þrotabú kjúklingabúsins Móa eru um 370 og nema um 1.900 milljónum króna. Lík- legt að ekkert fáist upp í almennar kröfur og um 1.600 milljónir tapist. Sjá síðu 6 ● tískuvika í reykjavík Diddú: ▲ SÍÐA 24 og 25 tíska o.fl. BÆTIR NOKKUÐ Í VINDINN SÍÐDEGIS Annars er bara fínasta veður að sjá með stöku skúrum fram eftir degi en síðdegis bætir í úrkomu og vind, einkum sunnan og vestan til. Óhagstætt veður fyrir Orkuveituna, það lagast um helgina! Sjá síðu 6. SVANUR Á STRANDSTAÐ Sex manna rússnesk áhöfn var um borð í Svani þegar skipið strandaði við Grundartanga í gærkvöld. Snorri Hauksson, hjá Nes hf. sem á skipið, sagði að engin hætta hefði verið á ferðum. Reyna á að koma skipinu á flot nú í morgunsárið. Grundartangi: Flutningaskip strandaði SJÓSLYS Flutningaskipið Svanur strandaði við Grundartanga í gærkvöldi. Sex manna rússnesk áhöfn var um borð. „Það er engin hætta á ferðum og allir eru rólegir.“ sagði Snorri Hauksson, hjá Nes hf. sem á skip- ið, þegar haft var samband við hann skömmu eftir strandið. Skip- stjórinn Sergei Goafhgov sagðist engar skýringar geta gefið á strandinu og taldi að um mannleg mistök hefði verið að ræða. Hvorki vélin né skrúfur skipsins hefðu verið í ólagi. Veður var gott þegar skipið strandaði. Ekki er vitað um neinar skemmdir á skipinu, sem var á leið að Grundartanga að sækja ál. Snorri sagði að reyna ætti að draga skipið af strandstað nú í morgunsárið. ■ Dómstólar hætta að taka laganema Héraðsdómstólar taka ekki neina laganema í námsvist á þessu ári. Ástæðan er sögð vera knöpp fjárhagsstaða dómstólanna. Fram til þessa hafa 10–15 laganemar fengið starfsþjálfun hjá þeim á hverju ári, en nú verða þeir að leita annað. DÓMSTÓLAR „Jú, það er rétt, héraðs- dómstólar á landinu munu ekki taka laganema í námsvist á þessu ári. Þetta gildir fyrir alla,“ sagði Elín Sigrún Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri dómstólaráðs. Hún sagði þessa ákvörðun hafa verið tekna af ráðinu vegna fjárhagsstöðu dóm- stólanna. Ráðið ákvarðar hvernig fjárveitingum þeirra er varið. Þeir sem stunda nám við Há- skóla Íslands þurfa að ljúka starfs- skyldu, svokölluðum kúrsus, til að geta útskrifast. Kúrsusinn tekur mánuð og felst í vinnuskyldu við lögfræðitengd störf. Laganemar hafa leitað mikið til héraðsdómstól- anna í þessu skyni, en einnig til lög- fræðistofa og stofnana. Elín Sigrún sagði að laganemar hefðu komið í námsvist hjá dóm- stólunum allt árið um kring. Áætl- aður fjöldi hefði verið 10–15 nem- endur á ári síðustu 2–3 árin. Hver nemandi hefði unnið þar í einn mán- uð. Elín Sigrún sagði að ekki hefðu enn borist viðbrögð frá laganemum vegna þessarar ákvörðunar dóm- stólaráðs enda væri ekki farið að kynna lagadeildinni hana enn. Það yrði gert á næstu dögum með form- legum hætti. „Það er rétt að það komi fram að laganemum er að sjálfsögðu vel- komið að vera í námsvist hjá dóm- stólunum en dómstólarnir sjá sér ekki fært að greiða fyrir þá náms- vinnu,“ bætti hún við. „En þeim er boðið að koma og kynna sér starf- semina með nákvæmlega sama hætti og verið hefur. Þannig að það er óbreytt.“ Spurð um hvað dómstólar hefðu greitt hverjum nema fyrir mánuð- inn sagði Elín Sigrún að miðað hefði verið við lægstu taxta ritara, í kringum hundrað þúsund krónur. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra kvaðst ekki hafa komið að þeirri ákvörðun dómstólanna um að hætta að taka laganema í námsvist. Hann sagði að tekið yrði við kúrsusnemum í dómsmálaráðu- neytinu eins og undanfarin ár, og ef til vill fleiri nemum þetta árið en áður vegna betri húsnæðisaðstöðu ráðuneytisins. „Ég veit ekki, hvað dómstólar ætla sér,“ sagði dómsmálaráðherra. „Það er þeirra að ákveða hvernig þeir nýta þá fjármuni sem þeim eru ætlaðir á fjárlögum.“ jss@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A Norska strandgæslan sýndi klærnar: Sigurbjörg færð til norskrar hafnar F í t o n F I 0 0 8 6 2 5SIGURBJÖRG ÓF Norðmenn skipuðu skipstjóranum að halda til hafnar. Elskar velúr og blóm

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.