Fréttablaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 32
28 22. janúar 2004 FIMMTUDAGUR
Pondus eftir Frode Øverli
Drengurinn sem sakað hefurMichael Jackson um kynferð-
islegt ofbeldi er
það veikur að hann
getur ómögulega
fylgst með málinu.
Fyrrum lögmaður
móður stráksins
segir saksóknara
hafa mjög sterkt mál á móti
Michael og að hann búi yfir líf-
fræðilegum sönnunargögnum
gegn poppsöngvaranum.
Leikarinn Sean Astin, sem leik-ur Sám í Hringadróttinssögu-
myndunum, hef-
ur verið orðaður
við leikstjórn á
mynd um ofur-
hetjufjölskyld-
una The Fantast-
ic Four. Þetta
yrði fyrsta stór-
myndin sem hann leikstýrir. Ast-
in segist vilja fá George Clooney
í hlutverk vísindamannsins Reed
Richards.
Við erum stödd
hérna með golf-
meistarnum Pútt,
sem fullyrðir að
golf sé hin nýja al-
þýðuíþrótt!
Jájá,
auðvitað!
Þetta þýðir að
golfbrautirnar
verða fullar af
börnum, hús-
mæðrum,
stærðfræðing-
um og kennur-
um...
Það eina
sem þarf til
að fá aðgang
er að borga
félagsgjöld-
in og virða
DRESS-
–KÓÐANN!
Dýrt? Njeeee! Félagsgjöld-
in eru 100 þúsund
kall og svona V-háls-
máls peysu færðu
fyrir litlar 50 þús-
und! Auðvitað bætast
svo kylfurnar ofan á
það!
Ég trúi
því ekki
að þetta
sé al-
þýðuíþrótt
fyrir okkur, eft-
ir að við erum
búin að borga
reikningana!
ISSS! Að
slæpast
um á slétt-
um uppi í
sveit í
bjánalegum
buxum að
slá kúlu er
EKKI
íþrótt!
Sem sagt,
sport fyr-
ir alla!
Fréttiraf fólki
Í dag setja Alliance française ogFilmUndur árlega franska kvik-
myndahátíð í Háskólabíói. Þetta
er í fjórða skiptið sem Íslending-
um er boðið að gæða sér á frönsk-
um eðalmáltíðum, eða bíó-
gourmet eins og hægt væri að
lýsa hátíðinni.
Myndirnar sem verða sýndar í
ár eru 11 talsins og af býsna ólík-
um toga en allar eru þær sýndar
með enskum texta.
Gestur hátíðarinnar að þessu
sinni verður leikstjórinn Jacques
Perrin sem er einn virtasti kvik-
myndagerðarmaður og leikari
Frakka. Undanfarið hefur hann
gert garðinn frægan með náttúru-
lífsmyndum og þykir sú nýjasta
vera hans besta til þessa.
Opnunarmynd hátíðarinnar er
Heimur farfuglanna (Le peuple
migrateur) og verður leikstjórinn
viðstaddur hana. Framleiðsla
myndarinnar var mikið þrekvirki
en til verksins kallaði Perrin til
liðs við sig fimm gengi 450 kvik-
myndagerðarmanna og annarra
fagmanna til að fylgja eftir leynd-
ardómsfullu ferðalagi farfugl-
anna á langflugi þeirra heims-
hornanna á milli.
Upplýsingar um sýningartíma
er hægt að nálgast á heimasíðu
hátíðarinnar á www.ismennt.is og
á vefnum www.haskolabio.is.
Undrun og skjálfti - Stupeur
et tremblements
Gamanmynd eftir Alain
Corneau sem hlotið hefur fjölda
alþjóðlegra verðlauna. Myndin er
byggð á metsölubók Amélie
Nothomb sem komið hefur út í ís-
lenskri þýðingu Guðrúnar Vil-
mundarsdóttur. Amélie, ung frön-
sk kona af japönskum ættum,
snýr aftur til Japans, þar sem hún
upplifir hið margslungna og
stundum yfirmátaskipulagða og
flókna samfélag. Hún á erfitt með
að sætta sig við það en að lokum
tekst henni að sigrast á hindrun-
um og snúa hlutunum sér í hag
Heimur farfuglanna - Le
peuple migrateur
Af náttúrulífsmyndum
Jacques Perrin er skemmst að
minnast Le peuple singe (Aparn-
ir) og Microcosmos (Skordýrin),
sem naut mikilla vinsælda hér
sem annars staðar. Nú er röðin
komin að langþráðum vinum okk-
ar Íslendinga, farfuglunum, ein
helsta áskorun Perrins til þessa.
Til að gera stórvirkið Heim far-
fuglanna mögulegt þurfti Perrin
17 flugmenn og 14 kvikmynda-
tökumenn, til að fylgja eftir
leyndardómsfullu ferðalagi far-
fuglanna á langflugi þeirra heims-
hornanna á milli. Hóparnir
spanna 40 lönd í öllum heims-
álfum, með viðkomu á jafn ólíkum
og fjarlægum stöðum og Eiffel-
turninum, Monument Valley og
eyjunni Skrúð, sífrera suður-
skautslandsins og sígrænum
regnskógunum umhverfis Ama-
sonfljótið.
Öllum hugsanlegum tæknibún-
aði og tækjum var beitt til að gera
kvikmyndina mögulega; flugvél-
um, svifflugum, loftbelgjum,
þyrlum, sérsmíðuðum tökuvélum
og aðdráttarlinsum sem er beint
að fuglunum úr öllum áttum á
flugi í háloftunum sem á jörðu
niðri.
Árangurinn er stórbrotin og
hrífandi fögur mynd sem opnar
augu áhorfandans fyrir ólýsanleg-
um undrum náttúrunnar.
Þá hefur myndin verið tilnefnd
víðsvegar, m.a. til óskarsverð-
launanna, Evrópsku kvikmynda-
verðlaunanna og svo framvegis.
Að vera og hafa - Être et
avoir
Enn finnast í Frakklandi skólar
þar sem börn, frá þrjú til tíu ára
aldurs, sitja saman í kennslustofu
og njóta leiðsagnar eins og sama
kennara. Sum eru óframfærin,
önnur opin en þótt hópurinn sé
sundurleitur, deila þau daglegum
kjörum í sátt og samlyndi.
Kvikmyndin, sem var tekin í
einum slíkum skóla í hjarta
Auvergne-héraðs, hlaut franska
Césarinn 2003 fyrir bestu klipp-
ingu.
Leyndardómar gula her-
bergisins - Le mystère de la
chambre jaune
Frumleg gamansöm spennu-
mynd í anda Agöthu Christie. Til-
raun er gerð til að myrða unga og
fallega konu og koma blaðamaður,
ljósmyndari og rannsóknarlög-
reglumaður á vettvang til að rann-
saka málið.
Myndin var frumsýnd á kvik-
myndahátíðinni í Cannes 2003
Evrópugrautur - L’auberge
espagnole
Gamansöm mynd um ungt fólk
frá ólíkum löndum sem kemur til
Barcelona og leigir saman íbúð.
Smátt og smátt kynnist það hvert
öðru þar sem öllu ægir saman -
ólíkum menningarheimum og við-
horfum og sambúðin verður hin
skemmtilegasta. Myndin er prýdd
úrvals leikurum, s.s. Audrey
Tautou (Amélie Poulain) og Judith
Godrèche (The Man in the Iron
Mask).
Óhappadagur - Reines d’un
jour
Suma daga gengur allt á aftur-
fótunum. Á einum sólarhring fá
fjórar manneskjur vel útilátinn
skammt af slæmum fréttum,
áhyggjum og vonbrigðum. Marie
Larue er 24 ára lærlingur í ljós-
myndun. Dagurinn hjá henni
hefst á jákvæðri niðurstöðu úr
þungunarprófi. Síðan rekur hvert
ólánið annað. Bifhjólinu hennar er
stolið, hún lendir í árekstri og
henni er sagt upp.
Hjá Luis Del Sol, fertugum,
góðlátlegum strætisvagna-
bílstjóra, gerist það að kona hans
tilkynnir honum fyrirvaralaust að
hún ætli að fara frá honum. Hor-
tense Lasaille talkennari er 33
ára, tveggja
barna móðir
og hefur
verið gift
Antoine í tíu
ár. Hún
ákveður að
eyða nótt
með öðrum
manni meðan eiginmaðurinn er í
burtu en finnur engan rekkjunaut.
Maurice Degombert sem nálg-
ast sextugsaldurinn, geðstirður,
atvinnulaus kokkur, undirbýr
kvöldverð við kertaljós fyrir
æskuástina sína, Marlène, sem
hvarf á braut með öðrum manni
22 árum fyrr.
Fröken - Mademoiselle
Claire Canselier, gift, tveggja
barna móðir, starfar fyrir lyfja-
fyrirtæki við að kynna læknum ný
lyf. Pierre Cassini kann spuna en
er enginn leikari. Með aðstoð
tveggja hjálparkokka, Alice og
K a r i m ,
s t j ó r n a r
hann nám-
s k e i ð u m
fyrir fyrir-
tæki. Þau
hittast á
þingi í gren-
nd Lyon.
Á einum
sólarhring,
fyrir röð til-
v i l j a n a ,
verða kynni þeirra náin, þau fella
hugi saman og upplifa stutt ástar-
samband. Er endilega gefið að sú
ást eigi sér enga framtíð?
S21 Drápsvél Rauðu Khmer-
anna - S 21 La machine de
mort Khmer
S 21 stendur fyrir „ Monti
Santesok S21“ aðalöryggismála-
skrifstofu Rauðu Khmeranna í
Kambodíu. Þar var um 17.000
manns haldið föngum, þeir pynt-
aðir, yfirheyrðir og síðan teknir af
lífi. Þetta átti sér stað á árunum
1975–1979. Aðeins þrír þessara
fanga eru enn á lífi. Í þessari
S21 DRÁPSVÉL RAUÐU KHMERANNA
Heimildarmynd sem tekur á ótrúlegum mannréttindabrotum Rauðu Khmeranna í
Kambodíu á árunum 1975–1979.
Kvikmyndir
FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ
■
Fjórða árið í röð standa Alliance française
og FilmUndur fyrir franskri kvikmynda-
hátíð í Háskólabíói. Ellefu myndir eru
sýndar, sumar margverðlaunaðar.
Bíó-gourmet
Jane Spencer: I’ve heard police work is
dangerous.
Frank: It is. That’s why I carry a big
gun.
Jane Spencer: Aren’t you afraid it might
go off accidentally?
Frank: I used to have that problem.
Jane Spencer: What did you do about it?
Frank: I just think about baseball.
- Frank Drebin, aðalpersónan í Naked Gun-myndunum
og Police Squad-sjónvarpsþáttunum, var drepfyndinn.
Þessi frasi var í fyrstu kvikmyndinni frá árinu 1988.
Bíófrasinn
NAKED GUN