Fréttablaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 4
4 22. janúar 2004 FIMMTUDAGUR Ætlar þú út í sumar? Spurning dagsins í dag: Hefur þú áhyggjur af gróðurhúsaáhrifum? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 25,2% 49,3% Nei Veit ekki 25,5% Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Brim í sardínuveiðar og vinnslu í Marokkó: Hálfs milljarðs velta í upphafi SJÁVARÚTVEGUR „Þetta er verkefni sem við höfum verið að vinna að í nokkurn tíma, ásamt ráðgjafarfyr- irtækinu Icecon, sem við keyptum hlut í fyrir nokkru. Umfangið verð- ur umtalsvert, við reiknum með rúmlega hálfs milljarðs króna veltu til að byrja með,“ sagði Guð- brandur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Brims. Stjórnvöld í Marokkó hafa veitt Brimi tvö veiðileyfi á sardínu við strendur landsins og er fyrirtæk- inu heimilt að veiða samtals 30 þús- und tonn. Aflinn verður sjókældur um borð og unninn í landi. Verkefnið er unnið í samstarfi við marokkóska fyrirtækið Tawarta Pelagics. „Strandlengja Marokkó er löng og fiskimiðin mjög gjöful, sérstak- lega hvað varðar uppsjávarfisk á borð við makríl, sardínur, ansjósur og fleiri tegundir,“ sagði Guð- brandur. Meðal annars fyrir tilstuðlan forseta Íslands var formlegu sam- starfi komið á við Brim eftir heim- sókn sjávarútvegsráðherra Marokkós hingað til lands í ágúst síðastliðnum. Guðbrandur segir að fyrirtækið muni byggja upp vinnslu í Marokkó með þarlendu vinnuafli, í krafti reynslu og þekkingar Íslend- inga á sjávarútvegi. Um 100 starfs- menn munu vinna hjá fyrirtækinu og verða helstu yfirmenn Íslend- ingar. ■ Hundur lifði í rúma viku í rústum Bakka Björgunarsveitarmenn grófu hundinn Lappa úr rústum bæjarins Bakka í gær þegar unnið var að hreinsun á svæðinu. Hundurinn, sem hafði borist tuttugu metra með snjóflóðinu, fannst átta dögum síðar. HAMFARIR „Það má teljast merki- legt að hundurinn skyldi lifa þetta af. Hann er dálítið niður- dreginn og áttavilltur en að öðru leyti í lagi,“ segir Jón Árnason, eigandi border collie hundsins Lappa sem fannst í gær á lífi í rústum bæjarins Bakka í Ólafs- firði. Björgunarsveitarmenn frá Ólafsfirði, Akureyri og Dalvík sem voru að hreinsa og bjarga verðmætum úr rústum bæjarins eftir snjóflóðið þriðjudaginn 13. janúar, fyrir rúmri viku, komu niður á hundinn sem þá hafði lif- að í átta sólarhringa í rústunum. Georg Kristinsson, formaður björgunarsveitarinnar Tinds á Ólafsfirði, var ásamt félögum sínum að grafa niður í rústirnar þegar hundurinn kom í ljós. Hann segir það kraftaverki líkast að dýrið skyldi komast af í flóðinu. Veggir hússins féllu og þakið lá í heilu lagi um tuttugu metrum neðan við bæjarstæðið. Þar undir var hundurinn Kátur. „Það var ótrúlega mikið lífs- mark með hundinum og hann var óskaddaður að sjá. Hann lá metra undir þakskegginu og hefur borist um 20 metra með snjóflóð- inu. Hann var ósköp ánægður með að sjá okkur,“ segir Georg. Hann segir snjóað hefði yfir flóðið og að talið hafi verið óhugsandi að eitthvert líf væri að finna í rústunum. Hundurinn, sem er tveggja ára, hafði verið í fóstri á bænum en hann er í eigu Jóns Árnasonar bónda á Syðri-Á. Skömmu eftir að Lappi fannst á lífi fundu björgunarsveitarmenn annan hund, Skugga, dauðan nokkra metra þaðan sem Lappi hafði haldið til. Georg sagði að 20 björgunar- sveitarmenn ynnu að hreinsun svæðisins auk 15 vélamanna og annarra. Hann reiknaði með að ljúka því starfi í gær. „Skilyrðin til að vinna að hreinsun eru mjög góð en það er þó snjóflóðahætta úr fjallinu þar sem mikinn snjó hefur fest. En með okkur er eftirlitsmaður frá Veðurstofunni sem fylgist grannt með fjallinu,“ segir Georg. Snjóflóðið var allt að því 350 metra breitt og nokkra metra á þykkt. Bóndinn á Bakka, Kári Ástvaldsson, fórst í snjóflóðinu. rt@frettabladid.is ROCKNES TÓK NIÐRI Siglinga- málayfirvöld í Noregi segja að flest bendi til þess að norska flutn- ingaskipið Rocknes hafi tekið niðri og vatn komist inn í skipsskrokk- inn. Í næstu beygju hafi vatnið raskað jafnvægi skipsins með þeim afleiðingum að því hvolfdi. Átján skipverjar fórust með Rocknes. ÍSRAELAR VÆGJA Ísraelar ætla að taka þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um þjóðarmorð í Svíþjóð þrátt fyrir að snuðra hafi hlaupið á þráðinn í samskiptum Ísraela og Svía þegar ísraelski sendiherrann vann skemmdir á listaverki í þjóðminja- safninu í Stokkhólmi. SKATTAMÁL Eftir hækkun á skatt- mati vegna afnota bifreiða og fasteigna eiga hvorki launþegar né vinnuveitendur að hafa nokkurn hag af því að ráðstafa hluta af launum í formi hlunninda af þessu tagi að sögn Indriða H. Þorlákssonar ríkisskattstjóra. „Launþegar og vinnuveitendur hafa einungis hag af þessu ef skattmatið er rangt,“ segir Ind- riði. „Það á ekki að vera neitt skattalegt hagræði af þessum hlunnindum, en það hefur verið það undanfarin ár vegna þess að ósamræmi hefur verið milli skatt- lagningu hlunninda og launa- tekna.“ Samkvæmt nýlegum breyting- um hækkar skattmat á hlunnindi vegna bifreiða og fasteigna um 25 til 40 prósent. Indriði tekur í sama streng og fjármálaráðherra og segir hækkunina vera leiðréttingu á fyrra skattmati sem hafi verið orðið úr- elt. Hann segist engan hafa heyrt gagnrýna hækkun- ina á þeim forsend- um að nýja skatt- matið sé rangt. „Ef gagnrýnin er ekki á þeim grund- velli þá eru þeir sem gagnrýna að segja að þeir vilji hafa misræmi í skattlagningunni. Ef menn telja þetta óhóflegt mat þá er þeim í lófa lagt að skila bifreiðunum og taka greiðsl- urnar út í beinum launum og kaupa síðan bílinn sjálfir.“ ■ LESTARSTÖÐ Í PEKING Þrjú tilfelli bráðalungnabólgu hafa komið upp í Kína á undanförnum vikum. Bráðalungnabólgan í Kína: Síðasti sjúklingurinn útskrifaður PEKING, AP Kínverskur kaupsýslu- maður sem greindist með heil- kenni alvarlegrar bráðrar lungna- bólgu hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi í Guangzhou í Guang- dong-héraði. Að sögn kínverskra lækna er nú enginn sjúklingur með HABL á sjúkrahúsum landsins. Þrír einstaklingar hafa greinst með bráðalungnabólgu í Guang- dong-héraði á undanförnum vikum en þeir hafa nú allir náð fullum bata. Fjöldi manna var settur í sóttkví þegar þessi tilfelli komu upp en enginn sýndi einkenni sjúk- dómsins. Stjórnvöld í Kína hafa gefið leyfi fyrir því að nýtt bóluefni gegn sjúkdómnum verði prófað á mönnum. Bóluefnið hefur verið í þróun síðan í apríl. ■ INDRIÐI H. ÞORLÁKSSON Ríkisskattstjóri segist engan hafa heyrt gagnrýna hækkunina á þeim forsendum að nýja skattmatið sé rangt. Ríkisskattstjóri um hækkun skattmats á hlunnindum: Gamla matið olli mis- ræmi í skattlagningu SARDÍNUR Brim hefur fengið veiðileyfi fyrir sardínu- veiðar við strendur Marokkó. ■ Norðurlönd HUNDUR OG HÚSBÓNDI Lappi sem hafði verið í átta sólarhringa í rústum íbúðarhússins á Bakka fagnaði húsbónda sínum, Jóni Árnasyni, skömmu eftir að björgunarsveitarmenn mokuðu ofan af honum. M YN D /E XT R A M YN D /G EO RG VERÐMÆTABJÖRGUN Björgunarsveitarmenn af Norðurlandi unnu í gær að hreinsun og björgun verð- mæta úr rústum íbúðarhússins á Bakka.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.