Fréttablaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 20
Nú eru öll skilyrði fyrir eigna-þenslu í samfélaginu til staðar.
Krónan er hátt metin og því virðast
erlend lán hagstæð. Bankarnir eru í
harðri samkeppni um útlán og bjóða
þau á betri kjörum en sést hafa áður.
Inn í samfélagið hefur því streymt
fjármagn. Það virðist hins vegar
fremur notað til að spenna upp verð á
eignum – fasteignum, fyrirtækjum
og hlutabréfum – en að það renni til
uppbyggingar nýrra atvinnutæki-
færa. Þrátt fyrir þetta aukna fjár-
magn er ekki að sjá að atvinnuleysi
minnki. Fjármagnið fer að mestu til
kaupa á því sem fyrir er og verð þess
hækkar. Verðhækkun á hlutabréfum
í Pharmaco var meiri á síðasta ári en
nam innstreymi fjármagns vegna
Kárahnjúkavirkjunar. Sú mikla
framkvæmd og mikla vá við stöðug-
leikann í samfélaginu skagar ekki
lengur upp úr öllu öðru heldur er að-
eins einn liður í ákveðinni þróun.
Ég ætla ekki að spá því að þessi
eignaþensla eigi eftir að leiða til
sprengingar. Það er hins vegar óvar-
legt að gera ráð fyrir því að hún muni
hjaðna á næstu misserum. Það er því
ráðlegt fyrir fólk að gæta sín; eyða
ekki fyrir fram hagnaðinum af hækk-
un hlutabréfa né slá lán til að kaupa
enn fleiri hlutabréf. Þótt hlutabréf í
Íslenskri erfðagreiningu hafi hækkað
á undanförnum vikum – og athyglis-
vert að það gerist án ríkisábyrgðar,
gagnagrunns eða annarra sértækra
aðgerða ríkisvaldsins – eiga margar
fjölskyldur enn í vandræðum vegna
mikilla væntinga sem bundnar voru á
sínum tíma við hækkanir á hlutabréf-
um í DeCode.
Það er enn óvíst hvaða áhrif aukið
framboð á lánum til íbúðakaupa mun
hafa á markaðsverð húsnæðis. Þar
mun framboð og eftirspurn án efa
ráða mestu. Smærri íbúðir hækka
mest en stærri minna. Það virðist
skorta á framboðið á smærri eignum.
Afleiðingin kann að verða sú að þeir
sem kaupa sínar fyrstu íbúðir verða
enn skuldsettari en áður. Þeir skyn-
samari munu sætta sig við minna og
ódýrara húsnæði. Á meðan fólksfjölg-
un á höfuðborgarsvæðinu er jöfn og
þétt, og svifasein sveitarfélög hamla í
raun gegn byggingu húsnæðis, er ekki
von til að fasteignaverð falli í bráð.
Það er hins vegar alls ekki víst að sú
eignamyndun sem fólk getur lesið út
úr fasteignaverði sé auðútleysanleg
þegar á þarf að halda.
Fyrir utan vissa hættu á ofmati
eigna meðal almennings er aukning í
erlendri lántöku án sýnilegrar ný-
sköpunar náttúrlega merki um vissa
stöðnun í atvinnulífinu. Athygli
manna beinist um of að því sem fyrir
er. Fyrirtæki á Íslandi eru almennt
metin á mun hærra verði en sam-
bærileg fyrirtæki erlendis. Ef það
ástand helst lengi enn má búast við að
æ fleiri sjái sér hag í að stofna frem-
ur til nýs atvinnurekstrar en að
kaupa eldri rekstur á uppsprengdu
verði. Þá má búast við nýrri hrinu
uppstokkunar í atvinnulífinu og vax-
andi samkeppni. ■
Egg- og sæðisgjafar munu ekkilengur njóta nafnleyndar ef
breytingatillaga sem lögð verður
fyrir breska þingið nær fram að
ganga. Ef tillagan verður sam-
þykkt mun hún taka gildi í apríl
árið 2005. Gert er ráð fyrir að
börn sem getin eru með slíkri að-
ferð geti fengið viðeigandi upp-
lýsingar eftir átján ára aldur, þá
fyrst árið 2023. Lögin eru þó ekki
afturvirk.
Stuðningsmenn tillögunnar
segja að með breytingunni öðlist
börn rétt til upplýsinga um kyn-
foreldra sína. Aðrir hafa hins veg-
ar bent á að ýmsar spurningar
muni vakna í kjölfarið og að hugs-
anlegir gefendur muni hætta við.
Samkvæmt núgildandi lögum
geta einstaklingar sem eru orðnir
átján ára fengið að vita hvort
getnaður þeirra hafi orðið með
sæðis- eða egggjöf. Þeir geta ein-
nig fengið upplýsingar um hvort
þeir séu tengdir verðandi maka.
Með breytingunum geta börn
gefenda fengið meiri líffræðileg-
ar upplýsingar um foreldra sína
og jafnvel nöfn þeirra.
Melanie Johnson, heilbrigðis-
ráðherra Bretlands, segir að sæð-
is- og egggjafar muni hvorki hafa
fjárhagslegar né lagalegar skyld-
ur gagnvart börnunum. Hún segir
jafnframt að væntanlegir gefend-
ur muni að fullu verða upplýstir
um breytingarnar.
„Ég er sammála hugmyndum
um að komið verði fram við börn
sem getin eru með sæði eða eggi
úr gefanda á sama hátt og börn
sem eru ættleidd,“ segir heil-
brigðisráðherrann og bætir við að
ríkisstjórnin muni auglýsa breyt-
ingarnar.
„Ef breytingarnar ná fram að
ganga kemur líklega að því að
barn banki upp á hjá kynforeldri
sínu. En við vonumst til að koma
upp einhvers konar kerfi sem var-
ar foreldrana við og að heimsókn-
in komi þeim ekki í opna skjöldu.“
Sams konar reglugerðir eru nú
þegar í gildi í Svíþjóð, Austurríki,
Ástralíu, Hollandi og víðar. ■
Mín skoðun
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
■ skrifar um eignaþenslu.
Úti í heimi
■ Egg- og sæðisgjafar munu ekki njóta
nafnleyndar ef ný lög ná fram að ganga
í Bretlandi.
20 22. janúar 2004 FIMMTUDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Rafpóstur auglýsingadeildar:
auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Mér er minnisstæð ökuferðum fagrar sveitir Englands
og Wales fyrir allmörgum árum.
Það var sumar, og þarna voru
skrautrituð skilti við hvern bæ:
Við slátrum heima. Og þarna
var að dagleiðarlokum boðið
upp á ferskt kjöt við hvert
kvöldverðarborð auk annarra
kræsinga.
Sláturtíð
Við lýstum fyrir bændunum
ánægju okkar með svo frjálslega
sláturtímasetningu (við létum
sláturstaðina liggja milli hluta):
þannig væri nefnilega mál með
vexti, að á Íslandi létu menn sér
duga að slátra einu sinni á ári.
Hvers vegna? - spurðu þeir. Okk-
ur vafðist tunga
um tönn: það
hefði líklega
verið auðveld-
ara að útskýra
fyrir þeim síð-
asta lag fyrir
fréttir. Ætli ís-
lenzka sé ekki
eina indóevr-
ópska málið,
sem á ennþá orð
yfir sláturtíð?
Grænlendingar
sletta að vísu
danska orðinu
slagtetid, en Danir sjálfir eru
flestir hættir að nota þetta
gamla orð nema í yfirfærðri
merkingu, að mér skilst.
Aðrar þjóðir slátra yfirleitt
árið um kring, svo að ferskt kjöt
er þá ævinlega á boðstólum, ekki
affrystir freðkögglar. Eftirlætis-
kráin mín í miðri München slátr-
ar t.d. alla fimmtudaga. Fengi-
tími spendýra er að vísu misjafn
eftir tegundum, og slátrunarsið-
um er þá stundum hagað í sam-
ræmi við það, en þetta fyrir-
komulag er þó mestmegnis af
manna völdum, þrjózkur arfur
frá löngu liðinni tíð eins og frá-
færur voru hér heima allar göt-
ur fram á heimastjórnartímann.
Neytendur virðast una fokdýru
frystikistukjötinu nauðbeygðir
vegna þess, að þeir eru vanir því
frá fyrri tíð og þekkja margir
ekki annað. Enda er bannað að
flytja til landsins erlent kjöt til
manneldis og því borið við, að
þjóðinni stafi líkamlegur háski
af innfluttu kjöti. Fylgjendur
kjötbannsins virðast hugsa líkt
og Eysteinn Jónsson fjármála-
ráðherra, þegar hann hélt uppi
vörnum fyrir ávaxtabannið fyrir
70 árum: Íslendingar hafa kom-
izt af án grænmetis og ávaxta í
þúsund ár. Ferskum fiski er nú
flogið milli landa alla daga, og
þykir engum mikið, en nýtt út-
lent kjöt er ennþá bannvara á Ís-
landi.
Landbúnaður og bækur
Bókamarkaðurinn er eins og
markaðurinn fyrir kindakjöt að
því leyti, að þar er eiginlega tómt
mál að tala um útgáfu skáldverka
og ævisagna nema rétt fyrir jólin.
Rithöfundarn-
ir rembast fram á haust eins og
rjúpan við staurinn og verða –
verða! – að skila inn handritum
sínum í september eða október í
allra síðasta lagi eða bíða næsta
árs að öðrum kosti. (Þetta á að
vísu ekki við um Háskólaútgáf-
una, næststærsta forlag landsins,
því að hún gefur út fræðibækur
allan ársins hring.) Forsjálir höf-
undar byrja fyrr en ella á bókum
sínum til að geta lokið þeim í tæka
tíð. Aðrir höfundar freistast eða
neyðast til að skila handritum sín-
um af sér of snemma, og bækurn-
ar verða þá stundum lakari fyrir
vikið eins og kindakjötið. Þannig
hefur búverndarstefnan markað
bókmenntirnar og öfugt. Yfir
sumarmánuðina svigna borðin í
bókabúðunum undan handbókum
handa erlendum ferðamönnum;
aðrir viðskiptavinir þurfa að gera
sér að góðu afganga frá jólum. Í
öðrum löndum kaupa menn og
lesa nýjar bækur af öllu tagi árið
um kring.
Þörfin er liðin hjá
Mörgum hentar skorpuvinna:
þeim finnst hún auka afköstin.
Það fer þó eftir atvikum. Við vilj-
um helzt ekki leggjast undir hníf-
inn hjá lækni, sem er að ljúka
langri skorpu. Þess vegna höfum
við lög (t.d. Vökulögin frá 1921)
og ýmsar reglur, sem er ætlað að
hamla skorpuvinnu. Löggjöfin
nær samt ekki nógu langt, þar eð
hún miðar að því að vernda vinn-
andi fólk í fyrsta lagi, ekki neyt-
endur. Við þurfum ekki að leita
lengi að dæmi: tökum Alþingi. Ár
eftir ár eru ýmis bráðafrumvörp
afgreidd sem lög frá örþreyttu
Alþingi í einni skorpu rétt fyrir
jól (t.d. eftirlaunafrumvarpið um
daginn), án þess að nokkur mann-
legur máttur fái rönd við reist –
og allt eins og af gömlum vana.
Þjóðin situr uppi með lakari lög
en efni standa til.
Skorpuvinna sem viðmiðun er
ættuð úr atvinnulífi liðins tíma,
þegar Íslendingar stunduðu
flestir land og sjó og þurftu því
nauðugir að beygja sig undir
dynti náttúrunnar. Þjóðfélagið
hefur breytzt: nú vinna flestir
Íslendingar þægilega innivinnu.
Skorpuþörfin er að miklu leyti
liðin hjá. Það er löngu tímabært
að huga að því, hvort það væri
ekki ráð að haga framleiðslu
kindakjöts, bókaútgáfu og þing-
störfum og ýmsu öðru eins og
tíðkast yfirleitt í öðrum löndum:
það er með því að dreifa álaginu
jafnar yfir árið. Það hefði ýmsa
kosti. ■
Rýnt í brunn Ingólfs
„Einu sinni þótti Miðbæjar-
markaðurinn við Aðalstræti
vera fallegt hús. Það var um
svipað leyti og Morgunblaðið
reisti stórhýsi sitt við sömu
götu og þegar borgaryfirvöld
dreymdi um að rífa Bernhöft-
storfuna og reisa skrifstofu-
hús sem hefðu sómt sér vel í
blokkahverfum Austur-Þýska-
lands. Í ljósi þess að tískan
fer stöðugt í hringi, er ekki
útilokað að Miðbæjarmarkað-
urinn muni aftur þykja fallegt
hús eftir nokkur ár. Það verð-
ur þó að telja ólíklegt.“
STEFÁN PÁLSSON Á MURINN.IS.
Samviska R-listans friðuð?
„R-listinn hefur löngum verið
talinn duglegur við að taka á
vandamálum. Þegar nektar-
dansstaðir ætluðu að tröllríða
borginni með öllum sínum
ósóma, var brugðið á það ráð
að banna þá iðju sem einka-
dans nefnist. Ýmsir vildu
meina að vændi væri einnig
stundað á slíkum stöðum og
var það notað sem rök fyrir
banninu. Bannið hafði tilætl-
uð áhrif því nektardansstað-
irnir hurfu úr borginni. Sá
möguleiki að vinna sér inn
pening með því að fækka föt-
um hvarf einnig. Vændið
hvarf þó ekki, þrátt fyrir að
það færðist úr augsýn stjórn-
málamannana.“
HELGA BALDVINSDÓTTIR BJARGARDÓTTIR Á FRELSI.IS
Skorpulíf
■ Af Netinu
Upplýsingar
um kynforeldra
Eignaþensla
„Þjóðfélagið
hefur breytzt:
nú vinna
flestir Íslend-
ingar þægi-
lega inni-
vinnu.
Skorpuþörfin
er að miklu
leyti liðin hjá.
ÞORVALDUR
GYLFASON
■
skrifar um
skorpuvinnu.
Um daginnog veginn
Félag harmonikuunenda í Reykjavík
og Þjóðdansafélag Reykjavíkur halda þorrablót
og dansleik í Glæsibæ laugardaginn 24. janúar
Húsið opnar kl. 19.00 og borðhald hefst kl. 20.00. Miðaverð kr. 3000.-
Miðaverð á dansleik sem hefst kl. 22.30, kr. 1200.-
Hljómsveitir Þórleifs Finnssonar, Þorvaldar Björnssonar,
Guðmundar Samúelssonar og Vindbelgirnir leika fyrir dansi.
Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.
Borðapantanir í síma 568 6422 / 894 2322 / 588 7467 / 893 0640
Þorrablót og dansleikur