Fréttablaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 30
ferðir o.fl.
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur ferðalögum
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ferðir@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is.
Úrval-Úts‡n
Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100
Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600
Selfossi: 482 1666 www.urvalutsyn.is
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
2
34
42
01
/2
00
4
Í hjarta Mi›-Ameríku liggur Panamaskur›urinn
sem er ein stórkostlegasta siglingalei› í heimi.
fia› tekur a›eins 1 dag a› sigla í gegnum skur›inn
en minningin endist alla ævi. Á›ur en hápunkti
fer›arinnar er ná› í Panamaskur›inum eru
sko›a›ar perlur á lei›inni eins og Grand Cayman
og Aruba.
Sigmundur Andrésson fararstjóri kynnir fer›ina
í Sunnusal á Hótel Sögu fimmtud. 5. feb. kl. 20:00.
Nánari uppl‡singar um fer›ina á
www.urvalutsyn.is
og á skrifstofu okkar a› Lágmúla 4.
Uppáhaldsborg Nönnu Kristínar:
Upplifði New York með
augum vinkonunnar
Uppáhaldsborg Nönnu Kristín-ar Magnúsdóttur leikkonu er
New York. Þangað fór hún í sum-
ar til að heimsækja vinkonu sína
sem hefur búið þar í sjö ár.
„Þetta var í fyrsta skiptið sem
ég fór til New York en mig hafði
alla tíð langað til að fara þangað,“
segir Nanna Kristín. „Það er mjög
gaman að heimsækja svona stóra
borg því það er svo rosalega mik-
ið hægt að sjá. Það er líka gott að
heimsækja einhvern sem hefur
búið þar því þá fer maður ekki
bara á túristastaðina. Mig langaði
meira að upplifa borgina með
hennar augum.“
Nanna fór að sjá vinsæla ferða-
mannastaði eins og Frelsisstytt-
una, Metropolitan-safnið og
Central Park en borðaði líka með
vinkonu sinni í Meat Packing
District, sem er vinsælt hverfi á
meðal heimamanna. Nönnu fannst
merkilegt að fylgjast með litríku
mannlífinu í borginni þar sem
öfgarnar voru miklar í báðar áttir.
„Það er svo rosalegt ríkidæmi
þarna og fátækt líka, til dæmis
eftir því hvernig störfin eru.
Limósínurnar keyrðu um og kon-
ur í pelsum komu út. Svo var mað-
ur að sópa göturnar fyrir framan
þær.“
Nanna hefur eins og flestir aðr-
ir horft á margar bíómyndir og
sjónvarpsþætti sem gerast í New
York og stundum kannaðist hún
við sig. „Þótt maður hafi aldrei
komið þarna áður þá líður manni
stundum eins og maður sé heima
hjá sér og ég tala nú ekki um stað
eins og Central Park,“ segir hún
og kveðst pottþétt ætla að fara
aftur til New York.
Önnur borg sem er í uppáhaldi
hjá Nönnu er París þrátt fyrir að
hún hafi aldrei komið þangað. „Ég
er búin að mikla svo í huganum
hvað þetta sé rómantísk og æðis-
leg borg, en ég veit ekki. Kannski
ætti ég bara aldrei að fara þang-
að. En ef hún stendur undir því
sem ég býst við verður það þess
virði að fara þangað.“
freyr@frettabladid.is
Plúsferðir:
Páska- og vorferðir
Plúsferðir bjóða páska- ogvorferðir á sólarstrendur. Um
páskana verða ferðir til
Benidorm, Kanarí, Mallorca og
Portúgal. Ferðirnar eru 11 til 14
daga, brottfarardagarnir eru 2., 3.
og 4. apríl og verðið fyrir tvo sam-
an í herbergi er frá 63.330 kr.
staðgreitt (12 dagar á Mallorca)
upp í 79.130 kr. (14 dagar á
Kanarí). Um páskana er einnig í
boði fjögurra daga ferð til Dublin-
ar á 44.820 kr. miðað við tvo sam-
an í herbergi.
Vorferðirnar eru langar, 24 til
29 nætur á sólarströndunum á
Mallorca, Benidorm, Krít og
Portúgal. Í þeim er veittur 20.000
króna eldri borgara afsláttur og
er verðið með þeim afslætti frá
56.530 kr. (24 nætur á Mallorca).
Verðið miðast við að bókað sé á
Netinu. ■
KRÍT
Plúsferðir bjóða vorferðir til Krítar.
NANNA KRISTÍN
Fór til New York í fyrsta sinn í sumar og ætlar pottþétt að fara þangað aftur.
CENTRAL PARK AÐ VETRI TIL
Frelsisstyttan, Metropolitan-safnið og
Central Park voru á meðal viðkomustaða
Nönnu Kristínar.
NETKLÚBBUR FJALLALEIÐSÖGUMANNA
Í tilefni af 10 ára afmæli hafa Íslenskir fjallaleiðsögu-
menn ákveðið að stofna netklúbb sem mun bjóða upp á
áhugaverðar og ódýrar ferðir utan aðal ferðatímans á
Íslandi. Netklúbburinn mun einnig bjóða upp á tilboð í
hverjum mánuði. Meðal þess sem boðið er upp á eru
dagsferðir, kennsla á gönguskíði og jöklaferða-
mennsku, myndasýningar og kvöldgöngur. Markmið
netklúbbsins er ekki eingöngu að bjóða upp á skemmti-
legar ferðir heldur einnig að kynna stuttar ferðir að
vetrarlagi sem spennandi möguleika fyrir alla útivistar
áhugamenn á Íslandi. Netklúbbinn má finna á slóðinni
www.mountainguide.is/netklub/frett.htm.