Fréttablaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 12
12 22. janúar 2004 FIMMTUDAGUR BEÐIÐ EFTIR DÝFU Stór hópur hindúa-pílagríma bíður þess að komast í hina heilögu dýfu á bökkum ár- innar Ganges í Allahabad á Indlandi á árlegri hátíð „hins nýja þögula tungls“. Kaupsýslumaður ákærður fyrir að múta Sharon: Óvissa um framtíð forsætisráðherrans TEL AVIV, AP Ísraelski kaupsýslu- maðurinn David Appel hefur verið ákærður fyrir að bera fé á Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels. Stjórnmálaskýrendur segja að ákærurnar auki líkurn- ar á því að Sharon verði sjálfur sóttur til saka og neyðist til að segja af sér. Appel er ákærður fyrir að láta Sharon fá sem svarar tug- um milljóna íslenskra króna til að kynna byggingarfram- kvæmdir í Grikklandi árið 1999, þegar sá síðarnefndi gegndi embætti utanríkisráðherra, og til að endurreisa byggð í útjaðri Tel Aviv fyrir og eftir að Sharon settist í stól forsætisráðherra. Appel er einnig sakaður um að hafa mútað varaforsætisráð- herra Ísraels, Ehud Olmert, þegar hann var borgarstjóri í Jerúsalem í lok tíunda áratugar- ins. „Það leikur engin vafi á sak- leysi hans,“ sagði lögmaður Appels, Moshe Israel. Hvorki Sharon né Olmert hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Einnig er verið að rannsaka hvort Sharon hafi þegið ólögleg lán frá erlendum kaupsýslu- mönnum í tengslum við kosn- ingabaráttu Likud-flokksins árið 1999. Lögfróðir menn segja að saksóknarar muni ekki ákæra Sharon nema þeir séu sannfærðir um að hann hafi vitað að um mútur hafi verið að ræða. ■ FJÖLMIÐLAR Dr. Herdís Þorgeirs- dóttir verður aðalframsögumaður á þingi í Minsk í Hvíta-Rússlandi í lok febrúar um nauðsyn þess að auka frelsi fjöl- miðla. Hún er þar sem fulltrúi nefnd- ar Evrópuráðsins um lýðræði með lögum, svokall- aðrar Feneyjanefndar, en í henni sitja sérfræðingar í alþjóðalögum og stjórnskipun frá 45 aðildarríkj- um Evrópuráðsins. Herdís er varafulltrúi Íslands í nefndinni. Þing Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu stendur fyrir þessari ráðstefnu en hana sitja ráðherrar Hvíta-Rússlands, þing- menn, blaðamenn og fulltrúar fjölmiðla og fulltrúar frá Evrópu- sambandinu. Í samtali við Fréttablaðið í gær sagði Herdís að forseti Hvíta- Rússlands, Aleksandr Luka- shenko, hefði lýst því yfir að frumvarp um fjölmiðla sem er að verða að lögum muni standast al- þjóðleg viðmið en blaðamenn og fjölmiðlar í landinu óttist hins vegar að lögin verði enn eitt tæki stjórnvalda til að herða tök sín. Fyrrverandi upplýsingaráðherra landsins hafði lýst því yfir að frumvarpið yrði lagt fyrir Fen- eyjanefnd Evrópuráðsins til um- fjöllunar og ráðgjafar en nefndin hefur ekki enn fengið að líta á frumvarpið. Hún bendir á að Hvíta-Rússland hafi ekki enn fengið fulla aðild að Evrópuráðinu en fulltrúi þess sitji fundi Fen- eyjanefndarinnar sem haldnir eru fjórum sinnum á ári í Feneyjum. Þar séu einnig áheyrnarfulltrúar frá Bandaríkjunum, Argentínu, Kanada, Vatíkaninu, Ísrael, Japan og Kóreu. „Ég átti von á því að vera send til Úkraínu þar sem ég var í hópi sérfræðinga að gefa álit á breyt- ingum á stjórnarskránni þar í des- ember en þar er ástandið slæmt. Ráðherranefnd Evrópuráðsins tók fyrir ástandið í fjölmiðlum þar á fundi sínum í síðustu viku en í Úkraínu hafa þrír blaðamenn lát- ist með grunsamlegum hætti frá því árið 2000. Nýlega fannst einn þeirra hengdur í tré og annar hafði verið hálshöggvinn. Varð- andi ástandið í Hvíta-Rússlandi eru allir mjög varfærnir í að tjá sig enda hafa fáir séð þetta frum- varp. Raddir eru uppi um það að einhver ákvæði þessara fyrirhug- uðu laga muni skerða enn frekar frelsi blaðamanna en fjölmiðlar eru samkvæmt núgildandi lögum háðir leyfi yfirvalda vilji þeir starfa. Mitt framlag til ráðstefn- unnar verður um evrópskar regl- ur og viðmið varðandi fjölmiðla,“ segir Herdís. rt@frettabladid.is HERDÍS ÞORGEIRSDÓTTIR Heldur til Hvíta-Rússlands í næsta mánuði til að hafa framsögu um fjölmiðla og frelsi. ■ Fjölmiðlar eru samkvæmt núgildandi lögum háðir leyfi yfirvalda. Hefur framsögu um aukið frelsi fjölmiðla Dr. Herdís Þorgeirsdóttir verður fulltrúi Evrópuráðsins á þingi um aukið frelsi fjölmiðla í Hvíta-Rússlandi. HÖFUÐSTÖÐVAR EVRÓPURÁÐSINS Herdís Þorgeirsdóttir segir sitt framlag til ráðtefnunnar verða um evrópskar reglur og viðmið varðandi fjölmiðla. ARIEL SHARON Andstæðingar Sharons telja að honum beri að segja af sér tafarlaust, óháð því hvort hann verði ákærður.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.