Fréttablaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 10
10 22. janúar 2004 FIMMTUDAGUR Formaður stúdentaráðs HÍ: Hroðvirknisleg vinnu- brögð læknadeildar LÆKNADEILD „Það stríðir gegn regl- um háskólans að minnka vægi prófa eftir að nemendur eru látn- ir taka þau. Breytingar á náms- skipulaginu eru illa undirbúnar og hafa valdið mikilli óánægju. Nám- ið á þriðja ári er í uppnámi þar sem því lýkur ekki á fimm og hálfu ári eins og upphaflega var áætlað,“ segir Davíð Gunnarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, en læknadeildin minnk- aði vægi prófa þannig að nemend- ur fengu í raun færri einingar en kennsluskrá gerði ráð fyrir. Deildarfundur verður haldinn hjá læknadeild í dag þar sem mál- ið verður tekið fyrir. Unnið hefur verið að því að stytta læknanámið úr sex árum í fimm og hálft ár og síðan fimm ár, en að sögn Davíðs hafa breyting- arnar ekki verið hugsaðar til enda. Hann segir læknadeildina spila með einingafjöldann án þess að taka tillit til nemenda, en marg- ir þeirra vilja að gengið verði aft- ur inn í gamla skipulagið. „Þetta eru hroðvirknisleg vinnubrögð sem hafa endað í vit- leysu. Nemendur vita ekki hversu margar einingar þeir fá eða hvaða fög þeir taka á næstunni,“ segir Davíð. ■ FÆREYJAR Kosningaúrslitin í Fær- eyjum komu á óvart þar sem þau voru ekki í samræmi við skoð- anakannanir. Litlar breytingar urðu á fylgi flokkanna frá þing- kosningunum 2002. Sambandsflokkurinn, sem vill halda áfram stjórnmálasambandi við Dani, tapaði mestu fylgi, fékk 23,7% atkvæða og sjö menn kjörna í stað átta í síðustu kosn- ingum. Flokknum hafði verið spáð mun betra gengi og þykja úrslitin mikil vonbrigði fyrir for- manninn Lisbeth L. Petersen. Jafnaðarmannaflokkurinn, sem einnig er andvígur því að Færey- ingar lýsi yfir sjálfstæði frá Dön- um, bætti lítillega við sig, fékk 21,8% atkvæða og áfram sjö þingmenn. Þessi tveir flokkar hafa því yfir að ráða fjórtán af 32 sætum á færeyska þinginu. Þjóðveldisflokkurinn, með Högna Hoydal í broddi fylkingar, tapaði fylgi. Hann fékk 21,7% atkvæða en hélt þó sínum átta þingsætum og er því stærsti flokkurinn á þinginu. „Vonandi tekst að nýta þessi úrslit til áframhaldandi sóknar færeysku þjóðarinnar á braut sjálfstæðis og velmegunar,“ stóð í heilla- óskaskeyti sem Steingrímur J. Sigfússon sendi flokknum fyrir hönd Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Fólkaflokki Anfinns Kalls- berg, lögmanns Færeyja, hafði verið spáð fylgistapi en honum tókst að halda sínum sjö þingsæt- um með 20,6% atkvæða. Sjálf- stjórnarflokkurinn fékk 4,6% og einn mann kjörinn en Miðflokk- urinn bætti við sig, fékk 5,2% og tvo menn kjörna. Hinn nýstofn- aði Skemmtilegi flokkur fékk 2,3% atkvæða en það dugði ekki til að fá mann kjörinn á þing. Þeir flokkar sem hafa sjálf- stæði Færeyja á stefnuskrá sinni fengu samanlagt átján menn kjörna og eru því í meirihluta á þinginu. Skoðanakannanir höfðu bent til þess að þessu yrði öfugt farið. Fólkaflokkurinn, Þjóðveld- isflokkurinn, Sjálfstjórnarflokk- urinn og Miðflokkurinn, sem mynduðu samsteypustjórn eftir síðustu kosningar, eiga mögu- leika á að endurvekja stjórnar- samstarfið ef þeir geta leyst ágreiningsmál sín. Upp úr sam- starfi flokkanna slitnaði í sept- ember þegar Þjóðveldisflokkur- inn lýsti vantrausti á Kallsberg. Kjörsókn var 92,1% sem er einu prósentustigi meira en í síð- ustu kosningum. bb@frettabladid.is Trúfélagaskipti: Flestir úr þjóðkirkju TRÚ 1.910 manns skiptu um trúfélag eða sögðu sig úr trúfélagi og völdu að standa utan trúfélaga á síðasta ári. Þetta samsvarar því að um 0,7% landsmanna hafi breytt trúar- skráningu sinni og er það álíka hátt hlutfall og undanfarin ár sam- kvæmt Hagstofunni. Meirihluti þeirra sem skiptu um trúfélag, 1.042 einstaklingar eða 55% heildarfjöldans, sögðu sig úr þjóðkirkjunni. Tæplega 300 skráðu sig í Fríkirkjuna í Reykjavík og rúmlega 200 ákváðu að standa utan trúfélaga. 199 skráðu sig í þjóð- kirkjuna og voru brottskráðir um- fram nýskráða því 843. ■ NOVUS B 225 Gatar 25 blöð.. Með kvarða og læsingu Verð 635 kr Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is www.mulalundur.is Alla daga við hendina TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 339 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2004 Kjölmiðar með ártali Skilblöð af öllum gerðum og góðum verðum STABILO kúlupenni 10 í pakka á 299 kr/pk Tangdamamma H im in n o g h a f – 9 0 4 0 0 0 6 a Gefðu ástinni byr undir báða vængi með flugmiða til London eða Kaupmannahafnar. Nánari upplýsingar um verð og skilmála á www.icelandexpress.is. Gjafabréf Iceland Express Bóndadags- gjöfin í ár ÞÝSKALAND Fyrrum stjórnar- og yfirmenn þýska símafyrirtæk- isins Mannesmann komu í gær fyrir rétt í Düsseldorf í stærsta viðskiptamisferlismáli sem höfðað hefur verið í Þýska- landi. Stjórnarmennirnir eru sak- aðir um að hafa samþykkt óhóf- legar og ólöglegar starfsloka- greiðslur til stjórnenda fyrir- tækisins, alls að upphæð 53 milljónir evra auk ríflegs líf- eyrispakka, að sögn fjölmiðla til þess að liðka fyrir þegar breska símafyrirtækið Voda- fone keypti Mannesmann fyrir fjórum árum. Á listanum yfir ákærða, sem eru sex, eru nokkur þekkt and- lit í þýska viðskiptaheiminum og þar á meðal Josef Acker- mann, stjórnarformaður Deutsche Bank, sem sakaður er um aðild að málinu. ■ SKIPTING ÞINGSÆTA Þjóðveldisflokkurinn 8 Fólkaflokkurinn 7 Sambandsflokkurinn 7 Jafnaðarmannaflokkurinn 7 Miðflokkurinn 2 Sjálfstjórnarflokkurinn 1 ÞINGHÚSIÐ Í ÞÓRSHÖFN Yfir níutíu prósent kosningabærra manna í Færeyjum mættu á kjörstað á mánudag. MEÐ BROS Á VÖR Josef Ackermann, stjórnarformaður Deutsche Bank, er meðal sex sakborninga. Þýskt viðskiptamisferli: Ólöglegar greiðslur HÁSKÓLI ÍSLANDS Formaður Stúdentaráðs segir skipulags- breytingar á læknanámi háskólans ekki hugsaðar til enda. Læknadeild fundar í dag um óánægju stúdenta með að vægi prófa skuli hafa verið minnkað. Óvænt úrslit í Færeyjum Úrslit þingkosninganna í Færeyjum urðu ekki í samræmi við skoðana- kannanir. Flokkarnir fjórir sem mynduðu landstjórn eftir síðustu kosningar bættu við sig manni. ÓÞEKKUR ER ÆTÍÐ ANGINN SÁ „Aðalsmennirnir voru vanir að klóra hver öðrum í sátt og sam- lyndi, í „heilbrigðri samkeppni“ og skiljanlega var erfitt að finna hrikta í þessum stöðugleika þeg- ar óþægir menn komu inn á markaðinn.“ Jóhannes Jónsson um fyrstu skref Bónusveldisins, Morgunblaðið 21. janúar VERIÐI HRESS, BLESS OG... „Hemmi er í stuði og miklu sprækari nú en hann var áður en hann dó.“ Jón Ársæll um Hemma Gunn, DV 21. janúar VINIR LITLA MANNSINS „Sparisjóðirnir eru nokkurs kon- ar Atlantsolía bankakerfisins, litlir en nauðsynlegir til að veita þeim stóru aðhald á ákveðnum sviðum.“ Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, Fréttablaðið 21. janúar Orðrétt Foreldrar Verjum tíma með börnunum okkar Hver stund er dýrmæt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.