Fréttablaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 2
2 22. janúar 2004 FIMMTUDAGUR „Það er kannski of djúpt í árinni tekið en þessi sjóður, ef af verður, verður auðvitað mjög öflugur fyrir bæði menningar- og líknarstarf.“ Hildur Petersen er stjórnarformaður SPRON sjóðs- ins sem verður stærsti menningar- og líknarsjóður landsins ef SPRON verður seldur til KB-banka, eins og áform eru um. Spurningdagsins Hildur, er menningunni borgið? ■ Lögreglufréttir HEILBRIGÐISMÁL „Fækkun vakta á Landspítala-háskólasjúkrahúsi, sem er liður í þessum aðgerðum, getur dregið úr öryggi þjónust- unnar. Ekki er víst, að sérhæft starfsfólk verði til staðar í bráða- tilfellum,“ sagði Magnús Péturs- son, forstjóri Landspítala, þegar framkvæmdastjórn spítalans kyn- nti þær aðgerðir sem nú verður gengið í til að ná þeim sparnaði í rekstri sem stjórnvöld hafa fyrir- skipað. Fréttablaðið hefur greint ítar- lega frá uppsögnum og vinnurösk- un starfsfólks að undanförnu, þar sem fækkað verður um 200 árs- verk. En það eru fleiri aðgerðir í farvatninu, að því er fram kom í máli Magnúsar. Bráðamóttöku við Hringbraut verður lokað um helg- ar, en þangað komu að meðaltali 26 sjúklingar hvern helgardag á síðasta ári. Bið eftir þjónustu mun líklega lengjast og sjúkraflutning- um milli húsa fjölga. Hvað varðar deildir spítalans munu sumarlokanir verða lengri en áður. Biðlistar, sem hafa verið að styttast, munu standa í stað og jafnvel lengjast. Göngudeild end- urhæfingar í Kópavogi verður lok- að, en krabbameinssjúklingar geta sótt endurhæfingu á Grensási. Barnaeiningu í Fossvogi verð- ur lokað og starfsmönnum á nýja barnaspítalanum fækkað. Ársverkum hjá skurðlæknum spítalans verður fækkað, legutími á skurðdeild styttur enn frekar og legurýmum fækkað. Þá verður vöktum fækkað. Framkvæmdastjórn LSH mun ræða rekstur Arnarholts við fé- lagsmálayfirvöld, en þar bíða 40 vistmenn úrræða. Vímuefnameð- ferða á Flókagötu verður flutt í geðdeildarhús á Hringbraut og verður í formi dag- og göngu- deildar. Klínísk stoðþjónusta, svo sem iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun, sálfræðiþjónusta, prestverk og félagsráðgjöf, verður skorin nið- ur um 39 ársverk. Leita á allra leiða til að ná nið- ur lyfjakostnaði. Meðal annars er í athugun hvort spítalinn getur keypt inn lyf milliliðalaust, sé sá kostur hagstæðari. Starf fulltrúa sjúklinga verður lagt niður, að- hald í innkaupum stóraukið. Kennsla nemenda heilbrigðis- stétta verður skorin niður um 50 milljónir króna, svo og bókasafns- og upplýsingaþjónusta. Hvað varðar fjáreiður spítalans verða svið sameinuð, deildir lagðar niður og starfsfólki sagt upp. Umfang ræstinga verður minnk- að um 10% sem nemur 20–25 stöðugildum. Þessi sparnaður verður útfærður meðal annars með tilliti til vaxandi spítala- sýkinga. Dregið verður úr viðhaldi bygginga og tækjabúnaði vegna fækkunar sjö starfsmanna á því sviði. Farið verður á vormánuð- um yfir sviðakerfi spítalans með tilliti til fækkunar millistjórn- enda. Þá hafa 2/3 stjórnenda sam- þykkt launaskerðingu upp á 5%. Með þessum aðgerðum telur framkvæmdastjórn sig ná fram 7–800 milljóna króna sparnaði. jss@frettabladid.is Þrjú bókaforlög svæfð í endurskipulagningu hjá Eddu-útgáfu Breytingar í bókaútgáfu BÓKAÚTGÁFA Ákveðið hefur verið að leggja niður störf útgáfustjóra bókaforlaganna Forlagsins, Ið- unnar og Þjóðsögu. Að nafninu til verða þau ekki lögð niður og ein- hverjar bækur verða gefnar út síðar á árinu undir þeirra merkj- um en ljóst er að starfsemi þeirra verður lítil sem engin. Útgáfustjórar Forlagsins og Ið- unnar taka við nýjum stoðdeildum sem starfa samhliða þeim útgáf- um sem eftir standa; Máli og menningu, Almenna Bókafélaginu og Vöku-Helgafelli. Skipurit Eddu- útgáfu er því að taka mikl- um breytingum. Kristján B Jónasson, útgáfu- stjóri Forlagsins, fer í nýja stöðu þróunarstjóra fyrirtækisins á föstudaginn, þegar breytingar verða tilkynntar. „Þessi breyting er ekki skyndi- ákvörðun heldur ákveðin stefna sem að stjórn og síðan útgáfu- stjórar hafa mótað undanfarna mánuði,“ segir Kristján. „Mitt nýja starf er að ná utan um ný tækifæri og skapa verkefni. Litið er á starf þróunarstjóra sem nauðsynlegt í öllum stórum bóka- forlögum í nágrannalöndunum, bæði til að finna hæfileikafólk og koma hugmyndum í verk.“ Þá mun Sigurður Svavarsson, útgáfustjóri Iðunnar, halda áfram að gegna veigamiklu hlutverki við stjórnun útgáfu innan nýrrar stoðdeildar. Fleiri breytingar verða síðar á árinu þegar Pétur Már Ólafsson, forstöðumaður út- gáfusviðs hjá Eddu og útgáfu- stjóri Vöku-Helgafells, lætur af störfum. Óljóst er hver mun taka við hans starfi. ■ URÐ OG GRJÓT Á MARS Nóg er af gjóti á Mars eins og þessi mynd sýnir sem nýlega barst frá geimjepp- anum Spirit. Loftsteinaleit: Fundu grjót frá Mars MAROKKÓ Vísindamenn við bresku haffræðistofnunina í Sout- hampton hafa staðfest að grjót sem nýlega fannst í Atlasfjöllum í suðurhluta Marokkó hafi borist frá reikistjörnunni Mars. Það var hópur áhugafólks um loftsteina frá umræddu svæði, undir stjórn Bretans Bruno Fect- ay, sem fann grjótið og er um að ræða sex hnefastóra steina. Það er mat sérfræðinganna að þeir hafa borist út í geiminn frá Mars eftir árekstur loftsteins og síðan hingað til jarðar. Að sögn Fectays hefur hópur íbúa á svæðinu þar sem grjótið fannst, stundað loftsteinaleit í þrjátíu ár. „Þeir þekkja svæðið því mjög vel,“ sagði Fectay. ■ Framhalds- og háskólanemar: Fjölgar talsvert MENNTAMÁL Rúmlega 37.000 manns voru skráðir á skólabekk í fram- halds- og háskólum landsins síð- asta haust. Það er rúmlega 3.300 manns meira en árið áður þegar þeir voru 34.700. 23.120 nemar voru skráðir í framhaldsskóla síðasta haust og hafði fjölgað um tíu til ellefu pró- sent milli ára. 15.752 voru skráðir í háskólanám, rúmum sex pró- sentum fleiri en haustið 2002. Hluti þessa eru þó tvítalningar þannig að bak við tæplega 39.000 skráningar standa rúmlega 37.000 nemar. ■ Flugslysið í Egyptalandi: Mistök flugmanns EGYPTALAND, AP Frumrannsókn á flugslysinu í Egyptalandi 3. janú- ar síðastliðinn bendir til þess að slysið megi rekja til mistaka flug- manns, að sögn egypskra flug- málayfirvalda. Því hefur hingað til verið haldið fram að bilun í tækjabúnaði hafi valdið því að vél flugfélagsins Flash Airlines hrap- aði í Rauða hafið með þeim afleið- ingum að 148 manns fórust. Ónafngreindur embættismaður hjá egypska flugmálaráðuneytinu segir að rannsókn á öðrum flugrita vélarinnar sýni að flugmaðurinn hafi ekki sent neyðarkall til flugum- ferðarstjóra. Niðurstöður rann- sóknarnefndarinnar getur haft áhrif á þær bætur sem Flash Air- lines fær frá tryggingarfélögum. ■ Reykjanesbær: Teknir með fíkniefni FÍKNIEFNI Tveir sautján ára og einn tvítugur maður voru handteknir og færðir til yfirheyrslu, af lög- reglunni í Keflavík, í fyrrakvöld. Lögreglan hafði afskipti af mönnunum vegna gruns um neyslu og vörslu fíkniefna. Á einum mann- anna fundust tæp tuttugu grömm af maríjuana. Þeir voru látnir lausir að yfirheyrslum loknum. ■ Reykjanesbraut: Hestakerra valt LÖGREGLAN Hestakerra með þremur hestum innanborðs slitnaði aftan úr bifreið í Hvassahrauni á Reykjanes- braut um klukkan hálf þrjú í gær. Kerran fór niður vegöxlina og valt. Mildi þykir að hestarnir þrír sluppu ómeiddir en kerran skemmd- ist mikið. Óhappið hafði ekki áhrif á aðra umferð á brautinni. ■ FASTEIGNAMARKAÐUR Vísbendingar er um að slaki sé að myndast á fasteignamarkaði og að verð gæti farið lækkandi. Greiningardeild KB-banka telur ýmis merki þess að þrýstingur til lækkunar fast- eignaverðs muni skapast á mark- aði áður en langt um líður. Sam- kvæmt yfirliti Íbúðalánasjóðs fjölgaði lánaumsóknum til nýbygg- inga um 40% í fyrra og voru þær 2.300 talsins. Áætlanir sjóðsins benda til þess að slíkum umsókn- um muni fjölga á þessu ári. Greiningardeild KB-banka seg- ir þessi umsvif mikil í sögulegu samhengi. Undanfarin ár hafi um- sóknir um nýbyggingalán verið um 1.500 á ári. Húnæðisverð hefur staðið í stað að undanförnu og húsaleiga lækkað. Byggingaverk- takar fjármagna nú nýbyggingar í auknum mæli með húsbréfum. Það er talin vísbending um að erfiðara sé að finna kaupendur. Greiningardeildin segir verð- bólguhorfur batna við þetta vegna vægis húsnæðis í vísitölu neyslu- verðs. Önnur afleiðing er að lækk- andi húsnæðisverð takmarkar frekari skuldsetningu heimila sem þegar eru töluvert skuldsett. Þetta bendi svo í þá átt að efna- hagslífið í heild kunni að vera næmara fyrir verðbreytingum fasteigna. ■ ÁREKSTRAHRINA Fimm árekstrar urðu á Akureyri frá því sex í gær- morgun og til klukkan eitt eftir hádegi í gær. Einn kenndi sér eymsla í baki og var fluttur á slysadeild. Umferðaróhöppin má öll rekja beint eða óbeint til hálku. KRISTJÁN B JÓNASSON Hættir sem útgáfustjóri Forlags- ins en verður þróunarstjóri Eddu útgáfu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I N G Ó LF U R NIÐURSKURÐUR Framkvæmdastjórn Landspítala Háskólasjúkrahsus kynnti niðurskurðaraðgerðir í gær. Magnús Pétursson forstjóri LSH kvaðst vænta þess að stjórnvöld gæfu nefndum sem störfuðu að málum spítalans svigrúm til að ljúka störfum. MIKIÐ BYGGT Hækkandi fasteignaverð hefur gert það fýsilegt að ráðast í nýbyggingar. Greining- ardeild KB-banka telur vísbendingar um að fasteignaverð geti farið lækkandi. Verð á fasteignum: Lækkanir í farvatninu Innbrot í Keflavík: Þjófar hand- teknir LÖGREGLAN Þrír menn um tvítugt voru handteknir í gær grunaðir um innbrot í heimahús í Keflavík sem framið var í fyrrinótt. Sömu menn hafa gerst sekir um nokkur innbrot í bænum á seinni hluta síðasta árs. Lögreglan hafði upp á tveimur mannanna á heimili annars þeirra og fannst þýfið, fartölva og skóla- taska, fyrir utan húsið. Sá þriðji var handtekinn annars staðar í bænum. Tveimur mannanna var sleppt í gær eftir að þeir játuðu sinn þátt í innbrotinu og telst málið vera upplýst. Einn þremenninganna, annar þeirra sem handtekinn var þar sem þýfið fannst, neitaði aðild að málinu. Honum var sleppt í gærkvöldi. ■ Skert þjónusta bitnar á sjúklingum Samdráttur hjá Landspítalanum mun bitna á þjónustu við sjúklinga. Forstjórinn segir hann geta dregið úr öryggi þjónustunnar. Hann vill að stjórnvöld gefi nefndum sem starfa að málefnum spítalans ráðrúm.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.