Fréttablaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 33
29FIMMTUDAGUR 22. janúar 2004 Aron Gylfason, 13 ára nemi viðLágafellsskóla, hefur fengið hvatningarverðlaun Fréttablaðs- ins. Fólkið í Brekkutanga hafði samband við blaðið og vildi lýsa sérstakri ánægju sinni með Aron fyrir óaðfinnanlegan útburð. „Mér líkar þetta mjög vel,“ segir Aron og bætir við glettinn „líklega þarf ég að fara að standa mig betur“. Aron byrjaði að bera Fréttablaðið út í febrúar á síðasta ári; hann hefur alltaf verið með sama hverfið í Mos- fellsbæ og stefnir að því að halda áfram. Aðspurður segir hann að það sé ekkert mál að vera búinn að dreifa blöðunum áður enn hann mætir í skólann. „Ég er búinn að venjast þessu, ég fer bara snemma að sofa.“ Aron var verðlaunaður með gjafabréfi frá tískuversluninni XS í Kringlunni. Allir blaðberar blaðs- ins fá 15% afslátt í þeirri búð. ■ TÓNLIST „Við erum komnir vel á veg að forvinna nýja plötu. Næsta skref er að taka hana upp,“ segir Franz Gunnarsson, gítarleikari Ensími. „Við erum búnir að semja lögin og útsetja þau og erum byrj- aðir að taka upp grunna. Við erum samt að bæta lögum í sarpinn. Við ætlum að reyna ná eins miklu af trommugrunnum áður en Addi trommari fer til Barcelona.“ Stefnt er á útgáfu í sumar enda segjast liðsmenn vera búnir að fá sig fullsadda af því að gefa út plötu rétt fyrir jólin á meðan plötufárið er sem mest. Plata Ensími verður að vinnast í skorpum þar sem trommuleikar- inn Arnar Gíslason býr að hluta til í Barcelona. Hann, Franz og Guðni bassaleikari eru svo allir í tón- leikasveit Bang Gang og þeirra bíða því nokkrar tónleikaferðir til Evrópu á næstu mánuðum. „Við vinnum út um allan heim- inn núna. Hrafn er eiginlegur upptökustjóri og nostrar við upp- tökurnar á meðan við erum úti,“ segir Franz. ■ ARON GYLFASON Tekur við gjafabréfi í tískuversluninni XS í Kringlunni. Hann fær hvatningarverðlaun Fréttablaðsins fyrir frábær störf. mynd er leitast við að skilja hvað býr að baki tilkomu og kerfis- bundinni framkvæmd einnar skelfilegustu hugmyndafræði 20. aldar, hugmyndafræði Rauðu Khmeranna. Í þrjú löng ár leituðu Rithy Panh og samstarfsfólk hans svara meðal þeirra fáu sem komust lífs af en einnig meðal fyrrum böðla sem fóru með þeim á fornar slóðir fangabúða S 21, þar sem nú er safn í minningu þjóðarmorðanna, til þess að rifja upp liðna atburði. Óvinurinn - L’adversaire Metaðsóknarmynd sem lætur engan ósnortinn. Hún var í aðal- keppni kvikmyndahátíðarinnar í Cannes 2002. Þegar maður myrðir konu sína, börn og foreldra er ljóst að rannsóknin beinist að fortíð hans. Daniel Auteuil fékk frönsku Cés- ar-verðlaunin fyrir leik sinn í aðalhlutverkinu. Myndin er byggð á sönnum atburðum og magnaðri sögu Emmanuel Carrère, sem kom út á íslensku árið 2002, og var höfundur gestur á bókmenntahátíð á síðasta ári. Góða ferð - Bon voyage Hernám Þjóðverja er á næsta leyti. Fyrirmenn þjóðfélagsins í París, stjórnmálamenn, blaða- menn og njósnarar flykkjast í burtu frá París og setjast að á hóteli í Bordeaux. Ótrúleg blanda af gríni, spennu og drama. Frá- bærir leikarar, m.a. Isabelle Adjani, Gérard Depardieu, Virgine Ledoyen og Peter Coyote. Fulltrúi Frakklands til Ósk- arsverðlauna 2004. Voltaire að kenna - La faute à Voltaire Jallel, líkt og Birtingur Voltaires, á sér draum um betra líf og flytur til Frakk- lands til að freista gæfunnar. Þar reikar hann um París gæfu- leysingjanna, frá einum til ann- ars, milli gististaða og félags- stofnana. Draumar um frægð og frama verða að engu en í þeirra stað fær hann að kynn- ast og eiga hlut í þeirri sam- kennd sem ríkir meðal hinna snauðu. Myndin hlaut Gullljónið á Kvikmyndahátíðinni í Feneyj- um árið 2000, verðlaun sem fyrsta kvikmynd höfundar og verðlaun ungra áhorfenda. ■ opi›: laugardaga 10-18 og sunnudaga 13-18 SÓFI N I X O N 40% afsláttur BO R‹ B I N T A N G 50% afsláttur ÚTSÖLULOK enn meiri ver›lækkun ATH. LÖNG HELGI opi› laugardag 10-18  sunnudag 13-18 SMÁVARA 70% AFSLÁTTUR SPEGLAR 50% AFSLÁTTUR 119.400 kr. 59.700 kr. ver› á›ur útsöluver› bor› (200x90) og 6 pearl le›urlíkisstólar Hvatningarverðlaun Fréttablaðsins ENSÍMI Stefnir á að gefa út nýja plötu í sumar. Spilar m.a. ný lög á Grand Rokk í kvöld. Vinna að nýrri plötu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.