Fréttablaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 18
18 22. janúar 2004 FIMMTUDAGUR SENDIHERRA GEGN HUNGRI Matvælahjálp SÞ hefur skipað Kenýa- manninn Paul Tergat, heimsmethafa í maraþonhlaupi, „sendiherra gegn hungri“ og var fyrsta verkefni hans að heimsækja börn á hungursvæðum í heimalandinu. Könnun Manneldisráðs: Einn lítri af gosi á dag NEYSLA Íslenskir strákar á aldr- inum 15-19 ára drekka að meðal- tali einn lítra af gosdrykkjum á dag. Sykurneysla þeirra er jafn- framt gríðarlega mikil; 143 grömm af viðbættum sykri á dag. Þetta kemur fram í niður- stöðu könnunar sem Manneldis- ráð gerði á mataræði 1.366 Ís- lendinga. Hliðstæð rannsókn hefur ekki farið fram síðan árið 1990. Fiskneysla hefur dregist saman um 30% frá 1990 og er nú litlu meiri en gengur og ger- ist í mörgum nágrannalöndum. Vatns- og sódavatnsdrykkja hefur aftur á móti þrefaldast á meðan neysla gosdrykkja hefur aukist um 50%. Vatn er núna al- gengasti drykkur Íslendinga en var fjórði í röðinni árið 1990, á eftir kaffi, mjólk og gosdrykkj- um. Ofneysla matar og hreyf- ingarleysi eru þau atriði tengd mataræði sem ógna helst heilsu landsmanna nú um mundir. Þrefalt fleiri en áður í hópi ungra karla flokkast nú yfir kjörþyngd. Það jákvæðasta við niður- stöðurnar er að neysla harðrar fitu hefur minnkað auk þess sem meira er borðað af græn- meti og ávöxtum. Að sögn Ingu Þórsdóttur, for- manns Manneldisráðs og pró- fessors í næringarfræði, má að mörgu leyti kenna auglýsingum og markaðssetningu gos- drykkjaframleiðenda um aukna gosneyslu unglinga. ■ Eignir hafa aukist á Íslandiundanfarin misseri langt umfram vöxt þjóðarframleiðslunn- ar. Hlutabréf hækkuðu mikið á síðasta ári og verð fasteigna hefur hækkað umfram vísitölu neyslu- verðs undanfarin ár. Afleiðingin er sú að eigið fé fjár- málastofnana hefur vaxið hratt og veðhæfni einstaklinga og fyrir- tækja einnig. Afleiðingin er aukinn möguleiki til skuldsetningar sem byggir á eignaaukningu, en ekki tekjuaukningu. „Þróunin sem menn óttast er að útlán fari inn á eigna- markað og hækki markaðinn, sem aftur leiðir til aukinnar veðhæfni. Það leiði svo áfram til aukningar út- lána og hækkunar eigna,“ segir Þórður Pálsson, forstöðumaður greiningardeildar KB banka. Eigna- bóla er þetta kallað. „Hættan er sú að spírallinn snúi við og fari niður jafn hratt eða hraðar en hann fór upp.“ Í Þróun og horfum KB banka er bent á eignavöxtinn. Eignaaukning hluthafa Pharmaco var 80 milljarð- ar í fyrra og verðmæti fasteigna jókst um 130 milljarða. Hækkun þessara þátta nemur um fjórðungi af landsframleiðslu. Þá hefur verð- mæti og eigið fé bankanna aukist verulega á tímabilinu. Eigið fé banka miðað við að þeir haldi 8% eiginfjárhlutfalli gefur þeim mögu- leika á að auka útlán um 540 millj- arða króna. „Við getum ekki fullyrt að þetta sé eignabóla, en hættu- merkin eru fyrir hendi. Framhaldið ræðst af hagvexti og hvernig fyrir- tækjum eins og Pharmaco vegnar úti í hinum stóra heimi.“ Þórður bendir á að með aukinni alþjóða- væðingu ráðist þróun mála alltaf meir og meir af þróun á erlendum mörkuðum. Lán hættulegri en eignir Tryggvi Þór Herbertsson, for- stöðumaður Hagfræðistofnunar, segir að ef þetta sé rétt lýsing á ástandi hagkerfisins geti lítill skell- ur komið af stað sprengingu á eignabólunni. „Ég er hins vegar ekki á því að þessi lýsing sé rétt. At- vinnuleysi virðist vera að byrja að minnka og ég held að það hafi orðið gríðarlega miklar framleiðnibreyt- ingar til aukningar í hagkerfinu. Einkaneysla er að aukast og ég tel að það muni teygja sig inn í þetta ár og drífa hagkerfið áfram.“ Tryggvi segir því fátt benda til þess að eign- ir séu gróflega ofmetnar. Flest bendi til þess að horfur í efnahags- málum standi undir núverandi verði. Útlánaþenslan, sem meðal ann- ars er afleiðing vaxtar eigna, felur að mati greiningardeildar KB banka í sér vaxandi samkeppni í útlánum. Bankinn tekur þar undir með Seðla- bankanum og alþjóðastofnunum sem hafa varað við því að gæði út- lána versni í kjölfarið. Slíkt gæti haft í för með sér versnandi láns- hæfi Íslands, sem aftur yki fjár- magnskostnað bankanna. Tryggvi tekur undir með KB banka og segir hættu á því að ef menn fari fram úr sér í útlánum geti það valdið óstöðugleika í fjármálakerfinu. Greiningardeild KB banka bend- ir á að ef þessi þróun yrði myndu vaxtakjör banka versna, sem aftur myndi leiða til veikari krónu. Veik króna myndi svo veikja eiginfjár- stöðu bankanna. Greiningardeildin segir að í því sambandi sé rétt að hafa í huga að lágir vextir í við- skiptalöndum okkar og gott láns- hæfi Íslands hafi komið í veg fyrir að núverandi viðskiptahalli sé meiri en hann er. Erlendar skuldir fyrir- tækja og einstaklinga hafi vaxið umtalsvert undanfarin misseri. Fyrirsjáanlegt sé að erlendir vextir muni hækka á næstunni. Með hækk- andi vöxtum og ef lánshæfismat Ís- lands færi versnandi myndi greiðslubyrði þessara lána aukast og þar með hafa neikvæð áhrif á viðskiptajöfnuð. Það myndi síðan veikja krónuna. Veikari króna myndi svo leiða til hækkunar er- lendra vara í vísitölu neysluverðs. ■ Jafet Ólafsson: Meiri reynsla á markaðinum BÆNAHÚS RIFIÐ Strangtrúaður gyðingur biður bænir á meðan ísraelskar öryggissveitir rífa niður bænahús í landnemabyggðinni Vestur- Tapuah. Landnemar streitast á móti: Bænahús rifið niður JERÚSALEM, AP Ísraelskir landnem- ar hafa hafist handa við að endur- reisa bænahús sem ísraelski her- inn jafnaði við jörðu í ólöglegri gyðingabyggð á Vesturbakkanum. Til átaka kom milli öryggis- sveita ísraelska hersins og um 150 landnema í Vestur-Tapuah þegar verið var að rífa bænahúsið niður. 23 landnemar voru handteknir en aðeins tveir þeirra voru enn í haldi hersins í gær. Námskeið í kenningum ísra- elska rabbínans Meir Kahane átti að fara fram í bænahúsinu. Kach- hreyfing Kahane hefur verið for- dæmd af ísraelskum stjórnvöld- um og er skilgreind sem hryðju- verkasamtök af bandaríska utan- ríkisráðuneytinu. ■ GÍFURLEG SYKURNEYSLA Ungir strákar neyta 143 gramma af við- bættum sykri á dag. Það er langt yfir ráð- leggingum Manneldisráðs sem hljóðar upp á 91 gramm. RÁÐLAGÐUR DAGSKAMMTUR Manneldisráð mælir með 500 grömmum af grænmeti, ávöxtum og safa á dag fyrir fullorðna. Fréttaskýring HAFLIÐI HELGASON OG ÞÓR- LINDUR KJARTANSSON ■ fjallar um eignaaukningu Íslend- inga og hætturnar ef of hratt er gengið um gleðinnar dyr. Már Guðmundsson: Blaðran að safna lofti Jafet Ólafsson, fram-kvæmdastjóri Verð- bréfastofunnar, segir að veltan á markaði hafi aukist mjög á síð- ustu misserum og það komi meðal annars til af því að losað hafi ver- ið um fjármagn sem bundið var í félög sem tekin hafa verið af markaði. Einnig hafi menn losað um eignir í óskráðum félögum. Hann segir hækkun- ina á síðustu mánuðum hafa verið heldur skarpa. „Það er betra að fá jafna og hægari hækkun, en það var ein- faldlega þannig að mörg félög áttu þessar hækk- anir inni,“ segir Jafet. Hann segir reynsl- una á markaðnum vera meiri nú en áður og að fjárfestar dreifi fjár- festingum betur. ■ Már Guðmundsson,aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir að sé litið á efnahagslífið í heild sinni, og þar með talið fasteigna- og hluta- bréfaverð, hafi hann það „frekar á tilfinningunni að blaðran sé enn að safna lofti en ekki við það að springa.“ Hann segir Seðla- bankann hafa varað við útlánaþenslu hjá bönkun- um en segir að einstak- lingar verði sjálfir að taka ákvörðun um hvern- ig þeir skuldsetja sig. „Fasteignaverð virð- ist hafa náð hámarki en ekki er víst að það lækki mikið á næstu misserum og gæti farið aftur af stað ef frekari rýmkun verður í húsnæðislána- kerfinu,“ segir Már. ■ Vaxandi ríkidæmi og hætturnar sem fylgja

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.