Fréttablaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 29
25FIMMTUDAGUR 22. janúar 2004 Tískusýningin Reykjavík Fash-ion – Iceland Fashion Week verður haldin 21. febrúar í Ráðhúsi Reykjavíkur. Þar verður áhersla lögð á að kynna íslenska fatahönn- un fyrir innlendum og erlendum kaupendum. Hönnuðirnir sem koma þar fram með sína vöru eru Ingibjörg Ingadóttir og Svava Grímsdóttir frá Evuklæðum, Hanna Stefánsdóttir og Elín J. Ólafsdóttir frá Húfum sem hlæja, Sigrún Baldursdóttir, María Lovísa, Sonja Bent, Soffía Margrét Haf- þórsdóttir, Petra Dís Magnúsdóttir, Víkurprjón, Ístex, Anita Ellerts- dóttir og Fjóla Ósland Hermanns- dóttir. Hárgreiðslustofan Super- nova mun sjá um hár módelanna og Airbrush Studio um förðun. Þetta er fyrri hluti Iceland Fash- ion Week í ár því undir haust koma erlendir fatahönnuðir hingað. Sýn- ingar sem þessar hafa verið haldn- ar gegnum tíðina og ávallt vakið at- hygli kaupsýslumanna og fjölmiðla langt út fyrir landsteinana. ■ ÚTSALAN Kringlan • Skóhöllin, Firði • Glerártorg, Akureyri 20-60%afsláttur enn í fullum gangi Enn meiri afsláttur af völdum vörum! Dömuskór - Herraskór - Barnaskór KNICKERBOX Algjör bomba....!! KNICKERBOX KNICKERBOX Kringlunni Laugavegi 62 mán-mið 10-18.30 mán-fös 11-18 fimmtud. 10-21 laugard. 11-16 föstud. 10-19 langur laugard. 11-17 laugard. 10-18 sunnud. Lokað sunnud. 13-17 I I i l i i i . f fi . l . f . l l . l . . . Hefurðu heyrt annað eins......?!?!? Já, þú velur þér hvaða þrjár flíkur sem eru á útsölunni en greiðir bara fyrir eina. Þú greiðir aðeins fyrir dýrustu vöruna RÝMUM FYRIR NÝJUM VÖRUM 3 fyrir 1 fimmtudag, föstudag, laugardag, sunnudag fi t , f t , l , i ...... ! ! , l j lí l i i i i i . r i ir i f rir r t r RÁÐHÚS REYKJAVÍK Reykjavík Fashion – Iceland Fashion Week verður haldin þar 21. febrúar. Reykjavík Fashion – Iceland Fashion Week: Íslensk hönnun Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. 15% aukaafsláttur á útsölunni Ég á náttúrlega nálægt 50 síð-kjólum og dressum sem ég kalla „skítagalla,“ það eru sko vinnufötin mín,“ segir Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona þegar hún er innt eftir uppáhaldsflík. „Þess vegna fer ég helst í eitt- hvað allt annað þegar ég er á eigin vegum, heima eða þarf að skreppa eitthvert. Ég get til dæmis alltaf klæðst þessum velúrdressum mínum, og óhætt að segja að ég sé ósvikin velúr/flauelsmanneskja. Öll þau föt sem mér finnst notalegust eru úr þannig efnum.“ Diddú segir að velúrdress geti að sjálfsögðu verið mjög smart. „Þau eru svona Diddúar- leg,“ segir hún og útskýrir hug- takið sem eitthvað mjúkt og lít- ríkt. Söngkonan getur ekki gert upp á milli velúrfatnaðarins, hann sé allur jafn yndislegur. „En ég legg áherslu á sterka liti eins og appelsínugult og finnst blómamynstur ofboðslega falleg.“ Diddú segist aldrei hafa ver- ið „greind“ og finnst greining- arnar of staðlaðar. „Þær eru ekkert endilega í takt við per- sónuleikann. En ég hef persónu- lega mest gaman af „öðruvísi“ fötum og fylgi ekki tískunni. Það er frekar eitthvert innsæi sem stjórnar mér við fatavalið.“ Diddú tók sig til og breytti um lífsstíl fyrir nokkrum árum og grenntist töluvert í kjölfarið. Hún segir að vissu- lega hafi fatasmekkurinn breyst við það. „Þá fór maður úr sekkjunum í aðskorið,“ seg- ir hún og hlær dillandi hlátri. „Þetta er að sjálfsögðu allt annað líf og skiptir máli fyrir sálina. Maður er léttari innan sem utan.“ ■ Uppáhaldsflíkin: Mjúkt, litríkt og Diddúarlegt DIDDÚ ELSKAR VELÚR OG BLÓMAMYNSTUR Í blómakápu sem hún heldur mikið upp á og velúrbuxum sem hún keypti í Sock Shop í London.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.