Fréttablaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.01.2004, Blaðsíða 6
6 22. janúar 2004 FIMMTUDAGUR ■ Evrópa GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 68.81 -0.66% Sterlingspund 126.19 1.34% Dönsk króna 11.67 0.89% Evra 86.93 0.86% Gengisvísitala krónu 119,60 0,23% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 491 Velta 10.807 milljónir ICEX-15 2.342 0,84% Mestu viðskiptin Íslandsbanki hf 3.167.825.636 Landsbanki Íslands hf. 1.686.880.083 Grandi hf 350.959.051 Mesta hækkun Líf hf. 7,25% Straumur Fjárfestingarbanki hf. 4,35% Flugleiðir hf. 3,85% Mesta lækkun Samherju hf -1,55% Fjárfestingarfélagið Atorka hf. -1,07% Opin kerfi hf. -0,96% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.520,4 -0,1% Nasdaq* 2.125,9 -1,0% FTSE 4.505,6 0,1% DAX 4.135,1 0,7% NK50 1.409,5 -0,1% S&P* 1.136,4 -0,2% *Bandarískar vísitölur kl. 17. Veistusvarið? 1Hvað heitir frambjóðandinn sem sigr-aði fyrstu forkosningu demókrata sem haldin var á þriðjudag? 2Hvað heitir skip Eimskips sem hýstiþrjá laumufarþega? 3Hvaða söngvari fyrrum pönkgrúbbuhefur ákveðið að taka þátt í raunveru- leikasjónvarpi? Svörin eru á bls. 46 Framkvæmdastjóri Brims lætur af störfum í apríl: Óljóst hvað við tekur SJÁVARÚTVEGUR „Það er auðvitað ljóst að starf mitt sem fram- kvæmdastjóri Brims hefur tekið miklum breytingum í kjölfar þess að félagið hefur verið selt. Það er því fullkomlega rökrétt í stöðunni að ég láti af störfum. Ég er mjög ánægður með þau tæplega tvö „kjörtímabil“ sem ég hef gegnt störfum hér fyrir norðan, fyrst sem framkvæmdastjóri ÚA og síðar sem framkvæmdastjóri Brims. Ég er ennfremur ánægður með að full eining er um þessa niðurstöðu,“ segir Guðbrandur Sigurðsson. Stjórn Brims og Guðbrandur hafa gengið frá samkomulagi um að Guðbrandur láti af störfum framkvæmdastjóra í apríl næst- komandi. Hann mun á næstu vikum vinna að því að koma félögunum þremur, sem áður mynduðu Brim, í hendur nýrra eigenda og sjá til þess að þau mál öll gangi greið- lega fyrir sig. Félögin sem um ræðir eru HB hf., Skagstrending- ur hf. og Útgerðarfélag Akureyr- inga hf. Guðbrandur mun jafn- framt sinna öðrum málefnum Brims, sem ekki tengjast sölu framangreindra félaga. „Ég mun byrja á því að taka fæðingarorlof en síðan er óljóst hvað tekur við. Það er spurning hvort ég held mig við sjávar- útveginn, ég kann það þó alltént,“ sagði Guðbrandur. ■ MÓAR Kröfulýsingarfrestur vegna gjaldþrots kjúklingabúsins Móa rann út á mánudag. Búnaðarbank- inn, sem hefur lýst 512 milljónum króna í þrotabúið, er langstærsti kröfuhafinn, en í þeim hópi eru einnig hátt í 370 aðilar og fyrir- tæki, þar á meðal Landsbankinn og Íslandsbanki. Skiptafundur hefur verið boðaður 16. febrúar næstkomandi og verður kröfu- skrá lögð fram viku áður. Lýstar kröfur snerta gífurlega fjármuni og nema um 1.900 millj- ónum króna. Fyrst verður að greiða veðkröfur, síðan búskröfur, og á eftir koma forgangskröfur og almennar kröfur. Lýst hefur verið búskröfum upp á 150 milljónir króna, en til þeirra er stofnað, með samþykki aðstoðarmanns, eftir að greiðslustöðvunartímabil- ið er hafið. Þetta þýðir að þeir sem viðskipti er átt við á tímabil- inu njóta forgangs á við þá sem lýsa almennum kröfum. „Við erum að fara yfir þessi mál og taka afstöðu til þeirra krafna sem hefur verið lýst í þrotabúið. Við ljúkum væntanlega því starfi áður en skiptafundur verður haldinn í febrúar. Ég tel mjög ólíklegt að það takist að greiða kröfur sem standa aftar en búskröfur. Það er útlit fyrir að ekkert fáist upp í almennar kröf- ur sem nema um 1.600 milljónum þannig að það er líklega tapað fé. Veðkröfur og búskröfur eru það háar,“ segir Ástráður Haraldsson, skiptastjóri þrotabús Móa, en ljóst er að margir tapa gríðarlega miklum peningum vegna gjald- þrots kjúklingabúsins. Unnið er að því að ná inn eignum búsins og innheimta útistandandi kröfur og mikil vinna fer í að ganga frá pappírum og skýrslum í tengslum við þetta umfangsmikla mál. „Það er hugsanlegt að það þurfi að fara út í nokkur riftunar- mál til að rifta hluta af þeim ráð- stöfunum sem gerðar voru í þrotabúinu,“ segir Ástráður. Kjúklingabúið Móar fór í greiðslustöðvun í lok ársins 2002, en það var lýst gjaldþrota eftir að Hæstiréttur komst að þeirri nið- urstöðu að nauðsamningar hefðu ekki verið samþykktir af kröfu- höfum. bryndis@frettabladid.is Breytingar hjá SÍF: Forstjóri hættir VIÐSKIPTI Gunnar Örn Kristjáns- son, forstjóri SÍF, mun láta að störfum hjá félaginu um mánaða- mótin. Gunnar Örn hættir að eigin ósk. SÍF er veltumesta félag Ís- lands með um 65 milljarða veltu. Starfsmenn eru um tvö þúsund. Gunnar Örn hefur starfað hjá SÍF í rúm 10 ár. Á þeim tíma hefur hann innleitt miklar breytingar á starfsemi félagsins sem í dag er alþjóðlegt sölu- og markaðsfyrir- tæki. Örn Viðar Skúlason, aðstoðar- forstjóri SÍF hf., mun taka við starfi forstjóra þar til nýr for- stjóri hefur verið ráðinn. ■ HÓTEL SELFOSS Stefnt er að því að opna 180 manna veitingastað á hótelinu 15. maí nk. Rekstur Hótels Selfoss: Samstarfi slitið við Icelandair HÓTELREKSTUR Stefán Þórisson, framkvæmdastjóri rekstrarfé- lagsins Brúnáss og Íslandshótela, og hópur honum tengdum hefur keypt rekstur Hótels Selfoss. Kaupverð fæst ekki gefið upp. Fyrirtækið 3G Fasteignir keypti þrotabú Hótel Selfoss og stofnaði hlutfélagið Brúnás utan um rekst- urinn og var gerður sérleyfis- samningur við Flugleiðahótelin um notkun vörumerkisins Icelandair Hotels. Í kjölfar kaupanna á rekstri Hótels Selfoss hefur samstarfi þess og Iceland- air verið slitið. Íslandshótel reka þegar nokk- ur hótel í Reykjavík og að sögn Stefáns Þórissonar var samkomu- lag um að rifta sérleyfissamn- ingnum þar sem hagsmunir félag- anna færu ekki lengur saman. „Við erum að móta framtíðar- stefnu Hótels Selfoss. Það er stefnt að því að opna glæsilegan 180 manna veitingastað á hótelinu 15. maí næstkomandi. Þetta verk- efni leggst mjög vel í okkur, enda er hótelbyggingin einstaklega falleg,“ segir Stefán. ■ TRUFLUN Á LESTARSAMGÖNGUM Tveggja daga verkfall járnbraut- arstarfsmanna í Frakklandi olli miklum truflunum á lestarsam- göngum í París og nágrenni í gær. Ferðir hraðlesta á lengri leiðum og ferðir Eurostar-lesta milli Lundúna og Parísar gengu þó betur. Verkfallið hófst klukkan 19 á þriðjudag og lauk í morgun klukkan 7. Eiginkonur - unnustur Eigið dúndurkvöld með eiginmanninum á Bóndadaginn. Lostafullar körfur af þorramat. Pantið í tíma í síma 562 2738. V E R S L U N I N S V A L B A R Ð I Reykjavíkurvegi 68, s. 564 2783 Framnesvegi 44, s. 551 2783 FRAMKVÆMDASTJÓRINN HÆTTIR Í APRÍL „Ég er mjög ánægður með þau tæplega tvö „kjörtímabil“ sem ég hef gegnt störfum hér fyrir norðan,“ segir Guðbrandur Sig- urðsson, fráfarandi forstjóri Brims. Líklegt að 1.600 milljónir tapist Lýstar kröfur í þrotabú kjúklingabúsins Móa eru um 370 og nema um 1.900 milljónum króna. Líklega fæst ekkert upp í almennar kröfur og hugsanlegt að rifta þurfi hluta ráðstafana sem gerðar voru í þrotabúinu. KRÖFUR Í ÞROTABÚ MÓA Veð- og forgangskröfur 120 milljónir Búskröfur 150 milljónir Forgangskröfur 60 milljónir Almennar kröfur 1.600 milljónir KJÚKLINGABÚIÐ MÓAR Kjúklingabúið fór í greiðslustöðvun í lok ársins 2002, en það var lýst gjaldþrota eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að nauðsamningar hefðu ekki verið samþykktir af kröfuhöfum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.